Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
17
BRÁÐABIRGÐASAMKOMULAG í ALVIÐRÆÐUM:
Orkuverð hækkar um
an komi sér saman um odda-
mann. Þriðja nefndin, sem úr-
skurða á um endurreikning á
framleiðslugjaldi ef tilefni gefst
til í niðurstöðum fyrri nefnda,
skal skipuð ríkisendurskoðenda,
endurskoðendum ÍSAL (með eitt
atkvæði) og óháðum endurskoð-
anda, er aðilar sættist á.
Meðferð þessara deilumála
verður því að verulegu leyti í
höndum íslenzkra sérfræðinga,
sem er betri kostur en alþjóðleg-
ur gerðardómur. Lágmarks-
kostnaður við alþjóðlegan gerð-
ardóm er talinn ein milljón doll-
ara — og umfjöllunartími tvö ár
hið stytzta. Umsamið fyrirkomu-
lag sparar bæði tíma og fjár-
muni. Ráðgjafarfyrirtækið Coop-
er & Lybrand taldi og heppilegra
fyrir Islendinga að leysa þessi
mál með öðrum hætti en alþjóð-
legum gerðardómi.
Verðtryggður
orkusölusamningur
Meginatriði bráðabirgðasam-
komulagsins eru efnislega þessi:
• 1) Gildandi orkusölusamning-
ur skal endurskoðaður með
hliðsjón af orkuverði til álvera í
Evrópu og Ameríku, sem og sam-
keppnisstöðu ÍSAL. Gert er ráð
fyrir að orkuverð skv. endurskoð-
uðum samningi verði fullverð-
tryggt, miðað við umsaminn
grundvöll.
• 2) Skattaákvæði gildandi aðal-
samnings verði endurskoðuð og
gerð einfaldari og öruggari, m.a.
til að fyrirbyggja árekstra milli
samningsaðila í framtíðinni.
• 3) Teknir verði upp samningar
um stækkun álbræðslunnar, sem
framkvæmd yrði í tveimur
áföngum. Fyrri áfanginn kæmi
til framkvæmda 1987 og 1988.
Heimild til stækkunar er þó háð
frekara samkomulagi aðila, m.a.
um framtíðarorkuverð.
• 4) Gert er ráð fyrir að Alu-
suisse fái heimild til þess að selja
þriðja aðila, sem ríkisstjórn ls-
lands þarf þó að samþykkja, 50%
hlutafjár síns. Ennfremur að
hlutafé Alusuisse megi vera í
höndum dótturfyrirtækja í þess
eigu. Báðar þessar breytingar
eru háðar samþykki Alþingis og
koma ekki til framkvæmda nema
samningar takist um heildarend-
urskoðun gildandi samninga.
• 5) Þá skal og leita samninga
um rétt íslenzka ríkisins til þess
að eignast hlutafé í ÍSAL.
Stefín Fríðbjarnarson er þing-
fréttarítarí Morgunblaðsins og
skrífar jafnframt reglulega um
stjórnmál.
Swedenborg-
unnendur
Sökum vaxandi áhuga margra fyrir fræðum
sænska hugsuðarins Emanuels Swedenborg er til
athugunar stofnun samtaka áhugafólks til kynn-
ingar og útgáfu rita hans hér auk annars.
Æskilegt væri því að áhugafólk léti vita um sig
með því að senda nafn og heimilisfang í umslagi
merktu:
Swedenborgfélagið, Goðatúni 20,
210 Garðabæ
til að hægt sé að láta viðkomandi vita, ef grund-
völlur reynist til stofnunar samtaka.
Fríðríks Ólafssonar
Kennsla hefst mánudaginn 26. september næstkom-
andi í húsakynnum skólans aö Laugavegi 51, 3. hæö.
Kennt veröur byrjenda- og framhaldsflokkum og verður
nemendum aö venju raöaö niður í hópa eftir styrkleika.
Allir velkomnir, jafnt ungir sem aldnir.
Skráning
stendur yfir í dag og á morgun á milli kl. 14 og 18,
og næstu viku á milli kl. 16—19 aö Laugavegi 51 í
síma 25550.
Sérnámskeiö:
Skákskólinn útvegar einnig leiöbeinendur fyrir einka-
tíma, sérstök námskeiö í fyrirtækjum eöa námskeiö úti
á landi.
it
Skákskóli Friðriks Ólafssonar
Laugavegi 51 Síml: 25550.
Friðrik Ólafsson, CuðmundurSigurjónsson, Helgiólafsson,
Jón L. Árnason, Margeir Pétursson.
Bílasýning
Laugardag og
sunnudag kl. 2—5 ^róa?
" JflB
NIS5AN
Cherry, framhjóladrifinn, rúmgóöur og
sparneytinn. Og ekki sakar aö hann er á langbesta veröinu miöaö viö
sambærilega bíla.
700 Van High Roof
4WD
Eini litli sendibíllinn með fjórhjóladrifi, enda alveg
óstöövándi. Úrvalsbíll bæði fyrir fjölskylduna og fyrirtækiö
EINNIG MYNDIR OG UPPLÝSINGAR UM AÐRAR
TEGUNDIR SEM Á BOÐSTÓLUM ERU
VERIÐ VELKOMIN OG AUÐVITAÐ
VERÐUR HEITT Á KÖNNUNNI
Ingvar Holgason H/F. Sýningarsalurinn/ Rauöageröi 33560