Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
ÉG HAFÐi oft hugsað um þaö
hvernig menn nenntu að arka um
víðan völl, lemjandi litla kúlu meö
kylfum, í þeim tilgangi einum aö
koma honum ofan í litla holu (
órafjarlægð. Almóttugurl Aldrei
skildi ég asnast til að prófa þetta.
Svo gerðist það aö ég „asnaðist“
upp á golfvöll með nokkrum vin-
um. Ég þorði nú varla aö slá
fyrsta höggiö, enda kom (Ijós aö
ótti minn var ekki ástæðulaus. Ég
hitti ekki bölvaöa kúluna. En viö
spiluðum nokkrar holur og í Ijós
kom að þetta var þrælskemmti-
legt „sport“. Ekki tók þaö mig
langan tíma að komast aö þvi.
Fyrr en varöi var ég kominn meö
algjöra golfdellu, svo hroöalega
aö sumum blöskraöi. Ekki mátti
missa dag úr, og jafnvel kom fyrir
að fariö var á golfvöllinn tvisvar á
dag.
En hér var ætlunin aö kynna
Golfklúbb Akureyrar. Völlur félags-
ins er að Jaöri fyrir ofan Akureyri,
en þangaö flutti GA starfsemi sína
1971. Jaöar er gamalt sveitabýli
og er klúbburinn flutti þangaö var
byggöur 80 m3 salur viö íbúöar-
húsiö þar sem er golfskálinn svo-
keypti sjáifur landiö fyrir ofan
sjúkrahúsið, þar sem völlur
klúbbsins var í nokkur ár. Síöan
seldi hann klúbbnum landiö á
skuldabréfum meö lágum vöxtum.
Síöan er Akureyrarbær falaöist
eftir því landi, skipti GA viö bæinn
á því landi og öllu landinu aö Jaðri.
Ekki dónaleg skipti þaö.
Gunnar formaöur sagöi aö land-
iö aö Jaöri væri nokkuö gott, þaö
versta væri aö nokkur bleyta væri
í því. Grínin á nýja vellinum væri
t.d. ekki oröin nógu góð enn, en
unniö væri aö því aö laga þau.
„Klúbburinn á 50 ára afmæli 1985,
og þá vonumst viö til aö völlurinn
verði í toppstandi. Þá veröur
landsmótiö hér hjá okkur,“ sagöi
Gunnar.
Hvenær byrja fyrstu menn aö
lemja hér á vorin?
„Einstaka áhugamenn fara strax
uppeftir og nógu stór blettur er
kominn upp úr snjónum aö hægt
er aö slá. En viö reynum yfirleitt aö
halda fyrsta mótiö um miðjan maí.
í sumar dróst þaö um þrjár vikur,
viö héldum fyrsta mótiö fyrstu vik-
Golfklúbbur Akureyrar
kallaöi, en útihúsin voru tekin und-
ir véla- og áhaldageymsiu. Nú
standa yfir miklar framkvæmdir
viö golfskálann, því þar er risin
viöbygging sem er 200 m2 á tveim-
ur hæöum. Vonast er til aö hægt
veröi aö taka viöbygginguna í
notkun á næsta ári, og batnar þá
aöstaöa klúbbsins og húsvaröar til
muna.
Gunnar Þóröarson, formaöur
GA, fræddi mig á því aö klúbbur-
inn heföí verið stofnaöur 1935.
Fyrsti völlur félagsins var á Glerár-
eyrum, þar sem Slippstööin er nú
til húsa. 1945 fékk klúbburinn
jöröina Nýrækt til umræöa en hún
er fyrir ofan sjúkrahúsiö. Þar var
völlurinn til 1971. Byrjaö var meö
níu holu völl aö Jaöri þaö ár, en
1981 voru teknar í notkun níu hol-
ur til viöbótar og varö „Stóri Boli“,
eins og Jaöarsvöllur er gjarnan
kallaöur, þá annar átján holu völlur
á landinu.
Ég spuröi formanninn hvort þaö
væri mikiö starf aö reka klúbb eins
og GA.
„Já, þaö er geysimikiö starf.
Þaö er mikiö kvabb á flestum
stjórnarmönnum alla daga. Þaö er
varla leggjandi lengur á menn í
fullri vinnu aö standa í þessu. Best
væri aö geta ráöiö framkvæmda-
stjóra fyrir klúbbinn, en þaö ræöst
af peningunum eins og svo margt
annað hvort þaö er hægt eöa
ekki.“
Áhugi á golfi á Akureyri hefur
aukist mikiö undanfariö og hefur
klúbbmeðlimum fjölgaö mikiö i
sumar. Þeir eru nú um 250. „Þetta
er mjög ánægjuleg þróun, en þaö
er okkur hins vegar áhyggjuefni
hve lítiö er um afreksmenn í
klúbbnum," sagöi Gunnar. „Þaö
má aö hluta til rekja til þess hve
sumariö er stutt hér hjá okkur.
Venjulega munar um einn mánuö í
hvorum enda sumars, hvaö þeir
Jaðarsvöllur:
18 holur, lengsta brautin er
495 metrar af karlateigum og
er par 5.
Par: 71.
Vallarmet: Magnús Birgis-
son, 68, sett í sumar. Björg-
vin Þorsteinsson átti vallar-
metiö þegar leiknar voru
2x9 holur. Þaö var 65 högg,
sett 1975, en það var 7 högg-
um undir pari.
geta spilaö lengur fyrir sunnan, og
nú munar væntanlega meiru, því
viö byrjuöum óvenju seint í
sumar.“
Var ekki mikiil munur aö fá síö-
ari níu holurnar til viöbótar?
„Jú, þaö var auövitaö mikill
munur. Þann tíma sem mest er aö
gera, milli klukkan fjögur og sjö á
daginn, og á kvöldin, gekk þetta
bara ekki lengur á gamla vellinum.
Þaö var nánast um umferöaröng-
þveiti aö ræöa,” sagöi Gunnar.
Frímann Gunnlaugsson, for-
maöur kappleikjanefndar, sagöi aö
til fjölda ára heföu aöeins veriö um
100 meölimir í klúbbnum og menn
heföu oft furöaö sig á því hve vel
klúbburinn stóö aö vígi eignalega.
„Grunnurinn aö góöri stööu
klúbbsins í dag, eignalega séö, er
hvernig Helgi Skúlason, augn-
læknir, bjó um hnútana hér áöur
fyrr,“ sagöi Frímann. Helgi þessi
una í júní, og frost fór ekki úr jöröu
fyrr en í byrjun júlí.“
Ein spurning hefur lengi brunniö
á vörum mér og ég lét hana flakka,
og nú varö öll stjórn GA til svars.
Þessi golfbaktería sem oft er talaö
um, er hún ekki stórhættuleg?
„Jú, og þaö er ekkert til viö
henni,“ sagöi stjórnin einróma.
„Menn vilja náttúrulega ekki lækn-
ast. Þetta leggst þungt á menn
fyrstu fimm árin, og síðan verður
þaö enn verra,“ sagöi Gunnar.
Inga Magnúsdóttir sagöi aö líkja
mætti starfsemi klúbbsins viö eit-
urlyfjasala: „Þeir sem eru aö byrja
fá aö spila ókeypis, en um leiö og
kemur í Ijós aö þeir hafa ánetjast
íþróttinni eru þeir rukkaöir. En
þetta meö bakteríuna ... Þetta er
verst fyrstu tuttugu árin, eftir þaö
eru menn komnir yfir þaö erfiö-
asta," sagöi Inga.
— SH.
• Gunnar Þórðarson, for-
maöur GA, er á myndinni
hér að ofan, en til hliðar eru
tveir þeirra mörgu kylfinga
sem blaðamaður rakst á á
ferð sinni um völlinn Stóra-
Bola svokallaða. Golfíþrótt-
in á sívaxandi vinsældum að
fagna á Akureyri, enda ekki
amalegt að njóta veðurblíð-
unnar á fögrum stað með
golfkylfu í hendi. Veður hef-
ur leikið við Akureyringa í
sumar, eins og flestir vita
líklega og hefur því viöraö
vel til golfleiks. Það voraði
reyndar óvenju seint í vor,
en sumarið hefur bætt það
upp.