Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 15
Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum fimm finnskra vefnað- arlista- manna í DAG klukkan 15 verður opnuð á Kjarvalsstöðum listsýning, þar sem fimm listakonur frá Finnlandi sýna vefnað. Textfllistakonurnar eru þær Kristi Rantanen, Irma Kukk- asjárvi, Lea Eskola, Eeva Renvall og Airi Snellman-Hánninen, allar í röð fremstu listamanna Finna. Þóra Kristjánsdóttir, listráðunaut- ur Kjarvalsstaða, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að þcr hefðu sýnt verk sín víða um heim, í Skandinavíu, Suður-Amer- íku og víðar, og hefði sýning þeirra hvarvetna vakið feikna athygli. Á sýningunni á Kjarvalsstöð- um nú eru 34 verk, mörg þeirra mjög stór og nýstárleg. Sýningin var upphaflega sett saman af Norrænu menningarmiðstöðinni í Sveaborg, og hefur síðan verið sett upp á öllum Norðurlöndun- um. Tvær finnsku listkvennanna, þær Airi Snellman-Hánninen og Kristi Rantanen, eru nú staddar hér á landi og verða við opnun MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 15 Airi Snellman-Hánninen við eitt verka sinna, sem hún var að hengja upp er Morgunblaðsmenn voru á ferðinni. MorgunblaJii Emilia Björnsdóttir Kristi Rantanen við eitt verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum, sem verður opnuð í dag, laugardag. sýningarinnar, og þær hafa stjórnað uppsetningu hennar. öll verkin á sýningunni eru til sölu. Þær Rantanen og Snellman- Hánninen sögðu í stuttu spjalli við blaðamann Morgunblaðsins, að þær litu öðrum þræði á sig sem brautryðjendur í listgrein- inni, þótt vefjarlist stæði á göml- um merg í Finnlandi. Fólki væri ekki ljóst hve miklir möguleikar byggju í þessari listgrein, og eins teldu þær mikilvægt að sýna arkitektum fram á þá möguleika, sem textíllist gefur, til dæmis í skreytingu opinberra bygginga. Verkin væru ekki síst gerð með slíkar byggingar í huga, þau væru stærri en svo að þau færu inn á venjuleg heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.