Morgunblaðið - 22.09.1983, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.09.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 33 því margir heyrnarlausir sem hann bast vináttuböndum leituðu þar hollra ráða. Eftir að Guðrún móðir Ólafs féll frá hélt Guðbjörg frá Bjargi í Selvogi heimili fyrir þá feðga og gerðist ráðskona hjá þeim. Hún leysti af hendi störf sín með ást- ríki og fullkominni reglusemi og gladdi með góðvild og skarpri greind heimilisbraginn. Seinustu æviárin bjó ólafur ásamt Guð- björgu ráðskonu í húsnæði, sem hann hafði eignast fyrir mörgum árum. Árið 1981 var ólafi veitt heið- ursviðurkenning frá Félagi heyrn- arlausra. Var það áritað skjal, þar sem honum var þakkaður áratuga stuðningur við félagð. En stærstu heiðursviðurkenningu eignaðist hann í hugum samstarfsmanna, sem honum kynntust á langri ævi. Nú, þegar við kveðjum þennan góða félaga okkar og þökkum hon- um af heilum hug störf hans og námi í kvikmynda- og sjónvarps- framleiðslu. Vegna starfa minna þurfti ég oft að vera hérlendis langdvölum og sá þá Valborgu við og við á Droplaugarstöðum og á Landspítalanum. Henni þótti mjög sárt að fjölskylda mín þurfti að vera svona langt í burtu og hún saknaði barna minna og eigin- konu, Lynn, sem nú gátu ekki komið í heimsókn nema á sumrin. Valborg hafði alla tíð verið konu minni, sem er bandarfsk, mjög hjálpleg frá því hún kom fyrst til íslands, og börnunum mínum tveimur, ósvaldi Kjartani og El- ínu Louise, þótti mjög spennandi að fara í heimsókn til Valborgar. Fóru þau oft ein í slíka leiðangra að Droplaugarstöðum. Þau elsk- uðu hana eins og hún hefði verið amma þeirra en þar sem þau áttu ömmur fyrir í Danmörku og í Bandaríkjunum og Valborg elsk- aði þau meira en nokkuð annað og vildi síst rugla huga þeirra, þá bað hún þau kalla sig Vago. Mér fannst ég aldrei vera beint þátttakandi í lífi Valborgar, frek- ar áhorfandi, og er hún var jarð- sungin í Fossvogskapellu fannst mér eins og hún hafi komist þang- að sem hún ætlaði sér. Þessi „irritation", þessi jarðganga var á enda og upphafið blasti við henni. Ég þakka Valborgu fyrir mína hönd, konu minnar og barna sam- fylgd þessa stuttu leið. Vilhjálmur Knudsen samfylgd, ættum við að láta minn- inguna um hann verða okkur hvatning til þess að vinna enn bet- ur að hugsjónamálum heyrnar- lausra. Við hjónin geymum góðar minn- ingar um samveruárin, sem aldrei féll skuggi á. Við kveðjum þennan aldna vin okkar með virðingu. Systkinum hans, Guðbjörgu ráðskonu hans og öðrum vandamönnum sendum við samúðarkveðj ur. Guðmundur Egilsson ólafur Guðmundsson sjómaður, sem lést þann 14. sept. sl. í Hafn- arbúðum hér í borg, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu kl. 15.00 í dag. ólafur fæddist í Móakoti í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- urðardóttir og Guðmundur ólafs- son fyrrverandi bóndi og síðar sjó- maður. ólafur fluttist ungur til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systkinum. ólafur fæddist heyrnarlaus og sótti því „Málleysingjaskólann" (eins og hann hét þá), þar sem ég kynntist honum fyrst. Állar götur síðan hefur vinátta okkar haldist og hefur hann reynst mér og börn- um mínum mikill og góður vinur gegnum árin. Hann hefur alla tíð verið fastur gestur á heimili okkar og ævinlega verið meira en vel- kominn með sína léttu lund og kankvísi. ólafur var mannblendinn og hlýr persónuleiki. Hann var frjálslyndur maður og ávann sér miklar vinsældir. Hann var virkur félagi í Félagi heyrnarlausra og lagði málstað þess mikið lið. Hann átti auðvelt með að kynnast nýju fólki og það tók hann ekki langan tíma að verða góður kunningi unga fólksins í félaginu, sem kunni vel að meta hlýju hans og glettni. Til marks um þetta má geta þess að ólafur, eða óli sjó eins og hann var venjulega kallað- ur, var kosinn „Maður ársins" í Félagi heyrnarlausra árið 1981. Mig langar fyrir mína hönd og barna minna, þeirra Halldóru, Stefáníu og Grétars, að þakka með þessum fátæklegu kveðjuorðum fyrir allar þær ánægjulegu og góðu stundir, sem við höfum átt saman. í okkar huga var hann einn okkar besti vinur. Við sendum systkinum hans og aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. ólafur Guð- mundsson hvíli i friði. Blessuð sé minning hans. Sigríöur Kolbeinsdóttir 1934 byrjaði ég mína fyrstu skólagöngu um haustið í Heyrn- leysingjaskólanum, sem þá var al- mennt nefndur Málleysingjaskól- inn. Um jólin það ár kynntist ég ólafi Guðmundssyni. Það bar að með þeim hætti, að á jólatrés- skemmtun varð ég hræddur við jólasveininn eins og gerist og gengur með börn. Leitaði ég verndar hjá fyrsta manninum sem ég sá, Ólafi, og stóð ekki á honum. Hann strauk mér um kinn og lei- ddi mig að Jólasveininum, þar sem ég fékk epli úr poka hans. Saman stóðum við með hönd í hönd og horfðum á Bjarna Björnsson heit- inn gamanleikara flytja lát- bragðsleik og grínsöngva. Á hverri jólatrésskemmtun, hlakkaði ég til að hitta ólaf. Daglega var hann nefndur „óli sjómaður", því að hann stundaði sjómennsku á tog- urum í mörg ár, og sögðu mér menn sem voru honum samskipa, að hann hafi verið hörkuduglegur og forkur mikill. óli var félags- lyndur og lét sig aldrei vanta til að vera með í ferðalög, spila félags- vist eða bingó. óli sleppti aldrei ferðum út til Norðurlanda, þegar Félag heyrnarlausra efndi til slíkra ferða. óli var alla sína tíð heyrnar- laus. Hann las mikið af bókum og tímaritum sér til fróðleiks og hann hafði gott minni. óli keypti sér kvikmyndatökuvél og sýn- ingarvél upp úr 1950. Vélin var 16mm en tegundina var mér ókunnugt um. Hann tók mikið af kvikmyndum á ferðalögum sínum, einnig um borð í togara. Hann hafði yndi af að sýna fólki þær. óli var grandvar maður, hjálpsamur og trygglyndur þeim sem hann tók. Hrekklaus var hann og bak- talaði aldrei náungann. í mörg ár var heimili hans sam- komustaður þeirra heyrnarlausu, þar gat fólkið talað saman. óli var vinmargur og átti vini í Dan- mörku og Svíþjóð og hér heima. Um ætt hans og fæðingarstað er mér ekki kunnugt og læt öðrum það eftir að skrifa um og segja frá. Þessar fátæklegu línur læt ég nægja, þótt ég hafi frá mörgu að segja og tæki sú upprifjun hátt í heila bók. Guð blessi minningu hans og gefi honum frið í hinum nýju heimkynnum. Ég votta systkinum hans og fjölskyldu mína innileg- ustu samúð, og bið Guð að hugga þau og styrkja. Þ.M.F. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! FACIT DTC VIÐSKIPTATÖLVAN STRAX! FACIT LEYSIR VANDANN Viö köllum það viðskiptapakka þ.e.a.s., þú færð tölvuna og við- skiptaforritin í hendurnar og byrjar að nota búnaðinn strax Pakkinn inniheldur: • FACIT DTC TÖLVU • REIKNINGSÚTSKRIFT • VIÐSKIPTAMANNABÓKHALD • LÁNADROTTNABÓKHALD BIRGÐABÓKHALD FJÁRHAGSBÓKHALD RITVINNSLU Pakkinn er nú þegar í notkun í íslenskum fyrirtækum og hefur reynst afburða vel. Póllinn ísafirði notar nú eingöngu FACIT tölvur til styringar Póls vogarkerfum sem nú þegar eru í notkun í fjölda íslenskra frystihúsa. FLOKKARI SAMVAL d KANNIÐ OKKAR LAUSN. IGÍSLI J. JOHNSEM SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smiðjuvegur 8 - Kópavogi - Sími: 73111 Umboðsaðilar Skrifstofuval Akureyri s: 96-25004 Póllinn hf. (safirði s: 94-3092 X i yiéaxMiru SMÍÐAJÁRNSLAMPAR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA VASALJÓS LUKTIR FJÖLBREYTT ÚRVAL • ARINSETT FÍSBELGIR VIÐARKÖRFUR • HANDVERKFÆRI ALLS KONAR SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL SMERGELSKÍFUR STÁLSTEINAR VERKFÆRABRÝNI HESSIANSTRIGI BÓMULLARGARN SÍSALTÓG HAMPTÓG MINNKAGILDRUR MÚSA- OG ROTTUGILDRUR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MED TVÖFÖLDUM BOTNI Regnfatnaður Kuldafatnaður Vinnufatnaður Vinnuhanskar Garðhanskar Klossar Gúmmístígvól Öryggisskór Sími 28855 Opið laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.