Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SIGURÐ SVERRISSON
Uppskerubrestur ofan
á efnahagsörðugleika
— ástandið í Brasilíu gæti leitt til kreppu á alþjóðlegum lánamörkuðum
Efnahagsástandið í Brasilíu fer stöðugt versnandi. Nú á sfðustu vikum
hafa það hins vegar ekki einvörðungu verið fjárhagsáhyggjur, sem íþyngt
hafa stjórnvöldum. í norðausturhluta landsins hefur orðið uppskerubrest-
ur af völdum þurrka og hungrið er tekið að sverfa að á þeim slóðum.
En hungur er ekki neitt nýtt
fyrirbæri í fátækari hverf-
um stórborgarinnar Rio de Jan-
eiro. Um nokkurra mánaða skeið
hafa íbúar þeirra barist í bökk-
um við að halda í sér lífinu með
öllum tiltækum ráðum. Þegar
launin hækka ekki nema um
90% á sama tíma og nauðsynja-
vörur hækka um 250% er erfitt
að láta enda mætast.
Það hófst allt saman þriðju-
dagskvöld eitt í september í út-
hverfinu Vila Kennedy. Um leið
og myrkrið færðist yfir bárust
skilaboðin frá manni til manns.
Áður en klukkustund var liðin
heyrðust fyrstu brothljóðin þeg-
ar verslunargluggar létu undan
grjóthnullungum, sem að þeim
var varpað. Brothljóðunum
fjölgaði og þau heyrðust víðar.
Þarna voru ekki skipulagðir
óaldarflokkar á ferð, heldur fá-
tæk alþýðan knúin áfram af
sulti. Þótt þarna opnaðist leið til
stórfelldra gripdeilda létu flestir
sér nægja að hafa á brott með
sér 5 kílógramma poka af
hrísgrjónum eða svörtum mat-
arbaunum til þess eins að seðja
sárasta hungrið.
Daginn eftir voru vopnaðir
verðir á vappi fyrir utan flesta
stórmarkaði hverfisins. Stór
hópur fólks, um 1.000 manns,
safnaðist saman fyrir utan eina
verslunina, þar sem voru til
varnar 150 hermenn. Þar sem
þeir stóðu gráir fyrir járnum og
gættu verslunarinnar hrópaði
fólkið: „Við erum svöng."
Innbrotaalda
Þessar aðgerðir alþýðunnar
voru aðeins upphafið. Fjórum
dögum eftir fyrsta innbrotið
höfðu 17 stórmarkaðir orðið
fyrir barðinu á sveltandi almúg-
anum. Að mánuði liðnum var
þessi tala komin upp í 85. Þá
voru innbrotin heldur ekki leng-
ur bundin við Rio de Janeiro,
heldur var svipaða sögu að segja
frá flestum stærri borgum
landsins.
Þessar gripdeildir þykja sýna
betur en nokkuð annað þá
óánægju, sem ríkir á meðal al-
mennings. Frá því í september-
byrjun hafa 225 verslanir og
stórmarkaðir orðið fyrir barðinu
á svöngum almenningi. Einkum
hafa innbrotin verið í Rio de
Janeiro, Sao Paulo, svo og í
norðausturhluta landsins, þar
sem uppskerubresturinn varð.
Stjórnvöld og kaupsýslumenn
hafa rætt orsakir þessarar öldu
gripdeilda fram og aftur án þess
að komast að nokkurri annarri
niðurstöðu en þeirri, að hún
verði ekki stöðvuð. Eftir að inn-
brotunum fór ört fjölgandi hefur
herinn að mestu gefist upp við
að verja verslanir og eigendur
hafa því sjálfir orðið að stilla sér
upp með byssu i hönd nótt eftir
nótt til þess eins að verja eigur
sínar.
Þetta neyðarástand í landinu
kemur á sama tíma og brasilíska
stjórnin reynir sem ákafast að
sannfæra lánardrottna sína um
að henni muni að endingu takast
að standa í skilum. Lánin, sem
um ræðir, eru engir smáaurar og
lætur nærri að þau nemi 90
milljörðum dollara (um 2500
milljörðum íslenskra króna).
Þrátt fyrir loforðaflaum stjórn-
valda eru forráðamenn stærstu
bankastofnana heimsins orðnir
sannfærðir um að ekkert fái
bjargað Brasilíu úr þvi skulda-
feni, sem landið er nú komið í.
Afleiðingar
Umræðan snýst eiginlega ekki
lengur um hvernig og hvenær
Brasilíumönnum tekst að greiða
upp skuldir sínar við alþjóða-
banka og stofnanir, heldur
hvernig þær bregðast við því að
þurfa að afskrifa þær gífurlegu
upphæðir, sem lánaðar hafa ver-
ið. og hvaða afleiðingar þetta
kann að hafa í för með sér.
Hugsanlegt er talið, að önnur
ríki, sem eru skuldum vafin og
eiga í erfiðleikum með að borga
af lánum sínum, kunni að fara
að dæmi Brasilíu og gefast
hreinlega upp. Slíkt myndi vafa-
lítið leiða til kreppuástands á al-
þjóðlegum lánamörkuðum með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Sérfræðingar í alþjóðlegum
lánamálum setja þá skoðun sína,
að Brasilíumenn geti aldrei stað-
ið í skiium með núverandi lána-
byrði, ekki fram að óathuguðu
máli. Brasilía hefur tvívegis á
tiltölulega skömmum tfma
brugðist trausti lánardrottna
sinna og þrátt fyrir aðhaldsað-
gerðir, sem reyndar hafa reynst
óskaplega óvinsælar á meðal
launþega, gengur hvorki né rek-
ur.
óvinsælasta reglugerðin geng-
ur undir nafninu 2045. Hún
kveður á um, að laun skuli ekki
hækka nema sem svarar 80% af
hækkun nauðsynjavara. Þessari
ákvörðun stjórnvalda er að
sjálfsögðu ætlað að draga úr
verðbólgu, sem nú er rúm 160%.
Atvinnuleysi eykst hröðum
skrefum og í hverri viku leggur
fjöldi fyrirtækja upp laupana.
Miklar umræður hafa farið
fram að undanförnu um þessa
reglugerð, 2045, og hafa stjórn-
arsinnar nú gengið i lið með
stjórnarandstæðingum og deilt
hart á hana. Hefur því verið
haldið fram, að með henni sé
beinlínis verið að koma fátæk-
ustu fjölskyldum landsins á
vergang.
Á bláþræði
Líf stjórnarinnar virðist
hanga á bláþræði og þegar Figu-
eiredo, forvígismaður stjórnar-
innar, kom fram í sjónvarpsvið-
tali fyrir skemmstu fór vart
framhjá nokkrum, að óánægja
almennings er tekin að setja
mark sitt á stjórnarstarfið. Lof-
aði Figueiredo endurskoðun á
reglugerð 2045 ef það mætti
verða til þess að draga úr
ólgunni. Þrátt fyrir yfirlýsingu
hans efast jafnvel hörðustu
stuðningsmenn stjórnarinnar
um að nokkru verði breytt til
batnaðar úr því sem komið er.
Segja má með sanni, að Bras-
ilía megi muna tímana tvenna.
Ekki eru nema 12 ár síðan efna-
hagsástandinu í landinu var lýst
sem undri. Brasilísku þjóðinni
var talin trú um að hennar biði
paradís á jörðu við byltingu
hersins 1964. Nú standa milljón-
ir landsmanna frammi fyrir því
að þurfa að svelta. Þær hljóta
jafnframt að spyrja sig að þvl
hvers virði það sé að herða sult-
arólina enn frekar til þess eins
að sjá afraksturinn hafna í
höndum erlendra lánardrottna.
(Heimildir: Herald Tribune Internat-
ional og Tbe Obaerrer - Newa Service.)
VÉLTAK
Fassi-vökvakranar
Eigum fyririiggjandi 9 tm. 4
tonna bílkrana. 9 tm. 4 tonna
sjókrana. Hagstæö greiðslu-
kjör.
Nú eru i notkun 110 FASSI-
kranar á skipum, bílum og
bryggjum hér á landi.
FASSI framleiöir krana frá 3
tm.—42 tm.
Véltak hf.
Hvaleyrarbraut 3,
Hafnarfiröi,
sími 52160, 50236.
Viðtalstími
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12.
Er þar tekiö viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtals-
tíma þessa.
Laugardaginn 22.
október veröa til
viðtals Markús Örn
Antonsson og Vil-
hjálmur G. Vil-
hjálmsson.
Hamar og sög
er ekki nóg
NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ**
Vegg- og loftklæðning ^
í glæsilegu úrvali l#j
úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu,
antikeik, mahogany, palesander og
10 tegundir til viðbótar.
Verö frá aöelns kr. 75 pr m’.
BJORNINN HF
Skúlatúni 4 - Simi 25150 - Reykjavík