Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verö.
Steinull — glerull — hólkar.
'Armúla 16 sími 38640
Þ. ÞOr^RIMSSON & CO
Konur athugiðf%
Bjóðum 10 tíma kúra í okkar vinsæla //i 'v\l|
solaríum. / /1 lv\ V
Megrunar- og afslöppunarnudd.
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma
megrunarkúrnum.
Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd.
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseöill.
Opiö til kl. 10 öll kvöld ?udd' °9 sólbaösstofa
Bílastæði. Sími 40609. A#tu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85, Kópavogi
HELO - Sauna
Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög
hagstæðu verði.
Benco,
Bolholti 4, sími 21945.
731damazkíjðatinn
— ■'immmm..
xettifjötu 12-18
Toyota Hilux 1982
Rauöur, ekinn aöeins 15 þús., útvarp,
segulband Mjög vönduö innrétting.
Fjöldi aukahluta Verö 550 bús.
Gullfallegur bíll
Volvo 244 DL 1982. karrý-gulur,
sjálfsk., aflstýri, 2 dekkjagangar. Verö
420 bús. (Skipti ath. á ódýrari).
Chrysler LeBaron Station 1979
Ljóskremaöur m/vlöarklæöningum. 8 cyi.
Sjálfsk. meö öllu. Rafmagn í rúöum, sætum,
læsingum o.fl. Upphækkaöur. Vandaöur
station bill Verö kr. 295 þús. (Sklpti mögu-
leg).
Buick Skylark 1980
Silfurgrár. 4 cyt., beinsk.. (4ra gira). Ek-
inn 36 þús. km. Verö 290 þús.
Saab 900 GLS 1981
Rauöur. ekinn 46 þús. km„ útvarp +
segulband. Fallegur bíll. Verö 345 þús.
BMW 318 1982
Grásans., ekinn 33 þús. km. Útvarp,
segulband, silsallstar o.fl. 2 dekkja-
gangar. Verö 375 þús.
Datsun Cherry GL Sport 1983
Svarlur, 1500 vál (84 ha). 5 gira Ekinn 13
þús. km. Aukahlutir: sóllúga, sportfelgur,
sportstýri, silsalistar o.fl. Verö kr. 305 þús.
Sérsmíðaöur torfœrubíll
Toyota Landcruiser 1967, grásanseraö-
ur, 8 cyl., aflstýri o.fl. 4ra tonna spil.
Ath.: Mjög haglega endursmíöaöur.
Verö 195 þús.
Sparneytinn framdrifsbíll
Honda Civic Wagon 1982, brúnsans ut-
varp segulband, ekinn aöeins 21 þús.
Verö 285 þús
Siðaprédikanir
krata
Alþjóða.samband jafnað-
armanna hefur tekið af-
stööu með vinstrlsinnuðum
aðilum í Mið-Ameríku og
styður skæruliðahreyfmgar
á þessum slóðum með rið-
um og dáð einkum ef þær
eru í andstöðu við Banda-
ríkjastjórn — er oft lítill
munur á því sem kratar
scgja um stöðu mála í þess-
um heimshluta og sjálfur
Kidel ('astro. f tilefni af
innrás Bandaríkjamanna á
(írcnada hafa kratar hér á
landi og annars staðar haf-
ið siðaprédikanir um það
hvernig bnigðist skuli við
þessum atburðum af
stjórnmálamönnum og fjöl-
miölum á Vesturlöndum.
Kin slík prédikun birtist í
forystugrein Alþýðublaðs-
ins s.l. laugardag. I»ar var
Morgunblaðið tekið til
bæna meðal annars með
aðstoð Kiðs (iuðnasonar,
formanns þingflokks
krata, sem gagnrýndi
Sjálfstæðisflokkinn og
Morgunblaðið með þessum
orðum í umræðum um
(irenada á alþingi:
„Það er satt að segja
sorglegt til þess að hugsa,
hvernig stærsti stjórnmála-
flokkur þjóóarinnar, Sjálf-
stæðisflokkurinn, hefur
staðnað í þessum efnum og
treystir sér ekki til að
gagnrýna bandariska utan-
ríkisstefnu. Sömuleiðis
málgagn hans. Morgun-
blaðið. Kg cfast um að það
finnLst í Bandaríkjunum
blað. sem styður stefnu
Bandaríkjastjórnar í öllum
utanríkismálum jafn hart,
jafn ákveðið, jafn óhikaö
og Morgunblaðið gerir. I»ar
hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn staðnað og þar hefur
Morgunblaðið staðnað. Kg
held að svona málflutning-
ur finnist hvergi t.d. í
Vestur-Kvrópu. I»að er líka
umhugsunarefni fyrir þá
sjálfstæðLsmenn, sem nú
eru að sumu leyti eins og
nátttröll, sem hefur dagað
upp á heiði, hvað varðar
stefnuna í utanríkLsmál-
um.“
Hér er fast að orði kveð-
ið og fiutt siðaprédikun
Eiður Guðnason
Júrí Andropov
Ólíkir kvillar
Eftir órökstudda árás Eiðs Guönasonar,
formanns þingflokks Alþýðuflokksins, á
Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðiö í síð-
ustu viku vegna innrásar Bandaríkjahers á
Grenada mætti halda að Eiður hefði smit-
ast af þeim kvilla sem nú hrjáir toppkrata
viða í Vestur-Evrópu. Júrí Andropov segist
hins vegar þjást af kvéfsótt í svari til lækna
gegn kjarnorkuvá og lesa ýmsir stærri
sjúkdóm út úr þeirri yfirlýsingu.
sem er full af sleggjudóm-
um sem ekki fá staðisL
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur ekkert ályktað um inn-
rásina í Grenada og því er
út í hláinn að nota þann
atburð til að lýsa því yfir að
Dokkurinn hafi „staðnað í
þessum efnum". Fráleitt er
af þingmanninum að setja
jafnaðarmerki á milli
Morgunblaðsins og Sjálf-
stæðisflokksins en sú yfir-
lýsing bendir til þess að
Kiður hafi staðnað í mati
sínu á þróun íslenskra
stjórnmála. Auk |æss er
rétt að ítreka að Morgun-
blaðið lýsti því yfir í for-
ystugrein að innrásin á
Grenada bryti í bága við
alþjóðalög — er sú yfirlýs-
ing „harður", „ákveðinn"
og „hiklaus" stuðningur
við stefnu Bandaríkja-
stjórnar?
Jafnaðarmenn í Vestur-
Kvrópu (utan Frakklands)
hafa hvað eftir annað leik-
ið af sér í umraðum um j
utanríkLs- og varnarmál
undanfarin misseri. Hing-
að til hafa toppkratar á fs-
landi komist hjá slíkum af-
leikjum og jafnvel keppst
við að vera jafn mikil
„nátttröll" og sjálfstæð-
ismenn. Hin forsendulausa
siðaprédikun Kiðs Guðna-
sonar vegna innrásarinnar
á Grenada minnir á hringl-
andaháttinn í málfiutningi
einstakra vestrænna topp-
krata — pestinni hlaut ein-
hvern tíma að skjóta niður
hérna. Vonandi gengur
hún fljótt yfir.
Andropov og
læknarnir
Nýlega voru stofnuö
samtök hér á landi sem
heita „l-a-knar gegn kjarn
orkuvá" og hefur Morgun-
blaðið meðal annars fjallaö
um þau í forvstugrein.
Samtökin eru aðili að al- j
þjóðafélagsskap lækna
með sania nafni og gengu
fulltrúar hans 21. október
síðastliðinn á fund V.V.
KuzncLsov, fyrsta varafor-
seta æðsta ráðs Sovétríkj-
anna. og afhentu honum í
fjarveru Júrí Andropovs,
forseta, ávarp þings al-
þjóðasamtaka lækna gegn
kjarnorkuvá. Hinn 26.
október svaraði Andropov
þessu ávarpi. Kin setning
úr svari Andropovs hefur
vakið alheimsathygli sem
sé þessi:
„Ég kynnti mér af mik-
illi athygli og áhuga ávarp
það, sem mér var afhent
nú á dögunum og sent er
til leiðtoga Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna. I»ví
miður kom kvefsótt í veg
fyrir að ég gæti hitt ykkur
sjálfur, en mig langar til að
setja fram hugleiðingar
mínar í sambandi við
ávarpið."
Það er vísan Andropovs
til þess að hann þjáist af
kvefsótt sem þykir mestum
tíðindum sæta í svari hans
til læknanna. Kr óvanalegt
ef ekki einsdæmi að með
þessum hætti eða einhverj-
um öðrum sé vísað til
hcilsuhrcsts hjá æðsta
valdamanni Sovétríkjanna
eða þeim sem næstir hon-
um standa. l»eir sem mesta
reynslu hafa af því að lesa
á milli línanna í opinberum
sovéskum yfirlýsingum
telja að ekki beri að taka
það bókstaflega að Andro-
pov þjáist af kvefi hcldur
kunni hann að vera þungt
haldinn af öðrum sjúkdómi
eða sjúkdómum en gripið
hafi til þess ráðs að nefna
kvefið vegna þess að ýms-
um kunni að þykja undar-
legt að forseti Sovétríkj-
anna hefur ekki sést opin-
berlega um nokkurra
vikna skeiö.
l'm efnishlið málsins,
kjarnorkuvána, sagði
Andropov meðal annars:
„Við (Sovétmenn innsk.
Staksteina) eru reiðubúnir
að fallast á róttækar lausn-
ir. I»að er komið að mólaö-
ilanum." (!) Hingað til hafa
Sovétmenn hins vegar sagt
nei. og aftur nei, við öllum
lillögum sem miða að því
að fa-kka kjarnorkuvopn-
um í Kvrópu.
fWnrfwiM&W
MetsöJublad á hverjwn degi!
BOC
Rafsuöu
d^vélar
BOCTFANSARC DC 300 OG 400
Jafnstraumsrafsuðuvélar, 300 og 400 A.
Nota þriggja fasa straum 220/380/420 V
Sjóða rafsuðuvír allt að 6.3 mm
Auðvelt að breyta í hlífðargasrafsuðuvélar með
föstu skauti TIG
Akaflega auðveld suða, jafnvel fyrir byrjendur
vegna góðs kveikjueiginleika
Vélarnar eru á hjólum og með handföngum
— ótrúlega smávaxnar vélar
SINDRA
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711.
Kvöld og helgarsimi: 77988.