Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 &0, fllcöðui' á inotgun ie f i * DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Safnaöarheimili Ár- baejarsóknar kl. 11 árd. Organ- leikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Guösþjónusta að Norðurbrún 1 kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guösþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 14. Organleikari Daníel Jón- asson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTADAKIRKJA: Guösþjón- usta kl 11. Organleikari Guöni Þ. Guömundson. Séra Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Guösþjónusta í Menning- armiöstööinni við Geröuberg kl. 2. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Barna- og fjölskylduguösþjón- usta kl. 11. Guöspjalliö í mynd- um. Afmælisbörn boöin sérstak- lega velkomin. Sunnudagspóstur handa börnum, barnasálmar og smábarnavers, framhaldssaga. Sr. Gísli Kolbeins sóknarprestur í Stykkishólmi skírir barn i mess- unni. Viö píanóiö Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Organleikari Árni Ar- inbjarnarson. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Hall- dór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Höröur Áskels- son. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Þriöjudagur 27. sept. kl. 10.30, fyrirbænaguösþjónusta, beöið fyrir sjúkum. Miövikudagur 28. sept., „Náttsöngur" kl. 22.00. Fimmtudagur 29. sept. Opið hús fyrir aldraða í Safnaöarheimilinu kl. 14.30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 14. Haustferm- ingarbörn kirkjunnar boöuð til messunnar. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson. Strax aö lokinni guösþjónustu hefst myndasýning úr safnaðarferöum. Kirkjukaffi. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur: Guösþjónusta kl. 11 í Hátúni 10B, 9. hæö. Sunnu- dagur: Guösþjónusta kl. 11. Ræöuefni: Frelsi til aö þjóna. Organleikari Sigríður Jónsdóttir, sem mun starfa í vetur. Þriöjudag kl. 18.00 bænaguðsþjónusta. Sr. Ingólfur Guömundsson. NESKIRJA: Guösþjónusta kl. 11. Miövikudagur, fyrirbænamessa kl. 18.20. Laugardagur 1. okt. fé- lagsstarf aldraöra kl. 15. Sýndar litskyggnur úr austurlandsferö- inni. Fjarða- og klettakórinn syngur. Spurningakeppni. Sr. Frank M. Halldórsson. GUÐSPJALL DAGSINS: Lúk. 14.: Jesús læknar í hvfldar- degi. SELJASÓKN: Guösþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Organleik- ari Smári Ólason. Fimmtudagur 29. sept. fyrirbænasamvera, Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN: Guös- þjónusta í sal Tónlistarskólans kl. 14. Prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Bænastund kl. 20. Samkoma kl. 20.30. Ræöumaöur Anfin Skaaheim, framkvæmdastjóri Kristilegu skólahreyfingarinnar í Noregi. Tekiö veröur á móti gjöf- um vegna heimsóknar hans. FÍLADELFÍUKIRK JAN: Safnaö- arguösþjónusta kl. 14. Óskar Gíslason talar. Almenn guös- þjónusta kl. 20. Óli Ágústsson, forstööumaöur Samhjálpar, tal- ar. Organisti Árni Arinbjarnar- son. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garóabæ: Hámessa kl. 14. VÍOIST ADASÓKN: Barnaguös- þjónusta í Hrafnistu kl. 11. Ferm- ingarguösþjónusta í Bessastaöa- kirkju kl. 14. Fermd verða: Guö- rún Gísladóttir og Laufey Gísla- dóttir Sævangi 14 og Marjón Sigmundsson Breiðvangi 1. Sr. Siguröur Helgi Guömundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunn- þór Ingason. FRIKIRKJAN Hafnarfirði: Guös- þjónusta kl. 14. Prédikun: Jón Helgi Þórarinsson cand. theol., sem ráöinn hefur veriö til prests- þjónustu í söfnuöinum. Viö orgel- iö: Jóhann Baldvinsson. — Fundur meö fermingarbörnum vorsins og foreldrum þeirra að lokinni guösþjónustu. Barna- starfiö hefst sunnudaginn 2. okt. nk. Safnaöarstjórn. KAPELLAN: St. Jósefsspitala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-NJAROVÍKURKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. UTSKÁLAKIRKKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. FÍLADELFÍA Keflavík: Almenn guðsþjónusta kl. 14. Ræöumað- ur Hallgrímur Guömannsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Úlfar Guömundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- messa kl. 10.30. Sr. Úlfar Guö- mundsson. ÞING VALLAPREST AK ALL: Messa í Þingvallakirkju kl. 14. Organleikari Einar Sigurösson. Sr. Heimir Steinsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 10.30. Fjölskyldu- guösþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Tvö hjól undir bflnum? Morgunblaðið/ KEE Afturhjólastell brotnaði undan tengivagni vönibifreidar á Miklubrautinni og við það datt afturhluti tengivagnsins niður á götuna, eins og vænta mátti. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, skrapaðist malbikið upp af götunni á nokkurra metra kafla, enda bfllinn með hlass og þungur vel. Engin slys urðu á fólki við atburð þennan. Norrænt iðnþing hefst í Reykjavík í dag NORRÆNT iðnþing verður haldið í Reykjavík í dag og hefst þinghald klukkan 10.00 að Hótel Esju, að sögn Þórleifs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Landsambands iðn- aðarmanna. „Norræn iðnþing eru haldin þriðja hvert ár til skiptis á Norð- urlöndunum, það er að segja á 15 ára fresti hér á landi. Þing þessi eru haldin á vegum norræna iðn- ráðsins, „Nordisk Handverks- raad“, sem er samstarfsvettvang- ur Landsambands iðnaðarmanna, HAUSTTÍSKAN í klippingu og há- ralitun og greiðslum verður kynnt næstkomandi sunnudag að Hótel Leiðrétting HÖFUNDARNöFN féllu niður á tveimur greinum á bls. 10 í gær. Greinin um hið nýja leikrit Þjóð- leikhússins, Skvaldur, var skrifuð af Maríu Ellingsen og umsögn um skólahljómsveit frá Bonn var rit- uð af Jóni Ásgeirssyni. atvinnurekenda í löggiltum iðn- greinum og systursamtaka þess á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Þórleifur ennfremur. Innan vébanda aðilasamtaka norræna iðnráðsins eru um 100.000 fyrirtæki og einstaklingar, sem veita um einni milljón manna atvinnu. Þórleifur sagði að þingið að þessu sinni væri óvenjulega fjölmennt og koma hingað til lands um 40 manns. Fulltrúar einstakra landa munu leggja fram gögn um aðstöðumál Sögu. Það er Samband hárgreiðslu- og hárskerameistara, sem heldur sýninguna, sem hefst klukkan 20.30. Kynnt verður landslið íslands í hárgreiðslu og hárskurði, sem taka mun þátt í Norðurlanda- keppni í hárgreiðslu og hárskurði i Kaupmannahöfn 6. nóvember næstkomandi. Norðurlandakeppn- in er haldin annað hvert ár til skiptis í höfuðborgum Norður- landa. Að þessu sinni fer um 50 manna hópur frá íslandi, 10 kepp- endur ásamt fyrirsætum og að- stoðarfólki. lítilla og meðalstórra fyrirtækja í sínum löndum og útskýra þau. ís- lenzk mál mun verða sérstaklega í sviðsljósinu, m.a. mun dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, halda gesta- fyrirlestur um efnið: „Hvernig geta 230.000 manns lifað sem sjálfstæð þjóð?“ Réttað í Fljóts- tungurétt Kleppjárnsreykjum, 19. september. RÉTTAÐ var í Fljótstungurétt í dag og í gær, viku seinna en venjulega, þar sem heyskapur gekk illa. Nú munu hins vegar allflestir bændur búnir með heyskap. Þeir leitarmenn, sem lengst fóru, voru fimm daga í leitum, sem gengu vel. Veður var gott og engin óhöpp urðu. Menn eru ánægðir með, hversu vel féð er framgengið. Fé fækkar stöðugt í Fljótstungurétt og er áætlað að 3—4000 kindur hafi verið í réttinni nú. Vegna kulda kom óvenju- fátt fólk í réttina, en gleð- skapur var sá sami og venju- lega. Leitarkóngar voru Ár- mann Bjarnason, Þórður Ein- arsson og Vigfús Pétursson. Bernhard Hausttískan kynnt í klipp- ingu, háralitun og greiðslum Sigurjón Veturliða- son - Minningarorð Fæddur 21. október 1907 Dáinn 13. september 1983 Það var sumarið 1975 að ég, þrettán ára, óharðnaður ungling- urinn, fór vestur á ísafjörð og „kynntist" ömmu og afa. Að sjálfsögðu þekkti ég þau, rétt eins og öll önnur börn þekkja sína ömmu og sinn afa, en sú þekking nær oftast vart lengra en til mjúkra faðmlaga, faldra ópal- pakka og krumpaðra lófaseðla. Á næstu fimm sumrum lærði ég að elska, virða og allt að því tigna þessi öldnu hjón. Þau eru ófá ráð- in og orðin sem ég gleypti úr þeirra heimilislífi. Auk þess sem glettnin og stríðnin á heimilinu sendu aldursmun allan á haf út. Nú er allt þetta einungis hug- skotssjóður, sjóður sem ég mun geyma og fará sparlega með, geyma fram á mín elliár. Hann afi er nú dáinn. Enginn veit víst hvað við tekur eftir þennan heim, en víst er að ef himnahallir bíða og þeir sem koma fá heilsu og krafta að nýju, verður enginn svikinn af verkum afa. Ég varð ekkert lítið hreykinn, fyrsta sumarið, þegar ég heyrði að ég tæki við starfi hans frá því um veturinn. Vinnustaður- inn fékk á sig allt annan blæ og verkið sóttist á allan hátt betur. Að sama skapi varð ég yfir mig stoltur ef afi fékk mig til að hjálpa sér við eitt eða annað heima við. Við þær aðstæður tókst manni að ná betra sambandi við hann og er mér sérlega minnisstæður hjól- garmurinn í þessu sambandi. Svona mætti endalaust leita í skjóðum minninganna að ánægju- legum samverustundum hjá ömmu og afa á Hlíðarveginum. Þegar ég svona ungur að árum lít nú til baka, finnst mér ég vera vellauðugur af kynnum mínum af þeim. Verklagni afa, árvekni og samviskusemi kenndu mér margt sem við yngra fólkið megum læra af þeim eldri. Ég vona að góður Guð hugsi vel um hann afa minn og styrki ömmu, sem hefur ætíð verið mér sem önnur móðir og hjálpi á erfiðri skilnaðarstundu. Brynjar Örn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.