Morgunblaðið - 11.11.1983, Side 8

Morgunblaðið - 11.11.1983, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983 Steve og Caroel Occotegn. Kevin Lee og Susan Cliff. David Lee og Susan Preston. * Fyrsta alþjóðlega danskeppnin á Islandi: Colin James og Lene Mikkelsen. Úr enska blaðinu Dance News frá 28. október, þar sem sagt er frá fyrstu alþjóðlegu danskeppninni á Islandi. Fjögur pör í fremstu röö áhugadansara keppa EINS OG sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu verður haldin hér á landi um næstu helgi fyrsta al- þjóðlega danskeppnin sem hér hef- ur verið haldinn. I»að eru Nýi dansskólinn, Gildi hf. og enska tímaritið Dance News, sem gang- ast fyrir keppninni með stuðningi Almennra líftrygginga hf. Keppt verður í fimm suður-amerískum dönsum: samba, jive, paso doble, rumba og chak'ha cha og verða tvö pör í einu á sviðinu í Súlnasalnum á Hótel Sögu 'þar sem keppnin verður haldin í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og á laugardagskvöld- ið. Fjögur pör í fremstu röð áhugadansara í heiminum, að sögn þeirra sem að keppninni standa, hafa verið fengin til að keppa, en auk þeirra geta ís- lenskir dansarar tekið þátt í keppninni. Þessi pör eru: Colin James og Lene Mikkelsen, frá Danmörku, David Griffin og Adele Preston, frá Englandi, Kevin Lee og Susan Cliff, frá Hong Kong, og Steve og Caroel Octogen, frá Ástralíu. Sögðu fyrirsvarsmenn keppninnar að danska parið væri nú talið það besta í heiminum í hópi áhuga- dansara og öll hefðu pörin unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, meðal annars á mótum sem hafa verið sýnd í íslenska sjónvarpinu á undanförnum mánuðum. Fyrirkomulag keppninnar verð- ur þannig að tvö pör verða í einu á gólfinu, en gert er ráð fyrir að keppnin standi í eina til eina og hálfa klukkustund. Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, og Jón Hólm, sem nýkominn er frá Súdan, skýra frá framkvæmd Afríkuhjálparinnar. Afríkuhjálp Rauða kross íslands lokið: Þróunarstarf í Mið- Ameríku að hefjast íslandsdeild Rauða krossins, RKÍ, er nú, í samvinnu við Norður- landadeildir Rauða krossins, að hefja þróunarstarf í Mið-Ameríku. Kn nú er lokið stærsta verkefni RKÍ til þessa, Afríkuhjálpinni sem hófst árið 1980 með mikilli landssöfnun. Á blaðamannafundi sem nýlega var haldinn skýrði Jón Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins hér- lendis, frá ráðstöfun söfnunarfjárins sem nam um kr. 8.221.000,00 á nú- gildandi gengi. Afríkuhjálpin skiptist í þrjá hluta. Var kr. 3.375.400 varið til neyðarhjálpar í Uganda, Sómalíu, Zimbabwe og Kenya á árunum 1980 og 1981. Annar hluti fór í þróunaraðstoð í Austur-Afríku, þ.e. þjálfun hjálparliðs í Súdan 1981, þróunaraðstoðar í Eþíópíu 1982 og í önnur verkefni á þessu ári. Nam sú upphæð alls kr. 2.249.150. Þriðja hluta söfnunar- fjárins var síðan varið til ráðn- inga og launa starfsmanna, en á Ólafsvík: JC-fundur um neytendamál Olafsvík, 9. nóvemher. JC-FÉLAGAR í Ólafsvík gengust ný- lega fjrir fundi hér um neytenda- mál. Á fundinum komu og héldu framsöguræður Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, og Jón Magnússon, varafor- maður þeirra. Miklar og fjörugar umræður urðu og margar upplýsingar komu fram um rétt neytenda og neyt- endamál yfirleitt. í JC-félaginu í Ólafsvík eru 25—30 félagar og starfar félagið af krafti og stór- hug. Nú þegar er búið að ákveða mörg verkefni næsta fyrir starfs- ár. Núverandi forseti JC í Ólafsvik er Ingveldur Björgvinsdóttir. HelRÍ þessum þremur árum fóru átta manns á vegum RKÍ til Afríku. Lengst þar af dvaldi Jón Hólm í Súdan. Þróunarstarfið í Mið-Ameríku felur í sér neyðarvarnir og blóð- gjafastarf. Er áætlun fyrir fyrsta hluta starfsins tilbúin, en hann nær til ársloka 1984. Kostnaður er áætlaður 559.160.00 Bandaríkja- dalir og kemur í hlut RKÍ að greiða 6000 dali af þeirri upphæð. Rauði kross Finnlands stjórnar þróunarstarfinu í Mið-Ameríku fyrsta árið. Brýnasta verkefnið er uppbygg- ing neyðarvarna í E1 Salvador og er ráðgert að reisa sex hjálpar- stöðvar á helstu átakasvæðunum í fyrsta hluta verkefnisins. Þá er fimm ára áætlun fyrir Honduras sem felur í sér bæði uppbyggingu Rauða krossins þar og uppbygg- ingu neyðarvarnakerfis, m.a. vegna hins mikla flóttamanna- vandamáls sem þar ríkir. Þriðji liðurinn er síðan blóðgjafastarf í öllum ríkjum Mið-Ameríku, þ.e. í E1 Salvador, Guatemala, Hondur- as, Nicaragua og Panama. Uppboð á stóðhestastöðinni: Fjórir folar stöðv- arinnar boðnir upp — hrossabændur úr nágrenninu koma með fola sem boðnir verða upp Á laugardaginn næstkomandi verður haldið á Stóðhestastöðinni í Gunn- arsholti árlegt uppboð á folum sem ekki þykja æskilegir til undaneldis. Að þessu sinni verða fjórir folar frá stöðinni boðnir upp en auk þess verða nokkrir folar frá bæjum í Rangárvallasýslu boðnir upp. Uppboð þessi hafa ávallt verið vinsæl og fjöldi manns mætt á staðinn. Folarnir sem boðnir verða upp eru á aldrinum tveggja til fimm vetra, sá fimm vetra er Torfi frá Torfastöðum, faðir er Sörli 653 og móðir Tíbrá frá Ólafsvöllum. Hinir eru Forkur frá Fornustekkum, tveggja vetra, fað- ir Faxi frá Árnanesi og móðir Nótt frá Fornustekkum. Léttir frá Djúpadal, Skagafirði, tveggja vetra, faðir Freyr 881 frá Flugu- mýri og móðir Fluga frá Djúpadal. Sá fjórði er einnig tveggja vetra og heitir Grímar frá Grímstungu, hann er undan Háfeta 804 frá Krossanesi og Mósu frá Gríms- tungu, en hún er undan Héðni frá Vatnagörðum. Nokkrir hrossabændur í ná- grenni stöðvarinnar munu koma með fola sem boðnir verða upp. Albert Jónsson, Stóra-Hofi, kem- ur með tvo fola þriggja og fjög- urra vetra. Sá eldri er frá Litla- Dal í Eyjafirði og unda Ringo frá Ásgeirsbrekku en sá yngri er frá Litlu-Tungu, stór og myndarlegur að sögn. Báðir eru folarnir band- vanir. Guðni í Skarði sagði í sam- tali að sennilega kæmi hann með tvo fola og væri annar þeirra und- an Gáska frá Hofsstöðum. Einnig hafði komið til tals að Sigurður í Kirkjubæ kæmi með eitthvað en ekki var það endanlega ákveðið þegar þetta er skrifað. Basar á Hallveigarstöðum KVENFÉLAG Fríkirkjunnar heldur jólahasar á Hallveigarstöðum (við Túngötu), laugardaginn 12. nóvember og hefst hann kl. 14. Aðallega verða á boðstólum ýmiss konar handunnir munir, jólakort, jólastjörnur o.fl. Þá verður einnig seldur jólapappír, útsaumur og postulínsvasar, með mynd Baltasars af kirkjunni, sem framleiddir voru 1 tilefni af 80 ára afmæli hcnnar. Lukkupakkar verða seldir og að endingu verður efnt til happdrættis. Tekið verður á móti gjöfum á basarinn, á Hallveigarstöðum, föstu- daginn 11. nóvember og er hvaðeina vel þegið frá safnaðarfólkinu, velunnurum kirkjunnar og öllum, sem vilja koma stuðningi á framfæri. (Úr rréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.