Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
14
4510
10, 12 og 17 stafir á tomm-
una.
Proportional leturgerö.
9x9 stafaupplausn m/undir-
strikun.
9x15 upplausnar gæöaletur.
Pinna- og blokkgrafík.
8 stafasett + DÞÆÖÁÉIÓ
ÚÝ.
Prentar 120 c.p.s og í báöar.
Bæöi seríal- og paralell inter-
face.
Allt þetta, og meira, í einum prentara fyrir
aðeins 23.180.- Það gerir enginn betur!
GÍSU J. JOHNSEN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
Smiðjuvegur 8 - Kópavogi - Sími: 73111
_____________________________________/
Hin hreinu listasambönd
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
1 myndum Eyjólfs Einarssonar í
Listmunahúsinu skynjar áhorf-
andinn vísast í flestum tilvikum
ljóðrænan leik hreinna litasam-
banda. Einfaldleikinn er hér
ræktaður út í ystu æsar, lita-
hljómar þýðir og róandi líkast
því sem gerandinn sé að rækta
með sér innri frið. Hvort þetta
er logn fyrir storm og eins konar
þreifingar áður en lagt skuli út í
svipmeiri átök, er erfitt að skera
úr um. Þetta afmarkaða svið er
fyllilega nægjanlega víðfeðmt til
þess að eyða heilli starfsævi við
að rannsaka grómögn þess og
möguleika. Einfaldleikinn lætur
ekki að sér hæða og felur í sér
efsta þrep fullkomleikans —
þversögn máski en einfaldleik-
inn verður í engu tilviki höndl-
aður án mikils þroska og full-
komins valds á fjölbreytileikan-
um. En hvað sem öðru líður, þá
er það í öllum tilvikum lista-
mannsins, að marka sér braut og
ryðja veginn fram, en síður list-
rýnenda og listpáfa. Fari þeir í
slíkum tilfellum hoppandi í
hærusekk ...
Myndir Eyjólfs Einarssonar
virka frekar eintóna við fyrstu
kynni, næsta sléttar og felldar
um of, en þær grípa áhorfand-
ann fastari tökum við hverja
nýja skoðun því að í þeim er læ-
vís undiralda. Þetta atriði er
ákaflega mikilvægt í allri list-
sköpun og yfirhöfuð til úrslita
um lífslíkur og framtíð frum-
burðarins. Eyjólfi standa opnir
miklir möguleikar til áfram-
haldandi ræktunar og rann-
sókna þessa sérstaka mynd-
heims, því að augljóst er, að
hann getur enn betur og jafnvel
máski miklu betur, — ekkert
skal fortekið og engu spáð. Hann
hefur þegar náð góðum árangri í
sínum hrifmestu myndum, —
þeim er bera svipmót hans
sjálfs. I sumum myndanna sér
maður eftirhreytur formaleiks
er gekk yfir heiminn sem farald-
ur fyrir nokkrum árum og sést
víða ennþá og sem mér finnst
koma myndum máli Eyjólfs lítið
við. — Hinar hreinu og tæru
vatnslitamyndir, ómengaðar af
öllu öðru en kennd listamanns-
ins fyrir þessari sérstöku tækni,
þykja mér öðru fremur styrkur
listamannsins. Nefni hér sem
dæmi myndir svo sem „Á skaut-
um“ (36), „Stormur" (37) og
„Fjúk“ (49) sem allar eru gerðar
á þessu ári. Yfir þeim er sá lauf-
létti sannfærandi blær sem hríf-
ur.
Af olíumyndunum eru mér
einkum hugstæðar myndirnar
„Leiðarlok“ (25), „Nýja landslag-
ið“ II (27) og „í nýju ljósi“ (29).
Að öllu samanlögðu hefur Eyj-
ólfur Einarsson með þessari sýn-
ingu sinni þokast framan dal
upphafinnar listsköpunar. Njóti
hann þess heill.
Bragi Ásgeirsson
Hvemig vceri að bregða sér i sólaiiandaferð
í októberog mólo svo húsið þegar þúkemur heim!
Þú færð allar upplýsingar um STEINAKRÝL hjá
MÁLNINGU h/f og hjá öilum helstu málningarverslun-
um landsins.
STEINAKRÝL
- málnlngin sem andar
málning't
STEINAKRÝL, nýja útimálningin frá Málningu h/f gerir
þér kleift að mála svo að segja á hvaða árstíma, sem
er.
Fimm tll sex stiga frost hefur ekkert að segja, ef þú ert
I hlýjum fötum. Þú getur málað með STEINAKRÝLII
allt að 10 stiga gaddi.Málningin þomar meira að segja
I slydduskúr fljótlega eftir málun. Þú færð þér bara
kaffibolla á meðan skúrin gengur yfir. Athugaöu málið
hjá næstu ferðaskrifstofu - og málaðu svo seinna með
STEINAKRÝLI.
Og hvað með þessa eilífu flðgnun? - Með STEIN-
AKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi flðt án
þess að eiga flögnun á hættu.
STEINAKRÝL hefur auk þess þann sérstaka
eiginleika að hleypa I gegnum sig raka úr múmum en
er samt þétt fyrir rígningu.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
Tónleikar
á Kjarvals-
stöðum
ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson
heldur hljómleika á Kjarvalsstöðum
í kvöld klukkan 20.30, en þeir verða
síðan endurteknir í Gerðjjbergi
næstkomandi fimmtudag á sama
tíma. Þorsteinn Gauti leikur á tón-
leikunum verk eftir Clementi, De-
bussy, Bach og Muczynski.
Þorsteinn Gauti er fæddur 24.
febrúar 1960 í Borgarfirði, en ólst
upp í Reykjavík.
Hann lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík ár-
ið 1979 og var kennari hans Hall-
dór Haraldsson píanóleikari. Und-
anfarin 3 ár hefur hann stundað
nám við The Juilliard School of
Music í New York hjá Sacha
Gorodnitski, James Barbagallo og
Herbert Stressin. Hann hélt sína
fyrstu sjálfstæðu tónleika í febrú-
ar 1983 á vegum Tónlistar-
félagsins í Reykjavík. Auk þess
hefur hann leikið einleik með Si-
nfóníuhljómsveit íslands og Út-
varpshljómsveitinni í Helsinki,
komið fram á tónleikum í Hvíta
húsinu í Washington og í Malmö í
Svíþjóð, einnig hefur hann leikið í
útvarp og sjónvarp á íslandi.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
■>