Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
Dagatal
íylgiblaðanna
ATJ.TAF Á ÞRJDJUDÖGUM
IÞROTEA.
ALLTAF Á FIMMTUDÖGUM
Alltaf á föstudögum
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
ALLTAF A SUNNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þinum!
HEIMILISTÖLVUR
Laugavegi 118, sími: 29311
HLEMMI
Collonil
vemd fyrir skóna,
leörið, fæturna.
Hjé fagmanninum.
Hópferðabflar
8—50 farþega bílar í
lengri og skemmri feröir.
Kjartan
Ingimarsson
Símar 37400 og 32716.
SEX
6 af helstu hótelum
Reykjavíkur.
EURQCARD
TIL DAGLEGRA NOTA
KBMG
MARINE
Lit dýptarmælar
Fridrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavík,
Simar 14135 — 14340.
HITAMÆLINGA
MIÐSTÖÐVAR
fyrir báta,
skip og iönað
Fáanlegar fyrtr sax, átta, tfu. tóff. saxtán, átján eöa
tuttugu og sax mætistaöi
Eln og sama mtöstöötn getur teklö viö og sýnt
baeöl frost og hlta. t.d. Celclus >200+850 eöa
0+1200 o.fl.
Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mls-
munandl skrúfgangi fáanlegar
Fyrtr algengustu rtó- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm hálr
Þaó er hægt aó fylgjast meö afgashita, kœll-
vatnshita, smuroliuhlta, lofthita, kulda í kælum,
frystum, lestum, sjó og ,man ekkl fleira í bili“ i einu
tæki
Lofaöu okkur aö heyra frá þér.
VMlurgötu 16 ttmmr 14S80 — 1X2S0
Vilhjálmur Þ. Bjamar
bókavörður - Minning
Fæddur 21. mars 1920
Dáinn 30. ágúst 1983
Vilhjálmur Þ. Bjarnar, bóka-
vörður Fiske-safnsins svonefnda
við Cornell-háskóla, lézt á spítala í
íþöku í New York-ríki þriðjudag-
inn 30. ágúst sl., 63 ára að aldri og
var hans minnzt með minningar-
athöfn, er fram fór í kapellu
Cornell-háskóla föstudaginn 2.
september.
Vilhjálmur fæddist á Rauðará
við Reykjavík 21. marz 1920, sonur
Þorláks bónda þar Bjarnar (d.
1932) og Sigrúnar Sigurðardóttur
konu hans (d. 1979). Þorlákur
hafði tekið við búi á Rauðará 1912
við lát föður síns, Vilhjálms
Bjarnasonar, er hóf búskap þar
1893, þangað kominn frá Kaup-
angi í Eyjafirði. Hann var sonur
Björns Halldórssonar prests og
sálmaskálds i Laufási, en kona
Vilhjálms var Sigríður Þorláks-
dóttir prests á Skútustöðum Jóns-
sonar prests Þorsteinssonar í
Reykjahlíð við Mývatn.
Foreldrar Sigrúnar, móður
Vilhjálms Bjarnar, voru Sigurður
Þorsteinsson, kenndur við Flóa-
gafl, og kona hans Ingibjörg Þor-
kelsdóttir. Meðal barna þeirra
voru þeir kunnu bræður Árni fri-
kirkjuprestur í Reykjavik, Ásgeir
skipstjóri og Þorkell vélstjóri.
Við lát Þorláks á Rauðará fyrir
aldur fram 1932 gekk Vilhjálmur,
sem var elztur fjögurra barna
þeirra hjóna, að búskapnum með
móður sinni jafnframt því, sem
hann hóf brátt menntaskólanám. í
stuttri grein, er ég birti um Vil-
hjálm á sextugsafmæli hans í
Morgunblaðinu 21. marz 1980,
rakti ég náms- og starfsferil hans
í svofelldum orðum:
Vilhjálmur lauk stúdentsprófi
með ágætiseinkunn í Reykjavík
vorið 1942, hóf um haustið nám í
skógfræðum við Minnesota-há-
skóla í Minneapolis, en sneri heim
aftur ári síðar og lagði stund á
islenzkfræði við Háskóla íslands
nokkur ár.
Vorið 1946 kvæntist hann Hall-
dóru Guðrúnu Eiríksson frá
Minneapolis, vestur-íslenzkri
stúlku, er hann hafði kynnzt
vestra veturinn 1942—1943. Þau
fluttust vestur um haf 1947 og
settust að í Minneapolis.
Vilhjálmur átti um árabil við
alvarleg veikindi að stríða, en þeg-
ar hann hjaraði við, hóf hann nám
að nýju, lauk BA prófi við Minn-
esota-háskóla 1956 og meistara-
prófi ári síðar með bókasafns-
fræði sem aðalgrein.
Vilhjálmur vann síðan við bóka-
safn Minnesota-háskóla þrjú ár,
unz hann sumarið 1960 var ráðinn
umsjónarmaður Fiske-safnsins
við Cornell-háskóla, tók við því
embætti af Jóhanni S. Hannes-
syni, er þá hvarf heim til íslands
og varð skólameistari á Laugar-
vatni.
Vilhjálmur hefur samhliða
bókavarðarstarfinu annazt
kennslu í íslenzkri tungu við
Cornell-háskóla, og kom honum
þar að góðu haldi nám hans í ís-
lenzkum fræðum hér heima, en
hann hafði lokið fyrri hluta prófi i
Jæim, áður en hann fór vestur. Á
árunum 1944—45 vann hann
ásamt undirrituðum að útgáfu
Flateyjarbókar undir handleiðslu
Sigurðar Nordals. Er ekki að efa,
að þau kynni, sem af þvf samstarfi
spruttu, réðu miklu um það, að
Vilhiálmur tók sér, eftir komuna
til Iþöku, fyrir hendur m.a. að
snúa hinu kunna verki Sigurðar,
íslenzkri menningu, á ensku með
útgáfu þess í safninu íslandica í
huga. En Vilhjálmur hefur haft
umsjón með þeim bindum eftir
ýmsa höfunda, sem út hafa komið
^^^skriftar-
síminn er 830 33
í því safni, þau ár, sem hann hefur
verið í íþöku. Hefur frágangur
þeirra í hvívetna borið vitni alúð
hans og vandvirkni.
Williard Fiske vissi, hvað hann
var að gera, þegar hann í upphafi
lagði svo fyrir, að umsjónarmaður
hins merka bókasafns, er hann
ánafnaði Cornell-háskóla, skyldi
jafnan vera íslendingur.
Þótt eftirmenn Halldórs Her-
mannssonar, er veitti Fiske-safn-
inu forstöðu 1905—1948, hafi ekki
reynzt jafnokar hans að atorku og
afköstum, hafa þeir allir reynzt
nýtir verkamenn í víngarðinum og
gert sitt til, að Fiske-safnið, sem
bezta bókasafn i íslenzkum og
norrænum fræðum vestan hafs,
yrði eftir sem áður sú miðstöð,
sem hinn örláti og víðsýni stofn-
andi þess ætlaði því að verða.
Þegar minnzt var aldarafmælis
Halldórs Hermannssonar 6. janú-
ar 1978, bauð menntamálaráðu-
neytið íslenzka Vilhjálmi hingað
heim í viðurkenningarskyni fyrir
hið mikla starf, er unnið hefði ver-
ið um áratugaskeið við Cornell-
háskóla til kynningar íslenzkri
bókfræði og menningu.
Vilhjálmur færði við það tæki-
færi Þjóðskjalasafni íslands að
gjöf frá bókasafni Cornell-háskóla
merk 17. og 18. aldar Alþingis-
bókahandrit, er Willard Fiske
hafði eignazt á sínum tíma. En
hann hafði eitt sinn látið þau orð
falla, að handrit ættu að vera þar,
sem þeirra væru mest not, þ.e. í
því landi, sem þau væru upprunn-
in í, og sinnti hann því lítt söfnun
íslenzkra handrita.
Vilhjálmur var hér seinast á
ferð í fyrrasumar, átti þá 40 ára
stúdentsafmæli og naut þess mjög
að hitta gamla skólafélaga. Hann
gat og rekið ýmis erindi fyrir
Fiske-safnið og heimsótt systkini
sín, frændfólk og vini, enda bæði
frændrækinn og vinfastur. Þótt
heilsan færi nú þverrandi og hann
fyndi, að hann mundi naumast
fara fleiri ferðir til íslands, var
hugur hans óbugaður. Við þennan
sama sálarstyrk varð maður ætíð
var I bréfum hans, yfir þeim var
heiðríkja og ró, þótt maður vissi,
hve sárlega hann oft var þjáður.
Vilhjálmur Bjarnar var gæfu-
maður í einkalífi sínu, Dóra (eins
og hún var alltaf kölluð) reyndist
honum hinn trausti lífsförunaut-
ur. Þau eignuðust þrjú börn, Eirík
Thor, sem búsettur hefur verið
undanfarin ár í Minneapolis, Jón
Inga, við íþróttakennaranám, og
Svövu í menntaskóla.
Með Vilhjálmi Þ. Bjarnar er
genginn góður drengur, sem öll-
um, er þekktu hann, þótti vænt
um. Þótt hann dveldist áratugum
saman fjarri íslandi, féll ekkert á
Islendinginn í honum. Starf hans í
íþöku var honum kært, og hann
naut þar virðingar og vinsælda,
bæði sem bókavörður og kennari í
íslenzkum fræðum við Cornell-
háskóla.
Ég votta Dóru og börnunum,
systkinum Vilhjálms og öðrum að-
standendum innilega samúð.
Kinnbogi Guðmundsson