Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 17

Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 17 Nýja strengjasveitin Tónlist Jón Þórarinsson Nýja strengjasveitin er ein af þeim hljómsveitum sem nú á seinni árum hafa staðið fyrir hljómleikahaldi hér á landi. Það er í raun og veru eðlilegt, að með vaxandi tónmennt í landinu spretti upp hópar, sem leiti eftir átökum við önnur viðfangsefni, en þau sem eru til meðferðar hjá þeim tónlistarstofnunum sem fyrir eru. Nýja strengjasveitin, sem og aðrar sambærilegar hljómsveitir, er bæði mönnuð þeim tónlistarmönnum er starfa í Sinfóníuhljómsveit Islands og fólki sem ekki vill taka þar sæti, þó mjög sé þar skörðótt og skakkstætt í skjaldarskipan og fá verði erlenda tónlistarmenn í mörg og nauðsynleg rúm. Hvað varðar strengjaleikara, vantar þá mjög tilfinnanlega í Sinfóníu- hljómsveit íslands og meðan þar er ekki skipað í hvert rúm er tæp- leg rétt að ríkið leggi til með fleiri hljómsveitum. Vilji menn ekki þau störf, sem í boði eru, er það einfaldlega þeirra einkamál og ríkinu óviðkomandi. Þeir hljómsveitahópar, sem í nokkur ár hafa staðið fyrir tón- leikahaldi, hafa unnið verk sín af þörf og reynt að samhæfa leikþörf sína hugsanlegri hlustunarþörf al- mennings. Þannig er eðlilegt að sjálfboðaliðavinna leiði smám saman til skipulagðrar starfsemi og frá sjálfboðaliðavinnu til laun- aðra starfa. í dag eru starfandi áhugamannahópar, og að verulegu leyti eru þeir samansettir af tón- listarmönnum, sem þegar eru at- vinnumenn í sinni grein, oftast er hnðtminni hluti hópsins sem kosið iMfur að vera frjáls, þrátt fyrir að þörf sé fyrir þá í atvinnumanna- sæti. Ekki er vitað til þess að Nýja strengjasveitin hafi staðið fyrir kröfugerð um stóra styrki, en í þeim hópi hefur þó ýmislegt verið vel unnið. Síðustu tónleikar sveit- arinnar voru mjög góðir, en þar var flutt tónlist samin á 18. öld- inni, eftir Haydn, Nardini og Carl Philipp Emanuel Bach. Tónleik- arnir hófust á fyrstu sinfóniunni eftir Haydn. Verkið er samið um 1759, er Haydn var í starfi hjá Morzin greifa. Á fimm ára tíma- Námskeið fyrir foreldra þroska- heftra barna Dr. CLIFF Cunningham frá Man- chester í Englandi mun halda fyrir- lestra fyrir foreldra þroskaheftra barna í Reykjavík í næstu viku. Verða fyrirlestrarnir haldnir á veg- um JC-hreyingarinnar í Reykjavík, en Dr. Cunningham hefur undanfar- in ár fengizt við kennslu þroska- heftra barna og rannsóknir á þroskaferli þeirra. Fyrir tæplega ári sá JC-hreyf- ingin í Reykjavík um frumsýningu kvikmyndarinnar ET hér á landi og hefur ágóðinn af sýningum myndarinnar verið notaður til þess að kosta ferð og fyrirlestra Dr. Cunninghams hér á landi. Hér mun hann halda námskeið fyrir fólk, sem starfar með þroskaheft- um börnum, einnig opna fyrir- lestra fyrir foreldra þroskaheftra barna. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Borgartúni 6, dagana 1. til 3. nóv- ember og hefjast öll kvöldin klukkan 20.00. Þó fyrirlestrarnir séu einkum ætlaðir foreldrum þroskaheftra barna eru allir áhugamenn velkomnir, segir með- al annars í frétt frá JC-hreyfing- unni í Reykjavík. bili samdi Haydn þrjátíu sinfóní- ur og er sú sjöunda fyrsta sinfóní- an er hann semur í þjónustu Est- erházy-fjölskyldunnar. Margar af fyrstu sinfóníum Haydns eru varla meira en serenöður eða di- vertimentó og með því að bera þær saman við síðustu sinfóníur hans, má greina sérstæða þróun sinfóní- unnar, er nær hámarki hjá Mozart og Beethoven. Annað verkið í tón- leikunum var fiðiukonsert eftir Nardini, er var nemandi Tartini og samdi áferðarfalleg verk, mest fyrir fiðlu. Einleikari var Laufey Sigurðardóttir. Verkið er ekki viðamikið og var leikur Laufeyjar samkvæmt því, látlaus og hvergi yfirdrifinn. Þriðja verkið var þriðja sinfónían eftir CPE Bach, en hann samdi nítján sinfóníur og fimmtíu píanókonserta, svo vel má taka til hendi og reyndar þörf á, að kynna þessa gömlu meistara. Tónleikunum lauk svo með sin- fóníu nr. 51 eftir Haydn. Skemmtilegu verki sem ekki er óeðlilegt að kalla eins konar hljóðfærakynningu. Nýja strengjasveitin fékk til liðs við sig fjóra blásara úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands við uppfærsluna á verkum Haydns, en sinfónía Carls Phillips var fyrir strengi. Leikur hljómsveitarinnar var mjög góður, enda vel mönnuð og auðheyrt að konsertmeistarinn Michael Shelt- on er býsna drjúgur stjórnandi. Ártúnsholt og Selás (suður) Skráning þeirra barna og unglinga á grunnskóla- aldri sem áformað er að flytji í hverfin á árinu 1984 eöa fyrr fer fram í fræðsluskrifstofu borgarinnar þessa viku og lýkur föstudaginn 4. nóvember nk. Vegna skiþulagningar skólasóknar er mikilvægt aö foreldrar eöa forráöamenn barna og unglinga er flytja munu í hin nýju byggðahverfi geri viðvart til: Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544. nýþjónusta / Umboðsmaður í Chicago lceland Steamship Company Ltd. c/o Lyons Inc. 1 st Joliet Road McCook, III. 60525 Tel.: (312) 442-6410 í kjölfar góörar reynslu af nýjum þjónustuhöfnum víöa í Evrópu hefur Eimskip nú opnaö fyrstu þjónustuhöfnina í Bandaríkjunum. Hún er staðsett í hinni miklu flutningaborg Chicago, þar sem daglega koma og fara vörur fráog til landa um allan heim. Um leið höfum viö bætt þjónustuna í Ameríkusiglingum enn frekar. Nú förum við reglulega til New York, Portsmouth og Halifax og aukum hagræðinguna enn frekar með greiðara vörustreymi innan úr landi til sjávar. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.