Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 l * Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, undirritar samkomulagið í gær. Honum til sitt hvorrar handar sitja dr. Paul Miiller og dr. Dietrich Ernst, sem undirrituðu samkomulagið fyrir hönd Alusuisse. Stjórnarmenn fsal standa fyrir aftan. Símamynd AP. Bráðabirgðasamkomu- lagið undirritað í gær Genf, 23. september. Krá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. FULLTRÚAR íslands og Alusuisse undirrituðu í dag í Genf bráða- birgðasamning, sem þeir gerðu sín á milli fyrr í þessum mánuði, til lausnar ýmsum ágreiningsmálum aðilanna. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra undirritaði samn- inginn fyrir hönd íslensku ríkis- stjórnarinnar, en dr. Paul Miiller og dr. Dietrich Ernst fyrir hönd Alusuis.se. Stjórn ísal hélt einnig stjórnarfund í Genf í dag og fjall- aði m.a. um bráðabirgðasamkomu- lagið. Stjórnarmeðlimir voru síðan viðstaddir undirskriftina. Ánægja ríkti meðal manna með þetta skref í samningsátt. Samningurinn er til eins árs, en báðir aðilar hafa rétt til að segja honum upp, eða þriggja mánaða fyrirvara frá og með 1. apríl nk. Skopteikning Sigmunds, sem dr. Miiller sýndi mönnum í gær og víða er vísað til í fréttinni. Þegjandi samkomulag er um að samningurinn muni gilda þar til fyrri samningar íslensku ríkis- stjórnarinnar og Alusuisse hafa verið endurskoðaðir og mun því framlengjast að ári liðnu, ef endanlegir samningar hafa ekki náðst þá. Paul Miiller hefur tekið þátt í samningaviðræðum Alusuisse og íslendinga frá upphafi. Hann sagðist feginn því að andrúms- loftið milli aðilanna væri aftur orðið gott og hafði ljósrit af skopmynd Sigmunds í fórum sínum, til að minna á tíð fyrri iðnaðarráðherra. Hann sagðist sannfærður um að samningar sem báðir aðilar yrðu ánægðir með myndu nást á endanum, en sagði mikla vinnu framundan í því sambandi. Ellert B. Schram óskar eftir fríi frá þingmennsku: Engir undirskrifta- listar á benzínstöðvar Undirskriftarlistum til mótmæla efnahagsráöstöfunum ríkisstjórnar- innar var í gær dreift á benzínstöðv- ar í Reykjavík af Dagsbrúnar- mönnum. Forráðamenn olíufélag- anna neituðu að láta þá liggja frammi. „Ástæðan er sú, að við höf- um ekki heimilaö að undirskriftar- listar — hvorki frá líknarfélögum né íþróttafélögum, liggi frammi á benzínstöðvum og gildir það sama um þessa lista,“ sagði Indriði Páls- son, forstjóri Skcljungs í samtali við Mbl. „Það var ekki farið fram á það við okkur að listarnir fái að liggja frammi, heldur var þeim dreift að okkur forspurðum. Með þessu er- um við ekki að taka afstöðu með eða á móti undirskriftalistum ASÍ. Aðeins að það sama gildir um þessa undirskriftalista og aðra. Það er okkur svo algerlega óvið- komandi hvort okkar starfsmenn eða aðrir skrifi undir þessa lista — það verður hver og einn að gera upp við sig,“ sagði Indriði Pálsson. Mbl. hafði sambandi við Magn- ús Einarsson, starfsmann Dags- brúnar og sagði hann að um mis- skilning hefði verið að ræða. Dagsbrún virti afstöðu olíufélag- anna, — listar hefðu ekki fengið að liggja frammi af hálfu annarra aðila og þeir sættu sig við ákvörð- un oliufélaganna. Myndin er tekin á ráðstefnunni f Madrid og sýnir þegar Max M. Kampel- man kynnir þá George Shultz, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna (t.h.), og Niels P. Sigurðsson sendiherra, sem var fulltrúi íslands á öryggisráðstefn- unni. SVS og Varðberg: Hádegisfundur með Max Kampelman MAX M. Kampelman, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á öryggismálaráð- stefnu Evrópu í Madrid, flytur fram- söguerindi á fundi, sem Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg halda í hádeginu í dag, laugardag, í Átthagasal Hótel Sögu, en fundur- inn er opinn félagsmönnum beggja félaganna og gestum þeirra. Kampelman mun skýra frá ný- afstöðnum fundi í Madrid og svara fyrirspurnum. Niels P. Sigurðs- son, sendiherra, fulltrúi Islands á öryggismálaráðstefnunni, kynnir ræðumann. „Ástædurnar bæði per- sónulegar og pólitískar“ „ÁSTÆÐURNAR eru bæði persónulegar og pólitískar. Ég gaf kost á mér í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum á síðastliðnum vetri í þeirri trú að ég gæti gert flokknum gagn og haft þar einhver áhrif,“ sagði Ellert B. Schram þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur óskað eftir því við forseta Sameinaðs þings að hann fái frí frá þingstörfum um óákveðinn tíma frá og með 1. október, að því er kemur fram í frétt frá honum til fjölmiðla, en þar kemur einnig fram að hann taki við ritstjórastörfum á Dagblaðinu og Vísi að nýju frá sama tíma. „Mér var veitt brautargengi í prófkosningum af sjálfstæðisfólki, en þar með er sagan öll. Nú eru 5—6 mánuðir liðnir frá því kosn- ingar fóru fram og ég mæli ennþá göturnar án þess að hafa fengið skrifstofu eða síma, hvað þá að mér hafi verið falin einhver störf hjá flokknum. Mér sýnist alveg ljóst að þróunin sé sú að mér er ætlað að sitja á varamannabekk," sagði Ellert ennfremur. Ellert sagði að hann liti á póli- tíkina sem starf, þar sem hægt væri að gera gagn og til þess að geta gert gagn þá þyrfti maður að hafa áhrif. Þingmennska væri ekki vegtylla í hans augum, heldur aðstaða sem ætti að nota og þyrfti því að hafa tækifæri til að nota. Ef mönnum væri skipað út í horn, væri ljóst að áhrif þeirra væru mjög takmörkuð. „Ég hef verið óbreyttur þingmaður í 10 ár og ég held að það sé ekkert of mikið sagt þó ég hafi getað búist við að áhrif mín yrðu meiri heldur en raun ber vitni," sagði Ellert. „Ég hef tekið mér frí frá þing- inu og blaðið gerir sér væntanlega grein fyrir því að ég hef mínar pólitísku skoðanir eins og allir hafa, enda væri til lítils að hafa menn í ritstjórastólum sem ekki hafa skoðanir," sagði Ellert að- spurður um hvort það samrýmdist ritstjórnarstefnu Dagblaðsins og Vísis að vera frjálst og óháð að vera þingmaður fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk. „Blaðið sættir sig vel við það, enda geri ég ráð fyrir því að það átti sig vel á þvi að ég hef sjálfstæða og óháða af- stöðu og tek ekki við einhverjum flokkslínum. Ég hef alltaf verið frjáls og óháður, bæði í mínni þingmennsku og mínu ritstjóra- starfi og læt engan segja mér hvaða skoðanir ég á að hafa og það er kannski minn Akkilesarhæll," sagði Ellert. Aðspurður um hvort hann teldi óskina um frí að fullu í samræmi við þingsköp, sagði Ellert: „Ég geri ráð fyrir að menn geti óskað eftir fríi í þessu starfi eins og öll- um öðrum, enda hef ég óskað eftir því að vera tekinn af launaskrá þingsins frá og með 1. október." Bréf Ellerts til forseta Samein- aðs þings hljóðar svo: „Hér með tilkynnist yður, að ég mun af per- sónulegum ástæðum taka mér frí frá þingstörfum um óákveðinn tíma frá og með 1. október nk. Óska ég þess, að varamaður taki sæti mitt á alþingi þar til annað verður ákveðið. Ég óska þess jafnframt að vera tekinn af launaskrá Alþingis frá og með sama tíma.“ 1. varamaður Sjálfstæðisflokks- ins er Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra, sem skipaði 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í síðustu kosning- um, en 8. sætið skipaði Guðmund- ur H. Garðarsson. Þing kemur saman 10. október. „Busar" Menntaskólans í Reykjavík voru boðnir velkomnir af eldri bekking- um í fyrradag. Athöfnin fór fram á hefðbundinn hátt, hver einasti „nýgræð- ingur“ var trolleraður og svifu menn hátt í loft upp eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. MorKunblaðið/ Kristinn Björgvinsson. „Þingið tekur endanlega ákvörðun“ — segir Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri alþingis um ósk Ellerts B. Schram um frí frá þingstörfum FRIDJÓN Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis sagðist ekki þekkja fordæmi sem væri nákvæmlega eins og ósk Ellerts B. Schram um frí um óákveðinn tíma frá þing- mennsku, en í raun og veru væri þetta svipaðs eðlis og áður hefði gerst, eini munurinn væri, að ef til vill væri gefið í skyn að um eitt- hvað lengri tíma gæti verið að ræða, en það væri þó ekki sagt berum orðum. Að menn bæðust undan að gegna þingstörfum af persónulegum ástæðum, hefði oft komið fyrir. í slíkum tilfellum ættu menn ekki rétt á launum. „Ég get ekki séð annað en það verði að taka til greina vilja hans í þessu efni. Það er orðin föst venja fyrir því, að ef þing- maður vitnar til sérstakra anna, þá er tekinn inn varamaður fyrir hann,“ sagði Friðjón aðspurðui um hvort þetta samrýmdist þingsköpum. „Hins vegar verður þingið að meta þetta þegar þa0 kemur saman, það verður ekki tekin endanleg ákvörðun um það fyrr, eins og vant er þegar vara- menn taka sæti aðalmanna á þingi," sagði Friðjón að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.