Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 5 Háholt í Hafnarfirði: Frímerkjasýning um helgina Fiskiskip I’róunarsamvinnustofnunarinnar, sem er í smíðum í Slippstöðinni i Akureyri. Fiskiskip Þróunarsamvinnustofnunarinnar: FRÍMERKI 83, heitir sýning sem nú stendur yfir í sýningarsalnum Háholti við Dalsbraut 9B í Hafnar- firði. Á sýningunni eru innlend og erlend frímerki í eigu 23 safnara. Sigurður R. Pétursson, formaður sýningarnefndar, sagði í spjalli við blm. Morgunblaðsins, að mikið væri af samkeppnissöfnum i sýn- ingunni og meðal annars erlend söfn sem hafa hlotið verðlaun. Alls eru 130 rammar til sýnis. Sigurður sagði að það væri venjan að halda sýningu á hverju ári í tengsium við þing Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara og væri eitt af markmiðum slíkra sýninga að meta innlend söfn og dæma um það hvort þau séu tæk á alþjóð- legar sýningar. Meðal dómara núna er kunnur norskur frí- merkjasafnari, Eyvind Evensen að nafni. Að sögn Sigurðar er útilokað að gera sér nokkra grein fyrir því hversu margir safna frí- merkjum hér á landi, en í lands- sambandinu eru á milli 4 og 5 hundruð manns. Þess má geta að á næsta ári verður haldin í Laugardalshöll stór norræn sýn- ing og verða þá væntanlega um 7 hundruð rammar til sýnis. Sýningin í Háholti er opin í dag og á morgun frá 14 til 20, en sýningunni lýkur á sunnu- dagskvöld. Það er frítt inn á sýn- inguna, en hún er fjármögnuð með sölu á sérstökum umslögum og minningarblokkum og hluta- veltu sem fram fer á staðnum. Dótnararnir rýna í stimplana, einbeittir i svip. Engin vanskil — segir Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneytisins „ÉG GET einungis endurtekið að mér vitanlega hafa greiðslur farið fram samkvæmt samningi um skipa- smíðina og ég veit ekki annað en að fé sé fyrirliggjandi til að Ijúka þeirri smíði," sagði Höskuldur Jónsson, riðuneytisstjóri í fjirmilariðuneyt- inu, vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um að smíði fiskiskips í Slipp- stöðinni i Akureyri i vegum Þróun- arsamvinnustofnunar íslands væri hætt vegna vanskila ríkisins. Varðandi það atriði að ekki hefði verið tryggt fjármagn til að senda skipið til Grænhöfðaeyja, en þar er fyrirhugað að fyrsta verkefni þess verði, sagði hann að rétt væri að það mál væri óleyst, en viðræður hefðu farið fram milli fjármála- og utanríkisráðuneytis- ins um það hvernig búa ætti skipið til suðurferðar og fjárhagsleg at- riði eru tengdust þeirri ferð væru ekki útrædd. Inni á fjárlögum væri ákveðin upphæð til Þróunar- samvinnustofnunarinnar, en það mætti deila um það hvort það fé ætti að fara til að búa skipið til suðurferðar eða til annarra verk- efna, sem Þróunarsamvinnustofn- unin hefði áhuga á. Skákmótið í Sviss: Jón L. í 2. sæti SKÁK Jóns L. Árnasonar og Frakk- ans Roor á alþjóðlega skákmótinu í Sviss fór í bið í þriðja sinn í gær og taldi Jón síðdegis í gær að líklega endaði viðureign þeirra með jafn- tefli. Síðasta umferð mótsins var tefid í gær og gerði Jón þá jafntefli við Þjóðverjann Kindermann. Allar líkur eru því á að Zuger frá Sviss beri sigur úr býtum, en hann hlaut 9 vinninga á mótinu. Jón L. var í 2. sæti með 8 vinninga og biðskák. í 3.-4. sæti eru Bis- choff, V—Þýskalandi, og King, Englandi, með 8 vinninga. „Ég mun nú halda til Júgóslavíu og taka þar þátt í öflugu skákmóti. Meðal skákmanna verða Adorjan, Velimirovic, Rajkovic, Ivkov, DeFirmian og hugsanlega Tal. Mér skilst að styrkleiki mótsins verði milli 8 og 9,“ sagði Jón L. í samtali við Mbl. Hann mun því ekki geta tekið þátt i 8-landa- keppninni í Noregi í október. Blaðberi tapaði 13.700 krónum BLAÐBERI á vegum Morgun- blaðsins tapaði veski, sem í voru 13.700 krónur um klukkan 19 á miðvikudag. Hann kveðst hafa tapað veskinu í Drápuhlíð, hafði verið að innheimta áskriftargjsld. Veskið er rauðbrúnt, fremur stórt með smellu. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband við Morg- unblaðið, síminn er 10100. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Gunnari Ragnars er verið að undirbúa að hefja vinnu við skipið að nýju. f raun hefði vinna aldrei fallið alveg niður og þeir myndu leggja áherslu á að ljúka smíði skipsins. Allar gömlu góöu minningarnar veröa rifjaöar upp allt frá Krossinum í Glaumbæ eins og: ÞEGAR Engilbert söng um bláu augun. ÞEGAR Hljómar troöfylltu Háskólabíó. ÞEGAR slagsmálin brutust út i Sandgeröi. ÞEGAR Hljómar þurftu lögreglufylgd á Laugavatn. ÞEGAR Rúnar gekk á boröum og fór í heljarstökk í Glaumbæ. ÞEGAR frúrnar sögöu aö Hljómar væru lúsugir. Þaö er 12 manna hljómsveit Gunnars Þórðarsonar sem leikur undir á þessum mestu tónleikum sem sviösettir hafa veriö hérlendis. Heiöursgestir kvöldsins veröa allir gömlu góöu félagar Hljóma, þeir Erlingur Björnsson, Karl Hermannsson, Eggert Kristinsson og Einar Júlíusson en auk þeirra veröa aö sjálfsögöu á sviöinu þeir Gunnar, Rúnar og Engibert ásamt 15 toppsöngvurum þessa tímabils. í þá gömlu góðu daga þá var ekkert kreditkort að hafa en nú tökum viö hiö vinsæla Eurocard. Boröapantanir í sima 77500 frá kl. 9 í dag. Pantiö miöa strax. Aögangseyrir kr. 300. TÖKUM ÞÁTT í HLJÓMAKVÖLDI ÞAR SEM ALLIR AÐDÁENDUR HLJÓMA HLJÓMA NÚ SAMANí MatseöilL' SkelfiskkokteiU a la Fyrsti koss- inn í drottningarsósu með affúrkusalati og hvítlauksbrauði. Grillsteiktur lambavöðvi a la Hljómar í sinnepsbráð ásamt ffrœnmeti, kúmensteiktum jarð- eplum og rauðvínssósu. Verö aöeins kr. 450.- 1963—1983 — 20 ára AFMÆLISHATIÐ HLJOMA I I KVOLD KL. 19 STUNDVÍSLEGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.