Morgunblaðið - 01.11.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983
29
MorgunbUAið/RAX
d brim-
aðhafst
-
: Viss-
sagð-
KEE
„Boðaföllin gengu yfir skip-
brotsmennina á skerinu“
*
— segir Friðgeir Olgeirsson, stýrimaður á þyrlunni RAN
„BOÐAFÖLLIN gengu yfir skip-
brotsmennina tvo á Lónssker þeg-
ar við koraum yfir skerið klukkan
16.10. Það er Ijóst að við komum á
elleftu stundu, því þeir voru þjak-
aðir af bleytu og kulda. Við send-
um körfu niður til þeirra og hífð-
um þá upp. Björgunarbátinn hafði
rekið upp í eyjuna skammt frá og í
honum var þriðji skipbrotsmaður-
inn. Við lentum skammt frá bátn-
um og ég fór við annan mann til
hans. Hann var þjakaður af kulda
og gat ekki gengið óstuddur. Við
studdum hann í þyrluna og hófum
okkur til lofts,“ sagði Friðgeir
Olgeirsson, stýrimaður á RAN,
þyrlu Landhelgisgæzlunnar í sam-
tali við Mbl.
„Við hófum síðan leit á svæðinu.
Töldum ekki aðkallandi að fara
með þá strax í sjúkrahús — vild-
um halda áfram leit í von um að
finna fleiri skipverja. Þyrla varn-
arliðsins kom um þetta leyti á
vettvang, en henni seinkaði vegna
bilunar í tækjum.
Þá sáum við hvar olíubrák kom
upp á yfirborðið og hálfuppblás-
Áhöfn TF Ránar við komuna til Reykjavfkur í gærkvöldi. Til vinstri eru
stýrimennirnir Friðgeir Olgeirsson og Kristján Jónsson og næstur þeim er
Páll Halldórsson, flugstjóri og Benóný Ásgrímsson, flugmaður, lengst til
hægri.
inn björgunarbátur — Haförninn
hafði greinilega farið þar niður.
Björgunarbátinn rak beint upp í
eyjuna skammt frá hinum fyrri.
Einn varnarliðsmanna seig niður
til þess að kanna hvort einhver
væri í bátnum, en svo reyndist
ekki vera. Þá komum við auga á
tvo björgunarhringi uppi í fjöru
skammt frá björgunarbátunum —
en því miður mannlausa. Skip-
brotsmenn kváðust hafa séð fé-
laga sína í björgunarhringjum
skömmu eftir að báturinn sökk, en
ekkert séð til þriðja mannsins.
Allt bendir til þess að um sömu
björgunarhringi hafi verið að
ræða. Sívalningur flaut upp á
sama stað, líklega hefur það verið
matarpakki sem fylgir gúmmí-
björgunarbátum.
Við fórum með skipbrotsmenn
til til Stykkishólms eftir um
klukkustundarleit á svæðinu —
lentum klukkan 17.20. Skyggni var
gott til ieitar, en hvasst — um 8
vindstig af vestan og mikill sjó-
gangur," sagði Friðgeir Olgeirs-
son, stýrimaðurá RÁN.
„Þessi ferð gekk vel, þótt veðrið
væri erfitt, en við áttum ekki mik-
ið eldsneyti eftir, þegar við kom-
um til baka,“ sagði Páll Halldórs-
son, flugstjóri á TF RÁN, m.a. í
samtali við Mbl. í gær. „Við héld-
um leit áfram eins lengi og við
þorðum eldsneytisins vegna."
þeir bíða í um það bil tvo tíma
þangað til þyrlan kom og náði þeim
upp.“
Páll Guðmundsson sagði að sér
hefði þótt verst að þurfa að bíða
fyrir utan brimgarðinn og geta
ekkert aðhafst.
„Við sáum ekkert til Hafarnarins
eftir að hann lagði af stað heim, þá
áttum við eftir tvö höl,“ sagði
hann. „Við á Gretti vissum ekkert
fyrr en Þórsnesið kallaði og sagðist
sjá blys og gúmmíbát. Þá var farið
að kalla í Haförninn og þegar ekk-
ert svar kom þóttumst við vita
hvað hefði gerst. Við vorum svo að
lóna þarna fyrir utan þar til mönn-
unum hafði verið bjárgað og eins á
eftir til að vita hvört við finndum
eitthvað, en það var alveg árang-
urslaust. Brak úr bátnum fór að
koma mjög fljótlega og eftir að bú-
ið var að bjarga mönnunum þrem-
ur skaut allt í einu upp úr sjónum
hinum gúmmíbátnum af Hafernin-
um. Hann rak strax upp í Lónið,
þar sem fyrri bátinn hafði rekið
með mennina. Þá fór að sjást meira
brak, svo maður gat ekki haldið í
vonina lengur."
Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF Rán, leitar við eyna Lón.
MorgnnblaAiA/RAX.
Þyrlur sendar því bátar gátu enga aðstoð yeitt
Rætt við Hannes Hafstein, framkvæmdastjóra Slysavarnafélags íslands
„Slysavarnafélagi íslands barst til-
kynning klukkan 14.40 um að Haf-
SH 122, sem er 88 tonna
orninn !S11 122, sem er
stálbátur frá Stykkishólmi, hefði far-
ist við Bjarneyjar þegar báturinn var
á leið til heimahafnar úr skeljaróðri
og aðstoð þyrfti eins og skot, því að
áhafnir báta, sem væru á heimleið og
hefðu komið á slysstað, sæju tvo
menn á skeri og gúmmíbát með ein-
um manni upp í Bjarney," sagði
Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélags fslands, í samtali
við Mbl.
„Á þessum slóðum var vestanátt,
7 til 8 vindstig, og foráttubrim við
sker og eyjar. Bátar gátu enga að-
stoð veitt. Ekki var hægt að láta
gúmmíbáta reka til þeirra né held-
ur að skjóta til þeirra línu. Við
höfðum strax samband við Land-
helgisgæsluna um að senda þyrlu
og fiýta því eins og hægt væri og
klukkan 14.55 leituðum við til varn-
arliðsins um að senda þyrlu. Þá fór
vélbáturinn Sigurður Sveinsson frá
Hólminum með lækni og slysa-
varnasveitina Berserki.
Áhafnir báta á slysstað leituðu
að skipverjum og flóabáturinn
Baldur, sem hætti við fyrirhugaða
för til Flateyjar. Klukkan 16.10 var
Rán yfir slysstað og klukkan 16.20
tilkynnti áhöfn þyrlunnar að þrem-
ur skipverjum hefði verið bjargað
en þriggja væri saknað. Áhöfn
Ránar og þyrla varnarliðsins hófu
skipulega leit á svæðinu en án
árangurs. Klukkan 17.10 fór TF
Rán til Stykkishólms með skip-
brotsmennina og jafnframt var til-
kynnt að annar gúmmíbáturinn,
sem átti að vera um borð, væri
fundinn en mannlaus. Klukkan
18.15 óskaði þyrla varnarliðsins að
yfirgefa svæðið, en þá fór veður
versnandi. Rán lenti í Reykjavík
um klukkan 19 og þyrla varnarliðs-
ins lenti í Keflavík um 19.20.
Ein klukkustund og 40 mínútur
liðu frá því að kallið barst til
Slysavarnafélags íslands þar til
skipbrotsmönnum hafði verið
bjargað," sagði Hannes Hafstein.