Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983
Menntamálaráöherra breytir reglugerð um Ríkisútvarp:
Aðeins greitt af
einu sjónvarpstæki
á hverju heimili
BREYTT hefur verið reglum um
greiðslur afnotagjalda af sjónvarps-
tækjum í það horf að nú er heimilt
að greiða aðeins af einu sjónvarps-
tæki á hverju heimili. Menntamála-
ráðherra undirritaði breytingu þess
efnis nýlega, að því er segir í frétt
frá ráðuneytinu.
Er breytingin gerð á 24. grein
reglugerðarinnar um ríkisútvarp
frá 1972. Samkvæmt breytingunni
verður það áfram aðalreglan að
greiða skal afnotagjald af hverju
einstöku sjónvarpstæki, svo sem
verið hefur, en breytingin sem
gerð hefur verið felur það í sér að
nú er gerð undantekning frá aðal-
reglunni. Undantekningin er gerð
hvað varðar heimili, þannig að nú
geta þeir sem eiga gömul svart/-
hvít sjónvarpstæki, sem innsigluð
hafa verið, tekið þau aftur í notk-
un, án þess að greiða sérstakt af-
notagjald af þeim.
Því munu þeir aðilar sem nú
greiða afnotagjald af tveimur
tækjum aðeins fá kröfu vegna
annars tækisins á næsta gjald-
daga.
Bók um
dulræna
hæfileika
Bjargar S.
Ólafsdóttur
ÁRNESÚTGÁFAN hefur sent frá
sér bók um dulræna hæfileika
Bjargar S. Ólafsdóttur og miöilsstarf
í 43 ár. En um hana hefur fátt eitt
verið ritað áður. Bókin er samin og
skrásett af Guðmundi Kristinssyni
og er hún í sjö köflum.
í fyrsta kaflanum, sem ber heitið
„Sex landa sýn“, eru 20 frásagnir af
skyggni Bjargar og dulheyrn í
skemmtiferð með dönsku ferða-
skrifstofunni Tjæreborg um sex Evr-
ópulönd sumarið 1976.
Þá er sagt frá uppvexti hennar á
Þingeyri við Dýrafjörð og miðils-
þjálfun hennar hjá Guðrúnu Guð-
mundsdóttur frá Berjanesi. Lýst
er tilhögun fundanna og gerð
grein fyrir stjórnendum hennar að
handan og sambandi hennar við
þá.
Guðtmmdur
KrisHtmm
Bjarþar- S.
ÓtafadMtvr
Þá er kafli sem heitir „Sýnir við
dánarbeð". Þar eru sex frásagnir
af sýnum Bjargar og dulheyrn og
brottför af þessum heimi.
Síðustu fjórir kaflarnir eru
byggðir á 14 miðilsfundum, sem
Björg hélt á Selfossi sumarið 1980
og 1981. Þar koma fram þrír þjóð-
kunnir menn, löngu látnir, ásamt
aðalstjórnanda hennar og veita
svör við því, hver örlög mönnum
eru búin við líkamsdauðann, hvað
við taki og lýsa hinum nýju heim-
kynnum.
Fyrst er frásögn séra Kristins
Daníelssonar, þá frásögn séra Jó-
hanns Þorkelssonar og loks frá-
sögn Einars Loftssonar. Er hún
mest að vöxtum eða helmingur
bókarinnar. Hann lýsir þar and-
láti sínu og hvað við tók, segir frá
för sinni um lægri sviðin og hærri
sviðin og samræðum við fjölda
fólks, sem hann hitti þar. Frásögn
hans lýkur með skemmtisiglingu í
heimi framliðinna.
Bókin er 236 blaðsiður að stærð
og var prentuð í Prentsmiðju Suð-
urlands, en káputeikningu gerði
Gísli Sigurðsson. (FrétUtilkynning.)
33
Meinatæknarnir sem útskrifuðust í haust: Fremri röð frá vinstri: Þuríður Steinarsdóttir, Oddný Ólafsdóttir, Kristjana
Helgadóttir, Guðrún Yngvadóttir, deildarstjóri, Kolbeinn Sigurðsson, Helga Björg Stefánsdóttir, Sigríður Claessen og
Sigríður Á. Þórarinsdóttir.
Aftari röð: Valborg Þorleifsdóttir, Björg Friðmarsdóttir, Steinunn Matthíasdóttir, Guðrún Linda Þorvaldsdóttir, Ólöf
Oddsdóttir, Soffía Björnsdóttir, Sigrún Þórisdóttir, Hadda Björk Gísladóttir, Aldís B. Arnardóttir, Drífa H. Kristjáns-
dóttir og Ingibjörg Kjartansdóttir.
Tækniskóli íslands:
Átján meinatæknar brautskráðir
ÁTJÁN meinatæknar voru
brautskráðir frá Tækniskóla Is-
lands i lok síðasta mánaðar. Er
þetta í 16. sinn sem meinatæknar
brautskrást frá skólanum, en alls
hafa 266 lokið prófi í þessum fræð-
um frá upphafi. Hópurinn nú var
sá síðasti sem lýkur námi sam-
kvæmt eldri námsskipan, en
námstíminn hefur nú verið lengd-
ur úr tveimur árum í þrjú ár.
Grundarfjörður:
Að slökkva eld
á tunglinu
GrundarfjörAur, 28. október.
KLUKKAN að ganga átta sl.
fimmtudag varð fréttaritara Mbl.
litið út um glugga á svefnherbergi
sínu og sýndist honum sem mikill
eldur væri uppi í stefnu á sveita-
bæi austanvert við fjörðinn. Brá
hann kíki fyrir augu sér og kall-
aði konu sína á vettvang og þótti
þeira báðum sem ekki færi á milli
mála, að eldur væri laus í hlöðu
eða öðru byggðu bóli.
Hringdi nú fréttaritari þar
frammi í sveitinni og spurði um
eldsvoða fram frá þar. Grein-
argóð húsfreyja í sveitinni kom
í símann og bað fréttaritara að
bíða á meðan hún gengi í kring-
um bæ sinn og gætti betur að.
Kom hún í símann að vörmu
spori og kvaðst engan eld sjá.
Minntist þá fréttaritari þess að
hafa lesið sögu af Bakkabræðr-
um, þar sem máninn hafði
eitthvað villt um fyrir þeim, og
taldi líklegt að svo væri einnig í
þessu tilviki.
En eftir örfáar mínútur,
tvær eða þrjár, heyrir fréttarit-
ari að brunalúður bæjarins
byrjar að gjalla og rétt í sömu
andrá hringir síminn og er kon-
an sem áður um getur komin í
símann og tjáir fréttaritara að
illu heilli hafi ekki verið um
missýningu hans að ræða, því
eldur sé laus á næsta bæ, þar
sem búi sonur hennar og
tengdadóttur, en þau séu ekki
heima. Hafi bóndi hennar
brugðið við ásamt manni á
næsta bæ til bjargar bæjarhús-
um, en áður hafi þeir gert
brunaliðinu viðvart.
Og slökkviliðið brá hart við
og var komið á fulla ferð fram í
sveit innan fárra augnablika.
Góðu heilli fyrir fannst enginn
eldur, og hélt hver til síns
heima, en spurning dagsins er
þessi: Vita menn þess dæmi úr
öðrum sóknum, að slökkviliðið
hafi verið kallað út á kyrrlátu
haustkvöldi til þess að slökkva
eld á mánanum? Menn hafa nú
komist í heimsmetabók af
minna tilefni.
Emil.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Ljóömæli Herdísar og
Ólínu og Litla skinnið
tíl sölu á Hagamel 42. Síml
15688.
Teppasalan Laugavegi 5
Laus teppi og mottur í glæsilegu
úrvali.
Teppasalan, Laugavegi 5.
-4 4 i Li 4.
□ EDDA 598311017 — 1 Frl.
ATKV.
□ Helgatell 59831117 IV/V — 2
IOOF Rb.4 = 133111814 — ET
— 9 II
□ HAMAR 59831117 — H 4 V
□ Gimll 59832117 — H 4 V
IOOF 8 = 16511028% = 9.0
Reykvíkingar!
Gerist félagar í ykkar félagi.
Hringiö bara í síma 12371 eöa
18822.
Reykvíkingafélaglö
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almennur bibliulestur í kvöld kl.
20.30. Ræöurmaöur Einar J.
Gíslason.
Hilmar Foss
Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur,
Hafnarstræti 11, simi 14824.
Víxlar og skulabréf
í umboðssölu.
Fyrirgreiösluskrifstofan, Vestur-
götu 17, simi 16223. Þorleifur
Guömundsson, heima 12469.
^ >*
Sálarrannsóknarfélag
íslands
Félagsfundur veröur haldin aö
Hótel Heklu, fimmtudaglnn 3.
nóv. k. 8.30. Fundarefni: Breski
miöillnn Eileen Roberts, heldur
erindi, um hæfileika til skynjunar
og gerir tilraunir á fundinum.
Stjórnin.
HEIMILISI0NADARSK0LINN
Laufisvegur 2 — simi 17800
Jólaföndur
Innritun stendur yflr á hln vin-
sælu jólaföndurnámskeió
Heimilisiönaöarskólans. önnur
námskeiö fyrir áramót: Tóvinna
hefst 8. nóv. Innritun og upplýs-
ingar aö Laufásvegi 2, siml
17800.
Heimatrúboöió
Hverfisgötu 90
Muniö vakningarsamkomuna í
kvöld og næstu kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Ósk Guömundsdóttir
svarar í sima félagslns
92—3348. alla virka daga frá kl.
9—10 og 11.30—12.00.
Sálarrannsóknarfélag
Suöurnesja
Ódýrar músikkassettur
og hljómplötur
íslenskar og erlendar.
Tökum vel meö farnar notaöar
hljómplötur og kassettur i skipt-
um.
Radíóverslunin, Bergþórugötu 2,
sími 23889.
KFUM og KFUK
Amtmannsstíg 2B
í kvötd kl. 20.30, er samkoma
meö Haraldi Ölafssyni, krlstnl-
boöa. Fundur Ad KFUK fellur Inn
i samkomuna. Allir velkomnlr.
Heildsöluútsalan
selur ódýrar sængurgjafir o.fl.
Freyjugötu 9. Opiö frá kl.
13—18
handmenntaskólinn
91 - 2 76 44
I FÁIO KYWIIN6ARRIT ’tMMMB SEWT HEIMl