Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 16 Frá útför Benigno Aquinos á Filippseyjum. Ekkja hins látna biður kirkjugesti um að votta hinum látna virðingu, eftir að þeir höfðu risið úr sætum sínum og hyllt hana, er hún hóf að flytja ávarp sitt við útrórina. Deílur Dana og Svía: Viðræður að hefjast Stokkhólmi, 5. aeptember. AP. SVÍAR og Danir hafa samþykkt að befja nú þegar viðræður um lausn landamæradeilna þjóðanna í Katte- gat, Skagerak og Eystrasalti, og um að olíuleit, sem þegar er hafin, geti haldið áfram. Deilurnar hófust þegar Danir hófu olíuleit í júlí í ár, rétt utan við eyjuna Hesselo í Kattegat, ná- lægt strönd Svíþjóðar. Forsætis- ráðherra Svía, Olof Palme, fullyrti að olíuleit Dana á umdeildum svæðum, hefði verið gerð án þess að sænsk yfirvöld hefðu verið lát- in vita. Palme ásakaði Dani um einræðislega hegðun og óskaði eft- ir því að Danir endurskoðuðu ákvörðun sína um veitingu leyfa til olíuborana. Þjóðirnar tvær munu ekki veita fleiri leyfi til borana á umdeildu svæðunum, meðan viðræður standa yfir, en búist er við því að þeim verið lokið innan tveggja mánaða. Háttsettir viðriðnir morðið á Aquino? London, 5. neptember. AP. NÝJAR upplýsingar benda til þess aó háttsettir pólitíkusar hafi verið viðriðnir morðið á Benigno Aquino leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Fil- ippseyjum, að sögn Lundúnablaðsins Sunday Times. Stjórn Marcosar hefur lýst morðingjanum, Rolando Galman, sem þekktum leigumorðingja úr Luzon-héraðinu. Blaðið segir hann hafa verið kunningja háttsettra embættismanna, sem fara með ör- yggismál, og hefur eftir filippínsk- um mannréttindabaráttumanni að það sé opinbert leyndarmál að her landsins leigi glæpamenn til að framkvæma „skítverk sín“. Blaðið segir að í kjölfar langs ferils, sem einkennst hafi af morð- um og ofbeldisglæpum, hafi Galm- an verið fangelsaður í febrúar 1982, sakaður um rán og ólöglegan vopnaburð. Ólíkt venjulegum glæpamönnum var hann vistaður í herfangelsi samkvæmt persónu- legri tilskipun, sem Marcos forseti undirritaði, en látinn laus tveimur mánuðum seinna, samkvæmt lög- reglustjóratilskipun, og afhentur yfirmanni í öryggissveitunum, sem náskyldur er Imeldu konu Marcosar. Sunday Times segir að rétt eftir morðið hafi lík Aquino legið i blóðpolli, en hann var myrtur með einu skoti gegnum höfuðið. Hins vegar hafi „nánast engar" blóð- slettur sézt á líki Galmans, en sagt var á sínum tíma að verðir hefðu ráðið hann af dögum með mikilli kúlnahríð. Er það talið styrkja ummæli sjónarvotta að Galman hafi verið dauður þegar Aquino var myrtur, þeir segjast hafa orðið vitni að því er líki hans var varpað út úr bíl öryggisvarða við morðstaðinn. Anker Jörgensen hlaut stuðning á aukaþinginu Kaupmannahofn, 5. september. Frá frétUriUra MorjfunbUdsinfl, Gunnari Rytgaard. JAFNAÐARMANNAFLOKKURINN í Danmörku heldur fast vió þá afstöóu, sem flokkurinn hefur nú tekið til NATO í eldflaugaraálinu. Formaður flokksins, Anker Jörg- ensen, fyrrverandi forsætisráð- herra, lýsti því yfir á aukaþingi flokksins i Kaupmannahöfn, sem haldið var um helgina, að 99% full- trúanna þar hefðu fylkt liði að baki sér og meirihluta þingmanna flokksins gegn mótmælaaðgerðum þeim, sem K.B. Andersen, fyrrver- andi utanríkisráðherra og Robert Petersen þingmaður stóðu fyrir. Ásamt 186 öðrum jafnaðar- mönnum höfðu þeir K.B. Andersen og Robert Petersen, áður en auka- þingið hófst, sett auglýsingu í blöð jafnaðarmanna, þar sem borin voru fram mótmæli gegn þeirri nýju stefnu, sem Jafnaðarmanna- flokkurinn hefur tekið upp. Markmið mótmælanna var að benda á, að það hafi orðið ljóst 26. maí sl., að jafnaðarmenn halda fram samvinnu við Radikale Venstre, Sósíalíska þjóðarflokkinn og Vinstri sósíalista í stað borgara- flokkanna. Frá árinu 1949 höfðu jafnaðarmenn haldið fram utan- rfkisstefnu í samvinnu við Venstre og íhaldsflokkinn, en það ár gekk Danmörk í NATO. Árlegur barnadauði í þriðja heiminum 15 millj. Pakistan, 4. aeptember. AP. AÐ SÖGN framkvæmdastjóra Rarnahjlpar Sameinuðu þjóðanna, deyja nær 15 milljónir barna árlega í þriðja heiminum, af völdum sjúk- dóma, fæðuskorts, vannæringar og afskiptaleysis foreldra. Þrátt fyrir að barnadauði í heiminum hafi minnkað um helm- ing síðustu 30 árin, ríkir enn al- varlegt ástand í þróunarlöndun- um þar sem barnadauði sem hægt væri að fyrirbyggja, er um 15 milljónir árlega, á móti 1 milljón sem væri ófyrirbyggjanlegur. f Pakistan deyja árlega um 600.000 börn úr sjúkdómum sem hægt hefði verið að fyrirbyggja, og jafn mörg börn verða blind, heyrnarlaus eða bækluð af völd- um sjúkdóma sem mislinga, þar sem þau eru þegar veik fyrir sök- um vannæringar. Hungursneyðin í Eþíópíu gerist nú enn átakanlegri þar sem liðin eru 2 ár án þess að rignt hafi þar að ráði. Talið er að enn eigi ástandið eftir að versna og er áætlað að um 2 milljónir manna muni verða hungrinu að bráð. Verst er þó ástandið í norður hluta Eþíópíu, en í Eritrea-hérað- inu einu þarf ein milljón manna að treysta á hjálp annars staðar frá, fram að næsta uppskerutíma- bili, sem er í desember. Fjöldi vinnufærra manna hefur einnig minnkað sökum sjúkdóma, og þeir sem enn eru vinnufærir, geta ein- ungis unnið 3 klst. af venjulegum 12 tíma vinnudegi. Hjálparstofn- un kirkjunnar segir að þótt rigni á þessum svæðum, þá þurfi landið hjálp næstu árin, því mikill fjöldi fólks hefur flúið bæi sína í leit að fæðu, og án fæðuaðstoðar muni bændur ekki snúa aftur, hvort sem rigni eða ekki. ELDHÚSRÚLLUR OG SALERNISPAPPÍ R ^ Umtalsveröur afsláttur Kaupmrn STJORNUNUNAR NÁMSKEIÐ FYRIR TÆKNIMENN Vitað er að fjöldi fólks sem starfar á sviði raunvísindanna kemst fyrr eða síðar í þá aðstöðu að sinna stjórnunarstörfum. Lítil sem engin áhersla er þó lögð á þessar greinar í menntun þessa fólks. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að stjórnun og mannleg samskipti flokkast undir hugvísindi. MARKMIÐ: námskeiðsins er að auka stjórnunarhæfni sérfræðinga og gera þeim kleift að leysa flókin skipulagsleg og mannleg vandamál innan fyrirtækja. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er sérstaklega ætlað tæknilegum fram- kvæmdastjórum, verkfræðingum, tæknifræðingum og öðrum þeim tæknimenntuðum mönnum sem þurfa að sinna stjórnun- arstörfum í sínu daglega starfi. Námskeiðið er einnig ætlað öðrum stjórnendum sem þurfa að hafa náin samskipti við tæknimenntaða starfsmenn sína. EFNI: Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: - technical management, TÆKNILEG STJÓRNUN - organisation structures, STJÓRNSKIPULAG FYRIR- TÆKJA - planning systems, ÁÆTLANAKERFI - control systems, EFTIRLITSKERFI - planning and control tools and techniques, AÐFERÐIR VIÐ ÁÆTLANAGERÐ OG EFTIRLIT - handling conflicts, SAMNINGATÆKNI OG LAUSN DEILUMÁLA - the technical manager as leader, TÆKNILEGI STJÓRN- ANDINN SEM LEIÐTOGI LEIÐBEINANDI: á námskeiðinu er John Mulvaney. Hann hefur ritað bækur um ýmis svið stjómun- ar, svo sem verkefnastjórnun, tölvu- notkun við áætlanagerð, framleiðslu- skipulagningu og um áætlanagerð fyrir- tækja. Hann starfar nú sem yfirforstjóri Harold Whitehead & Partners Ltd. í Englandi sem er umfangsmikið ráðgjafa- og nám- skeiðafyrirtæki. Námskeiðið fer fram á ensku. TÍMI-STAÐUR: 20.-22. september kl. 09.00-17.00 alla dagana. Hótel Esja, 2. hæð. m m TILKYNNIÐ ÞÁTTTOKU Í SÍMA 82930 ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkis- stofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu SFR. STJÓRNUNARFÉLAG ísiands iíim,23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)
https://timarit.is/issue/119296

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)

Aðgerðir: