Morgunblaðið - 22.09.1983, Side 13
88et flaaMaTH38 .SS flU0AaUTMMI3 .aiGAJHKUOflOK
&í
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983
13
Fyrrverandi þjóðleikhússtjóri kvaddur
ÞjóAleikhúsráð hélt fráfarandi þjóðleikhússtjóra, Sveini Einarssyni, kveðjuhóf fimmtudaginn 8. september
síðastliðinn en Sveinn Einarsson lét af störfum 1. september síðastliðinn og við tók Gísli Alfreðsson leikari.
Myndin er tekin við þetta tækifaeri, þegar Sveinn kom til hófsins.
Einhvern næstu daga verður umferðinni um þjóðveginn upp í Borgarfjörð beint á þann hluta ræsisins yfir Leirá í
Borgarfirði sem búinn er. Búið er að steypa um Vs hluta ræsisins sem verða á 7 metra breitt en það sem eftir er að
steypa af því kemur þar sem gamla brúin er og verður því að rífa hana áður en hægt verður að Ijúka smíði ræsisins.
Að sögn Baldvins Einarssonar verkfræðings hjá brúadeild Vegagerðar ríkisins er áætlað að smíði ræsisins verði lokið
um miðjan næsta mánuð og að hægt verði að taka það að fullu í notkun í byrjun nóvember. Framkvæmdir við nýja
brú yfir Laxá í Leirársveit standa einnig yfir af fullum krafti þessa dagana og að sögn Baldvins verður smíði hennar
lokið í nóvember eða byrjun desember. Myndin var tekin fyrir skömmu af framkvæmdum við Leirá.
MorgunbladiÖ/ AS.
Gamla Leirárbrúin verður rifin næstu daga
Prenthjólið skilar áferðarfallegri og
hreinni skrift. Leiðréttingarminnið
hefur 46 stafi. Pappirsfœrslu og dálkasetningu
er stjórnað án þess að fœra hendur af
lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og
ýmsar leturgerðir.
KJARAINI
ARMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022
hafi því óhagstæð gengisþróun og
minni vatnssala gert það að verk-
um að tekjurnar hafi enn ekki náð
upphaflegri áætlun.
I nýlegum rekstrar- og greiðslu-
áætlunum fyrir hitaveituna er
gert ráð fyrir að gjaldskráin þurfi
að hækka um 12% í Bandaríkja-
dollurum, sem er 1150 krónur
fyrir lítrann miðað við stöðugt
gengi fram til áramóta. Síðan
þyrfti hún að hækka um 5% í doll-
urum á hverju ári næstu árin. Með
slíkri gjaldskrá reiknar hitaveitan
með að eiga fyrir vöxtum á næsta
ári og að hún geti byrjað að borga
niður lán sín árið 1987.
HBj.
Olympla compact
Rafeindaritvél í takt við tímann
Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými.
Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður
en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað.
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar rekin
með tapi þrátt fyrir miklar gjaldskrárhækkanir
Borgarnesi, 19. september.
HITAVEITA Akraness og Borgar-
fjarðar hefur sent notendum sínura
bréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðum þeirra miklu hækkana sem
orðið hafa á útsöluverði heits vatns
hjá hitaveitunni. Útsöluverðið hefur
hækkað um 524% frá því fyrsta
gjaldskráin var gerð fyrir 3 árum.
Kostar hver raínútulítri nú 1030
krónur og er hún dýrasta eða með
allra dýrustu hitaveitum landsins en
þrátt fyrir það er fjárhagsstaða
hennar slæm. Til marks um það má
geta þess að samkvæmt ársreikningi
hitaveitunnar fyrir síðastliðið ár var
hún rekin með 50 milljón króna tapi.
Tekjur hennar voru aðeins 22 millj-
ónir það árið og gjöld 72 milljónir,
þar af vaxtagjöld 51 milljón. Eignir
átti hún fyrir 390 milljónir en skuld-
aði 510 milljónir.
í bréfi hitaveitunnar til notenda
sinna segir að ástæður mikilla
hækkana séu aðallega þessar:
gjaldskrá hafi í upphafi verið of
lág; vextir af erlendum lánum hafi
reynst mun hærri en í upphafi var
áætlað; og gengisþróun hafi verið
mjög óhagstæð síðastliðin tvö ár.
Varðandi fyrsta atriðið segir að í
upphafi hafi verið miðað við að
tekjur þyrftu að nema 55% af
olíusölu á svæðinu en vegna þess
að fólk hafi almennt notað minna
vatn en olíunotkunin gaf til kynna
þá hafi vatnssalan orðið um 31%
minni en áætlað var og hafi í raun
verið um 41% af kostnaði við olíu-
kyndingu í stað 55%.
Varðandi vaxtakostnaðinn segir
í bréfinu að nærri allt lánsfé hita-
veitunnar sé í erlendum gjald-
miðlum, mest í Bandaríkjadollur-
um. Annað hafi ekki verið að hafa.
Vextir af þessum lánum hafi verið
hærri en búist var við og hafi hita-
veitan orðið að taka lán til að
mæta þeim. í bréfinu segir einnig
að þrátt fyrir að gjaldskrá veit-
unnar hafi hækkað um 524% frá
því hún tók til starfa sé hækkunin
miðuð við Bandaríkjadollara, sem
ráða útgjöldum hitaveitunnar, að-
eins 24,15%, gengisþróunin hafi
reynst hitaveitunni svo óhagstæð.
Þrátt fyrir allar þessar hækkanir
Fossvogur — Raðhús
— Skipti
Til sölu er endaraðhús í Fossvogi. Eignin er tæpl. 200
m2 og skiptist í 2 stofur, eldhús, skála, 5 svefnherb.,
gestasnyrtingu og þvottahús. Eigninni fylgir ennfrem-
ur bílskúr ca. 28 m2. Eignin fæst í skiptum fyrir 4
herb. íbúö á Fossvogssvæðinu.
Frostaskjól
Endaraðhús, stærð 145 m2 með innb. bílskúr. Eignin
er að mestu frágengin að utan, glerjuö, með ál á
þaki. Eignin er byggð eftir verðlaunateikningu og er
til afhendingar strax. Til greina kemur að taka eign
upp í sem greiöslu.
Upplýsingar á skrifstofu undirritaðs.
Kristján Stefánsson hdl.,
Ránargötu 13, Reykjavík.
S: 16412 og 27765.
Við Flyórugranda
Glæsileg 5 herb. endaíbúð á 2. hæð. Skiptist í 3 svefn-
herb., stórar stofur, eldhús og bað. Þvottahús innaf
eldhúsi, stórar suður svalir. Sér inngangur. Góð sam-
eign, m.a. saunabað. Bein sala eða skipti á húsi í Garða-
hgg
[7R FASTEIGNA
LlHhölun
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐ6ÆR - HÁALEITISBRAUT 58-60
- SÍMAR 353004 35301
Arbæiarhverfi
ið
raðhus
Vorum aö fá í sölu þessi glæsilegu raöhús viö Melbæ.
Húsið seljast frágengin utan meö tvöföldu verksmiöju-
gleri, svala- og útihurðum. Gólf eru vélslípuö. Húsunum
fylgir bílskúr. Möguleiki á séríbúð í kjallara meö sér
inngangi. Mjög hagstæð greiöslukjör, sem dæmi: 50%
útb. á 1 ári, 25% til 5 ára, og 25% til 10 ára. Fast verð.
Byggingameistari Björn Traustason.
Húsiö eru tilbúin til afhendingar strax.
[7H FASTEIGNA
LuJhöllin
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIOBÆR - HÁALEITISBRAUT 58 60
SÍMAR 35300435301