Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 Erfiður vetur fyrir Pólveria Varsjá, 31. október. AP. Ernahagssérfrædingar pólsku stjórnarinnar spá erfiðum vetri fyrir pólska alþýðu. Kjötframleiðslan í landinu hefur minnkað, dregið hefur úr aukningu iðnframleiðslunnar og verðbólgan er yfir 15%. Samkvæmt efnahagsáætlunum fyrir næsta ár, sem greint hefur Olíuborunarskipið: Leitað án árangurs llong Kong, 31. oklóber. AP. MIKIL leit að bandaríska olíubor- unarskipinu Glomar Java Sea, sem hvarf fyrir fimm dögum á Kínahafi meö 81 mann innanborðs, hefur engan árangur borið enn. Bandarísk og kínversk skip hafa tekið þátt í leitinni að skip- inu en áhöfn þess var að mestu skipuð Bandarikjamönnum og Kínverjum. Á sunnudag komu flugmenn auga á björgunarbát, sem var talinn geta verið af skip- inu, en hans hefur ekki orðið vart aftur. verið frá í ríkisfjölmiðlunum, mun iðnframleiðslan vaxa um 4,5—5,5%, sem er nokkru minna en á síðasta ári þegar hún jókst um 6%. Hins vegar er gert ráð fyrir, að vöruskiptajöfnuðurinn við Vesturlönd verði Pólverjum hagstæður um tvo milljarða doll- ara á næsta ári eða um 800 milljón dollurum hagstæðari en í ár. í skýrslum efnahagssérfræð- inganna kemur fram, að kjötfram- leiðsla í Póllandi er enn á niður- leið og á að bregðast við því með því að minnka kjötútflutning og það kjötmagn, sem selt er „utan við markaðinn". Þá er átt við sér- verslanirnar, sem ætlaðar eru öðr- um en almenningi, flokksbrodd- unum og útlendingum. Það var ekki síst óánægja með þessi for- réttindi hinna útvöldu, sem olli þjóðfélagsólgunni, undanfara að stofnun Samstöðu. Skýrsla efnahagssérfræð- inganna, se’.i er óvenju hreinskil- in miðað við það, sem gerist í Austur-Evrópu, virðist eiga að búa Pólverja undir harðan vetur og hugsanlegar verðhækkanir í janúar um allt að 20%. Símamynd AP. Eftirlíkingar flutningabfla kjarnorkuflauga á Westminsterbrúnni í Lundúnum í gær, og Big Ben í baksýn. Liður í mótmælaaðgerðum friðarsinna. Friðarkonur jusu málningu á flugbraut Lundúnum, Monkvu, Haag og víðar, 30. og 31. október. AP. TÍU KONUR beittu snemma í gærmorgun vírklippum til að komast Góður koddi góóursvefn -góöheilsa Góöur svefn er háöur réttri hvíldarstööu eins og allir vita. Of fáir gera sér þó grein fyrir mikilvægi þess að höfuðið hvíli þannig aö hálsliðir, taugar og vöðvar fái nauðsynlegan slaka og hvíld. Og enginn veit með vissu hve oft má rekja höfuðverk, þreytu og vanlíðan til þessarar vanrækslu. Úr henni er aðeins hægt að bæta með einu móti: fá sér góðan kodda. LATTOKISS koddinn er hannaður í framhaldi af vinnu lækna og sérfræðinga við Lattoflexrúmbotna, dýnur og sængur. Hann er einn mikilvægasti hluti fullkominnar hvílu - heilnæmrar hvíldar í svefni. LATTOKISS koddinn er þrískipturog veitir því góðan stuðning. Miðhlutinn er stillanlegur. Fyllingin er sérstök blanda af dún og trefjaefni. Breiddin tryggir að koddinn vöðlast ekki eða færist úr stað. LATTOKISS koddann má auðveldlega þvo. Láttu þér annt um heilsu og líðan — hvíldu á LATTOKISS kodda. l'Jsi'wf ') W Siícclaíru i Síðumúla 34. Sími 84161 inn á bandaríska herflugvöllinn við Greenham Common. Þustu þær inn á flugbraut og helltu „miklu magni“ af málningu á hana, eins og talsmaö- ur bandaríska flughersins sagði. Konurnar sögðu að flugvélar þær sem sagðar eru á leiðinni til Greenham Common með fyrstu meðaldrægu kjarnorkueidflaug- arnar sem setja á niður í Bret- landi, gætu ekki lent vegna þess að eldfimt efni væri í málningunni og það myndi kveikna í þegar vélarn- ar lentu. Þetta reyndust ósann- indi. Miklar aðgerðir voru við Greenham Common um helgina, nokkur þúsund konur freistuðu þess að komast inn í flugstöðina til að vinna spjöll og lögreglu- og hermenn höfðu í nógu að snúast að koma í veg fyrir það. Voru á annað hundrað manns handtekin. Aðgerðir voru einnig víða í Vestur-Evrópu og alls tóku um 70.000 manns þátt í friðargöngum í Hollandi og Danmörku og nokk- ur þúsund manns tóku þátt í sams konar göngum í sjö borgum í Portúgal, en allt fór friðsamlega fram á þeim stöðum. Sovéska fréttastofan TASS ræddi mikið um yfirvofandi kjarn- orkuvígbúnað Vesturveldanna um helgina. Voru snarpar árásir á Ronald Reagan, forseta Banda- ríkjanna, hann sagður ósanninda- maður og fleira í þeim dúr. Juri Andropov, forseti Sovétríkjanna og aðalritari flokksins, sagði í síð- ustu viku að Sovétmenn væru reiðubúnir að fækka SS-20 flaug- um sínum í Evrópu í 140 gegn því að NATO-löndin hættu við allar 572 flaugar sínar. Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sagði í gær að tilboðið væri „spor í rétta átt“, en betur mætti ef duga skyldi. Sr. Jessy Jackson f forsetaframboð New York, 31. október. AP. SÉRA JESSE Jackson tilkynnti í gær, að hann myndi sækjast eftir útnefningu sem forsetaframbjóð- andi Demókrataflokksins fyrir for- setakosningarnar í Bandaríkjun- um 1984 og hann myndi freista þess að fá kvenmann með sér til varaforsetaembættisins. Jackson, sem er mannrétt- indaleiðtogi, sagði i samtali við CBS-sjónvarpsstöðina að hann stefndi að því að verða fyrsti hörundsdökki forsetaframbjóð- andinn sem annar tveggja stjórnmálaflokka Bandaríkj- anna teflir fram. Ýmsir af helstu stjórnmálaleiðtogum blökku- manna í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja Jackson, en hann setur það ekki fyrir sig. „Ég tel mig höfða til unga fólksins og vegna þess að valkostirnir hafa oftast ekki höfðað til ungu kjósend- anna, hafa þeir látið vera að kjósa svo milljónum skiptir. Nú verður breyting á því,“ sagði Jackson. Kveðjukaffi Hlýleg salarkynni fyrir erfisdrykkju og ætlarmót. Upplýsingar og pantanir í eíma 11633. / Kuoóttvri Caté Rosanbarg. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! 1%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.