Morgunblaðið - 12.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
5
Síldarsöltun lauk í gær:
25.000 tunnur salt-
aðar á fimmtudag
34.000 lestir komnar á land
SÍLDARSÖLTUN lauk í gær og hefur
þá verið saltað upp í alla gerða samn-
inga alls um 210.000 tunnur. Örlítið
mun þó eftir að salta af flökum. Sam-
svarar þetta tæpum 30.000 lestum
sfldar upp úr sjó, en alls gætu veiðzt
tæplega 60.000 lestir á vertíðinni.
Ekki hafa tekizt samningar um frek-
ari sölu á saltsfld. Á fimmtudag höfðu
alls veiðzt um 34.000 lestir. Lítil veiði
var í gær og helgarleyfi framundan.
Söltunin náði hámarki á fimmtu-
dag en þá voru saltaðar um 25.000
tunnur. Ekki hefur verið saltað
meira á einum sólarhring síðan
síldarsöltun hófst að nýju 1975.
Söltun var einnig mikil fyrri hluta
vikunnar og undir lok hennar var
saltað allt frá Siglufirði réttsælis
um landið til Akraness.
Að sögn Gunnars Flóvenz, fram-
kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd-
ar, hefur mikið verið unnið að því
að ná frekari sölusamningum, þrátt
Hætt við
að selja
Hafþór?
SVO virðist sem afturkippur sé kom-
inn í sölu Hafþórs, sem nýlega var
auglýstur til sölu og sagði Jón L. Arn-
alds, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, að ráðuneytið væri nú að
meta það hvort rétt væri að bæta við
fiskiskipaflotann eins og málum væri
nú háttað, með tilliti til ástands
þorskstofnsins.
Ekki sagði Jón að tekin hefði ver-
ið ákvörðun í máli þessu, en því
hefði verið seinkað og hugsanlegt
væri að hætt yrði við sölu Hafþórs,
vegna ástands mála. Ekki sagði
hann ljóst hvenær ákvörðun lægi
fyrir um í hvorn fótinn yrði stigið.
Ef ákveðið væri að halda sig við
fyrri ákvörðun og selja Hafþór,
þyrfti að fara í viðræður við alla
tilboðsgjafa, en eins og kunngt er
buðu nokkur fyrirtæki í skipið.
Einnig sagði Jón hugsanlegt að sölu
skipsins yrði reynt að tengja við
það að annað skip væri tekið úr um-
ferð.
’HVflR ER SULIRROLIN MIN.KONH?"
Raufarhöfn:
Loðnubræðsla
hefst um hádegi
UM 2.500 lestir af loónu hafa nú bor
izt á land á Raufarhöfn á yfirstand
andi vertíð. Raufarhöfn er enn sem
komið er eini staðurinn þar sem loðnu
hefur verið landað og mun bræðsla
hefjast um hádegisbilið í dag.
Fyrstu skipin til að landa loðnu á
vertíðinni voru Hrafn GK og Súlan,
en í gær lönduðu þrjú skip til við-
bótar á Raufarhöfn; Hákon ÞH með
820 lestir, Albert GK með 600 og
Kap II VE með 520, samkvæmt upp-
lýsingum Loðnunefndar.
Að sögn fréttaritara Morgun-
blaðsins á Raufarhöfn sögðu sjó-
menn talsvert af loðnu út af Langa-
nesi og virtist hún á leið austur.
Erfitt væri að ná henni vegna þess
hve djúpt hún stæði, niður fyrir 100
faðma í björtu en á um 40 föðmum í
myrkri. Auk þess væri hún fremur
stygg. Sjómenn urðu varir við tals-
verðar lóðningar á leið sinni af mið-
unum inn til Raufarhafnar. Loðnan
sem veiðzt hefur er mjög blönduð
og hefur enn ekki verið fitumæld.
Afkastageta fiskimjölsverk-
smiðjunnar á Raufarhöfn er 600 til
700 lestir á sólarhring og geymslu-
rými í tönkum 8.000 til 10.000 lestir
auk rýmis í þróm.
Happdrætti Sjálfstæðisflokksins:
Dregid í kvöld
f kvöld verður dregið í Haust-
happdrætti Sjálfstæðisflokksins
og eru því í dag síðustu forvöð að
tryKKÍa sér miða í happdrættinu.
Vinningar eru stórglæsilegir,
fullbúinn sumarbústaður, svo og
tíu myndarlegar vöruúttektir.
Hin fjölþætta og þróttmikla
starfsemi Sjálfstæðisflokksins
þarfnast og nýtur góðs af ávinn-
ingi happdrættisins og því eru
þeir, sem enn eiga ógerð skil á
heimsendum happdrættismið-
um, beðnir að gera það í dag.
Afgreiðsla happdrættisins í
Reykjavík er í Valhöll, Háaleit-
isbraut 1 — síminn er 82900 —
og verður hún opin í dag fram að
kveldi. Þeir, sem ekki eiga
heimangengt, eiga kost á að
greiðsla á miðum verði sótt til
þeirra, óski þeir þess.
(FrétUtilkynning)
fyrir að þegar hafi tekizt að ná
samningum um óvenju mikið magn.
Gunnar sagði ennfremur, að hér á
landi væri meira saltað af síld en I
nokkru öðru framleiðslulandi. Mjög
erfitt væri um þessar mundir að
selja saltsíld á hinum ýmsu mörk-
uðum. Sem dæmi mætti nefna, að
Norðmenn ættu mjög erfitt með að
selja hana. Þeir hefðu nú veitt um
35.000 lestir af Norðursjávarsíld, en
aðeins saltað innan við 1.000 lestir,
sem væri innan við 3% aflans. Þeir
hefðu fryst um 13.000 lestir og
brætt um 8.000. Mest af því, sem á
milli bæri hefðu þeir selt ferskt um
borð í verksmiðjuskip frá Austur-
Evrópu.
Aflinn, sem kominn er á land,
skiptist þannig milli veiðarfæra;
hringnót 22.000 lestir, reknet 11.000
og lagnet 1.000. I nótina má veiða
34.500 lestir, 16.500 í reknetin og
1.500 í lagnetin. Til viðbótar þessu
getur svo komið nokkur aukning
vegna verðmætamarks og viðbótar-
aflamarks vegna löndunar síldar til
frystingar.
lurju
Morgunblaftið/ól.K.M.
Örlygur Kristfinnsson með sýningu sína í farteskinu.
• •
Orlygur Kristfinnsson opnar sýningu:
Manneskjur og fuglar leita
á mig — segir listamaðurinn
Myndmenntakennari frá Siglu-
firði, Örlygur Kristfínnsson, opnar
sýningu á 22 olíumálverkum sínum
í Gallerí Langbrók klukkan tvö í
dag, laugardag. Örlygur hefur áður
haldið þrjár einkasýningar á Siglu-
fírði og tekið þátt i þremur sam-
sýningum á Norðurlandi.
„Þetta eru fremur smáar
myndir,“ sagði Örlygur, „mest af
manneskjum og fuglum. Ég
mála beint á dúkinn án umhugs-
unar eða undirbúnings og það er
eins og manneskjurnar og fugl-
arnir leiti sífellt á mig, hvað sem
veldur."
Sýningin stendur til 27. nóv-
ember og er opin á virkum dög-
um frá 12 til 18 og um helgar frá
14 til 18. Allar myndirnar eru til
sölu.
KOMDU
KRÖKKUNUM Á OVART!
Faróu til þeirru umjólin
Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur,
frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri
fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til
útlanda.
Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug-
leiðir bjóða til Norðurlandanna.
Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir:
Kaupmannahöfn kr. 8.430.00
Osló kr. 7.688.00
Stokkhólmur kr. 9.611.00
Að auki er í boði sérstök jólaferð til Gautaborgar. Bjóðum
við einnig jólafargjald til Gautaborgar í þessa ferð kr.
8.333.00. Brottför frá Reykjavík er 21. des. og heimkoma 8.
janúar.
Barnaafsláttur er 50%.
Fargjöldin taka gildi 1. des.
Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif-
stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi