Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 250. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Haförn SH-122 fórst í foráttubrimi við Bjarneyjar í gær; „Bjargaði mér að ég var fastur í gúmmíbátnumu — segir einn þriggja skipverja, sem bjargað var — Þriggja skipverja er enn saknað ÞREMUR skipverjum af vélbátnum Hafcrninum SH 122 frá Stykkis- hólmi var bjargað eftir að báturinn fórst við Bjarneyjar á Breiðafirði laust eftir klukkan 14 í gær. Þeim var bjargað um borð í þyrlu skömmu eftir slysið, tveimur af einu Lóns- skerja, þeim þriðja af smáeynni Lóni. Þriggja skipverja er enn sakn- að. Þeir sem björguðust heita Gunn- ar Víkingsson, skipstjóri, Ragnar Berg Gíslason, stýrimaður, og Pétur Sigurðsson, háseti. Skipverjarnir sem saknað er heita Kristrún Óskarsdóttir, 36 ára, matsveinn, Pétur Jack, 33 ára, vélstjóri, og Ing- ólfur Kristinsson, 20 ára, háseti. Foráttubrim, hvöss vestanátt og éljagangur var þegar slysið varð. Haförninn var einn fjögurra báta á skelfiskveiðum norðan við Bjarneyjar og var á heimleið þeg- ar hann fékk skyndilega á sig brot í beygjunni vestan við eyjarnar. Tókst skipverjum ekki að rétta af halla, sem kom á bátinn, og fór hann á hliðina þegar annað brot reið yfir. Þremur skipverjanna, sem voru afturá, tókst að komast í gúmmíbát án þess að hafa ráðrúm til að senda út neyðarkall. Hinum þremur, sem voru í lúkar, tókst ekki að komast í bátinn. Tveimur þeirra tókst þó að hlaupa eftir skipshliðinni aftur að brú og kom- ast þar í bjarghring en félögum þeirra lánaðist ekki að ná á þeim taki. Báturinn sökk skömmu síðar. Einn þeirra, sem bjargað var um borð í gæsluþyrluna, Ragnar Berg Gíslason, stýrimaður, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi um kvöldmatarleytið i gær, að þre- menningarnir í gúmmíbátnum hefðu skotið upp neyðarblysi, sem sést hefði á Þórsnesinu. „Þeir gátu ekkert gert, við vorum komnir það nálægt klettunum," sagði Ragnar. „Félagar mínir tveir komust upp á fyrsta skerið en ég komst ekki upp. Báturinn rann meðfram sker- inu og hvolfdi og það hefur senni- lega bjargað mér að ég festist í bátnum en varð ekki viðskila við hann og gat kraflað mig upp á botn hans. Bátinn rak upp fjöruna á Lóni. Öllu hafði þá skolað úr honum, til dæmis varmapokum, sem í honum voru. Ég dró bátinn ofar, velti honum við og skreið undir hann...“ Tveir bátar voru í næsta ná- grenni við Haförninn þegar slysið varð. Sáu skipverjar á fyrri bátn- um, Þórsnesi SH, neyðarblys og síðan gúmmíbátinn. Kölluðu þeir þegar á næsta bát, Gretti SH, og létu jafnframt vita um slysið til lands. Slysavarnafélaginu barst tilkynning um bátstapann kl. 14.40. Rán, þyrla varnarliðsins, Þór- snesið, Grettir og fleiri bátar, auk björgunarsveitarmanna frá Stykkishólmi, leituðu áfram á slysstaðnum fram í myrkur. Þá var leit hætt í bili en henni átti að halda áfram strax í birtingu. Sjá viðtöl við aðra skipverja af Haferninum, sjónarvotta og björg- unarmenn á baksíðu og miðopnu. Skipverjarnir þrír sem björguðust af Haferninum á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi um kvöldmatarleytið í gær. Taldir frá vinstri: Gunnar Víkingsson skipstjóri, Ragnar Berg Gíslason stýrimaður og Pétur Sigurðsson háseti. Morjtunbltóió RAX Rússar ætluðu að senda margt vopna tíl Grenada dgetowi SOVETMENN, Kúbumenn og Norður-Kóreumenn voru búnir að semja um að sjá Grenadastjórn fyrir miklu magni af vopnum, samkvæmt skjölum, sem fundist hafa í miklu magni á Grenada. Búist er við að innihald skjalanna verði birt í vikunni, en þar kemur m.a. fram að Rússar voru búnir að semja um að senda marxistastjórninni á Grenada mikið af vopnum gegnum Kúbu. Um helgina uppgötvaðist að Kúbumenn hefðu komið sér fyrir á smáeynni Carriacou rétt norður af Grenada. Höfðu þeir komið upp loftvarnarbyssum við flugvöll. Kúbumönnunum hefur verið veitt- ur frestur til uppgjafar að sögn heimilda i Pentagon. Ekki er vitað hversu margir Kúbumenn eru á eynni, en uppgötvunin tefur brottför 1.900 landgönguliða, sem hafast við í herskipum undan Grenada, til Líbanon. Talsmaður Hvíta hússins stað- festi fregnir um að landgönguliðar hefðu af misgáningi skotið á Kúbumenn, sem teknir voru fastir í innrásinni á Grenada, rýna í gegnum gaddavírsgirðingu í fangabúðunum við flugvöllinn í Point Salinas. Komið er í Ijós að Kúbumenn hafa einnig hreiðrað um sig á lítilli eyju skammt frá Grenada. AP/Hímamynd. geðsjúkrahús á fyrsta degi land- göngunnar á Grenada. Kanadískt tímarit sagði 47 sjúklinga hafa fallið, en talsmaður Pentagon sagði mannfallið „miklu minna“. Mistökin eru sögð liggja í því að svæðið, þar sem sjúkrahúsið er, var merkt sem hernaðarsvæði. Talsmaður vestur-þýsku stjórn- arinnar sagði stjórnina telja inn- rásina á Grenada lýðræði til framdráttar. Gagnrýni á innrás- ina í síðustu viku hefði byggst á þeim upplýsingum sem þá hefðu legið fyrir hendi, en nýjar upplýs- ingar hefðu breytt myndinni. Yfirmaður byltingarstjórnar- innar, Hudson Austin, hershöfð- ingi, sem var við völd í Grenada er iandganga Bandaríkjamanna og fleiri þjóða hófst, var tekinn fast- ur í gær og er í haldi um borð í herskipinu Guam við strendur Grenada. Sir Paul Scoon, landstjóri á Grenada, lýsti fögnuði sínum í dag með viðbrögð landgönguliðsins við bón sinni um að skerast í leikinn á Grenada vegna umsvifa Kúbu- manna og Rússa þar. Sir Paul undirbýr nú myndun borgaralegr- ar stjórnar á Grenada. Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, bar til baka fregnir um að fyrir dyrum stæðu viðræður um myndun gæsluliðs á vegum samveldisríkj- anna, sem tæki að sér eftirlit á Grenada þegar Bandaríkjamenn væru farnir þaðan. Leslie A. Janka, blaðafulltrúi í Hvíta húsinu, sagði af sér í dag vegna óánægju með fréttaflutning af gangi mála varðandi innrásina á Grenada. Janka sérhæfði sig í utanríkismálum. Engar fregnir fara af bardögum á Grenada frá því á föstudag. Samtals hafa 16 Bandaríkjamenn fallið í bardögum þar, 77 særst og þriggja er saknað. Erlent Jarðskjálftarnir í Tyrk- landi ......... bls. 19 Kosningaúrslit í Argen- tínu .......... bls. 19 Þjóðarsáttarfundur Líb- anon .......... bls. 19 Grenada ....... bls. 18 Sjá einnig aðrar erlendar fréttirá 18/19 og 30/31.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.