Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 33

Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 33 fyrir lóð Kjötmiðstöðvarinnar er gert ráð fyrir innkeyrslu úr hægri beygju frá Sundlaugavegi en aðal inn- og útkeyrslu á svæðið frá Laugalæk. Þeir sem aka um þessi gatnamót komast fljótt að raun um þá erfiðleika sem eru því sam- fara að komast þar í gegn. Út- keyrslan af Laugalæk er mjög þröng og afkastageta mjög tak- mörkuð. Umferðarljósin eru rétt vestan við gatnamót Laugalækjar en þar fyrir vestan er stoppistöð strætisvagna Reykjavíkur og því lítið athafnasvæði til breytinga. Hinn akandi vegfarandi mun því leita að öðrum leiðum. Næsti möguleiki til að komast til austurs fyrir hugsanlega viðskiptavini er að fara upp Bugðulækinn eða Rauðalækinn. Hver sá sem hefur keyrt þessar götur getur verið mér sammála um að ekki má beina umferðinni þangað. Slysatíðni hefur aukist þar á undanförnum árum. Ástæðan fyrir því umferð- aröngþveiti sem þegar er fyrir hendi er meðal annars að leyfð var meiri landnýting á þessum lóðum en gert var ráð fyrir í skipulagi. Húsin urðu einni hæð hærri og því íbúðirnar fleiri og ekkert pláss fyrir bílastæði á lóðinni. Sam- þykkt hefur verið að loka Laug- arnesveginum við Kleppsveg og er þá bara um eina leið að velja, þ.e.a.s. útkeyrsluna út á Sætúnið en það er mjög stór krókur. Við Leirulækinn er dagvistar- heimili og innkeyrsla að arnageð- deild við Dalbraut. Þar eru u.þ.b. 130 börn í vistun. Það er því óráð- legt að opna Leirulækinn upp að Dalbraut. Til vesturs eru sömu erfiðleikar nema farið verði út á Sætúnið. Núverandi stað- setning Kjötmidstöðv- arinnar við Laugalæk Ef athuguð er nánar núverandi staðsetning Kjötmiðstöðvarinnar kemur í ljós að hún er staðsett svo vestarlega og nálægt Sætúninu og Laugarnesvegi að umferðin nær ekki að fara mikið inn í hverfið. Skólarnir og stækkun- armöguleikar þeirra í aðalskipulaginu frá 1962—’83 er skólalóðin sýnd út að Laugalæk. Ef byggt verður á þessum stað er þar með búið að hefta alla stækk- unarmöguleika skólanna á svæð- inu, sér í lagi ef samþykkt verður breyting á landnotkun vegna Greiningarstöðvar ríkisins við austurmörk skólalóðarinnar. Sú breyting var samþykkt f skipu- lagsnefnd 21. sept. 1981 en nú fyrst er beðið um staðfestingu á þeirri tillögu hjá skipulagsstjórn ríkisins. Eru skólayfir- völd samþykk þess- um breytingum? Af ofangreindu má sjá að ef Kjötmiðstöðin verður byggð á þessum stað getur það haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir alla íbúa hverfisins. í reglugerð um gerð skipulagsáætlana er kveðið á um endurskoðun aðalskipulags eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. En þá á að áætla þarfir að nýju, miðað við næstu tuttugu ár frá þeim tíma, og einnig að meta hvort aðrar forsendur aðalskipu- lagsins hafa breyst. Allar verulegar skipulagsbreyt- ingar á landnotkun sem eiga sér stað á milli þessara fimm ára endurskoðunar geta hinsvegar orðið afdrifaríkar, sérstaklega ef þær virðast gerðar án nokkurra tengsla við heildarskipulag borg- arinnar eða hinna ýmsu borgar- hverfa. Það er mjög mikilvægt að íbúar fylgist vel með þeim breyt- ingum sem ætlaðar eru á hverjum stað og geri sér fulla grein fyrir rétti sínum til athugasemda. Þannig geta íbúar haldið vörð um velferð síns nánasta umhverfis. Það er ljóst að leysa þarf mál Kjötmiðstöðvarinnar, en það á ekki að gerast með því að skapa önnur vandamál sem ekki verða leyst í náinni framtíð. 18. sept. 1983, esK. Aflakóngar á E1 Grillo-miðum Hér má sjá þá heiðursmenn Ólaf M. ólafsson, útgerðarmann á Seyðisfirði, og Sigurð Magnússon frá Þórarinsstöðum, Seyðis- firði, fyrrverandi vélgæzlumann í Vestmannaeyjum, nýkomna úr róðri á svokölluð E1 Grillo-mið í Seyðisfirði, en eins og nafnið bendir til, eru miðin yfir hinu sokkna olíuskipi í firðinum. Þeir félagar fengu hálft tonn af þeim gula á skömmum tíma. Á annarri myndinni sýnir Sigurður hluta aflans hróðugur á svip. Morgunblaðið/ ólafur Már MEIRIHÁTTAR VERÐLÆKKUN Um helgina seljum við síðustu Chrysler bifreiðarnar af árg. 1982. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka fram að þetta eru allt amerískir lúxusbílar, með deluxe innréttingu, sjálfskiptingu, aflstýri, aflhemlum o.fl., o.fl. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1—5. JÖFUR HF. m Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.