Morgunblaðið - 01.11.1983, Qupperneq 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983
'■7 Nei ég fer ekki en ég er
búin aö setja niður í töskurnar
fyrir þig.
HÖGNI HREKKVÍSI
*
Ast er...
... að virða hann
en ekki stöðu
hans.
TM Reo U S Pat. Oft -all ríghts reserved
» 1980 Los Angeles Times Syndicate
„Mér finnst að þetta fribcra listafólk eigi skilið að fi betri starfsaðstöðu en
það hefur nú í gamla Iðnó.“
Sjálfsagt að Suður-
landsvegur hafi for-
gang á Bæjarhálsinum
Leiðrétting
í pistli Einars I. Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
eftirlits Kópavogs, „Bærinn sjald-
an verið eins hreinn og nú — að
því er varðar númerslausa bíla“,
sem birtist í Velvakanda á sunnu-
dag, féll niður hluti málsgreinar,
svo að merkingin brenglaðist. Rétt
er málsgreinin svona:
„En þótt við látum fjarlægja
bíla þetta eða þetta skiptið þá
koma sífellt ný tilfelli, þótt þeim
hafi reyndar farið fækkandi að
undanförnu, sem sennilega má
þakka starfi okkar að þessum mál-
um. En þetta er sífelld vinna, og
stoðugt er aðgerðum haldið
áfrarn."
Er höfundur vinsamlegast beð-
inn velvirðingar á mistökunum.
Hvernig
heföi
farið?
Bílaáhugamaður skrifar:
„Öðru hverju les maður í
blöðum fréttir af umferðar-
slysum. í þessum fréttum er
oft tekið fram hvort viðkom-
andi hafi verið með öryggis-
belti og tíundað hvernig farið
hefði ef viðkomandi hefði ekki
notað öryggisbelti.
Nú langar mig til að vita
hvernig farið hefði, ef ungi
maðurinn, sem var fastur inni í
bifreið sinni í 2V4 klst. á
Breiðholtsbraut, hefði verið
með öryggisbelti.
Einnig finnst mér forkast-
anlegt að blöðin skuli birta
myndir af fólki sem hefur
klemmst inni í bifreiðum sín-
um af völdum umferðarslysa.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna."
Ásta Bjarnadóttir, skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að kvarta yf-
ir vandræðum okkar Árbæ-
inga í samgöngumálum.
Við komu Höfðabakkabrú-
arinnar hefur umferð aukist
mikið og erum við Árbæingar
hreinlega lokaðir inni í hverf-
inu langtímum saman vegna
umferðarþungans.
Á mótum Hraunbæjar,
Bæjarháls og Bitruháls getur
biðin orðið löng eftir að kom-
ast leiðar sinnar. Þarna
þyrftu að koma umferðarljós
hið bráðasta.
Þegar menn loksins komast
út úr hverfinu og aka leiðina
að Vesturlandsvegi til að
komast niður í borgina, eiga
þeir hreinlega á hættu að
lenda í árekstri við þá bíla
sem koma Breiðholtsmegin
og ætla einnig niður á
Vesturlandsveg, þeir aka svo
hratt. Og svo er beygjan ekki
nógu vel hönnuð. Umferðin
úr Breiðholtinu sést ekki
nógu vel í speglum fyrr en
leiðir skerast. Þar finnst mér
að þyrfti að setja upp bið-
skyldumerki, því að mér
finnst sjálfsagt að Suður-
landsvegur hafi forgang á
þessum stað.
Úr því að ég er farin að
skrifa þér, langar mig til að
þakka sjónvarpinu og hinu
ágæta listafólki, sem flutti
þáttinn „Við byggjum leik-
hús“ laugardagskvöldið 22.
þ.m. Ég vinn á stórum vinnu-
stað og voru allir, bæði ungir
og gamlir, sammála um, að
þetta hefði verið einn sá
skemmtilegasti þáttur, sem
lengi hefði verið sýndur í
sjónvarpinu, og vildu gjarnan
fá að sjá hann aftur. Mér
finnst að þetta frábæra lista-
fólk eigi skilið að fá betri
starfsaðstöðu en það hefur nú
í gamla Iðnó.“
Málhefð og málvöndun
geta ekki vikið fyrir
jafnréttismálum
- heldur verður hvort að styðja annað
Kagnar Halldórsson skrifar:
„Gaman var að lesa orðaskipti
þeirra Gísla J. Ástþórssonar og
Elínar Pálsdóttur um jafnreítis-
mál. Velhugsandi fólk er sammála
um, að jafnrétti sé af hinu góða.
Menn greinir á, hvernig orða skuli
auglýsingar í fjölmiðlum, þegar
boðin er atvinna. Ég er sammála
Gísla, að orðið starfskraftur er af-
leitur hortittur. Elínu fellur held-
ur ekki orðið og telur, að þar eigi
jafnréttiskonur enga sök á. Þetta
þarf því að færa til betra máls.
Mér virðist sem greinarhöfund-
ar báðir gangi á snið við rótgróna
málhefð, sem hvorki má eða mun
verða raskað. Allir vita, að konur
eru líka menn, þegar rætt er í þá
veru. Frá uppruna mannsins hefur
ávallt verið talað um mann og
konu, svo sem sköpunarsagan
vottar. Hvort sem við aðhyllumst
sannleiksgildi þeirrar sögu eða
ekki, mun málhefðin standa stöð-
ug. Dæmi: Fólk á gangi á stræti
sér athyglisverða konu, og hver
spyr annan: Hver er þessi kona?
Engum mundi detta í hug að
spyrja: Hver er þessi maður? Þvf
síður: Hver er þessi starfskraftur?
Enginn segir: Hér kom maður, ef
kona hefur komið í heimsókn. Og
enginn segir: Ég sá tvo menn, sinn
af hvoru kyni. Málfhefð og mál-
vöndun geta ekki vikið fyrir jafn-
réttismálum, heldur verður hvort
að styðja annað.
Ég leyfi mér því að leggja til, að
atvinnuauglýsingar í fjölmiðlum
hljóði svo: Karl eða kona óskast til
starfa. Það getur engan sakað.
Þegar vinnuveitandinn fer að
skoða tilboðin, verður það að vera
á hans vaidi, hvort hann velur.
Og svo eilítið í aðra sálma.
Svanlaug Löve spyr um Guðs
orð og samþykktir presta. Mér
skilst, að í samþykkt frá presta-
stefnu sé því slegið föstu, að mað-
urinn sé eina lífveran, sem eigi
framlíf fyrir höndum. Mér þykir
furðulegt, ef prestar landsins,
hafa gert slíka samþykkt, þvf að
vissulega hafa þeir enga vitneskju
þar um umfram aðra menn. Líf-
færabygging mannsins og að
minnsta kosti hinna svokölluðu
æðri dýra er svo nauðalík, að af
því verður ekki ráðið neitt um lík-
ur til væntanlegs framlífs þessa
eða hins.
Vísindamaður, sem rannsakaði
atferli dýra, lokaði apa inni f auðu
herbergi. Hann vildi kynna sér
viðbrögð apans, þar sem hann
væri einn með sjálfum sér. Vfs-
indamaðurinn lagði augað við
skráargatið. Hann mætti auga ap-
ans einnig við skrárgatið."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Foringinn neitaði að hermenn undir hans stjórn
hefðu verið að verki.
Rétt væri: ... að hermenn undir sinni stjórn ...
(Hið fyrra væri rétt, ef foringinn ætti við hermenn undir
stjórn einhvers annars foringja.)