Morgunblaðið - 01.11.1983, Page 31

Morgunblaðið - 01.11.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 væntanlega þáttöku i þessum keppnum. Að mörgu var að hyggja og þegar leitað var til áhafnarinn- ar lögðust allir á eitt í samskotum til kaupa á boltum, búningum og skóm. Ahuginn var með eindæm- um og hver frístund notuð til æf- inga. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og ein keppnin eftir aðra vannst með glæsibrag. Jón á ellefu var líka fyrirliði okkar og foringi og áhugi hans og metnaður virkaði sem segull á okkur hina. Það ríkti iíka mikil gleði og ekki laust við þó nokkurt stolt í röðum okkar, þegar farandbikar Kaup- mannahafnarkeppninnar vannst til eignar 1953 ásamt veglegum veggskildi úr silfri. Auðvitað féll það í hlut timburmannsins að smíða skáp til geymslu þessara muna sem varðveittir voru í reyk- salnum á Gullfossi. Og útfrá þess- um kjarna knattspyrnuliðsins spratt líka mjög skemmtilegt og samheldið félagsstarf, sem margir minnast enn í dag. Árið 1954 axlaði Jón sjópokann og hélt í land. Gerðist hann þá aftur starfsmaður Landssmiðj- unnar, sem þá var að hefja smíði fimm 45 lesta báta við Fúlutjörn. Voru bátar þessir smíðaðir á bersvæði og má nærri geta að næðingssamt hefur þar verið I norðanáttinni og kalsamt á vetr- um. Við slíkar aðstæður hafa ís- lenskir skipasmiðir lengstum þurft að starfa og láta sér lynda. Þegar þessum þætti í smíði fiski- skipa lauk réðst Jón til skipa- smíðaskoðunar ríkisins, og starf- aði þar sem skipaeftirlitsmaður um þriggja ára skeið. Hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur eins og hugur hans hafði alltaf stefnt að og vann að endurbótum og við- gerðum á fiskiskipum bæði hér I Reykjavík og nágrenni. En hugur hans stefndi að hærra marki. Að koma sér upp eigin skipasmíða- stöð. Þótti þá mörgum sem boginn væri spenntur helst til hátt, en ákveðni Jóns og bjartsýni samfara þrautseigju og ódrepandi dugnaði auðnaðist honum að ná settu marki. Vinnudagurinn var bæði langur og strangur og helgar skiptu hann engu máli. Og 1969 tekur Bátastöð hans til starfa. Jafnframt því að reisa verkstæð- ishús, afla sér véla og verkfæra, kom hann upp dráttarbraut og görðum til hliðarfærslu báta. Þarna smíðaði hann ásamt starfs- mönnum sínum tvo 20 lesta báta sem hann teiknaði sjálfur og fjölda minni báta bæði til fisk- veiða og skemmtisiglinga. Sigling- ar skipuðu ávallt mikinn sess I huga Jóns og ekkert sá hann feg- urra en skip og báta svífa seglum þöndum um sundin blá. Hann smíðaði líka seglskútu fyrir sig og fjölskyldu sína, en alltof lítill tími gafst aflögu til að sinna því hugð- arefni. Um þessar mundir vann hann að smíði 12 lesta fiskibáts fyrir eigin reikning. Smíðinni mið- aði vel áfram og að mati fag- manna, að mér er tjáð, lofaði verkið meistarann. Handbragð vandvirks og góðs skipasmiðs. í marsmánuði 1955 gekk Jón að eiga eftirlifandi konu sína, Þóru Pétursdóttur, ættaða úr Svarfað- ardal. Reistu þau heimili í fyrstu að Fjölnisvegi 8, er foreldrar Jóns áttu. Er mér bæði ljúft og skylt að þakka þeirri fjölskyldu allri ljúf- mennsku og vinargreiða frá sam- vistardögum okkar Jóns. En eldri bræður hans, Pétur prófessor f Kaupmannahöfn, og Guðmund skipasmið, sem einnig var skipsfé- lagi um skeið, tel ég enn í dag til minna góðu vina. Um 1960 fluttu Þóra og Jón inn í eigin ibúð að Sólheimum 10 þar sem þau hafa búið síðan. Vistlegt heimili og fag- urt. Einn var þó húsmunurinn öðrum fegri, sönn völundarsmíð. Stórt og fagurt skrifborð, sem Jón hafði smíðað á námsárunum í Kaupmannahöfn. Hann var þá á námskeiði á Polyteknisk Institut ásamt meisturum í ýmsum smíða- greinum. Þeir fengu að velja og ráða verkefnum þeim, er þeir áttu að smíða. Og Jón lét sig ekkert muna um að skreppa um stund frá skútugerð að skrifborðssmfði. Það eitt sýnir sköpunargáfu hans í iðninni samfara lagni og lipurð við hverskonar tangir og tól, hefla og sagir. Þóra og Jón eignuðust tvo drengi, Agnar Jónas, sem lengst- um hefur starfað með föður sínum í Bátastöðinni, og Pétur. Hinir bestu og efnilegustu piltar er stunda nú báðir nám í Fjölbrauta- skóla. Megi Guðs blessun vera þeim leiðarljós og styrkur í sárum söknuði. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Jón á ellefu var sannur vinur, hjálpsam- ur hvenær sem til hans var leitað og taldi aldrei eftir sér mörg spor og mikla fyrirhöfn. Eigingirni var honum fjarstætt hugtak, hvort heldur í leik eða starfi. Hann var glettinn og gaman- samur að eðlisfari og kímnigáfu átti hann í ríkum mæli. Að leiðarlokum er samfylgdin og vináttan þökkuð heilshugar. „Flýt þér, vinur, í fegri heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim.“ (J. Hallgrímsson) Hannes Þ. Ilafstein f dag kveðjum við vin okkar og siglingafélaga Jón ö. Jónasson skipasmið, sem í okkar hópi var oftast nefndur Jón á 11. Sá sem þessar línur ritar kynntist Jóni fyrir rúmum 8 árum þegar þurfti að leita ráða hjá fagmanni varð- andi nýsmíðar á seglbátum. Hvorki þá né síðar var komið í tóma smiðju hjá Jóni, fór hann þá á kostum enda fjárska mælskur og orðheppinn. Jón lærði skipasmíðar í Skipa- smíðastöð Reykjavíkur eða Báta- stöðinni svokölluðu, síðan stund- aði hann framhaldsnám í Kaup- mannahöfn og vann hjá Williem Rienech þar sem áhersla var lögð á smíði vandaðra skemmtibáta. Jón fékk snemma mikinn áhuga á lystibátum og í stríðsbyrjun hófu 4 ungir skipasmiðir smíði „Kappians", 20 feta skútu. Jón og Kjartan heitinn Einarsson áttu þennan bát en auk þeirra önnuð- ust smíðina Hjálmar Árnason og Karl Einarsson i Bátanausti. Þá smíðaði Jón „Blæsvöluna", 25 feta skútu, 1971 og „Fortunu“, 28 feta skútu, sem sjósett var 1976. f bátastöðinni við Gelgjutanga smíðaði Jón ásamt mönnum sín- um fjölda smærri fiskibáta, sem flestir voru teiknaðir af honum sjálfum auk þess sem vitað er, að hann hafi hannað báta sem fram- leiddir voru um hríð í Svíþjóð. Því miður entist Jóni ekki aldur til að ljúka smíði 36 feta fiskiskútu sinnar, sem hann hafði haft á teikniborðinu í 10 ár en hóf smíði á fyrir tveimur árum. Jón hélt sig við ákveðna hefð í iðninni og með sinni einstöku kímni lýsti hann ávallt andstöðu sinni við smíði báta úr trefjagleri eða krossviði. Um trefjaglersbát- ana sagði Jón oft í gamni, að fiski- mennirnir sem réru á þeim, gerðu sér ekki grein fyrir því, að þorsk- urinn sæi þá i gegn um plastið og til þess að undirstrika andstöðu sína við þessar nýju ópersónulegu fleytur lét Jón hengja upp kop- arslegið skilti á kaffistofu báta- stöðvar sinnar og þar stóð: „Hefði guð ætlast til þess að við smíðuð- um báta úr krossviði hefði hann látið vaxa krossviðarskóg." Með Jóni er genginn einn af þessum skipasmiðum af gamla skólanum með bjargfasta sann- færingu sem ekkert fékk bifað. Plankabyggt úr kjörviði skyldi það vera. Blessun fylgi minningu Jóns ö. Jónassonar. Siglingamenn senda aðstandendum hans samúðar- kveðjur. Ari Bergmann Einarsson Þegar mér barst fregnin um lát vinar míns, Jóns, brutust fram í huga mér ljúfar endurminningar um góðan vin og starfsfélaga. Við höfðum starfað lengi saman við iðn okkar, skipasmíði, og var sama að hverju hann gekk hvað snertir dugnað og verkhyggni. Jón var að upplagi mikill hag- leiksmaður og var því eftirsóttur í öll hin vandasömustu verk. Hann var mjög snjall teiknari og vann að ótal verkefnum, sem ekki voru á allra færi. Ég kynntist Jóni þegar hann hóf iðnnám hjá Magnúsi Guðmunds- syni, skipasmíðameistara. Árið 1967 hófum við endurbygg- ingu á vélskipinu Fjalar á Eyrar- bakka og komu þar vel fram hæfi- leikar Jóns í iðninni. Þótti mér og gaman að vera kominn á æsku- stöðvarnar í þessum erindagjörð- um, en ég er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka. Ungur að árum lagði Jón stund á knattspyrnu. Naut hann sín þar vel og komst í röð fremstu knattspyrnumanna okkar Islend- inga á sínum tíma. Jón var ágætur félagi og áttum við oft góðar og ánægjulegar sam- verustundir, bæði við störf og einnig á góðra vina fundum. Gat hann verið sérstaklega skemmti- legur og hrókur alls fagnaðar við slík tækifæri. Jón kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þóru Pétursdóttur. Bjó hún manni sínum fallegt og smekklegt heimili. Þau eignuðust tvo syni, Agnar Jónsson, 27 ára skipasmið, og Pétur Jónsson, nemanda. Ég færi ekkju Jóns og fjölskyldu hans mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Árni Ögmundsson Kveðja frá KR Jón Örn Jónasson, skipasmiður, var fæddur 25. febrúar 1923 og var því rúmlega sextugur að aldri er hann lést þann 19. október sl. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir frá Miðfelli í Þingvallasveit og Jónas H. Guð- mundsson skipasmiður, sem starf- aði í fjölda ára hjá Magnúsi Guð- mundssyni í Skipasmíðastöð Reykjavíkur. I þessari skipa- smíðastöð lærði Jón heitinn iðn sína og lauk námi árið 1944. Foreldrar Jóns bjuggu öll sín búskaparár í Vesturbænum, fyrst á Stýrimannastíg 7, en fluttu síðar í eigið hús að Framnesvegi 11. Jón var í æsku kenndur við þetta hús- næði, til aðgreiningar frá öðrum Jónum í nágrenninu, og á meðal kunningja hélst þetta auknefni, Jón á ellefu, við hann alla æfi. Þar sem Jón var fæddur og upp- alinn í Vesturbænum var hann um leið KR-ingur, eins og allir strák- arnir f hverfinu. í æsku Jóns var borgin lítil. Nóg athafnasvæði var fyrir æskuna; túnin, melarnir og ýmis önnur auð svæði, þar sem hægt var að leika sér, hvort heldur var með bolta eða á annan hátt. Þessi ágæta aðstaða var óspart notuð og kannski stundum í óþökk landeigendanna. Knattspyrnan var þarna allsráðandi frá morgni til kvölds. Jón hóf knattspyrnuiðkun í KR árið 1934. Fyrst í 4. aldursflokki sem þá var nýstofnaður. Árið eftir var Jón kominn í 3. aldursflokk og farinn að taka þátt í knattspyrnu- mótum, sem þá fóru fram á vegum KRR. Þetta fyrsta knattspyrnuár lofaði góðu. I KR-blaðinu frá þess- um tíma er þess getið að flokkur- inn hafi leikið 11 leiki, sigrað í 9 þeirra og gert 2 jafntefli. Áfram var haldið og er Jón hafði aldur til færðist hann upp í 2. aldursflokk, sem á þessum tíma var mjög sterkur og samstæður. Með 2. ald- ursflokki fór Jón í keppnisför til Færeyja sumarið 1939. Ferðin, sem þótti takast prýðilega, er lík- lega fyrsta utanför íslensks ungl- inaflokks í knattspyrnu. Árið 1940 var Jón kominn í 1. flokk knattspyrnumanna og urðu þeir sigurvegarar í landsmótinu. Flokkurinn tapaði engum leik. Skoraði 12 mörk, en fékk ekkert mark á sig. Það sýnir hve góður knattspyrnumaður Jón var, að ár- ið 1941 var hann orðinn fastur leikmaður í meistaraflokki og varð hann Islandsmeistari með KR þetta sumar. Árið 1944 varð hann Reykjavíkurmeistari og það sama ár þjálfaði hann 4. aldurs- flokk. Hann tok þátt í keppninni um „Waltersbikarinn", sem var haustmót knattspyrnufélaganna. Hann lék í þessu móti frá 1940 til 1946 að báðum árum meðtöldum. KR vann þennan veglega bikar til eignar haustið 1948 og hafði þá unnið hann fimm sinnum frá ár- inu 1939. Árið 1946 var Jón valinn í úr- valslið Reykjavíkurfélaganna, sem boðið var í keppnisferð til Eng- lands. Árangur knattspyrumann- anna í ferðinni var ekki sérlega góður, bæði vegna ónógrar samæf- ingar og svo var undirbúningurinn allt of skammur. Á þessum tíma var Jón tví- mælalaust einn af bestu knatt- spyrnumönnum landsins. Hann var valinn í fyrsta íslenska lands- liðið, sem lék við Dani á Melavell- inum árið 1946. Jón var því fyrsti KR-ingurinn, sem valinn var I landslið íslands I knattspyrnu. Auk þess að taka virkan þátt í knattspyrnunni, bæði keppni, æf- ingum og ferðalögum hér heima og erlendis, tók Jón mikinn þátt í félagsstarfinu sjálfu. Hann var í fjögur ár í stjórn Knattspyrnu- nefndar KR, sem var undanfari knattspyrnudeildar félagsins, sem stofnuð var 1948. Það var mikið 39 starfað í knattspyrnunefndinni, sem sá um framkvæmd knatt- spyrnumótanna, æfingar og allt þar að lútandi, en aðalstjórnin hafði hinsvegar með öll fjármál að gera. Við, félagar Jóns í KR, minn- umst hans sem frábærs knatt- spyrnumanns, góðs drengs og sanns vinar. Blessuð sé minning hans. Við sendum eiginkonu hans, Þóru Pétursdóttur, og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Guðmundsson I dag verður til moldar borinn Jón Örn Jónasson, skipasmíða- meistari, en hann varð bráðkvadd- ur á heimili sínu þann 19. okt. sl. _ Jón var nýkominn heim frá vinnu er kallið kom og ekkert varð að gert. Þegar maðurinn með ljáinn heggur svo snöggt, verður ávallt nokkurt tómarúm. Maður á besta aldri hverfur bak móðunnar miklu, að því er virðist án aðdrag- anda, og ekkert mannlegt getur þar stöðvað eða um breytt. Jón Örn fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1923, sonur hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur og Jónasar Guðmundssonar, skipa- smíðameistara, er lengi bjuggu á Framnesvegi 11. Jón var á sínum yngri árum mikill áhugamaður um knatt- spyrnu og lék með KR, og var m.a. í fyrsta landsliði íslendinga gegn Dönum. Jón gekk þá undir nafn- inu „Jón á ellefu" og þótti góður leikmaður. Ég minnist oftlega skemmtilegra frásagna Jóns frá þessu tímabili, svo og frá þeim tíma er hann var skipverji á Gullfossi og sigldi um Atlantsála, sem vissulega hefur verið mikið ævintýr ungs Islendings á þeim tíma. Jón nam skipasmíði í Báta- stöðinni hjá Magnúsi Guðmunds- syni, skipasmiðameistara, og að þeirri iðn starfaði hann svo til óslitið til æviloka. Árið 1955 kvæntist Jón Þóru Pétursdóttur, ættaðri úr Svarfað- ardal. Bjuggu þau fyrstu árin á Fjölnisvegi 8, ásamt foreldrum Jóns, en byggðu síðan ásamt öðr- um húsið að Sólheimum 10, og áttu þar heimili síðan. Þau Þóra og Jón eignuðust tvo syni, þá Agn- ar Jónas og Pétur. Þeir bræðurnir eru báðir í foreldrahúsum og stunda nám. Jón var mikill völundur og bera margir bátar hans, sem hann oft bæði teiknaði og smíðaði, þess glöggt vitni. Hann lagði bæði hug og hönd að þeim verkum er hann vann. I framhaldi af skipasmíðanámi sínu hér heima, var Jón nokkurn tíma í starfsnámi hjá virtu lysti- bátaverkstæði í Danmörku og kynntist þar nákvæmri og vand- aðri smíði. Mun það hafa haft mikil áhrif á viðhorf hans til skipasmíða og frágangs þeirra verkefna er hann tók að sér um ævina. Jón rak um langt skeið eig- ið verkstæði við Gelgjutanga og starfaði þar að nýsmíði og við- gerðum á bátum og skipum, eftir því sem verkefni féllu til. Fyrir nokkrum árum byggði hann sér í stopulum fristundum mjög vandaða og fallega segiskútu er hann gaf nafnið Fortuna, völ- undarsmíð er ber fagmanninum góðan vitnisburð. Af þessari skútu hafði Jón mikið yndi, gamall æskudraumur varð að veruleika. Við hjónin sendum Þóru, Agn- ari og Pétri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Óskar H. Gunnarsson 7Á Luxemburg er ákjósanlegur dvalarstaður í helgar- eða vikuferðum. Það er líka stutt að fara þaðan til nærliggjandi landa, t.d. Hollands, Belgiu, Fiakklands eða Þýskalands. Helgarferðir - Verð frá kr. 9.201.- Flug og bíll - Verð frá kr. 8.190.- FERDA Ferðaskrifstofa Hverfisgötu 105 Sími 19296 Trier stendur á bökkum Mósel og er elsta borg í Þýskalandi, uppfull af skemmtilegum sögulegum menjum og frábærum verslunarmöguleikum. Frá Trier er stutt akstursleið til Mósel og Rín, fegurstu vínræktarhéraða Þýskalands. Flug, bíll og gisting í 4 nætur - Frá kr. 10.781.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.