Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
Teikningin af nýju Kjötmidstödinni, sem Hrafn Bachmann hyggst reisa við Laugalækjarskóla fái hann til þess leyfi.
ingu við Sigtún 9. Byggingu
þess lauk í vetur og ég hugðist
flytja starfsemina þangað, og
hélt að það yrði auðsótt mál.
En þá kom á daginn að ekki
var hljómgrunnur til að veita
leyfi fyrir matvöruverslun á
þessari lóð, þar sem henni
hafði í upphafi verið úthlutað
fyrir húsgagnaverslun og hús-
gagnaiðnað.
Þetta var töluvert áfall fyrir
mig, en skýringin á þessu er sú
að árið 1966 óskuðu Kaup-
mannasamtök íslands eftir því
að ákveðinn radíus væri á
milli verslana, og með tilvísun
til þessa var ekki talin þörf á
því að ég fengi þarna húsnæði
undir verslun, þar sem versl-
unarmiðstöð var í námunda.
Auk þess áleit skipulagsnefnd
að fljótlega eftir að verslun-
arrekstur hæfist þarna yrði
næsti leikur minn að heimta
innkeyrslu frá Kringlumýr-
arbraut. En það hafði ég aldr-
ei í hyggju að gera.
Nú, ég ákvað því að selja
þetta hús og fara fram á að ég
fengi svæðið við Laugalækjar-
skólann undir verslunina.
Þetta var samþykkt í skipu-
lagsnefnd Reykjavíkurborgar,
í borgarráði og hjá Skipulagi
Yfirlitsteikning af lóðinni vestan við Laugalækjarskóla. Eins og sést á mynd-
inni er gert ráð fyrir 52 bílastæðum á milli verslunarhússins og Sundlauga-
vegar. Tvöfalda örin sýnir innkeyrslu að vörulager verslunarinnar, en um
þessa götu verður ekki almenn umferð.
ríkisins. Með þeim fyrirvara
þó að þessi tillaga um breyt-
ingu á aðalskipulagi yrði aug-
lýst og fólki gefinn kostur á að
koma kvörtunum á framfæri.
Og þannig standa málin í dag.
Ég hef lagt háar fjárhæðir í
undirbúning þessarar fram-
kvæmdar og vona svo sannar-
lega að af verði.
Breyttir tímar
Þau mótmæli sem fram
hafa komið eru að mínu mati
byggð á röngum forsendum.
Menn verða að gera sér grein
fyrir því að tímarnir eru
breyttir. Á síðastliðnum tíu
árum hefur verslunum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu
fækkað um 60. Kaupmaðurinn
á horninu fer bráðum að heyra
sögunni til og þeirri þróun
verður ekki snúið við. Stærri
verslanir geta boðið upp á
ódýrari og fjölbreyttari vöru
og samkeppni kaupmanna
stuðlar einnig að lægra vöru-
verði. En lækkað vöruverð er
ein mesta kjarabót sem fólk
getur fengið, miklu meira virði
en fimm til tíu prósent launa-
hækkun, sem strax brennur
upp í verðbólgubálinu," sagði
Hrafn Bachmann að lokum.
___________________3I_
Stofnfundur
félags líf-
fræðikennara
Ákveóið hefur veirð að stofna sér-
stakt félag líffræðikennara þar sem
kennarar af öllum skólastigum komi
saman.
Markmið félagsins er m.a. að
auka tengsl milli skólastiga, auka
almenn samskipti þeirra, sem fást
við líffræðikennslu, og standa
fyrir ýmis konar símenntunar-
fundum og námskeiðum. Stofn-
fundurinn verður haldinn í sal
Kennslumiðstöðvarinnar, Lauga-
vegi 166, laugardginn 24." sept.
1983 kl. 14.
Merkjasöludagur
menningar- og minn-
ingarsjóðs kvenna
LAUGARDAGINN 24. september
nk. verður hinn árlegi merkjasölu-
dagur Menningar- og minningar-
sjóðs kvenna.
Tilgangur sjóðsins er að vinna
að menningarmálum kvenna, m.a.
með því að styðja konur til fram-
haldsnáms. Merkjasalan hefur um
árabil verið ein helsta fjáröflun-
arleið sjóðsins og fer það því mik-
ið eftir sölunni hversu mikið fé
sjóðurinn hefur handbært til
styrkveitinga hve.'iu sinni.
Kvenfélög sjá um merkjasöluna,
hvert á sínum stað um allt land og
munu merkin kosta tiu krónur.
Sölulaun verða greidd.
Akranes:
Bahá’íar með
kvöldvöku
Laugardagskvöldið þann 24. sept.
kl. 21 standa Rahá’íar fyrir almennri
kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu á
Akranesi.
Þar verður m.a. sýndur einþátt-
ungurinn Jóðlíf, eftir Odd Björns-
son og er þetta frumraun nýstofn-
aðs leikhóps er nefnir sig leikhóp-
urinn Örkin. Með hlutverkin fara
Sigurður Ingi Ásgeirsson og Haf-
dís Ásgeirsdóttir. Leikstjóri er
Guðrún Steinþórsdóttir. Önnur
dagskráratriði á kvöldvökunni eru
upplestur, tónlist, almennar um-
ræður og veitingar. Aðgangur er
ókeypis og eru allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
DaÍhatSU bílamarkaður
Komiö og skoöiö
TAFT
RESINTOP
sportjeppann
Opið frá kl. 10—18 í nýjum og glæsi
legum húsakynnum.
Mikið úrval af gæðabílum, nýjum og notuðum.
DAIHATSU-UMBOÐIÐ
Ármúla 23, sími 85870 — 81733.