Morgunblaðið - 11.11.1983, Page 1
56 SÍÐUR
259. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
UNITA lýsir ábyrgð á
flugslysinu í Angóla
Uissabon, 10. nóvember. AP.
Skæruliðahreyfingin UNITA í Ang-
óla lýsti yfir í gær, að hún bæri ábyrgð
á því að Boeing 737-farþegaþota flug-
félags Angóla hrapaði skömmu eftir
flugtak á þriðjudaginn með þeim af-
leiðingum að allir sem f vélinni voru,
126 farþegar og áhafnarmeðlimir, létu
lífið. I tilkynningu UNITA kom fram
að „sérstakar" deildir hreyfingarinn-
ar hefðu skipulagt verknaðinn og
skotið þotuna niður.
Undir tilkynninguna ritaði Dem-
ostenes Chilingutila hershöfðingi
og einn helsti leiðtogi skærulið-
anna. Fullyrðir hann í tilkynning-
unni að farþegarnir hafi allir verið
hermenn stjórnarhersins og at-
burðurinn mikill sigur fyrir UN-
ITA, sem berst gegn vinstri sinn-
aðri stjórn Jose Eduardo Dos Sant-
os forseta. Hefur skæruhernaður-
inn staðið í átta ár og ekkert lát í
Reiner hæsta-
réttardómari
Stokkhólmi, 10. nóvember. AP.
OLOV Palme, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, kom á óvart í gær með því að
skipa Ove Reiner í embætti hæstarétt-
ardómara, en Reiner er nýbúinn að
segja af sér embætti dómsmálaráð-
herra eftir mikið umtal um skattamál
hans.
Búist er fastlega við því að emb-
ættisveitingin eigi eftir að vekja
mikið umtal og draga dilk á eftir
sér, en sænski seðlabankinn hafði
tilkynnt að öll bankaviðskipti Rein-
ers yrðu rannsökuð gaumgæfilega.
GIOVANNI Spadolini, varnarmálaráðherra Ítalíu, sagði í gær, að ítalska
friðargæsluliðið væri reiðubúið að flytja Yasser Arafat á brott frá Tripoli,
óskaði hann þess. Ekki náði boðið til hermanna Arafats. Vopnahléi, sem
staðið hafði í tæpan sólarhring milli stuðningsmanna Arafats annars vegar og
andstæðinga hans innan PLO og Sýrlendinga hins vegar, lauk í gær er
Sýrlendingar hófu mikla skothríð á átta hverfi í Tripoli þar sem menn
Arafats hafast við.
Studningsmaóur ArafaLs í Trípólí, grár fyrir járn-
um, meó sovéska eldflaugavörpu og hríóskota-
byssu.
Nokkru áður en vopnahléið var
rofið, spáði Arafat að svo myndi
fara. Sagði hann jafnframt, að
hann myndi ekki hverfa frá Trip-
oli nema íbúar borgarinnar
óskuðu þess, „ég er gestur hérna,“
Samkomulagi náð
um „veigamikil mál“
in __u_t n
(íenf, 10. nóvember. AP.
FRAMKVÆMDANEFND skipuð
fulltrúum hinna stríðandi fylkinga
Líbanon, sem skipuð var í lok þjóð-
arsáttarfundarins í Genf á dögunum,
hefur náð samkomulagi um „mörg
veigamikil mál“ og fulltrúarnir líta
svo á að vel miði I samkomulagsátt
þó enn sé hart deilt um ýmis mál-
efni. Næsti leiðtogafundur hefst 21.
nóvember.
„Samkomulag hjá okkur þýðir
ekki að samin hafi verið lög, við
erum einungis framkvæmdanefnd,
foringjar hvers hóps eiga eftir að
leggja blessun sína yfir það sem
við verðum sáttir um,“ sagði
ónefndur fulltrúi kristinna manna
á fundinum.
Fulltrúarnir neituðu að mestu
að tjá sig um hvað talað hafi verið
um, en einn þeirra neitaði ekki að
samkomulag hefði náðst um að
múhameðstrúarmenn fengju
meiri ítök og áhrif á líbanska
þinginu, en áhrifaleysi þeirra þar
hefur verið ein af mikilvægustu
ástæðunum fyrir því að kristnir
og múhameðstrúarmenn hafa ill-
mögulega getað búið í sátt og sam-
lyndi í landinu. Annar fulltrúi
sagði að stjórnmál hefðu verið að-
almál fundarins, en þjóðfélags- og
efnahagsmál yrðu næst á dagskrá.
í ísrael kom Yitzhak Shamir
forsætisráðherra fram í sjón-
varpsviðtali í gær og var óvenju-
lega bjartsýnn. Sagði hann að
hann sæi fram á endalok stríðsins
í Líbanon og hann ætti von á því
að hægt yrði að kalla ísraelska
herinn burt frá landinu í mjög ná-
inni framtíð. Sagði hann jafn-
framt litlar líkur á stríði við Sýr-
land og ísraelsmenn myndu verða
síðastir til að kynda undir slíkt.
Ekki færði Shamir rök fyrir máli
sínu, en lét hlustendur geta í eyð-
ur.
sagði hann við fréttamenn. í gær
bað svo Rashid Karami, fyrrum
forsætisráðherra Líbanons og
einn af virtustu stjórnmála-
mönnum Tripoli, Yasser Arafat að
hverfa frá Tripólí til þess að
blóðbaðinu mætti linna.
Seint í gærkvöldi fékk Arafat
heimboð. Var það frá Moammar
Khadafy leiðtoga Líbíu. Hvatti
Khadafy Arafat til að koma og
dvelja hjá sér. Hét hann Arafat
fullkomnu öryggi. Khadafy hefur
verið álitinn einn helsti andstæð-
ingur Arafats. Líklegast er að fari
Arafat nokkuð á annað borð, muni
hann fara til Túnis og koma sér
þar upp bækistöð.
Abdel Halim Khaddam utanrík-
isráðherra Sýrlands fór í gær
skyndilega til Moskvu og þar tók
Andrei Gromyko á móti honum.
Sátu þeir langa fundi í gær, en
ekki var upp gefið um hvað var
rætt. Er það álit margra að Sov-
étmenn séu ekki ánægðir með
meðferðina á Arafat og stuðn-
ingsliði hans, en þeir hafa aldrei
afneitað Arafat.
Sýrlendingar skutu í gær á fjór-
ar bandarískar Tomcat-orrustu-
þotur sem voru í eftirlitsflugi yfir
miðhluta Líbanon, en hæfðu þær
ekki. Frönsk þota var einnig hætt
komin er skotið var á hana eid-
flaug er eltist við hitaútstreymi
hennar. St,óð eltingarleikur all-
lengi yfir Beirút, en þotan komst
undan. Einnig var skotið um hríð
úr launsátri á bandarísku friðar-
gæsluliðana og svöruðu þeir í
sömu mynt. Manntjón varð þó
ekki.
sjónmáli. Stjórnvöld í Angóla hafa
vísað yfirlýsingu UNITA á bug og
sagt að vélarbilun hafi valdið slys-
inu. Þá hafi aðeins verið tveir her-
menn innanborðs, aðrir farþegar
hafi verið óbreyttir borgarar. Sagði
talsmaður stjórnvalda að UNITA-
menn væru að nýta sér mikinn
harmleik í áróðursskyni.
Yasser Arafat heimsótti sjúkrahús í Trípólí í gær og heilsaöi þar upp á fólk sem særst hefur í átökunum þar síöustu
dagana. Á myndinni kyssir hann hönd lítillar palestínskrar stúlku. símamynd ap.
117 desi-
bela grátur
Boston, 10. nóvember. AP.
LÆKNIR einn í Boston, Bruce
Bostrom að nafni, fékk merkilega
útkomu úr könnun sem hann
geröi nýverið. Sjúklingur hjá hon-
um kvartaði sáran yfír heyrnar-
deyfð. Var um unga konu að ræða
og deyfðarköstin fékk hún yfirleitt
eftir að hafa haldið á kornabarni
sínu.
Bostrom mældi hljómstyrk
barnsins í desíbelum og kom í
ljós að þegar barnið öskraði
hvað hæst, mældist 100 til 117
desíbela styrkur. Var miðað við
að munnur barnsins væri 15
sentimetra frá eyra móðurinn-
ar, sem mun vera algengast.
„Styrkurinn kom okkur geysi-
lega á óvart, ég hefði varla trúað
þessu að fyrra bragði," sagði
Bostrom. Til samanburðar gat
hann þess að hávær bílflauta í
fimm metra fjarlægð næði mest
100 desíbelum.
Níu myrtir í
E1 Salvador
Zaragoza, El Salvador. 10. nóvember. AP.
BÖRN sem voru að leik í skurðgrefti skammt frá bænum Zaragoza nærri San
Salvador, fundu Ifk níu manna sem numdir voru á brott með valdi á mánudag-
inn. Hafði fólkið allt verið kyrkt og síðan stungið í svarta plastpoka. Meðal
hinna myrtu voru tvær vanfærar konur.
Enginn hópur eða hreyfing hafði
lýst ábyrgð á morðunum á hendur
sér í gær, en sjónarvottar að
mannráninu töldu sig bera kennsl
á nokkra af morðingjunum. Voru
það hermenn og öryggisverðir úr
röðum óbreyttra borgara.
Aftökuaðferðin og viðskilnaður-
inn við hina myrtu þótti benda til
þess að dauðasveitir öfgasinnaðra
hægri manna hafi verið að verki.
Bardagar blossa upp á ný f Trípólí:
ítalir bjóðast til að
flytja Arafat á brott
Skotið á bandarískar herþotur í fyrsta sinn