Morgunblaðið - 22.09.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 22.09.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 Ólafur Guðmundsson sjómaður - Minning Fæddur 7. nóvember 1898 Dáinn 14. september 1983 Ólafur Guðmundsson, sem í dag verður til moldar borinn, var einn þeirra, er æðrulaust bera sinn kross allt lífið, um leið og þeir varpa birtu á umhverfið og eru nýtir þjóðfélagsþegnar. Engin skil kann ég á ættum þessa manns, en svo hugstæður er hann mér þrátt fyrir takmörkuð kynni, að mig langar til að minnast hans í ör- fáum orðum. óli sjómaður, eins og allir vinir hans nefndu hann, var einn þeirra, er það hlutskipti er lagt á að ganga í gegnum lífið án heyrnar og var þannig alla tíð hindraður til eðlilegra tjáskipta við sam- ferðamenn sína. Menntunar naut hann lítillar og mun hafa stundað sjóinn mestan hluta starfsferils síns, — var það raunar auðséð á manninum, að hann stundaði erf- iðisvinnu og gæfi ekki eftir í starfi né lífi. Það sem mér og ábyggilega mörgum öðrum verður minnis- stæðast í fari þessa manns er hressileikinn, sem fylgdi honum, og hve vel hann lifði sig inn í mis- munandi aðstæður. Hann var glaður, kerskinn, reifur og alúð- legur á mannamótum, en gat einn- ig verið alvarlegastur allra, er við átti. Gestgjafi veit ég að hann var einstakur og til hans söfnuðust fé- lagar hans og vinir og var þá mik- ið skrafað um stórt og smátt á táknmáli. Mun ég hafa notið þess einu sinni eða tvisvar í æsku og eru þær heimsóknir mér ákaflega minnisstæðar. Skólasystir mín bjó um skeið á efri hæðinni i húsi hans og fjölskyldu í Þingholtunum og hófust þá kynni okkar, þótt aldrei yrðu þau mikil. Hin síðari ár hitti ég hann þó allnokkrum sinnum í gufubaði Laugardals- laugarinnar og áttum við þá stundum kersknar orðræður. Var hann þá mest hissa á því, hve gamall hann væri orðinn. Hann bar þó aldurinn mjög vel og virtist glaður sem fyrr og sáttur við lífið. Sameiginlegan vin áttum við, sjó- mann og nábúa minn á vinnustað, er Óli spurði oft um, og er það eiginlega einnig hans vegna, sem ég rita þessar línur. Viðkomandi var nefnilega svo oft á leiðinni til hans í landlegum og var það auð- sjáanlega alveg sérstakt tilhlökk- unarefni — líkast því að fara í veizlu. Þannig hefur það vafalaust verið ótalmörgum um áratuga skeið, er sama ok hefur verið lagt á í lífinu. Gleðigjafi, að mega banka upp hjá honum og fá að sitja þessar hljóðlátu, en þó orð- mörgu samræður. Má segja, að hið eina er hlumdi þar yfir sviðið hafi verið lágværir fingursprotar. Já, Óli var einn þeirra manna, er virt- ust vera með veizlu í farangrinum, þótt stíðir vindar blésu á móti í lífinu. Þótt einungis almennur sjó- maður væri, tók hann á móti gest- um og heilsaði á mannamótum, sem hér væri kominn þjálfaður sendifulltrúi stórþjóðar, að því viðbættu, að hann átti til fölskva- lausan hlýleika alþýðumannsins. Slíkir menn eru stórir og uppskera virðingu og þakklæti samferða- manna sinna. Hann heldur því á braut með mikla hlýju og vinar- hug í malnum, er hann hefur upp- skorið með breytni sinni á lífsferli sínum og ætti því að eiga vísa góða eilífðarvist. Fari hann vel og veri kært kvaddur. Bragi Ásgeirsson Að morgni 14. september andað- ist á sjúkrahúsi í Reykjavík Ólaf- ur Guðmundsson sjómaður til heimilis að Snorrabraut 30 hér í borg. Verður útför hans gerð frá Fossvogskirkju í dag. Ólafur var heilsuhraustur fram- an af ævi, þar til fyrir nokkrum mánuðum að hann kenndi þess sjúkdóms er leiddi til andláts. Hann fæddist í Móakoti í Sandvík- urhreppi í Árnessýslu 7. nóvember 1898. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Ólafsson og Guðrún Sigurðardóttir, sem þá bjuggu í Móakoti. Þau hjón eignuðust 6 börn og eru þau talin hér eftir aldri: Kristín, Ólafur, sem hér er minnst, Sigurjón, sem lést af slysförum á Selvogsheiði fyrir mörgum árum, Sigurður, Gytha og Margrét. Skömmu eftir fæðingu Ólafs kom í ljós að hann var heyrnar- laus, og má nærri geta að það hafi verið þungbært ungum hjónum, sem voru að hefja búskap á þeim árum. Strax og Ólafur hafði aldur til var hann sendur til náms í Mál- leysingjaskólanum að Stóra- Hrauni í ölfusi. Séra Gísli Skúla- son hafði þá tekið við stjórn skól- ans við andlát séra ólafs Helga- sonar. Á þessum árum munu níu nemendur hafa verið við nám í skólanum og flestir urðu þeir 12. Ólafur var vel greindur og sótti námið vel. Á þessum árum var undirstaða kennslunnar fingra- mál, auk þess var nemendum kenndur lestur, skrift, reikningur og landafræði. Einnig var nem- endum kennt prjón. Hefur það vafalítið komið sér vel á þeim ár- um, þegar mikið var unnið heima úr ullinni og mikið lagt upp úr því að unglingar kynnu til þeirra verka. Þá voru nemendum kennd almenn bústörf og reynt að búa þá undir lífið að þeirra tima hætti. Árið 1908 var skólinn fluttur til Reykjaíkur og gerður að ríkis- skóla, undir stjórn Margrétar Th. Bjarnadóttur (síðar Rasmus). Starfsskilyrði skólans voru á margan hátt erfið þar eystra og fyrir hvatningarorð hennar var skólinn fluttur suður. Fyrst í stað fékk skólinn húsnæði á Laugavegi 17. ólafur varð því að yfirgefa æskustöðvarnar til að geta stund- að nám í skólanum. Þröngt var í heimavistinni og margir nemend- ur urðu að vistast hjá ættingjum, eða var komið fyrir á góðum heim- ilum. Þegar Ólafur hafði lokið skóla- göngu flytur hann aftur heim á æskustöðvarnar og sameinast fjöl- skyldunni, sem hafði þá flutt að Læk í Ölfusi. Ólafur vann þar al- menn störf í sveitinni. Síðar stundaði hann sjómennsku á ver- tíð þar eystra. Árið 1921 réðst ólafur til sjós á togaranum Gylfa á saltfiskveiðar. Einnig var hann á togaranum Gulltoppi, Haukanesinu, Reykja- borg og Menjunni. Lengst var hann á torgaranum Karlsefni eða 7 ár en skipstjóri var þá Karl Guð- mundsson sá ágætismaður, sem mikið orð fór af sakir manngæsku og minntist Ólafur hans oft, þegar talið barst að sjómennsku. Jafnan var óli lengi í skiprúmi og með sömu skipstjórum ár eftir ár og sýnir það best hve eftirsóttur hann var í skiprúm. Árið 1924 flytja foreldrar Ólafs til Reykjavíkur og festa kaup á húseigninni Þingholtsstræti 8. Ólafur vistast hjá þeim og leigði sér herbergi í því húsi. Bjó hann þar lengi framan af. Við ólafur kynntumst fyrst fyrir tuttugu og sex árum. Það er því vissulega margs að minnast. Sumar mínar bestu minningar eru tengdar kynnum mínum af þess- um heilsteypta, heiðarlega manni. Mikið yndi hafði Ólafur af ferðalögum og oft þegar stund gafst frá brauðstritinu var hann kominn í ferðafötin og fjalla- skóna, sestur upp í rútu á vit nýrra staða. Hann var stálminn- ugur á þá staði sem hann hafði komið á. því hann hafði gott sjón- minni. Ólafur tók mikið af mynd- um í þessum ferðalögum sínum og nokkrar kvikmyndir tók hann á litlu vélina sína hér heima og er- lendis. Árið 1976 fórum við Ólafur ásamt fleirum á Eftirlaunaráð- stefnu heyrnleysingja, sem haldin var í Finnlandi. I þessum hópi voru 5 heyrnarlausir og 2 heyr- andi. Öll tjáskipti fóru fram á táknmáli. Það sem einkenndi þessa ráðstefnu var að engir tungumálaerfiðleikar voru hjá okkar fólki. Aftur á móti var það mun erfiðara fyrir okkur heyrandi að geta fylgst með því sem fram fór á ráðstefnunni, og ef ekki hefði notið góðrar fyrirgreiðslu túlks og Ólafs Guðmundssonar á ráðstefn- unni hygg ég að við hefðum komið heim mun fátækari af vitneskju um öldrunarmál heyrnarlausra. Ólafur giftist ekki og átti ekki afkomendur. Hann bjó mestan hluta ævi sinnar með foreldrum sínum á Þingholtsstræti 8 eins og fyrr segir. Þar var oft gestkvæmt I Gamla Bio Fiwmtudagikvöld kl. 20.30 ISLENSKA OPERAN Ferðaskrifstofan Urval Verslunin Fiðrildið Verslunin Víöir Snyrtivöruverslunin Clara Verslunin Valborg Heimilistæki hf. Philips Valborg Sigmunds- dóttir - Minning Ég þekkti í rauninni lítið til Valborgar alla tíð, en hún hefur samt síðustu tuttugu og fimm árin verið ein aðalpersónan í lífi mínu. Hún var ættuð frá Norðfirði og átti marga bræður og systur, sem nú búa víða um land. Þetta var traust fólk í sambandi við raun- veruleikann, en ekki með neina draumóra, ímyndunarveiki né til- gerð. Hún réðst sem ráðskona til föð- ur míns, ósvalds Knudsen, þegar ég var 14 ára gamall. Ekki leið á löngu þar til mér varð ljóst að undir sama þaki gæti ég ekki búið. Mér fannst ekki koma annað frá henni en stöðugar aðfinnslur. Ekki vera að borða milli mála og ekki gera þetta og ekki gera hitt. Þetta var alveg óbærileg reynsla og ég fór að koma því á framfæri við föður minn hvort ekki væri hægt að losna við þessa ráðskonu og fá einhverja aðra sem suðaði aðeins minna. Faðir minn tók ekki undir þessa málaleitan mína, Valborg var mjög snyrtileg í allri umgengni. Allt var á sínum stað, og hún var mjög góður kokk- ur. Matur var alltaf til á réttum tíma. Kaffi var líka á ákveðnum tima og auk þess var hún tilbúin með kökur og aðrar veitingar þeg- ar gestir birtust í Hellusundi, sem var oft, og á öllum mögulegum og ómögulegum tímum. Valborg var líklegast sú eina innan fjölskyldu sinnar sem þjáð- ist af draumórum og ímyndunar- veiki. Hún hafði farið snemma til Kaupmannahafnar og vann þar að saumaskap og rak um tíma eigin saumastofu. Alla tíð þjáðist Val- borg af miklum höfuðverkjum, mígreni, og það háði henni mjög. Hún varð að hætta rekstri sauma- stofunnar í Kaupmannahöfn og eftir seinni heimsstyriöldina flutti hún svo alfarin til Islands. Hún vann síðan ýmis störf, var á ljósmyndastofu um tíma og kom loks til okkar í Hellusundi, er við feðgar höfðum verið í ráðskonuleit í nokkurn tíma. Valborg kom sér mjög vel meðal vina og fjölskyldu föður míns. Það var alltaf eins og veisla að koma í heimsókn í Hellu- sundi. Þar komu oft margir mjög áberandi menn og konur úr ís- lensku þjóðlífi og Valborg var allt- af til staðar með veitingar sínar og smekklega framkomu. Hún hafði sjálf mikla ánægju af þess- um heimsóknum. Það var henni mikið metnaðarmál að hafa allt sem glæsilegast, en ef einhverjum ættingja minna fannst of sjálfsagt að hún gerði svona vel og svona mikið, þá mislíkaði henni. Blésu þá miklir norðanvindar á stund- um. Valborg ferðaðist um landið með föður mínum er hann var í kvikmyndaleiðöngrum sínum og þá oft í samfylgd með Pétri Sím- onarsyni og Fríðu konu hans. Valborg var föður mínum góður félagi. Honum fannst gott að vita af hlutunum á sínum stað. Fá mat á réttum tíma og kaffi á öllum ómögulegum tímum. Lát föður míns 1975 var Valborgu mikið áfall. Hún saknaði félagsskapar hans og henni fannst hún eins og hverfa í skuggann. Þetta fólk allt, sem hún hafði komið svo vel fram við, hafði eins og gleymt henni. Hún fyrirgaf það aldrei. Eftir andlát föður míns flutti ég með fjöl- skyldu mína niður í Hellusund og Valborg var hjá okkur þar einn vetur og flutti síðan í eigin íbúð. Svo veiktist hún, var einn vetur hjá systurdóttur sinni, Báru, og hennar manni þar til hún fékk inni á dvalarheimili fyrir aldraða að Norðurbrún hér í borg. Hún var aðeins búin að vera þar í stuttan tíma er heilsu hennar hrakaði enn frekar og var hún oft til meðferð- ar á kvennadeild Landspítala Is- lands. Síðan fékk hún inni á Droplaugarstöðum við Snorra- braut og naut þar góðrar aðhlynn- ingar líka. Síðustu þrjú árin var ég með fjölskyldu minni í Bandaríkjunum þar sem konan mín var að ljúka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.