Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 19 Sovétríkin Bandaríkin ^ Ratsjárstöö ^ ■ Kafbátastöö J'—» Eldflaugapallar--------- Flugstöö -<u Flotastöö Fyrirhuguð flugleið kóreönsku far- þegaþotunnar, sem Rússar skutu niður í síðustu viku, og raunverulegur ferill hennar. Eins og sjá má sveigir þotan skömmu eftir að hún fór fram hjá viðmiðunarpunktinum Neeva. Síðan tilkynnti flugstjórinn að hann væri bæði yfir Nippi og Nokka, þegar hann var í rauninni talsvert vestar og á leið inní sovézka lofthelgi. Sovézkur thjgmaður segist hafa grandað strotmarkinu- Staöurlnn þar sem sagt er aö flugvélin hafl hrapaö i sjó- inn. Flugvélin segir hækkun lokið viö Nokka, en á sama tíma sést stór flugvél yfir Sakhalín — og þrjár minni á eftir — í japanskri ratsjár- stöð. Flugvélin segist vera ytir Nippi, en er i raun ytir Kamtsjatka. Vissi flugstjórinn ekki ad Sovétþota elti hann? London, 5. september. AP. KÓREANSKA farþegaþotan, sem Rússar skutu niður, beygði skarpt af leið rétt áður en henni var grandað, og er það til marks um að hún hafi annað tveggja ætlað að komast und- an sovézku orrustuþotunum eða ver- ið að gefa til kynna að hún ætlaði að fara að fyrirmælum þeirra, að sögn brezka blaðsins Daily Telegraph. Blaðið sagði flugvélina hafa fyrst sveigt krappt til hægri af suðlægri stefnu yfir á vestlæga er leitt hefði hana lengra inn á sov- ézkt yfirráðasvæði. Örskömmu seinna sveigði hún aftur í átt til fetum í 35 þúsund fet, eins og flug- stjórinn hefði sagst hafa gert nokkrum mínútum áður en þotan var skotin niður. Á hinni venju- legu flugleið til Seoul hækka þot- urnar sig er þær koma að Japan. Velta menn vöngum yfir þeim möguleika að flugmennirnir hafi ætlað að stytta sér leið til Seoul og spara þannig eldsneyti, og því ef til vill slökkt á ratsjársvaranum. Á sunnudag hafði Tass-frétta- stofan eftir Semyon Romanov hershöfðingja, yfirmanni sovézkra loftvarna, að orrustuflugmaður hafi vaggað vængjum, blikkað ljósum og reynt að ná fjarskipta- sambandi við kóreönsku þotuna, til þess að stugga við henni, áður en hann skaut viðvörunarskotum þvert yfir flugleið hennar. Rom- anov sagði flugmanninn hafa sagt flugvélina líkjast bandarískri RS- 135 eftirlitsflugvél. Viðurkennt hefur verið í Wash- ington að flugvél af þessu tagi, sem er afbrigði af Boeing 707 þot- unni, hafi verið á reglubundnu eft- irlitsflugi undan ströndum Sovét- ríkjanna, utan sovézkrar lofthelgi, þegar kóreanska þotan var skotin niður. Larry Speaks blaðafulltrúi sagði hins vegar að Rússar hefðu verið búnir að átta sig á því að kóreanska flugvélin var farþega- þota áður en þeir skutu hana niður, orrustuflugmaður hefði skýrt yfirboðurum sínum frá því hvers kyns flugvél væri þarna á ferðinni og kvaðst hann hafa kom- ist það nálægt þotunni að hann hefði séð farþega í gegnum glugga á farþegarýminu. Sunday Times segir að ekkert bendi til þess að flugmenn kóre- önsku flugvélarinnar hafi gert sér grein fyrir því að þeir væru eltir. Blaðið telur það alveg út í hött að ímynda sér að flugstjóri kóre- önsku þotunnar hafi reynt að stytta sér leið til Seoul. Það hefur eftir heimildum úr bandarísku leyniþjónustunni að þar sé talið að Vladimir Govorov hershöfðingi, yfirmaður herjanna austast í Sov- étríkjunum, hafi fyrirskipað árás- ina á þotuna. Talið er að hann hafi áður ráðfært sig við Moskvu, lík- legast Alexander Koldunov marskálk, yfirmann lofthersins, og jafnvel við Dimitri Ustinov varnarmálaráðherra. Chun Byung-in flugstjóri Japans, eins og til að komast und- an þotum Rússa. „En það má vera að Chun By- ong-in flugstjóra hafi orðið ljóst að þota hans var elt og verið að gefa sovézku vélunum til kynna að hann mundi fara að fyrirmælum þeirra," sagði blaðið. Rússar viðurkenna að hafa elt þotuna en ekki að þeir hafi grand- að henni. Segja þeir þotuna hafa slökkt á öllum ljósum og ekki sinnt viðvörunum orrustuþotanna. Samkvæmt Daily Telegraph skýrði flugmaðurinn ekki frá sveigflugi sínu í fjarskiptavið- skiptum við flugturn í Sapporo, sem hann var í sambandi við. Sagði flugmálasérfræðingur blaðsins að svo kynni að vera að flugmennirnir hefðu viljað þaga um siglingafræðileg mistök sín, og hefðu slökkt ljós í þeirri von að sleppa í skjóli næturmyrkurs við árás í stað þess að þurfa að lenda í Sovétríkjunum og útskýra ferðir sínar þar. Brezka blaðið Sunday Times skýrði frá því að þegar kóreanska þotan birtist á ratsjám í Wakk- ani-flugstöðinni á Hokkaido hafi engin merki borist frá ratsjár- svara flugvélarinnar, sem ein- kennir flugvélina og gefur upp flughæð hennar og staðsetningu. Bendir það til þess að slökkt hafi verið á ratsjársvaranum. Þá segja sérfræðingar í Wakk- ani-ratsjárstöðinni að þotan hafi aldi£LhækkaðiM úr 33 þúsund ÞREKMIÐSTÖÐIN KYNNIR HAUSTPROGRAMM Alhliöa íþróttasalur til útleigu. Tilvalinn fyrir starfshópa og fyrirtæki. Nokkrir tlmar lausir. Jane Fonda leikfimi. Byrjendur og framhald. Dagtlmar og kvöldtimar. Old boys-leikfimi. Hörkuleikfimi fyrir karla á öllum aldri. Atak i megrun. Tveggja vikna megrunarkúrar meö leikfimi mánud., þriöjud., miövikud. og fimmtud. Matseöill, vigtun. Inn- ritun aö hefjast. Fyrsta nám- skeiö hefst mánud. 12. sept. Athygli skal vakin á þvi aö ein- staklingar hafa ótakmarkaöan aögang aö íþróttasalnum sé hann ekki útleigöur til dæmis frá kl. 2—4 á daginn. Tennis, nýir útivellir, upphitaöir og upplýstir. Loksins fullkomin aöstaöa til tennisiökunar á ís- landi. Fastir tlmar og stakir. Af- sláttarkort. Kynningarverö. Byrjaö er aö bóka á tennis- námskeið. Kennari Christian Staub. Mót haldin af og til. Spaöar leigöir eöa seldir á staönum. Létt leikfimi (jóga) hefst f október. Dagtlmar. Innritun aö hefjast. Sjúkraþjálfari. Viö viljum vekja sérstaka athygli á þvf að viö höfum ráöiö til okkar norskan sjúkraþjálfara. Veggtennis (racquetball og squash). Tveir salir til iökunar á þessari skemmtilegu nýju fþrótt á íslandi. Fastir tfmar og stakir. íþrótt fyrir alla aldurs- hópa. Afsláttarkort. ókeypis tilsögn. Fyrrverandi atv.maöur I racquetball, Jerry Josey, kem- ur f heimsókn af og til. Mót haldin mánaöarlega á staðn- um. Ljósalampar. Samlokur. Nýjar perur, Wolf-system. Tfmapant- anir. Nánari upplýsingar í símum 54845, 53644. Þrekmiðstöðin Alhl. íþrótta- og líkamsræktarstöð. Brautryðjendur í tennisíþróttum á íslandi, Dalshrauni 4, Hafnarfirði. Tækjasalur, vel tækjum búinn til alhliða Ifkamsuppbyggingar. Leiösögn undir handleiöslu sjúkraþjálfara og íþróttakenn- ara. Sérstök kvennakvöld mánudaga og miðvikudaga. Barna frá 2ja ára aldri gætt fyrri part dags. Barnaefni á myndböndum. Gufubaö, tveir klefar. Nýr nuddpottur af vönduöustu gerö úti í bakgarði. Komiö og kynniö ykkur þá fjöl- breyttu starfsemi sem við höf- um upp á aö bjóöa. Opnunartími I sept. og okt. mánud.—fimmtud. 14—22, föstud. 12—19, laugard. 9—17. Lokað sunnudaga til aö byrja meö. dr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)
https://timarit.is/issue/119296

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)

Aðgerðir: