Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 47 Árni Þorsteinn Arnason - Minning Fæddur 5. júní 1901 Dáinn 28. ágúst 1983 Sá kostur fylgir því að eldast, að maður gaumgæfir betur umhverfi sitt á hægri göngu niður hlíðina en þegar gangan lá upp á við, oft þreytt meira af kappi en forsjá, um klungur og hengiflug. Við kinkum kolli til samferðamann- anna og þykir vænna um þá en nokkru sinni fyrr, reynum að vera umburðarlyndari við þá og kurt- eisari en áður, og söknum sárt þeirra sem áttu spor með okkur, en hafa lokið göngunni miklu og eru komnir í áfangastað. Vinur minn og svili, Árni Þ. Árnason, f.v. lóðaskrárritari Reykjavíkurborgar, hefur nú lokið göngu sinni. Við áttum samleið um rúmlega fjörutíu ára skeið og fyrir hvern dag á þeirri göngu ber honum þakklæti mitt. Hann var prúðastur allra þeirra er ég varð samferða, með uppörvandi spaug á vörum þegar strembinn hjalli var framundan, úrræðagóður og undanbragðalaus heiðursmaður. Árni var fæddur í Reykjavík 5. júní 1901, sonur hjónanna Helgu Guðbjargar Ófeigsdóttur frá Fjalli á Skeiðum og Árna Þor- steins Zakaríassonar frá Bergi í Reykjavík. Þeirra börn, auk Árna, eru Sigríður, gift Birni Steffensen endurskoðanda, og Jóhanna, gift Helga Eiríkssyni bankastjóra, en hann er látinn fyrir nokkrum ár- um. Dr. Jón Stefánsson segir svo í afmælisriti um Þórberg Þórðar- son fimmtugan: „Til þess að skilja menn vel, er nauðsynlegt að at- huga þá í ljósi samtíðar sinnar." Um það leyti er Árni fæddist, 1901, sýslaði amma mín við bú- verk í hlóðaeldhúsi, eins og var hlutskipti fjölda kvenna á þeirri tíð, og þótti engum mikið. Og á þeim árum sem hann lærði að stauta til stafs, reið faðir minn einhesta norðan úr Þingeyjarsýslu til Reykjavíkur í skóla, og hafði víðast enga vegi aðra en þá sem hrosshófar höfðu markað í þúsund ár í íslenzkan svörð, og fylgdi þó byggðum. Og þegar undirritaður stóð í fyrsta sinn á teigi með þau amboð í höndum sem Egill Skalla- grímsson hefði kannast við og kunnað að nefna, var Árni 27 ára að aldri. Þetta var hans samtíð þá. Sú kynslóð sem Árni tilheyrði, setti það ekki fyrir sig, þótt hún tæki við húslausu og veglausu landi, þar sem menningin átti vægast sagt í mesta basli. Það sem gerði gæfumuninn þá, var að þjóðin skildi sinn vitjunartíma, og það var ekki tími möglunar og úrtölu- manna. Menn hrærðu steypu með handafli og byggðu hús, og með haka og skóflu ruddu þeir og lögðu vegi um fjöll og firnindi allt til Akureyrar. Árni tók virkan þátt í þessu starfi. Faðir hans var yfir- verkstjóri hjá Landssjóði víða um land, við vega- og brúagerð, og var Árni þar með í verki. Hann lauk svo prófi í landmælingum 1918 og vann uppfrá því við þær og korta- gerð við margháttaðar fram- kvæmdir víða um land. Hann gerðist starfsmaður Reykjavík- urbæjar 1926, tók við starfi lóða- skrárritara hjá borginni 1945 og gegndi því unz hann lét af störfum sjötugur að aldri árið 1971, og hafði þá verið borgarstarfsmaður í 45 ár. Árni var glæsimenni, fríður og karlmannlegur, lagði ungur stund á leikfimi og var í sýningarflokki ÍR. Hann vann skíðaíþróttinni það sem hann mátti og var kjörinn heiðursfélagi skíðadeildar ÍR árið 1939. Allt var þetta af hinu góða og markmiðið: heilbrigð sál í hraustum líkama. Árni var kvæntur Hönnu Val- dísi Gísladóttur, en foreldrar hennar voru Friðbjörg Friðleifs- dóttir og Gísli Jóhannesson tré- smiður, er bjuggu allan sinn bú- skap að Grettisgötu 27 í Reykja- vík. Hanna og Árni höfðu þann háttinn á, að eitt gekk yfir bæði, og gættu að auki þess sem vanda- samast er og skáldið Kahlil Gib- ran telur nauðsyn farsælu hjóna- bandi, en Gunnar Dal hefur orðað svo í þýðingu sinni: „Syngið og dansið saman og verið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu, eins og strengir fiðlunnar eru einir þótt þeir leiki sama lagið." Börn þeirra Hönnu og Árna eru, auk sonar er lést í frumbernsku, Árni Þorsteinn Árnason, skrif- stofustjóri iðnaðarráðuneytisins, kvæntur öldu Halldórsdóttur hjúkrunarfræðingi, Valdís, gift Guðmundi Magnússyni háskóla- rektor, og Gísli, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, kvæntur Sigrúnu Ragnarsdóttur. Barna- börnin eru 7. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ARI GUÐMUNDSSON, deildarstjóri, Giljalandi 35, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju kl. 13.30 miövikudaginn 7. september. Mikkelína Siguróardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÞORSTEINN ÁRNASON, fv. lóöarskrérritari, sem lést 28. ágúst, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöju- daginn 6. september kl. 13.30. Hanna V. Gísladóttir, Valdís Árnadóttir, Guömundur Magnússon, Gísli Árnason, Sigrún Ragnarsdóttir, Árni Þ. Árnason, Alda Halldórsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar og dóttur okkar, KRISTÍNAR L. BLÖNDAL, frá Siglufiröi. Lárus St. Blöndal Jónasson, Guörún J. Blöndal, Lárus Þj. Blöndal. Þó að Árni væri mikill alvöru- maður, þegar alvara átti við, var góðlátleg glettni honum eiginlegri, og í beinu framhaldi af þessum orðum töluðum, hef ég það eftir honum og einhverjum æringja, að „það þarf mikið skopskyn til að vera íslendingur í alvöru". En hann var einnig íhugull maður og vísindalega sinnaður, manna fundvísastur á þær smágerðu furður veraldar sem okkur hinum sést svo auðveldlega yfir, næmur að greina kjarnann frá hisminu og hafði til að bera þá heilbrigðu for- vitni, sem ekkert á skylt við hnýsni, en er undirrót allrar menningar og framvindu. Hann spurði og leitaði svars bæði hjá Guði og mönnum, ávallt kurteis, ávallt tillitssamur, ávallt prúður. Mættum við vænta fleiri slikra er vel. Atli Már NEC Tölvuprentarar NEC 3510 þarf ekki aö kynna fyrir Islendingum. Hér er á feröinni besti prentaraframleiðandi í heimin- um í dag. Leturgæðin hjá NEC þarf ekki aö fjölyröa um, þau eru frábær og aö lokum verö; kr. 57.660. Bjóöum ýmsa aukahluti til afgreiöslu á lager. Bolholti 4. LJ CrlfwV SCmi 91-21945 og 84077. Leturhjól, leiöréttingarminni og aörir mikilvægir kostir ásamt stílhreinni hönnun skapa i sameiningu einstaka ritvél sem alls staðar nýtur sín. Kynningarverð kr. 21.900.- Messaqe -ánægjuleg orðsending, ekki satt ? SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgolu 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)
https://timarit.is/issue/119296

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)

Aðgerðir: