Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 13 I fyrst og fremst lít ég á veðrið sem fjölbreytilegt, við lifum í sí- breytilegu veðri og mér líkar það vel. Það væri lítið gaman ef það væri alltaf sól og logn. Veðrið stöðvar okkur sjaldan, reiðtúrinn er farinn þótt rigni og þannig halda menn sínu striki í flestum veðrum, en það sem ég mála í þessum myndum eru minningar úr veðrinu, ég mála það sem mér finnst töfrandi í landslaginu og það eru margar leiðir til þess að eiga við ísland." „Ég læt ekki landið í friði“ „Ég læt ekki landið í friði, það er svo sterkt," sagði Þorbjörg Höskuldsdóttir, „en það eru nátt- úrulega ekki allir sáttir við að ég skuli flisaleggja þetta allt saman. ur á þessu pilliríi og langaði að slást á stórum flötum. Ég byrjaði sem málari í eld- gamla daga og það er svo undar- legt að það er eins og maður gleymi aldrei skýjum, landslagi og sífelldri dramatík í ljósi og birtu. Einnig hef ég notað grísku goðafræðina sem kveikju, ákveð- in hugtök og einnig söguna þegar hún höfðar til okkar tíma. Hero- stratos og Mídas til dæmis, Mídas sóttist eftir hinum skjótfengna gróða og óskaði þess að allt sem hann snerti yrði að gulli og hermdarverkamaðurinn Hero- stratos kveikti í Artemishofinu í Eferos í Litlu-Asíu, en það var eitt af undrum veraldar vegna fegurðar. Ástæðan fyrir íkveikj- unni var sú að hann vildi verða frægur. Við erum daglega að upp- lifa okkar Herostratosa og Míd- asa.“ Hluti úr tnynd Þorbjargar, Rauð jörð. Þorbjörg við eina mynda sinna, Himinn og jörð. Grein og myndir: Árni Johnsen „Langaði að slást á stórum flötum“ „Ég nota landið sem bakgrunn þótt ég sé ekki að túlka landslag- ið sem slíkt, heldur ýmsa hug- læga bakþanka sem eru á sveimi," sagði Magnús Tómasson, sem hefur nú þanið segl sín í víð- áttumiklum myndum. „Þetta eru myndir sem ég hef eiginlega stækkað út úr þríviðu myndunum sem ég var að fást við, ég var orðinn svolítið þreytt- Rauð jörð Þorbjargar Höskuldsdóttur. Bragi Hannesson við eina mynda sinna, Vor í Húsafelli. Grjótaþorp — 1982, eftir Braga Hannesson. Úr einni af húsamyndum Braga Hannessonar, ÍJr Grjótaþorpi. Ég vil hins vegar tefla saman í mínum myndum andstæðunum og því sem við erum að gera í mannanna verkum. Annars er það nú einnig staðreynd að með þessu móti reyni ég að spila svo- lítið inn á dýptina. Við viljum hafa allt svo þægi- legt að það er ekki langt frá því að hugmyndir okkar óski eftir þessari flísalagningu og skipuleg- um formum í villtustu náttúru. Allar mínar myndir eiga sér raunverulegar fyrirmyndir, ákveðna staði, ákveðið landslag, sem ég teikna eða ljósmynda, en síðan fer ég að byggja á lóðinni. Ég hef alltaf haft svo mikið gaman af að ferðast um landið og þannig nýti ég mér um leið nátt- úrublæinn til þess að afla fanga i myndir mínar. Við eigum svo magnaða náttúru, liti, birtu og form sem eru óþrjótandi hvernig sem á það er litið. Landið er mitt byggingarefni og ég get ekki látið vera að nýta mér landið rnitt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.