Morgunblaðið - 06.09.1983, Blaðsíða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
t
Elskuleg dóttir okkar,
ARNDÍS BJÖRG,
lést af slysförum 4. september.
Sigrún Oddsdóttir, Bjarni Ingvar Árnason.
t
Ástkær eiginkona mín, móölr, tengdamóöir og amma,
SIGRÍÐUR KJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR,
Álftamýri 18,
andaöist 3. september sl. Jaröarförin ákveðin siöar.
Jónmundur Gfslason og
aörir aðstandendur.
t
Ástkæra móöir mín og amma okkar,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Efsta-Hvammi í Dýrafiröi,
til heimilis aö Snorrabraut 33, Reykjavík,
andaöist í Landspítalanum aö morgni 5. þessa mánaöar.
Gunnar Hvammdal Sigurösson,
Guörún Ingíbjörg Gunnarsdóttir
Jenkins,
Helga Gunnarsdóttir,
Ásta Kristín Gunnarsdóttir.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ÓLAFÍA STEINUNN INGIMUNDARDÓTTIR,
lést í Landspítalanum 2. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar.
Kristjana Siguröardóttir, Pétur Guömundsson,
Helga Sigurðardóttir, Lárus Björnsson,
Siguröur Sigurösson, Brynja Kristjánsdóttir,
Þóra Einhildur Siguröardóttir, Jóhannes Guömundsson,
Arinbjörn Sigurösson, Lilja Magnúsdóttir,
Ingibjörg Siguröardóttir, Hinrik Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
VALBORG SIGMUNDSDÓTTIR,
Droplaugarstöóum,
er látin. Jaröarförin hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö.
Guörún Sigmundsdóttir,
Stefán Sigmundsson,
Jóhann Sigmundsson,
Sveinlaug Sigmundsdóttir,
Lynn og Vilhjálmur Knudsen,
Ósvaldur K. Knudsen,
Guöríöur Sigmundsdóttir,
Sigrún Sigmundsdótttir,
Ingi Sigmundsson,
Árnína H. Sigmundsdóttir,
Elín L. Knudsen.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Hrafnistu í Hafnarfiröi,
áöur til heimilis á Vatnsnesvegi 15, Keflavík,
lést aöfaranótt laugardagsins 3. september.
Ólafur J. Sigurösson, Arnbjöra Guómundsdóttir,
Guömundur Sigurösson, Sígrún Osk Ingadóttir,
Elín G. Siguröardóttir, Þorvaldur Þorvaldsson,
Aöalheiöur Þóra Siguróard., Ingibert Pétursson
og barnabörn.
t
Fósturfaðir minn,
SIGUROUR INGIBERGUR GUNNARSSON,
Strönd, Stokkseyri,
andaöist laugardaginn 3. september.
Elín Eyfjörö.
t
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
ÞORSTEINN EGILSON,
Gnoóarvogi 88, Reykjavík,
er látinn.
Snæfríó Davíðsdóttir Egilson.
Gunnar Egilson, Dóra Egilson,
Guórún Egilson, Davíó Egilson,
Snæfróur Þóra Egilson.
Kveðjuorð:
Valtýr Jónsson
verslunarmaður
Fsddur 19. janúar 1933
Dáinn 24. júlí 1983
Að hann Volli vinur okkar sé
horfinn sjónum er eitthvað svo
óraunverulegt. Ennþá eigum við
von á þegar síminn hringir,
hressilegu „Góða kvöldið, eitthvað
að frétta," hinum megin á línunni
og glaðlegu gestrisninni hans þeg-
ar komið er inn á heimili þeirra
Dótlu.
Fáum hjónum höfum við kynnst
sem áttu slíkan samhug sem þau í
því að taka á móti gestum sínum
með fögnuði. Það var ætíð sem
inntaka fjörefna að dvelja hjá
þeim og varð viðdvölin oft lengri
en ætlað var í upphafi. Volli lék á
als oddi og sagði sögur af skopleg-
um atvikum úr daglega lífinu,
jafnt gömlum sem nýjum, sem
enginn hafði tekið eftir eða séð
neitt spaugilegt við nema hann og
þaðan af síður tjáð þau þannig, að
kitlaði svo hláturtaugarnar að
tárin rynnu.
Það var vorið 1980 að við Volli
vorum samtíða á heilsuhælinu í
Hveragerði. Heldur er ég hrædd
um að mér og fleirum hefði fund-
ist vistin dauf ef hann, með sínum
litríka persónuleika og leiftrandi
en stundum duldu kímni, hefði
ekki hresst upp á tilveru okkar
dvalargestanna.
Því var oft gestkvæmt við litla
borðið í herberginu hans Volla,
þar sem hann bauð upp á kaffi í
fallegum postulínsbollum við
kertaljós og meðlætið var hans
geislandi „sjarmi" og ótal kímni-
sögur ásamt ýmsum fróðleik sem
hann var hreinasti hafsjór af.
Fannst því flestum hver viðdvöl
allt of stutt og var oft skammt á
milli heimsókna.
Ekki fannst mér þá minna til
koma að líta inn til hans með
manni mínum þegar hin glæsilega
eiginkona hans var þar stödd.
Hlýja hennar, fáguð framkoma og
glaða gestrisni sem og einkenndu
hann, gerðu það að verkum að þau
virkuðu sem ein heillandi heild;
hjón sem löðuðu fólk til vináttu og
virðingar við sig.
Það fór einnig svo, að vinátta sú
er þessi kynni skópu milli okkar
og maka okkar, óx og dafnaði þótt
hælisvist lyki og hvort héldi til
síns heima. Á milli heimila okkar
efldist vinátta og trúnaður með
ári hverju og að ég tali nú ekki
um, er við urðum nábúar „1 fjöll-
unum“ eins og við nefndum
Breiðholtið okkar á milli; þá var
oft kíkt yfir, lyft upp síma i smá
spjall eða vinkað og kölluð nokkur
gamansöm orð á milli garða.
Daginn fyrir andlát Volla vor-
um við öll að „dytta að“ görðum
okkar og voru þá nokkrar glettnar
athugasemdir látnar fjúka og
ákveðið að renna úr kaffibolla
saman um helgina. Því miður varð
ekki úr því að við hjónin kæmust
yfir til þeirra fyrr en á sunnu-
dagskvöldið, en þá komum við að
tómu húsi. Seinna um kvöldið
hringdi Dótla og sagði okkur hvað
gerst hefði. Volli var farinn; far-
inn til fundar við Skapara sinn og
alls í þessum heimi. Nú veit ég að
öllum spurningunum, sem brunnu
á vörum Volla, þeim er hinn gáf-
aði maður fann engin svör við hér
á jörðu og enginn gat svarað nema
faðirinn á himnum, er svarað.
Volli óttaðist ekki að mæta Guði
sínum, það fannst glögglega á tali
hans að hann átti djúpa og ein-
læga trú, þó hann bæri hana ekki
á torg. öll framkoma hans ein-
kenndist af hjálpsemi og góðvilja
öðrum til handa. Alltaf var hann
boðinn og búinn til að gera það
sem í hans valdi stóð ef það gat
Minning:
Ríkey Gestsdóttir
frá Bollastöðum
Hinn 29. ágúst sl. andaðist Rík-
ey Gestsdóttir frá Bollastöðum í
Blöndudal á heimili dóttur sinnar,
Eiríksgötu 9, tæplega 93 ára að
aldri. Ríkey var fædd 11. septem-
ber 1890 að Gjögri í Ámeshreppi í
Strandasýslu. Foreldrar hennar
voru hjónin Gestur Gestsson og
Guðrún Bóasdóttir. Hún missti
foreldra sína á barnsaldri. Var
hún þá tekin í fóstur af móður-
systur sinni, Eufemíu Bóasdóttur,
og manni hennar, Magnúsi And-
réssyni. Hjá þeim góðu hjónum
ólst hún upp fram á tvítugsaldur.
Þá dvaldi hún eitt ár á Isafirði.
Lagði hún þá land undir fót og
fluttist austur í Húnavatnssýslu. I
Stóra-Dal í Svínavatnshreppi
kynntist hún ungum manni er hét
Bjarni Jónsson frá Þorsteinsstöð-
um í Skagafirði. Felldu þau hugi
saman og gengu í hjónaband 23.
september 1915. Ekki mun hafa
þótt fýsilegt fyrir eignalítið fólk
að hefja búskap á þeim árum. En
þau voru bæði ung og hraust og
bjartsýnin bar þau hálfa leið.
Bjarni var orðlagður dugnaðar-
maður og þau samhent um að
sigrast á öllum erfiðleikum. Tóku
þau á leigu jörðina Kálfárdal í
Bólstaðarhlíðarhreppi. Einu gæði
þeirrar jarðar voru kjarngott og
víðáttumikið beitiland. Þar háðu
þau harða baráttu við óblíð kjör.
Börnin fæddust eitt af öðru og
voru að liðnum tíu árum orðin
átta. Þó var aldrei sultur í búi.
Ríkey kunni vel þá list formæðra
sinna að gera mikið úr litlu og
dugnaður þeirra og eljusemi vakti
undrun og aðdáun. Þeim óx smám
saman fiskur um hrygg og árið
1940 keyptu þau góðbýlið Bolla-
staði í Blöndudal á móti Ingólfi
syni sínum. Þar bjuggu þau góðu
búi uns Bjarni andaðist þann 23.
júní árið 1963. Dvaldist hún næstu
árin hjá Ingólfi syni sínum. Hún
fluttist til Reykjavíkur árið 1970
og dvaldist eftir það að mestu
leyti hjá Þorbjörgu dóttur sinni.
Fædd 22. september 1901
Dáin 10. ágúst 1983
Þórunn amma var lögð til
hinstu veraldlegrar hvíldar föstu-
daginn 19. ágúst síðastliðinn.
Við ættingjar hennar kvöddum
ástríka móður, ömmu og lang-
ömmu og vinir hennar kvöddu að-
dáunarverða og hlýja konu.
Með söknuði var henni fylgt til
grafar, en þó blandinni gleði og
stolti yfir því að hafa fengið að
njóta samferðar hennar í lífinu,
því svipmikil og einstök kona var
Þórunn amma.
Hún var listakona fram í fing-
urgóma og og lék allt í höndunum
á henni, ekki síður en listræn
tjáning í leik, tali og tónum.
Hún var leikhúskona af lífi og
sál, og utan heimilis síns gaf hún
leikhúsinu allt sem hún átti, og
nutu þar margir ríkulegra gjafa í
starfsdugnaði hennar og skemmt-
un.
Fyrir utan alla hennar geislandi
hæfileika, situr þó sterkast eftir í
minningunni, Þórunn, listakonan í
leikhúsi lífsins.
Við sáum að reisn og gjafmildi
geta túlkað fátækt og veraldlegan
skort, umhyggja og ástúð geta
túlkað andstreymi og erfiðleika,
dugnaður og kjarkur geta túlkað
virðingu fyrir lifandi sköpunar-
verki Guðs.
Þórunn amma var trúuð — ekki
á hræsnislegan og yfirborðs-
kenndan hátt, heldur sýndi hún
lifandi og bjargfasta trú á það
jákvæða og skapandi hér á jörð.
Nokkrum vikum fyrir andlát
Þórunnar var henni boðið að sjá
vinnuverkstæði leikhópsins „Svart
og sykurlaust". Það var með ólík-
indum að sjá og heyra viðbrögð
þessarar 82 ára konu. Það var sem
60 á.rum væri sópað af herðum
hennar og væri hún 23 ára í dag er
t
Fósturmóöir mín,
KAREN BENTSDÓTTIR,
sem lést 30. ágúst sl. veröur jarðsungin frá fsafjaröarkirkju í dag
þriöjudaginn 6. sept. kl. 14.00.
Kriatjana Guömundsdóttir.
Kveðjuorcf:
Þórunn Elísabet
Sveinsdóttir