Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Magnús Tómasson horfír í augu Ijónsins í annarri Þingvalla- stemmningarmynd sinni. Sofandi regnbogi Magnúsar Tómassonar. Vegir liggja til allra átta, enginn ræöur för, segir í einu Ijóða Indriða G. Þorsteinssonar, en það skemmtiiega við að koma inn á sýningu fjórmenn- inganna í Vetrarmynd 1983 er einmitt markviss stefna hvers fyrir sig í máiaralistinni þótt leiðir þeirra liggi til allra átta í vali fyrirmynda og túlkun. Auðvitað eiga listamennirnir sitthvað sameiginlegt í viðfangsefnum, landið og náttúru þess, en það sérstæða við sýninguna er veðrið í myndum þeirra allra. Hver spáir eftir sínu nefi, en ef mynd vetrar- ins sem er á næstu grösum verður eins fjölskrúðug og sýning fjórmenninganna í Listasafni alþýðu, þá er ekki ástæða til þess að dekra við kvíða í brjósi. Ef til vill væri það ráð að fela listmálurum að fjalla um veðrið á opinberum vettvangi meira en gert er, jafnvel grípa inn í eina og eina veðurspá. Reikn- ingsglöggur maður benti á það fyrir nokkru að Albert ætti að selja Veðurstofuna, í starfsliði hefði fjölgað um 4000% á einhverju árabili, en samt hefði veðrið ekki batnað hót. Það eru þau Þorbjörg Hös- kuldsdóttir, Bragi Hannesson, Magnús Tóm- asson og Baltasar sem sýna í Vetrarmynd 1983 í Listasafni al- þýðu, en þetta er í fjórða sinn sem Vetrarmynd sýnir og hafa þau verið með í öllum sýningun- um. Tveir aðrir listamenn hafa einnig tekið þátt í Vetrarmynd með þeim, en aðastandendur Vetrarmyndar leggja áherzlu á það að á sýningum þeirra gæti fjölbreytni í vali myndefnis og annarra listaverka og ólíkum listaverkum og listastefnum sé gert jafn hátt undir höfði. Alls eru um 40 málverk á sýningunni í hinum skemmtilega sýningarsal Listasafns alþýðu. „I pplifunin úti í náttúrunni er er mér nauðsynleg „Það má segja að þetta séu stíl- færðar landslagsmyndir og húsa- myndir," sagði Bragi í snaggara- legu samtali, þær eiga sér fyrir- mynd, þær eru ekki úr lausu lofti gripnar. Eg vinn þessar myndir heima og mála þá eftir drögum sem ég hef gert eða eftir minni, og markmiðið er að ná fram nátt- úrustemmningunni þótt ekki sé um nákvæma eftirlíkingu að ræða af fyrirmyndunum. Upplif- unin úti í náttúrunni er mér nauðsynleg til þess að vinna mín- ar myndir. Ég hef ákaflega gam- an af að mála gömul bárujárns- hús, ef til vill vegna þess hve mér finnst þau falla vel inn í okkar landslag. Með því að virkja nátt- úrustemmninguna og veðrið reyni ég að tvinna saman lands- lag, form, liti og veður í eina mynd. íslenzkt landslag er stórkost- legt við að fást fyrir málara vegna þess að formin eru enda- laus og veðrabrigðin magna þessi form og breyta þeim sífellt. Möguleikar málara til að fást við þetta allt eru því miklir." „Að glíma rið persónuleika veðursins „Það sem ég reyni að túlka í þessum myndum mínum á sýn- ingunni er fyrst og fremst veðrið, sá stóri þáttur sem veðrið er í landslagi á íslandi. Birtan og veð- urfarið er einn áhrifamesti þátt- urinn í landslaginu, en í stað þess að mála ákveðinn stað reyni ég að mála veðurtegundina, súld, garra, moldviðri, og svo framvegis," sagði Baltasar. „í öllu þessu veðri í sumar fannst mér tilvalið að gera til- raun í þessu, ekki til þess að reyna að snúa á veðrið, heldur glíma við hinn sterka persónu- leika þess og ævintýraljómann, jafnvel þótt veðrið sé bölvað. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.