Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983
Bústaóir
Agúst Guömundsson
Helgi H. Jónsson viöskfr.
Austurgata Hf.
Endurnýjuö 50 fm 2ja herb.
íbúö meö sérinng. Verö 1,1
millj.
Álfaskeiö
67 fm 2ja herb. íbúö meö bíl-
skúr.
Blikahólar
2ja herb. 65 fm íbúö á 6. hæö.
Verö 1150—1,2 millj.
Framnesvegur
55 fm íbúö í kjallara. Ákv. sala.
Verö 950 þús.
Hlíðarvegur
60 fm íbúö á jaröhæö meö sér-
inng. Laus fljótlega. Verö 1
millj.
Klapparstígur
3ja herb. 70 fm risíbúö í stein-
húsi. Útsýni. Svalir. Laus strax.
Verð 980 þús.
Framnesvegur
75—80 fm herb. endurnýjuö
íbúð. Verð 1,1 millj.
Sörlaskjól
75 fm góö íbúö í kjallara. Nýjar
innréttingar í eldhúsi. Verö 1,2
millj.
Hlégerði
Vönduð miðhæö í þríbýli, 3
svefnherb. og stofa. Bilskúrs-
réttur. Útsýni. Ákv. sala. Verö
1,8—1,9 millj.
Leifsgata
125 fm alls, hæö og ris í þríbýl-
ishúsi. Suöursvalir. Bílskúr.
Verð 1,9 millj.
Seijahverfi
Raöhús 2 hæöir og kjallari alls
130 fm. Mikiö endurnýjaö.
Garður. Verö 2,1 millj.
Álftanes
Timbureinbýlishús á bygg-
ingarstigi.
Smiðjuvegur
lönaöarhúsnæöi 250 fm
grunnflötur ásamt 60 fm milli-
lofti. Góöar aðkeyrsludyr. Mal-
bikað bílastæöi.
Hveragerði
Einbýlishús 132 fm. Fullbúiö. í
góöu ásigkomulagi. Skipti
möguleg á eign í Reykjavík.
Hesthús
I Víöidal 5 hesta hús meö hlööu.
Verð 500 þús.
Vantar
hæö eða raöhús í Reykjavík.
Vantar
4ra herb. íbúö i Kleppsholti,
Sundum eða Vogum.
Vantar
3ja herb. íbúö i Reykjavík eöa
Kópavogi.
Vantar
2ja herb. íbúö, má vera i kjall-
ara, á 800—900 þús.
Sírnanúh'enð
«6T77
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMðTAHF
Tónlistardagar Dómkirkjunnar:
Verk Brahms þungamiðja hátíðarinnar
TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar verða haldnir í annaö sinn dag-
ana 9. til 13. nóvember nk. í Dómkirkjunni. Fluttir verða þrennir
tónleikar og ein messa haldin. Tónskáldið Johannes Brahms verður
kynnt sérstaklega, en á þessu ári eru 150 ár frá fæðingu hans. Þá verður
frumflutt nýtt kórverk eftir Jón Asgeirsson, en Jón samdi þetta verk aö
beiðni Dómkirkjukórsins fyrir Tónlistardagana.
„Það verða þrír kórar sem
syngja á Tónlistardögunum nú í
ár,“ sagði Marteinn H. Friðriksson
söngstjóri Dómkirkjukórsins, en
kórinn og söngstjórinn annast
framkvæmd Tónlistardaganna.
„Auk Dómkórsins koma fram kór
Tóniistarskólans í Reykjavík og
kór Kársness- og Þinghólsskóla.
Þrír organistar munu skiptast á
að leika, dómorganisti frá Töns-
berg í Noregi, Arne Rodvelt Olsen
að nafni, Hörður Áskelsson og ég.
Grundvallarmarkmið Tónlist-
ardaganna er og verður að efla og
kynna kirkjutónlist. En við höfum
sett okkur þrjár reglur til að
vinna að þessu markmiði. Ein er
sú að taka fyrir eitt tónskáld sér-
staklega og kynna vel. í fyrra var
það Páll Isólfsson, en nú verður
það Johannes Brahms, sem er vel
við hæfi, því hann á 150 ára af-
mæli á þessu ári. Orgelverk
Brahms verða leikin eins og þau
leggja sig, en einnig nokkur af
stærri kórverkum hans, meðal
annars, „Fest-und Gedenksprúche
op. 109“, en það var með síðustu
verkum hans. Þetta verk er skrif-
að fyrir tvo kóra, og mun Dómkór-
inn og kór Tónlistarskólans flytja
verkið.
Önnur regla sem við settum
okkur var að reyna að fá tónskáld
til að semja sérstaklega fyrir
flytjendur á Tónlistardögunum.
Við snérum okkur til Jóns Ás-
geirssonar og hefur hann samið
fyrir okkur mjög fallegt og lát-
laust verk, sem hann kallar „Leyf-
ið börnunum að koma til mín“.
Efni textans er sótt í biblíuna,
eins og nærri má geta. Verkið er
samið fyrir barnakór, blandaðan
kór, einsöngvara og orgel.
Nú, þriðja reglan okkar er sú að
reyna að stuðla að því eftir mætti
að fá hingað tónlistarfólk utan úr
heimi. Því buðum við Arne Rod-
velt Olsen að vera gestur okkar á
Tónlistardögunum," sagði Mart-
einn að síðustu.
Tónlistarhátíðin hefst sem fyrr
segir, miðvikudaginn 9. nóvember,
klukkan 20.30. Þá leikur Arne
Rodvelt Olsen 11 kórforleiki eftir
Brahms. Laugardaginn, 12. nóv-
ember klukkan 17.00 verða kórtón-
leikar. Kór Dómkirkjunnar og kór
Tónlistarskólans í Reykjavík
flytja „Fest und Gedenksprúche
op. 109“ undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar og við orgelleik
Harðar Áskelssonar. Sunnudag-
inn 13. nóvember, verður messa
klukkan 11.00, en kórtónleikar
hefjast síðan klukkan 17.00. Þá
verður flutt hið nýja verk Jóns
Ásgeirssonar. Flytjendur eru kór
Kársness- og Þinghólsskóla undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur, og
kór Dómkirkjunnar undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar. Hall-
dór Vilhelmsson syngur einsöng.
Aðgangseyrir á tónleikana er
100 krónur.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Tónleikar
í Háskólabíói fimmtudaginn 3. nóv. 1983
kl. 20.30.
Efnisskrá:
J.Ch. Bach: Sinfónía í D-dúr.
A. Vivaldi: Fagottkonsert.
Atli Heimir Sveinsson, fagottkonsert
(frumfl. á íslandi).
M. Ravel: Rapsodie Espagnole.
Stjórnandi. Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikari: Per Hannisdal.
Aögöngumiöar í bókaverslunum Sigfúsar
Eymundssonar og Lárusar Blöndals og í ís-
tóni Freyjugötu 1.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Dómkórinn í Reykjavík við Dómkirkjuna.
Morgunblaðið/ KÖE.
Hannes Þorsteinsson, formaður Dómkórsins (t.v.) og Marteinn H. Friðriks-
son sögstjóri.
Matvöruverslun
Til sölu er matvöruverslun í grónu hverfi á Seltjarn-
arnesi. Velta ca. 1600 þús. Einnig húsnæöi ca. 200
fm, selst saman eða sitt í hvoru lagi. Verö 2,5 millj.
Uppl. í síma 76139.
fEuTjpwiM&foifo
MetsöluHaó á hverjutn degi!
Kælivélar hf.
Mjölnisholti 14, Reykjavík, sími 10332.
Tökum aö okkur uppsetningar, eftirlit og viö-
hald á kæli- og frystikerfum til sjós og lands.
Einnig kæliskápa- og frystikistuviðgeröir.
Leitumst viö aö veita góöa þjónustu.
Rekum SMIÐSHÖGGIÐ á byggingu
sjúkrastöðvar SÁÁ