Morgunblaðið - 22.09.1983, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983
§j
Kennsla
hefst
í byrjun
október
Byrjenda- og
framhaldsflokkar.
Innritun og upplýsingar í síma
15359 kl. 13—19 daglega.
Ballettskólí
Guðbjargar Björgvins.
Íþróttahúsinu Seltjarnarnesi, Litla sal.
TOLVU
IUI5ICF1LC
" Stjórnunarfélagið kennir notkun á þessum frábæra hug-
búnaði sem leyst hefur reiknivélina af hólmi á eins dags
námskeiði. Námskeiðið byggist að mestu á æfingum á
Visicale.
MARKMIÐ:
Markmið námskeiðsins er að gefa stjórnendum og öðrum
sem starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga innsýn
í hvemig nota má tölvur á þessu sviði. Nemendur verða
þjálfaðir í að reikna út úr raunhæfum verkefnum, og
leysa eigin verkefni á tölvum.
EFNI:
— Notagildi Visicalc er m.a. við áætlanagerð.
— Eftirlíkingar.
- Flókna útreikninga.
- Skoðun ólíkra valkosta.
- Meðhöndlun magntalna jafnt og krónutalna.
Námskeiðið krefst ekki þekkingar á tölvum.
ÞÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja tileinka sér þekk-
ingu á forritinu Visicalc.
LEIÐBEINANDI:
Páll Gestsson, flugum-
ferðarstjóri, starfar nú ,
hjá Flugumferðarstjórn
og sem ráðgjafi við
tölvuáætlanagerð.
'TÍMI — STAÐUR:
s
27. september, kl. 9—17. Samtals 8 klst.
Síðumúli 23, 3. hæð.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
Ath.: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntun-
arsjóður starfsmanna ríkisstofnana greiðir að hluta þátttðku-
gjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa
skrifstofur viðkomandi félaga.
STJÓRNUNARFÉIA3
ÍSIANDS IWo23
Lýðræði og laun-
þegasamtök
— eftir Jóhönnu E.
Sueinsdóttur
Undanfarið hefur verið dembt
yfir þjóðina upplýsingum í ýmsum
myndum um þróun efnahagsmála,
lækkun kaupgjalds, hækkanir á
þjónustu og vörum og nú síðast
tölum yfir lækkun á hinum ýmsu
vísitöluviðmiðunum. Þá má telja
það til verulegra tíðinda að verka-
lýðsforystan skuli hafa upphafið
auglýsingaherferð til að upplýsa
hinn almenna launþega um hversu
herfilega hafi verið gengið á laun
hans.
Segja má að það ætti að teljast
fagnaðarefni að verkalýðsforystan
skuli gera sér svo lítið fyrir að
upplýsa hinn almenna launþega
um ástandið eins og það í raun er.
— Ég get samt sem áður ekki al-
veg fallist á að þessi auglýsinga-
herferð sé hafin í þeim tilgangi að
útskýra þau vandamál sem steðja
að efnahagslífi þjóðarinnar, sem
krefjast þeirra fórna sem við er-
um nauðbeygð að færa. Ekki
minnist ég þess að hafa séð slíkar
upplýsingar færðar upp I auglýs-
ingaformi áður, jafnvel þótt að á
valdatíma fyrri ríkisstjórna hafi
oft verið gengið langt í því að
skerða kaupið, ekki einu sinni,
heldur mörgum sinnum. Þetta
leiðir hugann að því hver sé hinn
raunverulegi tilgangur þessarar
auglýsingaherferðar. Ekki veit ég
hvort allir eru jafn tortryggnir og
ég, — en mér finnst þetta lykta
óþyrmilega af því að hér sé í raun
dulbúin hvatning frá verkalýðs-
hreyfingunni um að grípa til að-
gerða til að leiðrétta þá skerðingu
sem enginn neitar að hafa fundið
fyrir. En á þeim tímum sem nú
ríkja, sem jafnvel Alþýðubanda-
lagið líkti við neyðarástand í kosn-
ingabaráttunni sl. vor, er erfitt að
sjá skynsemi í því ef menn hygð-
ust grípa til svo niðurbrjótandi
aðgerða sem verkföll hafa jafnan
verið og verða jafnan fyrir þjóðar-
búið.
Öðruvísi mér áður brá
f raun má segja að ekki hefði
verið ástæða til að birta tölulegar
upplýsingar um þá skerðingu sem
átt hefur sér stað á launatekjum
launþeganna i landinu — enginn
hefur komist hjá því að finna fyrir
henni, án þess að til þyrftu að
koma æsingarauglýsingar frá
verkalýðshreyfingunni. Betur
hefði verið að verkalýðsfélögin
hefðu t.d. fremur birt opinberlega
hugmyndir sínar um hugsanlega
lausn á vandanum, og reynt að
stuðla á þann veg að þjóðarein-
ingu um hvernig við getum kveðið
niður eða bundið enda á blóma-
skeið verðbólgudraugsins, í stað
þess að hamra á óánægju meðal
launþega.
Þá vekur það ekki síður furðu
mína að heyra að leiðtogar helstu
launþegasamtaka landsins hygg-
ist hefja undirskriftasöfnun meðal
launþega til að krefjast þess að
samningsrétturinn verði aftur
gefinn frjáls. — Það var mikið
áfall er ríkisstjórnin afnam samn-
ingsréttinn, sem einmitt er einn af
hornsteinum lýðræðisins, og hef
ég áður gagnrýnt þá ákrörðun. —
Þannig séð verður það að skoðast
sem ánægjuefni að launþegasam-
tökin hyggist nú leita til meðlima
sinna til að fá stuðning þeirra i
þessu mikilsverða réttlætismáli —
en öðruvísi mér áður brá. —
Það telst svo sannarlega til tíð-
inda að leiðtogar launþegasam-
taka landsins láti sig yfirleitt ein-
hverju skipta hver sé vilji meiri-
hluta meðlima sinna í mikilvæg-
um málum. Betur væri að þetta sé
aðeins fyrsti vísir þess að laun-
þegasamtökin vendi sínu kvæði í
kross í þeirri afturhaldsstefnu ...
eða öfugþróun, sem ríkt hefur
hingað til, og skoðun meirihlutans
sé könnuð í ámóta réttlætismál-
um.
Lýðræðið í verkalýðs-
hreyfingunni
í fyrri grein minni, „Lýðræðið í
hinum ýmsu myndum", setti ég
fram þá eindregnu skoðun mína
að hefja beri lýðræðið til vegs inn-
an verkalýðshreyfingarinnar,
þannig að hverjum meðlim innan
hennar yrði gert kleift að skera úr
Hvað er
framundan?
Verzlunarráö íslands boöar til almenns félagsfundar um horfur í íslenskum
efnahags- og atvinnumálum, miðvikudaginn 28. september nk. aö Hótel Esju,
2. hæö, klukkan 16.15 til 18.00.
Dagskrá:
16.15— 16.25 Mæting.
16.25—16.35 Setning, fíagnar S. Halldórsson, formaður VÍ.
16.35—17.15 HVAÐ ER FRAMUNDAN í ÍSLENSKUM
EFNAHAGS- OG ATVINNUMÁLUM?
Hagþróunin — Er jafnvægi á næsta leiti?
Ræðumaöur: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Almenna bókafé-
lagsins.
Meginviöfangsefni:
• Er veröbólgan á förum?
• Viöskiptakjör og erlendar skuldir.
• Horfur á erlendum mörkuöum.
• Þróun gengis.
• Er von á frekari samdrætti?
• Áhrif nýrra kjarasamninga.
Efnahagsstefnan — Er nóg aö gert?
Ræðumaður: Steinar Berg Björnsaon, forstjóri Lýsi hf.
Meginviðfangsefni:
• Breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt.
• Frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum.
• Sala ríkisfyrirtækja.
• Ríkisfjármál.
• Stefnan í fjárfestingamálum.
• Frjáls verðmyndun.
15.15— 18.00 Ályktanir og umræöur.
18.00— Fundarlok.
Steinar Berg
Þátttaka tílkynnist til
skrifstofu VÍ,
sími 83088.
VERZLUNARRÁÐ
Í3LANDS
Hús verslunarinnar
108 Reykjavík. sími 83088