Morgunblaðið - 20.10.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.10.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 Hrunamannahreppur Það hefur löngum verið íbyrgðarstarf að gegna stöðu fjallkóngs í haustleitum en hreppsnefndir skipa í þær trúnaðarstöður. Á þessari mynd eru þrír menn er gegnt hafa því starfi í Hrunamannahreppi hjá minnisvarða um þann fjórða, Eirík Jónasson í Efra-Langholti. Hann var fjallkóngur frá 1906 til 1951. Næstur varðanum er Gestur Guðmundsson frá Syðra-Seli sem var eftirmaður Eiríks frá 1953 til 1963, þá Helgi Jónsson, ísabakka, fjallkóngur 1964 til 1982 og síðan Ásgeir Gestsson, Kaldbak, sem varð fjallkóngur í haust. Myndin er tekin við Hrepparéttir á réttardaginn 15. september. Ljósm.: Sig. Sigm. Haustleitir gengu vel .Syira-Laagholli um veturnKtur. SÚ GÓÐA veðrátta sem verið hef- ur í haust hefur komið bændum og búfénaði vel og bætt að nokkru endemis ótíðina í sumar. Kýr hafa verið úti fram undir þetta þar sem grænfóður er til handa þeim en víðast hvar spratt það illa í sumar, áburðurinn hreinlega skolaðist burt og hitastigið var nú ekki hátt. Þegar loks birti upp á höfuðdaginn áttu flestir allmikið eftir óheyjað. Segja má að náðst hafi sæmilegt heymagn en heyið er misjafnt að gæðum. Á allmörgum bæjum hér í sveit er súgþurrkunarblásturinn hitaður upp með jarðvarma og stóðu þeir bændur mun betur að vígi við heyöflunina i rosanum. Kartöfluuppskera var léleg og sumstaðar svo að ekki var upp tekin. Nokkrir bændur hafa á undanförnum árum byggt af- komu sína að verulegu og sumir nær öllu leyti á kartöfluræktinni og hafa því lagt í dýrar fjárfest- ingar við þá búgrein. Afkomu þessara bænda er nú stefnt í voða nema til komi aðstoð fljót- lega en Bjargráðasjóður er sagð- ur tómur eins og vera mun um flesta sjóði er viðkoma atvinnu- vegunum. Sama má segja um uppskeru grænmetis, hún varð léleg, einkum er kálið varðar, en rættist nokkuð úr með gulrætur, gróðurhúsaafurðir urðu hinsveg- ar þokkalegar. Allar haustleitir gengu vel á Hrunamannaafrétti í haust. Nýlega eru 5 menn komnir úr þriðju og síðustu leit og fundu þeir þrjár kindur. Grunur er um að fé sé enn eftir í afréttinum og verður vafalaust farið að venju til að leita af sér gruninn. Sauðfjárslátrun er að ljúka, end- anlegar tölur um fallþunga dilka liggja ekki fyrir en hann er mis- jafn að venju en telja má að skorist hafi eftir vonum miðað við þetta árferði. En það eru dýr lömb sem lögð hafa verið inn í haust því sjaldan eða aldrei hef- ur þurft að gefa lambám jafn lengi inni og á sl. vori. Sig. Sigm. Janúar—ágúst: Tóbaksinnflutning- ur jókst um 13% INNFLUTNINGUR á vindlingum og tóbaki jókst um liðlega 13% fyrstu átU mánuði ársins, í magni Ulið, þegar inn voru flutt samUls 411,3 tonn, borið saman við 363,8 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning innflutn- ingsins fyrstu átta mánuði ársins var um 177,9%, eða liðlega 148,5 milljónir króna í ár, borið saman við liðlega 53,4 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Innflutningur á vindlingum jókst um 14,7% milli ára, en fyrstu átta mánuði ársins voru flutt inn samtals 331,6 tonn, borið saman við 289,1 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 190%, eða 125,7 milljón- ir króna á móti 43,6 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Innflutningur á öðru tóbaki jókst um 6,7% milli ára, þegar inn voru flutt 79,7 tonn, borið saman við 74,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning þess innflutn- ings var um 127% eða um 22,77 milljónir króna á móti liðlega 10 milljónum króna. ísafjörður: Samkeppni um hönn- un stjórnsýsluhúss ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til samkeppni um hönnun stjórnsýslu- húss á ísafirði. Er þetta í fyrsta sinn sem efnt er til samkeppni um upp- drætti af stjórnsýsluhúsi hér á landi, segir í fréttatilkynningu sem Morg- unblaðinu hefur borist Þar segir ennfremur að hugmyndin að smíði stjórnsýsluhúss sé ekki ný og að oft hafi komið til tals að ísa- fjarðarkaupstaður léti byggja ráðhús í bænum. f maí sl. voru undirritaðir samvinnusamningar um hönnun, smíði og rekstur stjórnsýsluhúss á ísafirði. Aðilar að samningnum eru: ísafjarðarkaupstaður, Útvegsbanki íslands, ríkissjóður, Fjórðungssam- band Vestfjarða, Brunabótafélag ís- lands, Endurskoðunar- og bókhalds- stofa GEK, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og Tryggvi Guðmunds- son lögfræðingur. Byggingunni hefur verið valinn staður miðsvæðis í bænum við Hafnarstræti og er lóðin á milli Silfurtorgs og Pollsins. Hús þetta, sem áætlað er að verði um 12.000 m3 að stærð, kemur til með að hafa veruleg áhrif á svipmót bæjarins. Heimild til þátttöku hafa allir félagar í Arkitektafélagi fslands og aðrir þeir, sem uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar og hafa ieyfi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd ísafjarðarkaup- staðar. Keppnisgögn fást afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, ólafi Jenssyni framkvæmdastjóra Bygg- ingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík og skal tillögum skilað þangað eigi síðar en 20. des. 1983 kl. 18. Verðlaunafé er kr. 420.000, þar af eru 1. verðlaun ekki lægri en 200.000 kr. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 80.000. í dómnefnd eiga sæti Brynjólfur Sigurðsson dósent, formaður, Dagný Helgadóttir arki- tekt, ritari, Manfreð Vilhjálmsson arkitekt, Reynir Jónasson banka- stjóri og Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt. Verðlagsstofnun varar við villandi auglýsingu VERÐLAGSSTOFNUN hefur sent út viðvörun til neytenda gegn vill- andi auglýsingu. Auglýsingin er frá dönsku fyrirtæki um auglýsinga- bækling og kaupendura heitið 6.000 krónum íslenskum á viku með auð- veldri heimavinnu. Fréttatilkynning Verðlags- stofnunar um þetta efni fer hér á eftir: „Auglýsing sem ber yfir- skriftina „Aukatekjur" hefur birst í dagblöðum undanfarnar vikur. í texta auglýsingarinnar, sem er frá danska fyrirtækinu Daugaard Trading, Claus Cort- ensgade 1, DK 8700 Horsens, er þeim sem kaupa auglýsingabækl- ing fyrirtækisins í pósti á ísl. kr. 200 heitið dönskum kr. 2.000 eða um 6.000 ísl. kr. á viku með auð- veldri heimavinnu. í skýrslu umboðsmanns neyt- enda í Danmörku frá síðastliðn- um vetri segir að ofangreint fyrirtæki selji bæklinga með fá- nýtum hugmyndum. Kaupendur bæklinganna geti ekki búist við þeim aukatekjum, sem heitið er í auglýsingunni, þótt þeir hagnýti sér þær hugmyndir sem í bækl- ingnum eru birtar. Þeir eru því seldir á röngum forsendum. Fyrirtækið var dæmt til að greiða danskar kr. 20.000 (ísl. kr. u.þ.b. 60.000) fyrir að brjóta ákvæði laga um viðskiptahætti. Samkvæmt þeim lögum er óheim- ilt að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýs- ingum. Ennfremur var hagnaður fyrirtækisins vegna sölu bækl- ingsins gerður upptækur. Þá var fyrirtækinu gert að greiða þeim neytendum skaðabætur, sem kvartað höfðu til umboðsmanns- ins. íslenskir neytendur eru hér með varaðir við að festa kaup á þessum auglýsta bæklingi." Horft til norðurs upp Hafnarstræti. Á auða svæðinu við Pollinn sést lóðin sem ætluð er undir stjórnsýsluhúsið. Viö minnum á gíróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar nr. 20005-0. Búnaðarbanki íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.