Morgunblaðið - 12.11.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
7
TStflamazkaðatinn
t^tattisyotu 1Z - 18
Ný sending
í rúskinni
og leðri
Jakkar, buxur, piis og kápur
Opið i dag, laugardag,
til kl. 4
Ath.: Einnig ný sending
af pelsum
PELSINN
Kirkjuhvoli -sími 20160
Mazda 323 (1300) 1982
Hvítur. ekinn 30 þús. km. 2 dekklagangar.
Guilfallegur framdrlfsbíll. Verö kr. 210
Range Rover1975
Drapplltur. VAI og kassl nýupptekid. Lltaö
gler Ný dekk o.fl. Góöur jeppi. Verö kr.
280 bús.
Honda Civic Wagon 1982
Brúnsanseraöur framdrifsbfll, ekinn aö-
etns 21 þús. km. Verö kr. 285 þús.
Honda Accord EX 1980
Grásans.. 5 gira aflatýrl, ekinn aöeins 42
þús. km. Verö 220 þús. (Skiptl möguleg )
m „4:
Datsun Bluebird 1981
Brúnsanz., eklnn 49 þús. km. 5 gira,
beinsk. Gott útlit. Verö kr. 255 þús. (Skipti
ath. á ódýrarl.)
Mazda 929 Sedan 1983
Grænsans., aflstýri o.fl. Ekinn aðeins 6
þús. km. Verö kr. 380 þús.
Wm
Gullfallegur bíll
Volvo 244 DL 1982. karrý-gulur, sjálfsk.,
aflstýri. 2 dekkjagangar. Verö 420 þús.
ISkiptl á ódýrart.)
w?
Daihatsu Charade 1982
Rauöbrúnn. s|áHak., ekinn aöaina 18 þúa.
km. Útvarp + segulband. 2 dekkjagangar. .
Verö kr. 220 þús.
BMW 315 1982
Svartur, ekinn eöeins 13 þús. km. Útvarp
+ segulband o.fi. Verö kr. 320 þús.
UTGEFANDI: K|ör<jæmisráð Sjáltstædisflokksms
i Vestfjarðak)ördæmi
BLAONEFND Sigrún Halldórsdóttir, Isafirði
Herdis Þorstemsdóttir. Isafirói
Eiríkur F Greipsson. Flateyri
Valgerður Jónsdóttir. ísafirði
Einar K Guðfinnsson. Bolungarvik
AFGREIÐSLA: A II hæð S)álfstæðl%husinu. ísaf simi 4232
RITSTJÓRAR: Einar K Guðfinnsson, Bolungarvik ám
Prentstofan lerún hf., leafirðl.
Er hægt að reka undir-
stöðuatvinnugrein með tapi?
Minni afli, verra hráefni
„Það gefur auga leið að minnkandi
sjávarafli veldur fyrirtækum í sjávarútvegi
miklum búsifjum. Afli minnkaði í fyrra frá
því sem hann var árið 1981 og enn fer
hann minnkandi. Tonnin segja þó ekki
alla söguna. Ljóst er aö stærri hluti af afla
togara er nú verðminni fiskur, svo sem
karfi og ufsi. Minna fæst af þorski.“
(Úr forystugrein Vesturlands 28. október sl.)
Við spiluðum
illa úr
góðum spilum
Kinar K. (.uðrinnsson,
viðskiptarraeðingur, segir i
nýlegri rorystugrein Vest-
uriands m.a.:
„Það leikur ekki á
tveimur tungum að sjórinn
hefur verið (yöfull undan-
farin ár. Þorskadinn jókst
til dæmis úr 320 þúsund
tonnum árið 1978 í 461
þúsund tonn árið 1981.
Annar botnfiskafli jókst
sömuleiðis á sömu árum,
úr 158 þúsund tonnum árið
1978 í 255 þúsund tonn ár-
ið 1981 og 307 þúsund tonn
ári síðar.
Á þossum árum gekk
okkur líka flest í haginn á
erlendum mörkuðum. Söl-
ur á Bandaríkjamarkaði
stórjukust Verðlag á afurð-
um okkar var hagstætt.
Sölusamtök okkar gátu
með árvekni og seiglu selt
gríðarlegt magn af nýjum
tegundum. Á þessum árum
upplifðum við líka blóma-
skeið í skreiðarverkun og
sahfiskverkun.
Það er því óhætt að
segja að ytri skilyrði í sjáv-
arútvegi okkar hafi verið
hagstæð. En þá vaknar
spurningin: Hvernig var af-
koman í sjávarútveginum?
Og svarið við þeirri spurn-
ingu er því miður líka svar-
ið við spurningum um rót
þess vanda sem nú er við
að etja í íslenskum sjávar-
útvegi."
Reksturinn
bundinn á
klafa láns-
fjármögnunar
Einar Guðfinnsson segir
áframhaldandi:
„Á árunum eftir 1976
nutum við ríkulcga ávaxt-
arins af útfærslu landhelg-
innar. Engum vafa er und-
irorpið að útfærsla land-
helginnar skýrir fyrst og
fremst þann mikla fiskafla
sem við nutum á seinni
hluta síðasta áratugs. Á
þessum árum var þó af-
koma og hagur útgerðar
hágur. Sá skilningur var
ekki fyrir hendi hjá stjórn-
völdum, að útgerðarfyrir-
tæki þyrftu að geta lagt
fyrir til framtíðarinnar.
Svipaða sögu er að segja
af fískvinnslunni. Eins og
öllum er kunnugt er hrað-
frystihúsaiðnaðurinn lang
mikilvægasti þáttur fisk-
vinnslunnar. ()g fyrir Vest-
firðinga skiptir sú atvinnu-
grein hreinlega sköpum
um þróun alls atvinnulífs.
Mikið skorti þó á að viðun-
andi rekstrargrundvöllur
væri fyrir hendi.
Afleiðingar þessa bú-
rekstrar eru auðvitað
margvíslegar. Eiginfjár-
staða fyrirtækjanna versn-
aði. Rekstur þeirra varð
stöðugt háðari lánsfjár-
mögnum. Samtímis varð
lánsfé dýrara og torfengn-
ara. íslensk sjávarútvegs-
fyrírtæki urðu í æ ríkara
mæli að styðjast við erlent
I lánsfjármagn, einkum og |
sér í lagi til fjárfestingar.
iH'tta erlcnda lánsfé hefur
á seinni árum orðið fjöl-
mörgum fyrirtækjum í
sjávarútvegi svo þungt í
skauti, að vandséð er um
hvernig þau geta ráðið við
fjármagnskostnað sinn.“
Sjávarútvegur
og
efnahagsmál
Forystugrein Vestur-
lands Kkur á þessum orð-
um:
„Af þessu er hægt að
ráða að þrátt fyrir að ytri
skilyrði til rekstrar í sjávar-
útvegi hafi verið góð, var
þrengt að atvinnugrcininni.
Efnahagsstefna undan-
genginna ára hefur ber-
sýnilega ekki tekið mið af
þörfum sjávarútvegsins.
In-tta gat gengið svona
nokkra hríð meðan Hskafl-
inn jókst stöðugt. Fyrr en
síðar hlaut þó að koma að
skuldadögunum og frammi
fyrír þeim stöndum við nú.
Ljóst er að núverandi
ríkisstjórn hefur náð mikl
um árangri á ýmsum svið-
um efnahagsmála. Verð-
bólgan fer hríðlækkandi,
vextir hafa lækkað um 10
prósent á einum mánuði,
viðskiptajöfnuður sem var
óhagstæður um 10 prósent
á síðasta ári verður óhag-
stæður um 2,2 prósent á
þessu ári. Þannig mætti
lengi telja. Nú hlvtur hins
vegar brýnasta verkefni
stjórnvalda að vera það að
skapa sjávarútveginum við-
unandi rekstrarskilyrði.
VLssulega eru þeim þröng-
ar skorður reistar, en á hitt
er líka að líta að án blóm-
legs sjávarútvegs verður
efnahagslíf landsmanna
aldrei reist úr þeim rústum
sem vinstra fárið skildi það
eftir í.
EKG“
Pallborósumræður — Pallborðsumræóur — Pallborðsumræður — Pallborðsumræður
UPPSTOKKUN
eða óbreytt ástand?
INGVI HRAFN JÓNSSON, fréttamaöur stýrir pallborðsumraeðum á almennum félags-
fundi hjá Verzlunarráði íslands, þriðjudaginn 22. nóvember nk., klukkan 16:00 til
18:00. Ýmsar breytingar eru í undirbúningi í efnahagslífinu og verður fjallaö um þær á
fundinum undir heitinu: Uppstokkun eða óbreytt ástand?
ÞÁI11AKENDUR í umræöunum veröa þeir Davíö Ólafsson, Seölabankastjóri, —
endurskoðun gjaldeyris- og viðskiptamála. — Geir H. Haarde, aöstoöarmaöur fjár-
málaráðherra, — sparnaöur í ríkisrekstri og sala ríkisfyrirtækja. — Ólafur Nilsson,
endurskoöandi, — breytingar á skattalögum og fjárfestingar í atvinnulífinu. — Þor-
steinn Pálsson, alþingismaöur, — endurskoöun laga um banka og sparisjoöi.
FUNDURINN veröur haldinn í Lækjarhvammi, Hótel Sðgu, og hefst
hann meö stuttu ávarpi Ragnars S. Halldórssonar, formanns VÍ.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Ví, síma 83088, fyrir 21. nóvember.
Ragnar Davíð
4
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
G(x)an daginn!