Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 v* skiptir heldur fyrst og fremst samsetningin. Hún er kjarni málsins. Sá sem sneiðir hjá feitum og sætum mat á ekki að þurfa að fitna um of hversu mikið sem hann borðar. Það er í því sem megrun til frambúðar er fólgin fyrst og fremst. Þetta skildi höfundur Scars- dale-kúrsins. En síðan greip hann til örþrifaráðs til að selja kúrinn. Þetta ráð virkaði vel á söluna og þar við situr. •nmií MEGRUN ÁN MÆÐU eftir Jón Óttar Ragnarsson Ekki ætlar að verða lát á nýj- um bylgjum í auglýsingum og umræðum um „hollustuvörur" alls kyns og megrunarkúra. Enda peningar i húfi. Um það er ekki að villast. Annar höfunda Scarsdale- kúrsins hefur nú gengið um garð. Hefur hann tekið ábend- ingum um íslenska skyrið upp á sína arma og er allt gott um það að segja. Gallinn var sá að hann fjallaði ekki um þá spurningu sem meira skiptir og það er að á þessum kúr fær fólk bakreikning og er ekki sagt frá því fyrirfram. Það er út af fyrir sig ánægju- legt að hitta fólk sem heldur að það geti verið stikkfrí frá nátt- úrulögmálum. En það er ekki að sama skapi þægilegt fyrir þá sem ánetjast boðskapnum. Það er náttúrulögmál að það þarf orku til að brenna líkams- fitu. Það er náttúrulögmál að meðalmaðurinn losnar ekki við nema 1—2 kíló af fituvef á viku á 1000 hitaeininga megrunarfæði. Og það er fölsun að láta eins og þetta náttúrulögmál sé ekki til. Enginn kattarþvottur í sjón- varpssal nægir til að afmá það. Og fölsun er folsun. Fæða 09 heilsufar Alvörumegrun Munurinn á alvörukúr og töfrakúr er sá helstur að tðfra- kúr lofar fólki gulli og grænum skógum. Slík ermaloforð eru að vísu ágæt til að selja bók, en af- leit lækning fyrir þolandann. Alvörukúr byggir á því að fólk fær að vita sannleikann þótt oft sé hann ekki sérlega uppörvandi. En þá er ekki heldur hætta á því að fólk verði fyrir vonbrigðum þegar til lengdar lætur. Til þess að megrun nái til- skildum árangri þarf hún oft að verða ævarandi, hún verður hluti af lífsstíl fólks. Það þarf með öðrum orðum að gera var- anlega breytingu á eigin lífs- venjum. Eins og hér hefur áður verið bent á í blaðagrein er Scars- dale-kúrinn ágætur að því leyti að hann byggir á réttum grunn- forsendum. En þær eru seldar á fölskum forsendum. Þessar grunnforsendur eru þær að það er ekki magnið af mat fyrst og fremst sem máli Séð inn í prjónagarnsverslunina Allt í garni. Á myndinni eru eigendur verslunarinnar, Stefanía Hrólfsdóttir og Kristín Kristleifsdóttir. Allt í garni — ný prjónavöruverslun í vesturbænum FÖSTUDAGINN 9. september sl. grandamegin). I versluninni, sem innlent jafnt sem erlent prjóna- geta þess að í versluninni er að- hóf verslunin Allt í garni starf- er sú fyrsta sinnar tegundar í garn, auk áhalda viðkomandi staða til að kynna sér hinar ýmsu semi sína í JL-húsinu (Eiðs- Vesturbænum, verður á boðstólum prjónaskapnum. Þá má einnig prjónauppskriftir. Merkjasölu- dagur Sjálfs- bjargar SUNNUDAGINN 25. september nk. verður merkja- og blaðasöludagur Sjálfsbjargar, en félagsdeildir Sjálfsbjargar, fjórtán að tölu, byggja möguleika sína til félagslegrar starf- semi að miklu leyti á tekjum fjáröfl- unardagsins. I tilefni norræna um- ferðaröryggisársins er sölumerkið endurskinsmerki og kostar kr. 40 en tímaritið verður selt á kr. 60. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Ak- ureyri hefur nú flutt hina marg- þættu starfsemi sína í ný húsa- kynni, þar sem Plastiðjan Bjarg, endurhæfingarstöðin og félags- miðstöðin verða allar undir einu þaki. Þessi bygging er þó hvergi nærri fullbúin, t.d. hefur ekki enn- þá verið hægt að hefja fram- kvæmdir við fyrirhugaða sund- laug, vegna fjárskorts. Flóamarkað- ur FEF um helgina Nú um helgina, laugardag 24. september og sunnudag 25. sept- ember frá kl. 2 e.h. báða daga, hcld- ur Félag einstæðra foreldra haust- flóamarkað sinn í Skeljanesi 6, Reykjavík. Þar verður á boðstólum litríkt úrval af tizkufatnaði frá ýmsum tíma og á fólk af öllum aldri. Mik- ið er af nýjum fatnaði, m.a. buxur sem ættu að fara langt með að duga á alla borgarbúa. Þá má nefna húsgögn, búsáhöld, leikföng, hreinlætis- og nýlendurvörur, búta og dúka, lampa af ýmsum gerðum, bækur, ferðatöskur og svo mætti lengi telja. Flóamarkaðir FEF um þetta leyti árs hafa jafn- an verið mikið sóttir, enda er þar hægt að gera reyfarakaup á flestu milli himins og jarðar. (Fréttatilkynning frá FEF.) Utvegsbanka- menn tefla á ísafirði ísafirði, 22. september. TÍU manna hópur skákmanna frá Útvegsbanka fslands í Reykjavík mun heimsækja ísafjörð nú um helg- ina og þreyta tafl við heimamenn. Tefldar verða hægar skákir á laugardag og hefst taflið klukkan 13.30. Á sunnudag verða hrað- skákir tefldar og hefjast þær kl. 14. Teflt verður á Hótel ísafirði, 5. hæð, og er öllum heimilt að koma og fylgjast með. Taflið mun standa í um það bil 4 klukkustund- ir hvorn dag. _ (Jlfar Lokaö í kvöld vegna einkasamkvæmis. Veitingahúsið LKixyóírwL Caté Roaenberg. Ásgeir og Nesley í diskótekinu. Aögangseyrir 80 kr. Aldurstakmark 20 éra. Opiö frá kl. 21—03. Uppselt er á skemmtun Sumargleöinnar í kvöld, allir velkomnir á dans- leikinn á eftir. Vegna gífurlegrar aðsóknar verða allir salir hússins opnir í kvöld, dansleikur í Lækjar- hvammi hefst kl. 10. Diskótekið Dísa. Dansleikur í Súlnasal hefst strax að skemmtun lokinni. Verö á dansleik kr. 120, HOTEL SOGU I KVOLD Ómar, Bessi, Ragnar, Magn- ús, Þorgeir, ásamt hljómsveit Ragnars Bjarnasonar í syngj- andi stuði. 2ja klst. skemmtun. Dúndr- andi dansleikur á eftir. Sérstakur Sumargleöiauki kl. 2. Húsiö opnaö kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.