Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Minning: Pálína Pálsdóttir Eyrarbakka Fædd 9. raaí 1901 Dáin 13. september 1983 í dag fer fram útför Pálínu Pálsdóttur frá Eyrarbakka. Pálína var fædd 9. maí 1891 að Fljótshlíð, en hún ól allan sinn aldur á Eyr- arbakka. Foreldrar hennar voru Páll Pálsson, skaftfellskrar ættar og Þorgerður Halldórsdóttir frá Rauðnefsstöðum í Rangárvalla- sýslu. Faðir Pálínu dó áður en hún fæddist og ólst hún upp hjá móður sinni. Innilegra og betra samband milli dóttur og móður var vart hægt að hugsa sér, enda voru þær oft nefndar í einu og sama orðinu og kallaðar Hraungerðismæðgur, en þær bjuggu í Hraungerði á Eyrarbakka. Ekki voru efni mikil hjá einstæðri móður til að kosta dóttur sína til skólagöngu og fór því Pálína snemma að vinna fyrir sér, eins og þá var títt, og var hún mörg ár í „Húsinu" á Eyrarbakka, sem svo var kallað. Það þótti góð- ur skóli fyrir ungar stúlkur að ráðast þangað, enda kunni Pálína vel að meta það og minntist alltaf á þann tíma, sem hún dvaldist þar, með þakklæti og virðingu. Yngri dóttirin í Húsinu, Guð- munda Nielsen, varð náin vinkona Pálínu og entist sú vinátta meðan báðar lifðu, en Guðmunda dó árið 1936, og var hún þá lengi búin að vera heilsutæp, og reyndist Pálína henni frábærlega vel þá sem endranær. Þó Pálína nyti ekki langrar skólagöngu, var hún vel að sér um flesta hluti. Hún var óvenjulega vel gefin kona bæði til munns og handa. Músíkölsk var hún vel og söng í fjöldamörg ár í kirkjunni á Eyrarbakka. Pálína lét sér annt um allt, sem til menningarauka var fyrir þorpið hennar, Eyrar- bakka, og þá ekki síst um allt sem viðkom kirkjunni, og sáu þær mæðgur Þorgerður og Pálína um kirkjuna í mörg ár, og var þar ekki kastað til höndum. Pálína giftist árið 1913 Guð- mundi Ebenesersyni skósmið, miklum ágætismanni og greindum vel. Þau eignuðust ekki börn. Frændi Pálínu, Guðlaugur Páls- son kaupmaður á Eyrarbakka, giftur Ingibjörgu Jónasdóttur, ólst upp að nokkru eða öllu leyti hjá móður Pálínu. Lét Pálína sér mjög annt um börn þeirra Guðlaugs og Ingibjargar, ekki síst Hauk, sem nú er söngmálastjóri. Talsverður samgangur var milli heimilis foreldra minna og Hraungerðisheimilisins, og þótti mér alltaf gaman þegar Pálína kom. Hún sagði vel frá, hafði góða kímnigáfu, og svo var hún með af- brigðum barngóð. En skemmtileg- ust voru þó gamlárskvöldin, þegar Hraungerðisfjölskyldan kom og allir spiluðu púkk. Seinustu árin dvaldi Pálína á Reykjalundi. Þau fáu skipti sem ég kom til hennar, alltof fáu, var hún skemmtileg að vanda, kvart- aði aldrei og sagðist hafa það gott, allir væru sér góðir. Hún átti líka marga góða og trygga vini, sem komu til hennar og styttu henni stundir. Frænka hennar, Ingibjörg Vig- fúsdóttir, reyndist henni frábær- lega vel, ekki síst þessi seinustu ár, sem voru orðin Pálínu erfið. Ég vil svo að lokum þakka Pál- ínu allar ánægjustundir, sem ég hef átt með henni, og bið henni Guðs blessunar í nýjum heim- kynnum. Anna S. Lúdvíksdóttir Hugþekk og kær frænka hefur runnið sitt æviskeið. Pálína Páls- dóttir frá Hraungerði á Eyrar- bakka andaðist háöldruð 13. þ.m. að kvöldi. Hún var fædd í Háakoti í Fljótshlíð 9. maí 1891 og var því komin á 93. ár, er hún lézt. Faðir Pálínu var Páll Guð- mundsson frá Strönd í Meðal- landi, en móðir hennar Þorgerður, dóttir Halldórs snikkara Guð- mundssonar og konu hans Ing- veldar Þorgilsdóttur frá Rauð- nefnsstöðum á Rangárvöllu'm. Halldór afi Pálínu var Austfirð- ingur, frá Dölum í Mjóafirði. Hann hafði lært trésmíði og var því nefndur snikkari. Hann stund- aði þá iðn sem atvinnu jafnframt smábúskap, fyrst í sínum átthög- um en síðan á Bakkavelli í Hvolhreppi og loks í Háakoti hjá Breiðabólstað. Þar andaðist hann 53 ára úr lungnabólgu, en eftir sat Ingveldur ekkja með 5 börn á aldr- inum 2—15 ára. Hún bjó áfram sínu litla búi í Háakoti og gat komið börnunum upp án þess að þiggja niðurlægjandi sveitarstyrk. — Jón Þórðarson Fljótshlíðar- skáld kvað: Skynsöm ekkja Yngveldur yrkir kotið háa. Hennar dáð og dugnaður drýgir búið smáa. Elzt af börnunum í Háakoti var Þorgerður. Þegar hún var um tví- tugt, var Páll frá Strönd kaupa- maður á heimilinu sumarlangt og seinna vinnumaður eða rásmaður. Það dró saman með honum og Þorgerði, og giftu þau sig 22. okt. 1889. En hamingjan var enda- slepp. Páll var við róðra á Eyrar- bakka á vertíð 1891. Þar veiktist hann af lungnabólgu og andaðist 14. marz 1891, átta vikum áður en dóttirin fæddist heima í Háakoti. Hún var skírð eftir föður sínum og ólst upp við ást og umhyggju móð- ur sinnar og ömmu fyrst austur í Fljotshlíð, í Háakoti, og síðan á Flókastöðum, en svo fluttust mæðgurnar þrjár út á Eyrar- bakka. Þær héldu saman meðan líf entist. Mikið þurfti að vinna, en aldrei brást þeim þolgæði og guðs- trú. „Þó ég sjái engin ráð, gefur guð mér alltaf einhver ráð,“ sagði amman Ingveldur. Miklar mætur hafði Pálína jafnan á ömmu sinni og móður. En margvíslegt var andstreym- ið. Eitt sumar, er þær voru í kaupavinnu, Þorgerður með dótt- ur sína á einum stað, en amman á öðrum, brann hús það á Bakkan- um, sem þær áttu heima í. Þar misstu þær hvert tangur og tetur, sem þær áttu, utan ígangsklæða í kaupavinnunni. En það var veigur í þessum mæðgum og engin upp- gjöf. Pálína dafnaði vel og var tek- in sem vinnustúlka í „Húsið“, en það mátti heita húsmæðraskóli sunnlenzkra kvenna um langt skeið. Þar lærði Pálína matargerð og hvað eina, sem góðri húsfreyju mátti að haldi koma. Einnig hlaut hún þann frama að vera tekin til afgreiðslustarfa í „búðinni" og það var ekki lítil upphefð að vera inn- anbúðar há Lefolii. Á þessum árum var Pálína um skeið í Reykjavík. Þá hafði frú El- ísabet, kona Björns Jónssonar ráðherra, spurnir af þessari efni- legu stúlku. Hún gerði Pálínu orð að hitta sig. Erindið var að fá hana fyrir ráðskonu í húsi sínu. Ekki vildi Pálína taka það starf að sér án samráðs við móður sína. „Þú kemur heim, barn,“ sagði Þor- gerður. Þá náði það ekki lengra. Ekki var verið að brjóta í bága við boð móðurinnar. Á Eyrarbakka giftist Pálína (19. apríl 1913) ágætum manni, Guð- mundi Ebenezerssyni skósmið, sem þá var ekkjumaður að fyrri konu látinni. Varð heimili þeirra Pálínu og Guðmundar rómað fyrir gestrisni og myndarbrag. En skugga bar á um stund. Húsfreyj- an fór að kenna vanheilsu, sem talin var berklakyns. Með ráði góðra lækna var hún send á heilsuhæli í Danmörku (Sollerod Sanatorium). Þar var hún í rúmt ár og fékk góða bót á sjúkdómi sínum. í þessari Danmerkurdvöl komst Pálína í kynni við ágætt menningar- og listafólk. Jók það henni menntun og víðsýni. Ekki lét Pálína sitt eftir liggja að sinna menningar- og félags- málum. Leiklist var á þessum ár- um í hávegum höfð á Bakkanum. Tók Pálína þátt í slikum sýningum við góðan orðstír. Lagvís var hún og söngvin, og árum saman söng hún í kirkjukórnum á Eyrar- bakka. En fleira vann hún fyrir kirkju sína. Hún var um langt skeið í sóknarnefnd og lengi for- maður sóknarnefndar. Hún lét sér annt um, að kirkjan væri jafnan hrein og aðlaðandi. Fulltrúi var hún á kirkjuþingi. Allt, sem hún tók að sér, vann hún af alúð og samvizkusemi. í Kvenfélagi Eyr- arbakka var hún góður liðsmaður. í landsmálum fylgdi Pálína Sjálfstæðisflokknum og var full- trúi á landsfundum flokksins. Segja má, að Pálína hafi hvar- vetna skipað sinn sess með sóma og prýði, en mest var hlutverk hennar á sínu heimili í Hraun- gerði á Eyrarbakka. Hún kunni vel að taka á móti gestum. Og það var líka gestkvæmt í Hraungerði. Þar komu ungir og aldraðir, eignamenn og öreigar, andríkir gáfumenn og einnig aðrir, sem fá- tækari voru í anda, en orðræður voru uppi við hæfi hvers og eins. Og ekki voru þeir, sem minna máttu sín, látnir fara á mis við góðvild og þægilegt viðmót. Ekki var húsbóndinn að amast við gestakomum. Eitt sinn er þéttskipað var kringum matborð þeirra hjóna leit hann upp bros- hýr og sagði: „En sú hátíð." Þegar vel lá á honum, átti hann til að lesa upp úr sér utanbókar heilu kaflana úr Njálu, Eglu, Laxdælu, Grettlu eða þá þylja kvæði góð- skáldanna. Ekki stóð á því, að hús- freyjan hefði sitt til málanna að leggja. Hún var víða heima, ákveðin í skoðunum og oft mjög hnyttin í orðum. Ymsu heimafólki á Bakkanum varð tíðförult í Hraungerði, og skyldfólk úr Reykjavík sat þar dögum saman. Meðal annarra á sá, er þetta ritar, Ijúfar minningar frá slíkum heimsóknum. Þó að hjónin væru barnlaus, hændust krakkar að heimilinu, og sum fengu fyrstu tilsögn á námsbraut hjá Pálínu, t.d. Hauk- ur Guðlaugsson söngmálastjóri og systkini hans. Og stundum komu aðrir ungir nágrannar í léttvægari erindum og fengu þá gjarnan eitthvað gott í munninn. Þegar hjónin höfðu stofnað sitt heimili, fengu mæðgurnar, Ing- veldur og Þorgerður, þar sama- stað. Áður höfðu þær mæðgur tek- ið að sér og alið upp sonarson Ing- veldar, Guðlaug Pálsson, síðar kaupmann á Eyrarbakka. Loks er að geta þess að sonur Ingveldar, Guðmundur Halldórsson bókhald- ari, var heimilismaður árum sam- an, og til var það, að aðrir ættu athvarf hjá þessu fólki lengur eða skemur. Vinnusemi var í heiðri höfð á þessu heimili. Húsbóndinn stund- aði sína iðn í kjallaranum, en kon- ur unnu að tóskap eða hannyrðum og þótti snilldarbragur á. En svc er enn að geta þess, að fram eftir árum var rekinn talsverður bú- skapur til hagsbóta og hollustu: ein eða tvær kýr í fjósi og þó nokkrar kindur í kofa. Þetta þurfti sína umhirðu og sumarleyfin voru fólgin í því að afla heyja. Én það var sama að hverju Pál- ína gekk, hún var jafnan tigin- mannleg í framgöngu, hvort sem var í viðhafnarbúningi eða hvers- dagsklæðum. í fjölmenni var tekið eftir henni, að þar fór persóna með reisn. Því miður biðu hennar á gamalsaldri áföll, sem illt var að sætta sig við. Fyrir 12 árum hlaut hún slæma byltu svo að lærleggur brotnaði. í það sinn tókst að vísu að græða brotið, svo að hún varð allvel gangfær á ný, en sagan endurtók sig, og eftir það var ekki um annað að ræða en hjólastól og rúmlegu og reyndar algera rúm- legu síðustu mánuði. í þessum vanmætti átti Pálína lengst af vist í Reykjalundi og naut þar góðrar aðhlynningar og umhyggju, sem þakka ber þeim, er þar komu við sögu. Veit ég, að sjálf var hún þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert. Að sjálfsögðu reyndi þessi langa hælisvist á þrek og þolinmæði, en aðdáun vekur, hve Pálína tók þessu mótlæti með miklu jafnað- argeði og án kvörtunar. Var það eitt með öðru, sem sýndi hennar sterku og traustu skapgerð. Mikla ánægju hafði hún af því og afþrey- ingu, þegar frændfólk og vinir heimsóttu hana. Er óhætt að t Móöir okkar, KRISTÍN 8. KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Suöureyri, Sólheimum 22, Reykjavík, andaöist 23. september í Borgarspítalanum. Guörún F. Jónsdóttír, Gunnar Jónsson, Kristján Jónsson, Ingvi Jónsson. t Maöurinn minn, HANS GUONASON, frá Hjalla (Kjós, lést fimmtudaginn 22. september. Unnur Hermannsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Ásvallagötu 11, Reykjavík, andaöist að Hrafnistu Hafnarfiröi 14. september. Jaröarförin hefur fariö fram aö ósk hinnar látnu. Þakka öllum er líknuöu henni í veikindum hennar. Jakob Bjarnason. t Hjartanlegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og hluttekningu viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÁSGRÍMS GUNNARS ÞORGRÍMSSONAR, Borg. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun. Guö btessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. segja, að í því hafi þær frænkur, Inga Vigfúsdóttir og Laufey Pálsdóttir, verið tryggastar og gert sér flestar ferðirnar. Nú er Pálína sjálf farin í sína hinztu ferð, og verði henni að trú sinni má hún eiga góða heimvon. Halldór Vigfússon Hvað skal í minningu geyma? Ýmislegt bendir til þess í gamalli þjóðtrú, að látnir vilji lifa í vin- hlýrri minningu enn um stundir hér á jörðu. Pálína Pálsdóttir var mikill fulltrúi þeirra manna, sem Þór- bergur Þórðarson kallaði með réttu íslenskan aðal. Ingveldur Þorgilsdóttir, amma Pálínu, varð ekkja snemmendis — með 5 börn á ýmsum aldri. Ingveldur var svo mikil fyrir sér, að hún bað hrepp- stjórann, sem kom í heimsókn, að líta þá heim til sín næst, þegar hún bæði sveitina liðsinnis. — Hún hafði áður rætt sin málefni við Guð. Hún var föst í trú, sagði Pálína um ömmu sína. Ingveldur hafði einnig þann kjark og stór- mennsku, sem marga ekkju brast, að bjóða hreppsvaldinu byrginn hiklaust í þeirri trú, að aldrei yrði guðstraust til skammar. Hreppsvaldið tók ekki alltaf til greina fullyrðingar um forsjá fá- tækrar ekkju. Hreppstjórar og sýslumenn komu við sögu dánar- bús, hvort sem ekkjan var efnuð eða ekki. Ég sé hreppstjórann alltaf fyrir mér, eftir frásögn Pálínu, eins og strá í vindi fyrir framan þessa miklu konu, sem lét ekki óviðkom- andi menn taka frá sér börn sín. Hún bjó áfram i Hákoti og bað aldrei um sveitarstyrk. Hákot var nálægt Breiðabólstað í Fljótshlíð. Bærinn stóð svo hátt, að erfitt var þar öll föng, hey og mat upp að færa. — Útsýnið var aðalkostur jarðarinnar. — Mun jörðin hafa lagst í eyði löngu áður en hagvöxtur varð aðalhjátrú ís- lendinga. Þorgerður Halldórsdóttir, móðir Pálínu, var elst af börnum ekkj- unnar í Hákoti. Þorgerður giftist um tvítugt, miklum efnismanni, sem Páll hét Guðmundsson. Hann fór til bús í Hákoti með konu sinni og tengdamóður. Virtist bjart framundan á mannmörgu heimili. Sjósókn var bjargræðisvegur frá lítilli jörð. Ungi maðurinn fór á vertíð á Eyrarbakka. Mæðgurn- ar voru vanar að annast búið. Páll veiktist í verinu af taksótt og dó. Þar missti Þorgerður mann sinn, áður en fyrsta hjónabands- árið var liðið. Pálína fæddist 9. mai um vorið og hlaut í skírninni nafn föður síns. Fljótlega eftir þetta fluttu mæðgurnar úr sveitinni til Eyr- arbakka með Pálínu og þau börn Ingveldar, sem voru í æsku. Eitt barnabarn Ingveldar annað en Pálína ólst upp hjá þeim. Mæðgurnar fóru í kaupavinnu á sumrum og öfluðu sér vista til vetrarins. Pálína var sjö eða átta ára göm- ul send í sveit að gæta barns á fyrsta ári. Móðir þess var dáin. Svo sérstæð og skemmtileg og trú- verðug þótti bóndanum litla barnfóstran, að vináttu héldu þau og skrifuðust á lengi síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.