Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983
13
Þórarinn Eldjám
Iðurm
Kyrr kjör
Ný saga eftir
Þórarin Eldjárn
ÚT ER komin hjá Iðunni bókin Kyrr
kjör, saga eftir Þórarin Eldjárn.
Þetta er fyrsta langa saga Þórarins,
en áður eru komnar frá hans hendi
þrjár bækur með kveðskap, Kvæði,
Disneyrímur og Erindi, svo og smá-
sagnasafnið Ofsögum sagt. Af bók-
um Þórarins hafa þrjár komið út
oftar en einu sinni, Kvæði fjórum
sinnum, Disneyrímur og Ofsögum
sagt tvisvar.
Kveikja sögunnar er ævi skálds-
ins Guðmundar Bergþórssonar,
sem uppi var á ofanverðri 17. öld
og er eitt stórvirkasta rímnaskáld
íslendinga. Einnig kemur hann
nokkuð við þjóðsagnir. Sá Guð-
mundur, sem Þórarinn Eldjárn
hefur vakið til lífs í sögu sinni, er
hvergi frjáls maður nema í
draumum sínum og skáldskap. í
veruleikanum liggur hann mátt-
vana og bjargarlaus. En hann
eignast vin — brennimerktan þjóf
— er verður honum sem fætur
hans nýir. Báða dreymir skáldið
og þjófinn um að finna frelsið með
hjálp þeirra vina sem í steinum
búa og forn fræði vísa þeim loks
veginn til Sjálfs Pálma Purkólíns.
Eða er það ekki vegurinn? Það er
ein þeirra áleitnu spurninga sem
saga þessi vekur.
í kynningu forlagsins segir m.a.:
„Frásögnin leiftrar af fjöri og
gáska sem lesendur Þórarins
þekkja af fyrri verkum hans. En
undir býr djúp alvara og birtist
skýrast í myndum niðurlægingar-
innar sem höfundur bregður upp
frá horfinni tíð. í eymdinni lifir
draumurinn um frelsið og tekur á
sig margvíslegar myndir í hugum
þeirra sem ekki una kyrrum kjör-
um.“
Kyrr kjör er 153 bls. Oddi prent-
aði, Auglýsingastofa Krístínar/-
Erlingur Ingvarsson hannaði
kápu.
(KrétUtilkvnning.)
Mest fyrir peningana!
Frá því að hinn nýi framdrifni MAZDA 626 kom á markaðinn
þá hefur hann hlotið geysilega lofsamlegar umsagnir og dóma
um víða veröld, ekki síst fyrir gott rými og þægindi.
Við skulum bera saman tölur um rými í nokkrum tegundum bíla:
MAZDA 626 SAAB 900 VOLVO 240 BMW 520 I CRESSIDA
1—-O* ~
Breidd aftursætissetu cm 140 133 140 138 134
Lengd farþegarýmis 11 — 186 176 187 183 179
Höfuðrými fram í 2) — 94 93 95 94 92.5
Höfuðrými aftur í 2) — 87 90 88 88 87.5
Framhjóladrif Já Já Nei Nei Nei
Mælt frá miðjum bensínpedala að neðstu brún aftursætisbaks 2> Mælt með 13° -15° bakhalla
Um vandaða smíð og góða aksturseiginleika MAZDA 626 þarf ekki að efast.
Hann er hannaður með nýjustu tölvutækni og framleiddur í
fullkomnustu bílaverksmiðju í heiminum í dag.
Hann bar meðal annars sigurorð af hinum nýja MERCEDES BENZ 190
í keppni vestur-þýska bílatímaritsins AUTO ZEITUNG um Evrópubikarinn
og segir það ekki svo lítið.
MAZDA 626 árgerð 1984 ernú kominn til landsins
og er til sýnis í sýningarsal okkar.
Og verðið? Það er ótrúlega hagstætt:
Kr. 332.330
626 4 dyra Saloon
Hvað kosta hinir? Kannaðu það.
mazDa
BlLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
{rfiW/L
/
BRunnBóT
-AFÖRYGGISÁSTÆEXJM
——
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055
essemm/octavo 05.01