Morgunblaðið - 11.11.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983
3
■
Ástrós Gunnarsdóttir, íslandsmeistari í diskódansi, stóó sig mjög vel í heimsmeistarakeppninni í Lundúnum og
hafnaði í fjórða sæti.
Gott gengi íslandsmeistarans:
f 4. sæti á HM í diskódansi
ÁSTRÓS Gunnarsdóttir hafnaði í
fjórða sæti í heimsmeistarakeppni
í diskódansi, sem fram fór í Lund-
únum í gær. Þátttakendur frá 36
löndum dönsuðu diskódansa af lífi
og sál og varð ítaii hlutskarpastur.
Undankeppni fór fram á miðviku-
dag og komust 10 bestu í úrslit.
Urslitakeppnin fór svo fram í
gær og hafnaði Ástrós í fjórða
sæti, sem áður sagði. Verðlaun
voru veitt fyrir fimm efstu sæt-
in. Heimsmeistarakeppni í
diskódansi er haldin árlega og
hafa íslenskir keppendur tekið
þátt í keppninni, en hafa aldrei
náð svo langt sem Ástrós.
Ástrós, sem er 19 ára gömul,
varð á dögunum Islandsmeistari
í diskódansi og ávann sér þá rétt
til þátttöku í HM í Lundúnum.
Hún hefur æft dans í Dansstúd-
íói Sólveigar.
Kristína í úrslit
módeikeppni Elite
Frá Magnúsi Kagnartwyni, frétla-
ritara Mbl. í New York.
Kristína Haraldsdóttir,
sem er aðeins 14 ára
gömul, komst í úrslit
módelsamkeppni, sem
Elite-fyrirtækið hélt
skömmu fyrir mánað-
amótin. Kristína var
meöal 79 stúlkna í
keppninni og komust 30
þeirra í úrslit. Stúlkurn-
ar 79 voru valdar úr
hópi 63 þúsund stúlkna
víðs vegar að úr Banda-
ríkjunum.
Kristína starfar í New
York og því þurfti hún
að taka þátt í undan-
keppninni. Úrslita-
keppnin fer fram í Aca-
pulco í Mexíkó um miðj-
an nóvember. Þar verða
tvær íslenzkar stúlkur
meðal þáttakenda,
Kristína og Heiðdís
Steinsdóttir, 'sem valin
var hér fyrir skömmu.
Kristína Haraldsdóttir komst í úrslit 30
stúlkna í Elite-keppninni.
Núverandi stjórn Hreyfils. F.v.: Einar Magnússon formaður, Einar Geir Þor-
steinsson framkvæmdastjóri, Ingimundur Ingimarsson varaformaður, Guðmund-
ur Hjálmsson meðstjórnandi. Á mvndina vantar Magnús Eyjólfsson gjaldkera og
Ólaf Magnússon meðstjórnanda.
Samvinnufélagið Hreyfill 40 ára:
Gaf 100 þúsund kr.
til hjartalækninga
SAMVINNUFÉLAGIÐ HREYFILL hefur nú starfað í 40 ár, en það stofnuðu
70 sjálfseignarbílstjórar í Reykjavík þann 11. nóvember 1943. Hreyfilsmenn
minntust 40 ára afmælisins i gær með því að afhenda Ríkisspítölum að gjöf kr.
100.000 til styrktar hjartaskurðlækningum á íslandi. Einar Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Hreyfils, afhenti Davíð H. Gunnarssyni, forstjóra Ríkisspít-
ala gjöfina. Þakkaði Davíð gjöfina og sagði hana ómetanlega, svo og góðan
akstur Hreyfilsmanna fyrir Ríkisspítala á liðnum árum.
Nú starfa á Hreyfli um 220 leigu-
bílstjórar, auk 25 starfsmanna á
skrifstofu, í símaþjónustu og við
bensínafgreiðslu. Hafa starfshætt-
ir í mörgu breyst á þeim 40 árum
sem Hreyfill hefur starfað. Fyrstu
11 árin var stöðin til húsa við
Arnhólstún, þar sem áður var bif-
reiðastöðin Geysir, en þá festi fé-
lagið kaup á Litlu bílastöðinni á
Hlemmtorgi. Þar var stöðin til árs-
ins 1970 þegar höfuðstöðvar Hreyf-
ils voru fluttar í nýtt húsnæði fé-
lagsins við Fellsmúla sem byrjað
var að byggja árið 1960. Þar er
einnig félagsheimili Hreyfils, en
innan félagsins starfa einnig tafl-
félag, bridgefélag og kvenfélag. Þá
hafa ýmsar nýjungar verið teknar
upp hjá Hreyfli í gegnum árin, til
að mynda voru Hreyfilsmenn
fyrstir til að taka upp símapósta,
talstöðvar og að hafa opna af-
greiðslu allan sólarhringinn.
í stjórn Hreyfils sitja þeir Einar
Magnússon, formaður, Einar G.
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri,
Ingimundur Ingimarsson, varafor-
maður, Guðmundur Hjálmsson,
meðstjórnandi, Magnús Eyjólfsson,
ritari, og Ólafur Magnússon, með-
stjórnandi.
Ogri RE seldi fyrir
rúmar fimm millj. kr.
SKUTTOGARINN Ögri RE seldi í
gær rúmar 215 lestir af karfa í
Þýzkalandi fyrir rúmar 5 milljónir
króna. Er það með því mesta, sem
fengizt hefur fyrir einn farm í ís-
lenzkum krónum.
Ögri RE seldi alls 215,5 lestir í
Bremerhaven. Heildarverð var
5.176.600 krónur, meðalverð 24,02.
Þá seldi Fróði SH 46,8 lestir, mest
þorsk í Grimsby. Heildarverð var
1.179.000 krónur, meðalverð 25,21.
Eins og áður sagði er heildar-
verð farmsins hjá Ögra með því
mesta í íslenzkum krónum, sem
fengizt hefur. Á þessu ári hefur
einu sinni fengizt meira fyrir ein-
stakan farm í Þýzkalandi. í síð-
asta mánuði fékk Vigri RE alls
5.604.300 krónur fyrir einstakan
farm og Ögri RE 5.146.000 krónur.
I
CAMEMBERT er einn hinna frægu frönsku hvítmyglu-
osta. Mann er scrkennilegur á bragöiö og nýtur sin vel
djúpsteiktur. Mér hefur hann fyrlr löngu unniö sér'
sérstakan sess sem ábætisostur. Camembert-osturfnn
er meö þéttum kjarna sem minnkar eftir þvf sem
osturinn eldist og um leið verður bragöiö sterkara.
Bragðgæöi ostsins njóta sin best sé hann látinn
standa utan kælis i 1 — 2 klst. fyrir neyslu.
Mangor Mikkelsen er ostameistari Camembert ostsins.
Mangor hefur unniö aö iön sinni lengur en nokkur annar
ostameistari hérlendis, eða frá því á 4. áratugnum og alla tíö hjá
Mjólkurbúi Elóamanna á Selfossi.