Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 39 orðið til bjargar og dreifa gam- ansemi sinni meðal þeirra sem daprir voru og niðurdregnir, þrátt fyrir eigin sjúkleika og oft var heilsan tæp siðustu árin. Ef einhver mundi eftir að spyrja um hans eigin líðan, var svarið ávallt: „Ég hef það fínt,“ og síðan kom smellin saga, sem kom öllum til að hlæja og sjálfur brosti hann breiðast er hann spaugaði með sig og sína. En oft var svipur- inn alvarlegur þótt brosið ljómaði í augunum og úr hverjum andlits- drætti; í raun er útilokað að lýsa þeim áhrifum sem hann hafði á hlustendur sína, en allir vita sem þekktu. Fljúgandi gáfur, leiftrandi kímni og aðlaðandi framkoma gerðu Volla svo einstakan persónuleika ásamt umhyggju hans fyrir öðrum, að þeir sem honum kynntust gleyma honum ekki og munu lengi sakna góðs vinar í stað. Þeim mun skiljanlegri er hinn sári söknuður Dótlu, eiginkonunn- ar, sem hann hvorki gat né vildi vera án nokkra stund. Sonanna fimm, er voru stolt og gleði föður- ins, tengdadætranna og barna- barnanna sem áttu sitt stóra rúm í hjarta hans. Samúð okkar með þeim er erfitt að tjá með orðum, en við biðjum Drottin að styrkja þau í sorginni og gefa að þau geti litið framtíðina sömu bjartsýnis- augum sem hann gerði, er nú stendur í þeim garði, þar sem eilíf birta og gleði ríkir. Því að Guð sem sagði: „Ljós skal skína fram úr myrkri" — hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs, eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists (II. Korint. 4:6.) Unnur og Kristján Áður en Ríkey giftist eignaðist hún dóttur með Ara Guðmunds- syni. Son hennar ólu þau Ríkey og Bjarni upp sem sitt eigið barn. Hún var sögð mjög falleg ung stúlka og hélt þokka sínum fram á elliár. Hjónaband þeirra Bjarna og hennar var gott, hlýja og virð- ing á báðar hendur. Hún var greiðasöm og gjafmild og afar þakklát þeim er sýndu henni vin- arhug. Hún hlaut í ríkum mæli þá gjöf sem hverri móður er dýrmæt- ust, að sjá börn sfn þroskast og verða að dugmiklum nytsömum mönnum. Afkomendur hennar, vinir og vandamenn, kveðja hana í dag hinstu kveðju og skal sú stund vera yljuð af þakklæti og virðingu. Björn Jónsson varla nokkur vafi á því hvar hún gæti hugsað sér að beita kröftum sínum. Þar sá hún fyrir sér heil- brigðan og hvetjandi farveg fyrir æsku landsins í leik og starfi. Bravó — hennar stóra hjarta fylltist hita og bjartsýni. Svona var hún. Við fjölskyldan í Miðstræti 10 eigum henni mikið að þakka. Við hefðum óskað þess að mega njóta samvistar hennar í mörg ókomin ár, en það var e.t.v. bara eigin- girni. Þórunnar ömmu bíða nú ör- ugglega mörg og stórkostleg hlut- verk. Og nú hefur hún aftur ástina sína sér við hlið, hann Jakob afa. Við vitum þó að hún — og þau bæði, verða áfram með okkur í anda og munu styrkja okkur. Okkar bestu þakkir. Tóta, Tommi, Jonni, Rut og Ari. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJÖRN KR. GUÐMUNDSSON, frá Hvammatanga, lést föstudaginn 2. september. Synir, tengdadntur og barnabörn. Útför móöir minnar, RÍKEYJAR GESTSDÓTTIR, frá Bollastöðum, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. sept. kl. 15.00. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Þorbjörg Bjarnadóttir. + Móöir mín og tengdamóöir, ELÍN BJÖRNSDÓTTIR, Lönguhlíö 15, veröur jaösungin frá Háteigsklrkju miövlkudaginn 7. september kl. 15.00. Hallgerður Pálsdóttir, Halldór B. Stefánsson. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, HJÖRDÍS ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, sem andaöist 31. ágúst sl. verður jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. september, kl. 10.30. Kristinn Hallsson, Guórún Kristinsdóttir, Brynjar Dagbjartsson, Ágústa Kristinsdóttir, Siguröur Kristinsson, Anna Bryndís Kristinsdóttir, Ólafur Steinbergsson og barnabörn. + Eiginmaður minn og sonur okkar, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Túngötu 18, Grindavík, sem lést laugardaginn 27. ágúst veröur jarösunginn frá Dómkirkj- unni miövikudaginn 7. september kl. 15.00. Jónína G. Siguröardóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Guömundur Magnússon, Bergþórugötu 81. Islenzka fyrir útlendinga Vinsamlegast segiö erlendum vinum yöar frá íslenzkukennslu Mímis. Nemendur eru þjálfaöir í talmáli allt frá upphafi. Mál- fræðin er kennd meö dæmum. Sími 11109 og 10004 frá kl. 1—5 e.h. /MITSuISshL 1*300 . SENDIBILL \M Verö kr. 248.000 (Gengl 5.8.’83) HlHEKLAHF ■ ■ ■Laugavegi 170 -172 Simi 21240 VANTAR ÞIG VARAHLUTI í Honda, Mazda, Mitsubishi eöa Toyota? Nú eru tværl^ÉÉ^ | verslanir, á Akureyri og í Reykjavík og þaö sem meira er þaö er sama verö fyrir neröan og sunnan Býöur nokkur betur. Kúplingar Kveikjukerfi Startarar Altinatorar Vatnsdælur Tímareimar Viftureimar Olíusíur Loftsíur Bensínsíur Þurrkublöð Ventlalokspakkningar. Hvergi hagstæðara verð. VARAHLUT1R í ALLA JAPANSKA BÍLA NP VARAHLUTIR. Ármúla 22-105 Reykjavík. Sími 31919 DRAUPNISGÖTU 2, 600 AKUREYRI. SÍMI 26303. Magnabúðin, Tangargötu 1, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.