Morgunblaðið - 01.11.1983, Page 5

Morgunblaðið - 01.11.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 5 Kammersveit Reykjavíkur: Brahms-tónleik ar á Kjarvals- stöðum í kvöld KAMMERSVEIT Reykjavíkur byrjar tíunda starfsár sitt með tónleikum að Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 1. nóv- ember næstkomandi og hefjast þeir klukkan 20.30. Tónleikarnir eru helgaðir Jo- hannes Brahms en á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Þar verða flutt tvö kammerverk meist- arans, Tríó i Es-dúr fyrir píanó, fiðlu og horn, sem Anna Guðný Guðmundsdóttir, Rut Ingólfsdóttir og Þorkell Jóelsson flytja. Síðara verkið er strengjasextett í G-dúr sem Einar G. Sveinbjörnsson, kons- ertmeistari, mun leiða. í kynningu á vetrardagskrá Kammersveitarinnar segir meðal annars: „Þegar Kammersveitin var stofnuð voru helstu markmið henn- ar að auka fjölbreytni í hljómleika- haldi borgarinnar með reglubundn- um kammertónleikum og gefa hljómlistarmönnum kost á að leggja stund á kammertónlist, sem oft er talin ein gjöfugasta grein tónlistar. Mikil gróska hefur orðið í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síð- an Kammersveitin var stofnuð. Engu að síður teljum við að Kamm- ersveitin eigi erindi til tónlistar- unnenda nú sem fyrr, því eins og aðsókn að tónleikum hennar sannar hefur Kammersveit Reykjavíkur með áratugs starfi sínu öðlast fastan sess í tónleikahaldi Reykja- víkur. Frá upphafi hefur Kamm- ersveitin lagt áherslu á að hafa efn- Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Óbreytt miðaverð NÚ ÞESSA dagana er landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins að hefjast. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, hafa happdrættismiðar verið póstlagðir til allra flokksmanna en dregið verður í happdrættinu 12. nóvember nk. Verð happdrættismiðanna er kr. 100 sem er sama verð og var sl. vor. Um það segir m.a. í bréfi til flokks- manna frá formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra flokksins: „Að þessu sinni tókum við þá ákvörðun að hafa verð happdrættis- miðanna óbreytt frá siðasta happ- drætti til þess m.a. að undirstrika þann árangur, sem þegar hefur náðst í baráttunni við verðbólguna." I bréfinu segir ennfremur: „Á þessu og síðasta ári hafa verið tvennar kosningar, sveitarstjórnar- kosningar og alþingiskosningar. í báðum þessum kosningum hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri. Kosningabaráttan og flokksstarfið þennan tíma hefur ver- ið fjárfrekt og ekki dregur úr þörf- inni fyrir flokksstarfsemi nú þegar flokkurinn hefur axlað ríkisstjórn- arábyrgð á miklum erfiðleikatimum. Flokkurinn þarf að vera vel i stakk búinn til þess að koma sjónarmiðum sínum og málefnum á framfæri við flokksmenn og þjóðina alla. Til þess að svo geti orðið er stuðningur þinn nauðsynlegur. Fjáröflun flokksins með sölu happdrættismiða er mikilvægasta fjáröflunarleið hans og á miklu velt- ur um afkomu hans hvernig happ- drættið tekst hverju sinni. Eins og jafnan áður treystum við á stuðning og velvilja sjálfstæð- ismanna um land allt og heitum á þig að gera árangur þessa happ- drættis og þar með starfsaðstöðu flokksins betri en nokkru sinni fyrr. — Með fyrirfram þakklæti og bestu óskurn." Afgreiðsla happdrættisins í Reykjavík er í Valhöl, Háaleitis- braut 1, s. 82900, þar er opið frá 09.00—22.00 alla daga. isskrá sína sem fjölbreyttasta og að velja verk sem bæði áheyrendur og flytjendur hafa gaman af að kynn- ast.“ Styrktarfélagar Kammersveitar- innar fá afhent áskriftarkort við innganginn gegn framvísun giró- seðils, þar er einnig unnt að kaupa áskriftarkort eða miða á Brahms- tónleikana. mBrnm Þau leika sextettinn, frá vinstri: Inga Rós Ingólfsdóttir, Arnþór Jónsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Einar G. Sveínbjörnsson. Bræla haml- ar sfldveiðum MJÖG lítil sfldveiði hefur verið síðustu daga vegna brælu um allt land. Þó fengu þrjú skip aila aðfaranótt mánudagsins að sögn veiði- eftirlits sjávarútvegsráðu- neytisins. Dalarafn VE fékk um 100 lest- ir í nót á Meðallandsbugt og hélt hann með aflann til Vestmanna- eyja. Guðmundur Kristinn SU fékk um 100 lestir í nót fyrir austan og fór með aflann til Fá- skrúðsfjarðar. Þá fékk Faxi GK 25 lestir sömuleiðis fyrir austan og í nót. Fór hann með aflann til Eskifjarðar. Okknrmenn íReykjovík Síminn er 91-21160 Þjónustudeildir Hafskips í Reykjavík hafa á að skipa góðum hópi starfsmanna sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði skipaflutninga. Þannig sér Markaðsdeild um sölu- og markaðsmál varðandi inn- og útflutning og er í nánum tengslum við viðskiptavini hverju sinni. Flutningadeild skipuleggur flutningana og tryggir að vörur séu fluttar á hagkvæman og fljótvirkan hátt til og frá landinu. Farmskrárdeild sér um að réttir pappírar séu á réttum stað á réttum tíma og Tjónadeild grípur inn í, komi babb í bátinn. Samhæfing og góð samvinna allra þessara aðila er þó skilyrði þess að góður árangur náist. Þjónustudeildir Hafskips hf. eru okkar menn. Okkar menn - þinir menn HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.