Morgunblaðið - 20.10.1983, Page 14

Morgunblaðið - 20.10.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 Heidursmennirnir Sigurður Ólafsson, apótekari, dr. Gylfí Þ. Gíslason, prófessor, Erlendur Stofnfélagar sýndu mikla gjafmildi, er þeir greiddu félagsgjöld sín. Félagsgjöldin roru ákveðin Einarsson, forstjóri SÍS, og Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari og stjórnarformaður SH, voru kr. 200 á ári, en margir greiddu 500—1000 krónur til samtakanna. meðal fundargesta. Stofiiftindur samtaka um byggingu tónlistarhúss STOFNFUNDUR samtaka um bygg- ingu tónlistarhúss á íslandi var hald- inn síðastliðinn sunnudag í Súlnasal Hótel Sögu. Blásarakvintett Reykja- víkur lék nokkur lög áður en fundur- inn var settur. Stofnfélagar samtak- anna eru um 2000 og þar af mættu um 700 á fundinn. Undirbúnings- nefnd var stofnuð í júnímánuði síð- astliðnum og hefur hún unnið að undirbúningsstarfi í sumar. Formað- ur undirbúningsnefndar, Ármann Ö. Ármannsson, flutti skýrslu nefndar- innar, félagsgjöld voru ákveðin kr. 200. Kosið var í fulltrúaráð og Gunn- ar Guðjónsson lýsti yfir áhuga sínum á því að sjóður, stofnaður í minningu föður síns, yrði látinn renna til sam- „Tónlistin er heilög list“ „Ég er mjög ánægður, að nú skuli loksins vera farið að hugsa til þess að byggja hús, þar sem drottning listanna, tónlistin, hef- ur aðsetur. “Þetta mælti Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Sigurður sagði ennfremur: „Tónlistin er heilög list eins og segir í óperunni Ariadne auf Naxos og því ber að hlúa að henni. Starfsemi Sinfóníu- hljómsveitar íslands sem nú er í Háskólabíói, mun nú fara fram í þessu húsi og gjörbreyt- ir það auðvitað allri aðstöðu til tónleikahalds. Auk þess verða skrifstofur hljómsveitarinnar þar, sem þýðir að öll starfsem- in verður undir sama þaki. takanna. Fundarstjóri var Sigurður Helgason, Finnur Torfi Stefánsson var fundarritari. „Áhugi og ást á tónlist sameinar okkur sem hér erum samankom- in,“ mælti Ármann ö. Ármanns- ion, formaður undirbúningsnefnd- ar um samtök um byggingu tón- listarhúss, er hann ávarpaði fund- argesti og bauð þá velkomna. í ræðu sinni sagði Ármann m.a. að ef uppvaxandi kynslóðir ættu að finna gleði í tónlist og tónlistar- menn og tónskáld ættu að hafa fastan punkt í tilveru sinni í fram- tíðinni, yrði bygging tónlistarhúss að koma til. „Rísi helst í gamla bænum" „Mér finnst það fjarskalega spennandi að stofnun sam- takanna skuli vera orðin að veruleika," sagði Gunnar Kvaran, sellóleikari. “Há- skólabíó er langt frá því að fullnægja kröfum tónlistar- innar, bæði hvað varðar hljómburð og aðstöðu hljóð- færaleikara bak við sviðið. Ég á sæti í fulltrúaráði og er ánægður yfir því að fá að starfa að og stuðla á þann hátt að byggingu tónlistar- húss fyrir okkur íslendinga. Persónulega fyndist mér skemmtilegast ef húsið fengi að rísa í gamla miðbænum, eða sem næst honum." 20 fundir hjá undirbúningsnefnd í framhaldi af tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands og söngsveitarinnar Fílharmóníu, þann 4. júní sl. var haldinn fundur um undirbúning stofnunar sam- taka um byggingu tónlistarhúss. Eftirtaldir aðilar voru valdir í undirbúningsnefnd: Ármann ö. Ármannsson, Björgvin Vilmund- arson, Einar Jóhannesson, Finnur Torfi Stefánsson, Gunnar Egils- son, Hákon Sigurgrímsson, Ingi R. Helgason, Jón Nordal, Jón Þórar- insson, Karolína Eiríksdóttir, Rut Magnússon og Sigurður Helgason. Hinn 5. júní síðastliðinn var fyrsti fundur nefndarinnar haldinn, en samtals voru haldnir 20 fundir áð- ur en samtökin voru formlega stofnuð á sunnudaginn var. Vann nefndin aðallega að athugunum á staðar- og lóðarvali, leiðum til fjáröflunar, hvers konar starfsemi gæti farið fram í tónlistarhúsinu, auk þess sem nokkrir nefndarmeð- limir fóru utan í sumarfríum sín- um og kynntu sér rekstrarstarf- semi tónleikahúsa erlendis. Staðarval: Arnarhóll og Hljómskálagarður koma til greina Undirbúningsnefnd kannaði „Mikil viðbrigði að spila aftur í Háskólabíói" „Það er svo ótrúlega gaman að spila í góðum sal,“ mæltu Bernard Wilkinson, flautuleik- ari, og Ágústa. Enda voru við- brigðin mikil, að spila aftur í Háskólabíói eftir að hafa haldið tónleika í Musikveren í Vínar- borg, en þar er hljómburðurinn til dæmis alveg frábær. Bygging tónlistarhúss á Is- landi er nauðsynleg og best væri ef húsið yrði hannað með það fyrir augum að fámennari tónlistarhópar gætu einnig haldið tónleika þar, þ.e. að einnig yrði 1 lítill salur í hús- inu, en það stendur víst líka til að þannig verði fyrirkomulag- ið. Annars er hæpið að tala um stærð hússins á þessu stigi málsins. Við erum örugglega ekki ein þeirrar skoðunar að Háskóla- bíó sé alls ekki heppilegt til tónlistarflutnings. Áðstaðan bak við svið er ófullkomin, þar er til dæmis ekki aðstaða fyrir einleikara að hita sig upp fyrir tónleika. Einnig er hávaði frá flugvellinum mjög óæskilegur og hindrar möguleika á upp- töku. Sem sagt: Tónlistarhús á íslandi!" Gunnar Guðjónsson tilkynnir um áhuga sinn á að minningarsjóður föður hans renni til samtakanna. margar lóðir, þar sem tónlistar- húsið gæti risið. Helstu staðir, sem nefndir voru, eru Arnarhóll, Skúlatorg/Borgartún, Laugarnes, Laugardalur, Sigtún, Miklatún, Öskjuhlíð, Hljómskálagarður og Nýr Miðbær. Allir þessir staðir koma vel til greina að mati undir- búningsnefndar, sem telur mjög brýnt að húsinu verði valinn stað- ur hið bráðasta. Kostnaður skv. áætlun um 167 milljónir „Lauslega áætlaður hönnunar- og undirbúningskostnaður vegna byggingar tónlistarhúss í Reykja- vík nemur allt að 10 milljónum króna og þarf það fjármagn að safnast áður en byggingarfram- kvæmdir hefjast," sagði Ármann Ö. Ármannsson. „Heildarkostnað- ur á núverandi verðgildi er áætl- aður um 167 milljónir, en ég legg áherslu á mikilvægi undirbúnings þess, er bygging tónlistarhúss kostar. Sá undirbúningur tekur töluverðan tíma, þannig að til verulegra fjárútláta þarf ekki að koma fyrr en að u.þ.b. 2 árum liðn- um.“ 2 salir með tónlistarflutn- ingi, danssýningum, ráð- stefnum o.fl. — Ekki miöað við ákveðna tegund tónlistar Ármann Ö.Ármannsson sagði að bygging tónlistarhúss hlyti að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.