Morgunblaðið - 22.09.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983
19
Sjálfstæðiskvennafélag
Arnessýslu:
Fundur um
mannréttindi,
frelsi og
friðarmál
Sjálfstæðiskvennafélag Árnes-
sýslu efnir á fimmtudagskvöld, 22.
september, til fundar um mann-
réttindi, frið og frelsi. Frummæl-
andi verður Björg Einarsdóttir, og
verða frjálsar umræður að loknu
erindi hennar.
Á fundinum verða valdir full-
trúar á 25. landsfund Sjálfstæðis-
flokksins, sem haldinn verður dag-
ana 3.-6. nóvember næstkom-
andi.
fjöldanum!
X I
Reynir Eyjólfsson
ingar sumra fræðimanna um „að
náttúrumeðalahreyfingin byggist
einkum á lítilli þekkingu og mik-
illi trú“. Þegar allt kemur til ails
tel ég að nútíma lyfja- og læknis-
fræði hvíli að hluta á plöntuefna-
fræðilegum grunni og um þessi
málefni ber því að fjalla með virð-
ingu og hlutlægni.
Höíundur þessarar greinar er lic-
entiat í náttúrueínafræöi frá Lyfja-
fræðiháskólanum í Kaupmanna-
höfn og fyrn/erandi starfsmaður
Lyfjaeftirlits ríkisins.
Blómafræflar, fræ, frjó
Nyjustu fötin
eru aö koma
Sýning í Safarí
í kvöld
Opnaö kl. 10.
Vesturgötu 3,
eftir Reyni
Eyjólfsson
í grein með fyrirsögninni
„Lífskraftur, bók um áttræðan
ungling", sem birtist í Mbl. 14.
sept. 1983, bls. 24, fer einn helsti
talsmaður hérlendis um „fæðubót-
ar- og hollefni" nokkrum orðum
um svokallaða blómafræfla, sem
hann réttilega telur vera rang-
nefni, þ.e. að sá sem skrifaði bækl-
inginn um blómafræflana hafi í
ógáti ruglað saman fræfli og fræi.
Síðara orðið sé rétt en hið fyrra
rangt.
Að mínu mati eru bæði orðin
alröng. Efni það, sem verið er að
fjalla um, er frjóduft, þ.e. sæði
plantna, Sem að jafnaði er geymt í
fræflum þeirra. Frjóin frjóvga
síðan egg plöntunnar, stundum í
sama einstaklingi en oftar í öðrum
og oft fyrir tilstilli skordýra, sem
bera frjóin (sæðið) með sér. Hið
frjóvgaða egg umbreytist sfðan í
fræ, venjulea með þátttöku nær-
liggjandi vefja, t.d. egglegsins.
Þessi umbreyting í fullþroska fræ
(aldin) tekur að jafnaði alllangan
tíma frá því að frjóvgun eggsins
átti sér stað. Þarf því ekki að fjöl-
yrða frekar um, að fræfill, fræ og
frjó er ekki eitt og hið sama og að
frjó(duft) er eina rétta orðið yfir
umrædda „heilsufæðu".
Greinarhöfundur fer síðan all-
mörgum orðum um Pollentöflur.
Hvers vegna hann notar útlenda
orðið pollen í stað íslenska orðsins
sem hann er þó nýbúinn að koma á
framfæri veit ég ekki, en get mér
þess til að það sé e.t.v. gert til að
vekja athygli á því, að hérlendis
eru á markaði fleiri tegundir af
frjóduftspillum en blómafræflarn-
ir margumtöluðu. Mér sýnist nef-
nilega á upptalningunni, að þar
séu nefndar flestar þær frjó-
duftstöflur, sem Elmaro hf. flytur
inn í þetta land; sumar hverjar
sjálfsagt framleiddar úr hráefni,
sem aflað er með „ryksuguaðferð-
inni“ hans Gösta Carlssons.
Hversu „náttúruleg" aðferð það er
svo ekki sé minnst á síðari aðgerð-
ir í framleiðsluferlinum læt ég
öðrum eftir að dæma um.
í greininni er minnst lítillega á
geymslu frjóduftstaflna og segist
greinarhöfundur ekki vita um
neinar slíkar töflur, sem þörf sé á
að geyma í frysti aðrar en títt-
nefnda blómafræfla. Hann segir
líka, að náttúran geymi ekki frjó-
duft í frysti! Kýrnar geyma nú
heldur ekki mjólkina í frysti, en
hún er nú samt ansi fljót að for-
djarfast eftir að vera komin úr
þeim, sé ekkert að gert.
Ég hef ekki kynnt mér geymslu-
þol frjódufts, en svo mikið er þó
ljóst að fjölmörg af -innihaldsefn-
um þess eru afar viðkvæm, t.d. vít-
amínin. Mun því varla saka að
geyma slíkar töflur á köldum stað.
Raunar er hér komið að mjög
veigamiklu málefni, en það er ein-
mitt geymsluþol margra ef ekki
flestra „fæðubótar- og hollefna-
vara“. Það er nefnilega svo, að al-
gengt er að upplýsingar um
geymsluþol (fyrningu) og
geymsluskilyrði vanti algerlega á
„Þrátt fyrir sívaxandi
almenningsmenntun og
upplýsingamiðlun virðist
efnafræðiþekking al-
mennt vera af heldur
skornum skammti. í
skjóli vanþekkingarinn-
ar þrífast svo bábiljurn-
ar og skrumið á þessu
sviði sem öðrum.“
umbúðirnar. Gæti því virst, að
vörur þessar hafi óendanlegt
geymsluþol hvernig sem að er
staðið við geymsluna. Slíkt er auð-
vitað ekkert annað en frekleg lít-
ilsvirðing við neytendur.
Þá staðhæfir greinarhöfundur
að góð frjóduftsefni séu öllum
mjög gagnleg. Mér finnst hann
hefði getað minnt á, að sumir ein-
staklingar eru með ofnæmi fyrir
frjódufti og nokkrir eru með svo
heiftarlegt ofnæmi að jaðrar við
lífshættu.
Um almenna gagnsemi frjó-
dufts fyrir mannkindina get ég
verið fáorður. Ég er auðvitað sam-
mála greinarhöfundi um að frjó-
duft innihaldi urmul efna, þ.á m.
vítamín og steinefni, en magnið af
einstökum efnum er almennt afar
lítið. Margt hefur verið sagt og
ritað frjódufti til tekna sem
„fæðu- og heilsubótarefni" en
sumt af þessu er að mínu mati
fjarska yfirdrifið. Hitt er svo ann-
að mál, að ýmsir „sniðugir"
kaupahéðnar hafa hér sem viðar
gert sér mikinn mat úr trúgirni
fólks þótt mér þyki skokk áttræðs
öldungs á milli borgarhluta í
Reykjavík taka út yfir allan þjóf-
abálk í þessu sambandi. Þrátt
fyrir sívaxandi almenningsmennt-
un og upplýsingamiðlun virðist
efnafræðiþekking almennt vera af
heldur skornum skammti. í skjóli
vanþekkingarinnar þrífast svo
bábiljurnar og skrumið á þessu
sviði sem öðrum.
Það er að sumu leyti athyglis-
vert að talsmenn „fæðubótar- og
hollefna" í landinu skuli beina
orðum sínum til almennings. Hitt
er svo lakara ef „fræðslan" er þess
eðlis að hún sé verri en engin.
Slíkt er auðvitað ekki til annars
fallið en að ýta undir staðhæf-