Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 nmmrn Æ) T, VAg - ^ J f | l y 'CtfaA ~~ Ij |jfc|i|§.Mi,TH«*T 1 _ S i-J ást er ... ... aö verma á hvort öðru tærn- ar. TM Rm U.S Pat. Oft -all rights reserved ® 1980 Los Angeles Tlmes Syndkate K7 ans, þá gáið þið að harð- soðnu cggjunum, sem voru hér áðan. I'ú ættir að vera hér lagsi, þegar hvirfilbyljirnir ganga hér yfir. HÖGNI HREKKVÍSI Avarp til allra Þórarinn Jónsson skrifar: „Að biðja fyrir alheimsfriði ætti öllum að vera ljúft og skylt að gera. Nú á tímum bera fjölmiðlar þjóðarinnar okkur dag hvern öm- urlegar fréttir. Víða um plánetu vora, jörð, geisa styrjaldir þjóða í milli. Margs konar ofbeldi er beitt og misþyrmingum. ófriðaraðilar þykjast allir hafa á réttu að standa og vilja hreinsa til fyrir dyrum sínum. En innrás í ríki annarra þjóða sýnir glögglega, að þeir, sem beita slíkri aðferð máli sínu til framgangs, starfa ekki í þágu friðarins. En hvers konar friðar? Þess friðar, sem eftirfarandi orð vísa til: „Frið skil ég eftir hjá yð- ur. Minn frið gef ég yður. Eg gef ekki eins og heimurinn gefur yður. Hjörtu yðar hræðist ekki né skelf- ist.“ Það er friðarhöfðinginn mikli, Jesús Kristur, sem sagði fram- anskráð orð 1 jarðvist sinni fyrir nær 2000 árum. Hann gerði meira en tala. Hann lét verkin sýna hvers konar frið hann væri að tala um. Lesið fjallræðuna. Hinn varanlegi friður fæst ekki með mótmælagöngum, öskrum eða hávaða. Það sýna dæmin ljós- lega. Benda má á Mahatma Gandhi, hinn indverska. Hann vann að hugðarmálum sínum með hógværð, sýndi samlöndum sínum breytni sína í verki. Þessi maður lifði og starfaði að lausn allra mála með einbeitni og af festu, og hans er minnst með virðingu. Gandhi hræddist ekki, lét ekki skelfast, þótt hart væri að honum sótt. Hann brynjaði sig þolinmæði og vann í anda Jesú Krists, þó að hann væri annarrar trúar en við sem kristna trú játum. Hvers má þá vænta af okkur? Hvernig tökum við á málefnum daglegs lífs? Sýnum við hógværð í verki og þolgæði í hugsun? Störf- um við í anda Jesú Krists? Nei, þar skortir mikið á. „Það sem þér viljið að mennirn- ir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Höfum við þessa göf- ugu reglu að leiðarljósi? Svarið verður því miður neikvætt. Það skortir mikið á að svo sé. í ávarpi þessu, sem hér er skráð, eru allir beðnir um samhug og samhjálp I bæn fyrir alheimsfriði. Hugtakið „alheimsfriður" er víð- tækt, víðtækara en svo, að það verði skilgreint í fáum orðum. Það, sem felst í þessu ávarpi til íslensku þjóðarinnar, er samein- ing að biðja fyrir friði í anda Jesú Krists. „Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að drottins náð* Hallgrímur Pétursson., Þessir hringdu . . . Austurlanda- ferd um jól og áramót Haraldur Jóhannsson hjá Ferðaskrifstofunni Faranda hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringi út af fyrir- spurn lesanda í Velvakanda i morgun (18. okt.). Hann spyr, hvort ekki sé von til þess, að farnar verði hópferðir til útlanda um jólaleytið. Ferðaskrifstofan Farandi verður með hópferð til Austur- landa, og er brottfarardagur 23. desember. Þetta er þriðja árið í röð, sem við erum með þessar ferðir, og þær hafa verið mjög vel sóttar, ekki síst af eldra fólki. Þar gefst því tækifæri til að komast á framandi slóðir og upp- lifa ýmislegt skemmtilegt, eins og lesandinn biður um. Það er ekki fullbókað í þessa ferð og nokkur sæti laus ennþá. Flogið er til Lundúna og beint áfram til Filippseyja, Taiwan og Hong Kong. Og þetta er ekki erfið ferð fyrir fullorðið fólk, því að það fer ákaflega vel um alla í þessum langferðavélum og hótelin sem við gistum á eru mjög góð. Með okkur hefur farið fólk alveg upp undir áttrætt og líkað vel. Hópferðir um hátfðirnar Ásgeir Sigurjónsson, bílstjóri á BSR, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það var lesandi að mælast til þess að farin yrði hópferð um jól og áramót, sem hentað gæti fólki yfir sextugt. Ég var að enda við að festa mér pláss í einni slíkri, hjá Útsýn, og ætla mér að vera á Costa del Sol um hátíðarnar. Þar að auki hefur Ferðaskrifstofan Farandi staðið fyrir Austurlandaferðum á þess- um tíma undanfarin þrjú ár. Sjálfur fór ég í fyrstu ferðina með Faranda og verður hún ævinlega ógleymanleg. Haraldur Jóhannsson, forstjóri ferða- skrifstofunnar, fer sjálfur með fólkinu og sér alveg um það. Og það er ekki hægt að gera það bet- ur. í þeirri ferð sem ég fór var bæði fullorðið og miðaldra fólk. Flogið var á milli allra ákvörðun- arstaða, alls 16 flugferðir minnir mig, og það er eiginlega ekki hægt að lýsa móttökunum, þær voru svo dýrlegar á öllum svið- um. Maður kynnist þarna nýjum og framandi heimi og náttúru- fegurðin er stórkostleg. Það verður enginn svikinn af að fara í svona ferð. Morgunblaðið birti yfirlit yfir peningamálin IJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Á baksíðu Mbl. í dag (18. okt) er haft eftir Tóm- asi Tómassyni, sparisjóðsstjóra í Keflavík, að verðtryggðir reikn- ingar séu dottnir niður í það að vera versta ávöxtunarleiðin eftir að vaxtabreytingin komst í fram- kvæmd. í framhaldi af þessari fullyrðingu, skora ég á Morgun- blaðið að birta yfirlit yfir þessi mál, eins og það hefur gert ein- um tvisvar sinnum, til að útskýra fyrir okkur almennum borgur- um, hvernig peningamál standa nú. Ég hugsa, að margur þægi, að það yrði gert. Þá kæmi væntan- lega í ljós, hvort þerra er rétt hjá Tómasi, að breytingin hafi orðið nú, sem hann telur. - O - f fyrstu atrennu leyfir Velvak- andi sér að benda á svar Bjarna Braga Jónssonar, hagfræðings Seðlabankans, á bls. 21 í Mbl. miðvikudag 19. okt. Gaman að sjá Guðmund J. á nýjan leik Skúli Óskarsson, Grindavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma því á framfæri, hvað það var gaman að sjá Guðmund J. á nýj- an leik í sjónvarpinu; og gaman að sjá, hvað hann hefur breyst lítið á öllum þessum tíma. Mér fannst líka vel til fundið hjá hon- um að vera með stírurnar í aug- unum, því að það var alveg greinilegt, að hann var nývakn- aður. Samt fannst mér þetta ekki nógu vel stílfært hjá honum. A.m.k. misskildi ég þetta með sáttahöndina, hélt hann ætti við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.