Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 25 Inqjéllff/ @/k((Qiir//®;n®r Laugavegur 69, sími 11783 Klapparstíg 44, sími 10330 Peter Taylor og félagar: Reknir frá Derby Fré Bob Haniwuy, IréNamanni MorgunMaAaina i Englandi. PETER Taylor, framkvæmdastjóri Derby County, Roy McFarland, aðstoöarmaöur hans, og Mick Jones, þjálfari, voru allir reknir frá fólaginu í gær. Fólagið skuldar oröiö eina millj- ón sterlingspunda — og nú er þaö oröin stór spurning hvort hægt só að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Eins og sagt er frá á bls. 26 hefur leikmönnum ekki veriö greidd laun í nokkurn tíma. KEFLVÍKINGAR unnu þýðingarmikinn sigur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöldiö þegar þeir mættu Haukum í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi. Leikurinn var haröur og skemmti- legur allan tímann og þegar upp var staöiö höföu Keflvíkingar skoraö 81 stig en Haukar 74. Pálmar Sigurðsson var stigahæst- ur í leiknum, skoraöi 35 stig eöa tæplega helminginn af stigum Hauka. Þorsteinn Bjarnason var næstur meö 27 stig og Jón Kr. Gíslason skoraöi 25 stig. Haukarnir byrjuöu leikinn af miklum krafti og spiluðu af miklu öryggi. Létu boltann ganga vel á milli manna og skutu aðeins i ör- uggum færum. Þeir komust í 6—0 og 12—4 en þá tóku Keflvíkingar viö sér og smá söxuöu á forskotið og um miðjan hálfleik tókst þeim aö jafna 21—21. Einar Bollason kom inná hjá Haukum, í fyrsta skipti í vetur, þegar staöan var 23—23 og geröi sér lítið fyrir og geröi 6 stig í röö á sinn gamal- kunna hátt og skömmu síöar skor- aöi hann meö fallegu húkkskoti eins og honum einum er lagiö en þaö dugöi ekki til, Keflvíkingum tókst aö jafna fyrir hálfleik 40—40. Fyrri hálfleikurinn var mjög skemmtilegur á aö horfa, mikill hraöi og oft og tíöum stórglæsi- legar sendingar og fallegar körfur. Þorsteinn var stigahæstur meö 19 stig, alveg ótrúlegt úr hvernig fær- um hann getur komiö knettinum í körfuna. Pálmar byrjaði illa en þegar hann fór í gang þá hóldu honum engin bönd og skoraöi hann 13 stig í fyrri hálfleik. Jón Kr. Gíslason sýndi þaö einnig aö hann er meöal okkar bestu bakkara og án efa er hann meö skemmtileg- ustu gegnumbrot sem sjást hér. Haukar skoruöu fyrstu stigin í síöari hálfleik en síöan skoruöu Keflvíkingar 10 stig í röö og þannig hélst munurinn út leikinn, varö mestur 14 stig. Haukar léku mikiö maöur á mann .í síöari hálfleiknum en þaö gafst ekki nógu vel hjá þeim og einnig var hittnin í lakara lagi. Hjá Keflvíkingum var Jón Kr. bestur í síöari hálfleiknum, átti margar góöar sendingar og skor- aöi margar gullfallegar körfur meö gegnumbrotum. Pálmar var bestur Hauka en varö að fara útaf þegar lítið var eftir af leiknum vegna þess aö hann fékk slæman sinadrátt, og skal engan furöa því hann haföi • Valur Ingimundarson lék mjög vel og skoraöi 27 stig. leikið vel og var sívinnandi á vellin- um. Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 35, Ólafur Rafnsson 8, Hálfdán Markússon 8, Einar Bollason 7, Kristinn Gestsson 6, Reynir Krist- jánsson 4, Henning Henningsson 4, Eyþór Árnason 2. Stig ÍBK: Þorsteinn Bjarnason • Pálmar Sigurösson 27, Jón Kr. Gíslason 25, Óskar Nikulásson 15, Pétur Jónsson 6, Björn V. Skúlason 4, Hafþór Óskarsson 2, Sigurður Ingimund- arson 2. Dómarar voru Kristjbörn Al- bertsson og Davíð Sveinsson og komust þeir vel frá leiknum. — sus. Valsarar unnu ÍR-inga léttilega við ÍR. Iðþjólur GÓÐUR sprettur Valsara undir lok fyrri hálfleiks færöi þeim ör- uggt forskot er dugði til næsta auövelds sigurs á ÍR-ingum í úr- valsdeildinni í körfuknattleik í Seljaskóla á föstudagskvöld. Lokatölurnar uröu 92—75, en í hálfleik var staðan 50—34 fyrir Val. Leikurinn var mjög jafn fyrstu 10 mínútur fyrri hálfleiks, staöan t.d. 22—20 og síöar 24—22 fyrir Val, en þá fór að síga á ógæfu- hliðina hjá ÍR-ingum og Valsarar komust í 30—22 og síöar 40—26, 44—34 og loks í 50—34. ÍR-ingar mættu mjög ákveönir til seinni hálfleiks og börðust betur en í þeim fyrri. Staöan hólzt þó tiltölulega óbreytt fyrstu mínúturn- ar og Valsarar komust meira aö segja 20 stig yfir. En þá kom ágæt- ur 10 mínútna kafli hjá ÍR-ingum um miöjan seinni hálfleikinn og Valur — |R 92 — 75 minnkuöu þeir muninn í 7 stig, 74—67, þegar sex mínútur voru til leiksloka og stemmningin í húsinu mikil. Þótt aö Völsurum syrfi um tíma voru þeir ekki á þeim buxunum aö glata forskoti sínu, og sáu Jón Steingrímsson og Torfi Magnús- son um aö tryggja öruggan sigur á lokamínútunum. Þegar á heildina er litið er hægt aö segja aö Valsar- ar hafi unnið sanngjarnan og næsta auðveidan sigur. Hjá Val áttu þeir Torfi, Jón, Leif- ur Gústafsson og Kristján Ágústs- son allir góöan leik, þótt ekki þyrftu þeir aö sýna sínar beztu hliöar nú. Hjá ÍR var Hreinn Þor- kelgson beztur í fyrri hálfleik og Ragnar Torfason í þeim seinni. Maður leiksins: Ragnar Torfa- son, ÍR. Stig Vals: Jón Steingríms 21, Torfi Magnússon 18, Kristján Ágústsson 15, Leifur Gústafsson 15, Valdimar Guölaugsson 7, Tóm- as Holton 6, Einar Ólafsson 4, Jó- hannes Magnússon 2, Helgi Gúst- afsson 2 og Björn Zoega 2. Stig ÍR: Ragnar Torfason 25, Hreinn Þorkelsson 18, Hjörtur Oddsson 10, Jón Jörundsson 8, Kristján Oddsson 6, Benedikt Ing- þórsson 4, Björn Leósson 2 og Kolbeinn Kristinsson 2. ágás. Heynckes Star Mjög góðir innanhússskór. Blátt rúskinn meö hvítri rönd. Stæröir frá Z'h. Verö kr. 952.- R og Skoraöi 15 Stig. Morgunbl«ölé/Fr»Mdhir Pro Team Nýjustu handboltaskórnir frá Puma. Stæröir frá 6. Verö kr. 1.594,- Pelé Junior Æfingaskór fyrir þá yngstu. Blátt rúskinn. Stærðir: 25—35. Verö kr. 545.- Vlado Stenzl Leöuræfingaskór mjög sterkir, hvítir meö svartri rönd. Stæröir frá 31/r. Verð kr. 1.285,- Gústaf þjálfar KA KA RÉD Gústaf Baldvinsson sem þjálfara fyrir 1. deildarliö félags- ins í knattspyrnu fyrir næsta sumar um helgina. Gústaf, sem stundar nám viö Háskólann, mun taka viö liöinu 1. febrúar. Gústaf mun leika meö liöinu næsta sumar og mun hann án efa styrkja þaö verulega. Hann hefur áöur leikiö meö ÍBV, Einherja og ÍBÍ. Steinþór Þórarinsson, fyrrum leikmaöur ÍBA og KA verður aö- stoðarmaður Gústafs næsta sumar. AS/SH Frábær leikur Pálmars dugði ekki á Keflvíkinga - IBK sigraði Hauka í Úrvalsdeildinni 81—74

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.