Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 18

Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 18 Reykti ekki, en lést úr lungnakrabbameini Tryggingafélagi gert að greiða bætur Stokkhólmi. 30. október. AP. SÆNSKUR dómstóll staófesti í gær aó óbeinar reykingar fólks sem ekki reykti, en ynni með reykingafólki, bæri aó taka meó í reikninginn í persónutryggingum varðandi veik- indi og meiósli á vinnustaó. Úrskuró- urinn kom eftir að aðstandendur konu nokkurrar sem lést í febrúar 1982 kröfóust skaöabóta. Konan vann innan um stórreykingamenn í 18 ár og lést úr lungnakrabba. Konan fékk fyrst krabba i lung- un árið 1980, en þá hafði hún unn- ið í um 20.000 stundir innan um sex reykingamenn. Nokkrir þeirra keðjureyktu. Loftræsting var léleg á vinnustað og illa séð um að gluggar væru opnir. Læknar sem höfðu með konuna að gera sögðu að krabbameinið væri sömu teg- undar og finnst jafnan í reykinga- mönnum. Fjórir af fimm sérfræð- ingum, sem dómstóllinn spurði álits, töldu flest eða allt benda til þess að reykingar vinnufélaganna hefðu valdið krabbameini konunn- ar. Fjórir af sex dómurum dæmdu síðan aðstandendum konunnar í hag, en búist er við því að trygg- ingafélagið áfrýi dómnum. Grenadabúar fegnir að The Sunday Times sagði frá því í gær, að Fidel Castro, Kúbufor- seti, hefði komið þeim skilaboðum til Washington þremur dögum fyrir innrásina, að Kúbumenn væru andvígir nýju valdhöfunum á Grenada, sem myrt hefðu Bish- op, forsætisráðherra, og hvatti hann jafnframt til stöðugs sam- bands milli stjórnanna í Wash- ington og Havana til að komast hjá öllum misskilningi. Sagði blaðið, að Bandaríkjamenn hefðu verið þessu sammála og greint frá því 90 mínútum eftir að innrásin var hafin. losna við byltingarráðið W»Hhin<rtnn llnvitnii InnHnn 31. nktóh^r AP. ^ Wa«hington, Havana, London, 31. október. AP. SVO VIRÐIST SEM Grenadabúar fagni almennt innrás Bandaríkjamanna og ríkja í Karíbahafí í landið og telji hana munu færa þjóóinni langþráó frelsi. Randaríkjamenn segjast hafa skotið í misgripum á sjúkrahús á Gren- ada og aó nærri 50 sjúklingar hafí látist. Viðræður eru nú hafnar a bak vió tjöldin um að bresku samveldislöndin sendi gæsluliö til Grenada þegar Bandaríkjamenn hafa fariö á brott meö sitt herlið. Kenneth Kerr, stuðningsmaður Maurice heitins Bishops, fyrrum forsætisráðherra, sem átti þátt í þvi að leysa hann úr haldi með þeim afleiðingum, að hermenn tóku hann af lífi, sagði í dag við fréttamenn, a^ innrásin hefði ver- ið nauðsynleg til að bjarga þjóð- inni frá þeim mönnum, sem hefðu verið búnir að sölsa undir sig völd- in í landinu. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í dag, að um 50 sjúklingar hefðu líklega lát- ist þegar skotið var á sjúkrahús í Grenada. Sagði hann, að skotið hefði verið á bandaríska hermenn úr byggingunni og þeir svarað skothríðinni án þess að gera sér grein fyrir, að um sjúkrahús var að ræða. í viðtali, sem haft var við Jeane Kirkpatrick, sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, sagði hún, að jafnvel þær þjóðir, sem mótmælt hefðu innrásinni í Grenada sem brotum á alþjóðalögum, vörpuðu í raun öndinni léttar og teldu, að „augljósri hættu" hefði verið bægt frá í Karíbahafi. Sagði hún t.d., að Venezúelamenn, sem hefðu mót- mælt innrásinni, hefðu fyrir löngu verið búnir að lýsa yfir áhyggjum sínum af flugvallargerð Kúbú- manna a eyjunni. Sir Shridath Ramphal, aðalrit- ari breska samveldisins, hefur lagt fram tillögur um gæslulið á vegum samveldisríkjanna, sem tæki að sér eftirlit á Grenada þeg- ar Bandaríkjamenn eru farnir þaðan. Þessar tillögur hafa ekki enn verið gerðar opinberar en haft er eftir heimildum, að Ramphal vænti liðstyrks frá Kanada, Astr- alíu, nokkrum ríkjum í Karíbahafi og e.t.v. Bretlandi. Bandarískir hermenn tóku sl. laugardag til fanga Bernard Co- ard, aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Maurice Bishops, en hann átti meginþáttinn í byltingunni í landinu. Var farið með hann og aðra, sem með honum voru, í Drottningargarðinn í St. George’s þar sem mörg hundruð Grenada- búa gerðu hróp að honum og köll- uðu: „C fyrir Coard, Kúbu og kommúnismann" og sýndu sig al- búna til að ráðast á hann. Attu hermennirnir fullt í fangi með að forða Coard frá fólkinu. Hermenn ganga fylktu liði eftir götu í St. George’s á Grenada. Hér er um aö ræöa herstyrk frá þeim ríkjum í Karíbahafi sem þátt tóku í innrásinni. Lillian Carter látin Amerkus, Georgia, 31. október. AP. LILLIAN Carter, móðir fyrrum Bandaríkjaforseta, Jimmy Cart- ers, lést sl. sunnudag úr krabba- meini 85 ára aó aldri. Lillian Carter var kona mjög einörð og kunn fyrir annað en óákveðnar yfirlýs- ingar. Varla var svo leitað álits hjá henni að svörin þættu ekki tilefni til stórfyr- irsagna og t.d. gerðu blöðin sér mikinn mat úr því árið 1980 þegar hún sagði, að ef hún ætti eina milljón dollara myndi hún fá byssubófa til að koma fyrir Khomeini erki- klerki í Iran. Um gagnrýnend- ur sonar síns sagði hún, að þeir væru fáfrótt fólk og að sér líkuðu ekki heimskingjar. Lillian Carter var hjúkrun- arkona og vann mikið að hjálparstörfum meðal fátækl- inga og fólks, sem átti erfitt uppdráttar af öðrum sökum. Jimmy Carter segir, að móðir sín hafi „kennt okkur, að við ættum að hjálpa fátæklingum og fötluðu fólki jafnvel þegar margir litu slíkt hjálparstarf hornauga". ERLENT opið til sjö í kvöld [i& 1 Vörumarkaöurinn hf. e/ð/sforgi n mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.