Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Sjálfseignarstefna í húsnæðismálum Alþýðubandalagið var for- ystuflokkur í borgarmál- um Reykjavíkur sl. kjörtíma- bil. Formaður Alþýðubanda- Iagsins var húsnæðismála- ráðherra 1980—1983. Öll valdaár Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík var til- finnanlegur skortur á bygg- ingarlóðum. Fólk og fyrir- tæki, sem gjarnan vildu byggja yfir sig í Reykjavík, hrökklaðist til nágranna- byggða. Fasteignaskattar vóru og á þessum árum mun hærri í Reykjavík en í ná- grannabyggðum, sem lutu meirihlutastjórn sjálfstæðis- manna. Formaður Alþýðubanda- lagsins notaði tækifærið sem húsnæðismálaráðherra til að svipta húsnæðislánakerfið helzta tekjustofni sínum, launaskattinum. Lánageta þess snarminnkaði. Tala ár- legra heildarlána lækkaði um mörg hundruð. Lánsupphæð sem hlutfall af byggingar- kostnaði skrapp saman. Á sl. ári lánaði hið al- menna húsnæðislánakerfi til 800 færri einstaklinga en 1978. Lánahlutfall hrapaði niður í rúm 17% af bygg- ingarkostnaði — og raunar enn neðar, ef hliðsjón er höfð af verðbólgurýrnun lána sem dreifðust á þrjár útborganir. Nýr borgarstjórnarmeiri- hluti leysti lóðavanda borg- arinnar á skammri stund. Framboð byggingarlóða er í dag meira en eftirspurn. Ný ríkisstjórn hefur ákveðið að hækka öll hús- næðislán Byggingarsjóðs um 50% frá næstu áramótum. Þetta þýðir að lán hækka í 30% af byggingarkostnaði svonefndrar staðalíbúðar, en orð standa til þess að hækka byggingarlán í áföngum upp í 80% af raunkostnaði. Lán greiðast eftirleiðis í tveimur útborgunum í stað þriggja. Lánstími lengist um fimm ár; nýbyggingarlán úr 26 árum í 31 ár, sem jafngild- ir 20% léttari árlegri greiðslubyrði; og lán til kaupa á eldra húsnæði úr 16 árum í 21, sem samsvarar 25% léttari greiðslubyrði á ári. Þá verður þeim sem fengu frumlán til nýbygginga eða kaupa á húsnæði á árunum 1982 og 1983 gefinn kostur á viðbótarláni, sem nemur allt að 50% af upphaflega láninu. Ennfremur hefur náðst sam- komulag við innlánsstofnan- ir um skuldbreytingar til átta ára á lánum þeirra sem byggt hafa eða keypt í fyrsta sinn frá 1. janúar 1981 til dagsins í dag. Pétur J. Eiríksson, sem er talsmaður áhugamanna um húsnæðismál, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Við erum að mörgu leyti mjög ánægðir með það að komið hefur verið til móts við okkar kröfur. Fyrir utan það að lán hafa verið hækkuð og lengd, þá hefur verið tekin upp ákveðin afturvirkni til þeirra sem byggðu eða keyptu á árunum frá 1981, og þá ekki aðeins til þeirra sem byggðu eða keyptu í fyrsta sinn.“ Æskilegt hefði verið að stíga stærra skref í þessum fyrsta leiðréttingaráfanga. En miðað við aðstæður í þjóðarbúskapnum er hér við- unandi að verki staðið. Ekki má gleyma því að samtímis hefur góður árangur náðst í baráttunni gegn helztu óvin- um húsbyggjenda: óðaverð- bólgu og háum vöxtum. Rýmka þarf lánareglur varðandi kaup á eldra hús- næði sem hvata til betri nýt- ingar húsnæðis og annarra verðmæta í eldri borgar- hverfum. Sú viðleitni tengist húsnæðisfyrirgreiðslu við eldra fólk, sem telur sig búa í óþarflega stóru húsnæði. Og taka þarf upp á ný skatt- ákvæði sem ýtir pndir æski- lega varðveizlu verðmæta í viðhaldi húsnæðis. Það á að vera meginregla að hver fjölskylda eigi sæmi- lega viðráðanlegan kost á því að eignast eigið húsnæði. Sjálfseignarstefnan á að skipa öndvegið í stefnumörk- un okkar í húsnæðismálum. En til þess að mæta mismun- andi óskum fólks — og tryggja jafnvægi á húsnæð- ismarkaði — þarf samhliða að stuðla að byggingu íbúða á félagslegum grundvelli, sem og leiguíbúða, bæði á vegum einstaklinga og sveitarfé- laga. Þær ákvarðanir sem stjórnvöld hafa nú tekið í húsnæðismálum eru mikil- væg spor í rétta átt. Stærri skref þarf að stíga eins fljótt og aðstæður í þjóðarbú- skapnum frekast leyfa. Fæðing sálar til Vestmannaeyja Gjöf til Eyjamanna á 10 ára goslokaafmæli UM ÞESSAR mundir vinna bresk- ir mótasmiðir í safni Einars Jóns- sonar við höggmyndina Fæðing sálar, en höggmyndin sem er næst stærsta höggmynd Einars, verður sett upp í miðbæ Vestmannaeyja næsta vor. Um 60 fyrirtæki á fastalandinu, sem ýmist eru í eigu Vestmanneyinga eða í miklum tengslum við Eyjamenn, hafa sam- einast um að gefa Vestmanneying- um höggmyndina í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá lokum Heimaeyjargossins 1973. Högg- myndin Fæðing sálar sýnir nátt- úruöflin vera að skapa manninn. Bresku mótasmiðirnir Ted Knell og Mark Green hafa unnið við það undanfarnar vikur að taka mót af höggmyndinni í safninu, en hún er það stór að ekki er hægt að taka hana út úr safninu án þess að hluta hana í sundur og því var afráðið að taka mótið fyrir koparsteypu í safninu sjálfu. Höggmyndin verður steypt í kopar í Bret- landi, en nefnd skipuð af bæjar- stjórn Vestmannaeyja mun koma með tillögur um staðsetn- ingu í miðbæ Vestmannaeyja. Höggmyndin Fæðing sálar er lágmynd, tveir og hálfur merri á kant, en mjög djúp þannig að hún nýtur sín sem höggmynd á þrjá vegu. Fæðing sálar eftir Einar Jónsson fer upp f Vestma Mark Green og Ted Knell vinna við mótagerðina, en þarna er búið að hylja alla Unnið að mótagerð af Fæðingu sálar í s höggmyndina sérstöku plastefni. myndin er stór. Verzlunin ekki það sett að hún megi við — segir Pétur H. Blöndal, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, um fyrirhugaða fjárútvegun f Byggingarsjóð ríkisins „ÉG TEL að þessar áætlanatölur um ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna séu nokkuð of háar, þar sem iðgjöldin til lífeyrissjóðanna munu hækka mikið minna en verðbólgan vegna skerð- inga launa. Þá munu afborganir, vextir og vísitölugreiðslur af lánum minnka mikið næstu þrjú, fjögur ár- in vegna þess að tekin voru upp verðtryggð lán, sem minnka greiðslubyrði skuldaranna. Ég tel því, að ekki verði um raunverulega aukningu á ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna að ræða á næsta ári, held- ur minnkun eins og varð 1982,“ sagði dr. Pétur H. Blöndal forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er Mbl. spurði hann álits á þeim hug- myndum sem félagsmálaráðherra kynnti um fjármögnun húsnæðis- lánakerfisins á næsta ári, en þær I fela í sér að fyrirhugað er að semja við lífeyrissjóðina um að þeir láti um 40% af ráðstöfunarfé sínu renna í Byggingarsjóð ríkisins. Pétur sagði einnig: „Fyrir utan þetta þá eru lífeyrissjóðirnir farn- ir að greiða verulegan lífeyri sum- ir hverjir og það fer að segja til sín á næstu árum. Hins vegar, ef menn ætla að ræða við lífeyris- sjóðina, þá er það allt í lagi. En þeir mega ekki gera það með því hugarfari að hóta að setja einhver lög í leiðinni. Það kallast ekki við- ræður eða samningar að setja hnífinn að brjósti viðræðuaðila. Lífeyrissjóðirnir hljóta að mót- mæla slíkum aðferðum, ef fyrir- hugaðar eru.“ 40% af ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna á samkvæmt lögum að renna til ýmissa fjárfestinga- sjóða. Á blaðamannafundi með fé- lagsmálaráðherra í fyrradag kom m. a. fram, að þetta fjármagn hefði innheimst mjög misjafnlega vel. Pétur var að því spurður hver staða Lífeyrissjóðs verzlunar- manna væri að þessu leyti. Hann svaraði: „Eins og fram kemur í okkar ársskýrslu þá hefur okkur tekist að halda þessu 40% marki, sem var reyndar fyrir hendi áður en lögin voru sett. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lánað til þeirra fyrirtækja sem að honum standa, því hann telur nauðsyn- legt að þeim fyrirtækjum vegni vel. Ég lít á verzlunina sem ekki minni atvinnuveg en landbúnað, sjávarútveg og iðnað, því hún tengir þessar greinar saman. Líf- eyrissjóðurinn hefur keypt af Byggingarsjóði fyrir um 10% af ráðstöfunarfénu á síðasta ári, en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.