Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Det kunne vært deg! STEFÁN FRIÐBJARNARSON AFINNLENDUM VETTVANGI Bráðabirgðasamkomulag við svissneska álfélagið: Verðmætur áfangi eða uppgjöf? Bráðabirgðasamkomulag íslenzkra stjórnvalda við Swiss Aluminium Ltd. er eitt helzta um- ræðuefni manna á meðal þessa dagana. — „Ég tel þetta geysilega verðmætan áfanga,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, á fundi með fréttamönnum. — „Hér er á ferðinni ótrúleg uppgjöf ríkisstjórnarinnar,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. iðnaðarráðherra, sem hafði opinbera forsjá samskipta við Alusuisse 1978—1983. Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir ■ Ulf Gustafsson: Det kunne vært deg! lltg. Universitetsforlaget 1983. Ekki hef ég í fljótu bragði tölu yfir hversu margar erlendar bæk- ur ég hef skrifað um í þessum dálkum það sem af er árinu, en það mun vera orðinn drjúgur slatti. Ætti ég svo að segja til um, hver þessara bóka hefði haft dýpst áhrif velkist ég ekki í vafa, það er sú sem hér er vikið að: Det kunne vært deg! eftir Ulf Gustafsson, ungan finnskan mann. Hann er að segja hér sögu sína, tvítugur hefur honum eiginlega ekki tekizt að finna braut sína í lífinu, hann hef- ur slugsað í skóla og staðið sig slælega í vinnu — en hann á þó framtíðina eftir. Þá verður hann fyrir slysi sem breytir lífshlaupi hans. Hann var að stinga sér í sjóinn eftir að hafa verið í sauna að næturlagi með vinum sínum. Hann rankaði við sér á gjörgæzludeild. Hann hafði fengið högg á hnakkann, annað fann hann ekki. En frá því að vera kröftugur og uppátektarsamur ungur maður var hann nú lamað- ur og ósjálfbjarga með öllu. Hann segir hér sjúkrasögu sína, veru á sjúkrahúsi, endurhæf- ingarheimili og hann lýsir hvernig hann sveiflast í fyrstu milli vonar og vonbrigða og örvæntingar og hann segir frá baráttu sem stóð árum saman áður en hann var með fötlun sinni fær um að verða á ný gjaldgengur í þjóðfélaginu. Þetta er ákaflega persónuleg lýs- ing, hvergi beizk, glyttir á húmor og hér er ekkert skafið utan af neinu. Hann sýnir fram á, að með endalausu þolgæði er hægt að finna tilverunni nýtt innihald þrátt fyrir allt og þrátt fyrir að allar vonir voru molaðar í spað, maínótt eina fyrir tólf árum. Hann spyr aldrei: hvers vegna var þetta lagt á mig? heldur segir hann svona angurvær: það hefði getað verið þú. Og hann bendir á með glettni þegar honum var ljóst, að hann var eiginlega betur settur en margir aðrir sem skaddast al- varlega: „Lamaður maður sem gat hreyft hendurnar sagði við mig, að ég væri stálheppinn, að hafa ekki fyrir konu og börnum að sjá eins og hann. Elzti sjúklingurinn á Kottbysentret gat líka hreyft hendurnar, en honum fannst ég hefði verið heppinn. Ég væri ung- ur og gæti skapað mér framtíð. Hann væri of gamall til að geta það. Einn var lamaður hægra megin, honum fannst ég mega þakka fyrir að hafa fengið að upp- lifa náin kynni með stúlkum áður en ég slasaðist. Þetta var auðvitað gott og bless- að, hvað öllum fannst ég stálhepp- inn. En einn góðan veðurdag var mér næstum nóg boðið. Tveir ung- ir menn gáfu sig á tal við mig. Þeir voru hraustlegir að sjá og þegar við höfðum talað saman um stund sagði annar að mikið væri ég nú heppinn að vera bara lamaður. — Jæja og hvað er að ykkur? spurði ég kaldhæðnislega. — MS, sögðu þeir. — Og hvernig er sá sjúkdóm- ur? — Maður hrörnar og deyr, svöruðu þeir. Ég sat og gapti. Kannski var það virkilega rétt að maður var alveg stálheppinn að verða öryrki, ógiftur og tvítugur. Það var víst bara ég sem skildi ekki hvað ég var heppinn ..." Þessi bók kom út í Finnlandi fyrir tveimur árum og Gustafsson fékk Finnsku ríkisverðlaunin fyrir hana. Hann hefur síðan skrifað nokkrar smásögur, talað máli fatl- aðra í sjónvarpi, fer allra sinna ferða með konu sinni, Önnu, sem hann kynnist í bókarlok, og hann hefur nýja bók í smíðum. Þessari bók verður ekki lýst að neinu gagni. En menn ættu að lesa hana, hvort sem þeir eru heil- brigðir eða eiga við fötlun að stríða. Eiginlega ætti hún að verða skyldunámsefni fyrir fólk á öllum aldri og í öllum stéttum. Hún gefur fötluðum ekki fyrirheit um kraftaverk, en hún beinir huga manns að því, hverju viljaþrek og hugrekki geta komið til leiðar. Og það gerir hvern mann örlítið betri og örlítið skilningsríkari að lesa þessa bók. Það er kannski mest um vert. Mörg hundruð millj- óna í glatkistuna Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. iðnaðarráðherra, kemst svo að orði um bráða- birgðasamkomulag íslenzkra stjórnvalda og svissneska álfé- lagsins í forsíðuviðtali við Þjóð- viljann 14. september sl.: „Það er rétt, að það hefur allt- af verið hægt að ná samkomulagi á þessum nótum ...“ Hér er m.a. átt við áfangahækkun orkuverðs til ISAL úr 6.5 í 10.0 mill. Dagblaðið Tíminn sagði í for- ystugrein sama dag: „Þetta (þ.e. áfangahækkunin) þýðir 10 milljón krónur á mánuði til Landsvirkjunar. Ef sæmilega hefði verið að málum staðið hefði verið hægt að ná þessari hækkun fram þegar árið 1980, ef fyrrv. iðnaðarráðherra hefði einbeitt sér að samningum um hækkun orkuverðs... Vegna þessa er Landsvirkjun a.m.k. 350 milljón- um króna fátækari, og mætti hækka þá upphæð mikið, ef tekið er með í reikninginn að í kjölfar samkomulags af þessu tagi hefðu náðst samningar um mun hærra orkuverð". Hér er því í stuttu máli haldið fram að Landsvirkjun hafi ekki einungis misst af 350 m.kr. tekj- um, vegna eintrjáningsháttar fyrrv. iðnaðarráðherra, heldur mun hærri fjárhæð, þar eð nýr samningur, sem fylgt hefði í kjölfar áfangahækkunar, hefði falið í sér enn hærra orkuverð. Hjörleifi Guttormssyni hefur verið tíðrætt um „niðurgreidda raforku" til álversins. Engu að síður kaus hann fremur að mæta tekjuþörf Landsvirkjunar með hækkun orkuverðs til almenn- ings og skuldasöfnun, sem við- skiptavinir Landsvirkjunar verða endanlega að greiða, en umræddri hækkun á orkuverði til ÍSAL, sem „alltaf var hægt að ná“ að hans eigin dómi. Lausn gamalla deilumála Bráðabirgðasamkomulagið fjallar um þríþætt efni: 1) hvern veg farið skuli með lausn eldri deilumála, 2) hvern veg skuli staðið að endurskoðun og breyt- ingum á gildandi samningi og 3) áfangahækkun orkuverðs til ál- versins. Um þriggja ára skeið hafa staðið yfir deilur milli íslenzkra stjórnvalda og Alusuisse um skattamál félagsins. Alusuisse vísaði þeim deilum til alþjóðlegs gerðardóms til að verjast hótun um lögtak, sem fyrrv. fjármála- ráðherra setti fyrst fram að loknum síðustu þingkosningum (þegar sýnt var að Alþýðubanda- lagið myndi hrökklast úr ríkis- stjórn). Sú hótun var ekki fram sett til að auðvelda samninga. Bráðabirgðasamkomulagið fel- ur hins vegar í sér að þessar deil- ur skuli leysa með einfaldari og fljótvirkari hætti. Skipaðar skulu þrjár dómnefndir. 1 hinni fyrstu, sem fjalla á um lagaleg ágreiningsefni varðandi túlkun samninga um viðskipti milli óháðra aðila, skal skipuð þremur lögfræðingum, einum frá hvorum aðila og hinum þriðja er full- trúar aðila komi sér saman um. Önnur nefndin, sem fást á við skattatæknileg atriði, skal skip- uð þremur íslenzkum skatta- sérfræðingum. Aðilar tilnefni sinn hvorn sérfræðinginn er síð- Stígar lagðir og lagfærðir á friðlýstum stöðum í sumar — Sjálfboðavinnan gafst vel Náttúruverndarráð: í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarráði segir m.a.: Náttúruverndarráð efndi til sjálfboðavinnu tvær síðustu vikurnar í ágúst á þremur friðlýstum stöðum, Krísuvík, Gullfossi og Skaftafelli. Til landsins komu 6 Bretar, vanir ýmiss konar verkefnum til verndunar og viðhalds ferða- mannastöðum. Náttúruvernd- arráð leitaði eftir að fá íslend- inga til vinnu með Bretunum og um 20 manns tóku meiri eða minni þátt í starfinu, auk starfsfólks Náttúruverndar- ráðs. Krísuvík Hafist var handa í Krísuvík í Reykjanesfólkvangi laugar- daginn 20. ágúst og unnið þar fram á miðjan dag á mánudag. Á hverasvæðið í Krísuvík kemur geysilegur fjöldi ferða- manna. Þar er úrkomusamt mjög og menn hafa oft á tíðum orðið að vaða bleytu og svað til að komast um svæðið. Þar sem engin ákveðinn stígur hafði verið markaður yfir hvera- svæðið gekk fólk alls staðar yfir það, en slíkt er auðvitað stórhættulegt, því að víða er aðeins þunn skán yfir sjóð- heitri leðjunni. Auk þess skemmir slíkt traðk hvera- hrúður og litskrúðug mynstur umhverfis leirpotta. Með sam- stilltu átaki margra aðila og rúmlega 20 sjálfboðaliða hafa nú verið lagðir góðir trégöngu- stígar um svæðið, ferðamönn- um til þæginda og öryggis og landinu til hlífðar. Gullfoss Þriðjudaginn 23. ágúst hófst vinna við Gullfoss. Hafist var handa við lagfæringu á stígn- um niður að fossinum í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir að ofaníburður af stígnum rynni yfir blómskrúð- ið í brekkunni neðan hans. Mikið hefur verið um að ferða- Við Gullfoss, stígurinn sem valinn var af fimm troðningum. Sjálfboða- liðar vinna við að bera ofan (stíginn og setja í hann þrep. menn gengju upp brekkuna frá bílastæðinu við Gullfoss og höfðu myndast í gróna brekk- una 5—6 stígar eftir fólk. Vatn var farið að renna eftir sum- um þessum slóðum, var ein valin sem framtíðargöngustíg- ur og lagfærð með þrepum og ofaníburði, en ekki reyndist unnt að ljúka því verki. Ánnar stígur, sem orðinn var að djúpri vatnsrás, var hins veg- ar fylltur. Skaftafell Sunnudaginn 28. ágúst var ástand göngustígsins upp að Svartafossi kannað. Þegar rignir renna lækir víða eftir stígnum. Það verður til þess að fólk gengur utan stíga þannig að þeir breikka og gróður treðst. Fram á miðvikudag unnu sjálfboðaliðar að því að veita vatni af göngustígnum með því að grafa vatnsrásir og leggja steinræsi. Þessi tilraun í sumar með sjálfboðavinnu á friðlýstum stöðum þykir hafa vel tekist og nauðsynlegt verk verið un- nið stöðunum til góðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.