Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 12
Gísli J. Ástþórsson
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
Einsog raér sýnist ....
Finnst þér
ég ekki
fínn, Ólafur?
Ekki færri en þrír
vatnskembdir ráöherrar
birtust á skjánum auk for-
seta vors, þegar sjónvarp-
iö sýndi okkur sem heima
sátum tilstandiö viö opnun
bandarísku listiönaöar-
sýningarinnar á laugar-
daginn var, og eiginlega
fannst mér þetta hálf
svona kátbroslegt þegar
ég fór aö velta því fyrir
mér seinna um kvöldiö.
Viö höfum á undanförn-
um áratugum í síauknum
mæli verið aö rembast viö
aö tileinka okkur allskonar
stórþjóöatakta sem aö
sumra dómi aö minnsta
kosti falla ekki nema
svona og svona aö ís-
lenskri skapgerö og jafn-
vel íslenskum staöháttum,
svosem til dæmis hjarta-
þukliö sem upphófst hér
uppúr stríöi á tyllidögum á
borö viö 17. júní þegar
fyrirmenn okkar hættu allt
í einu aö láta sér nægja aö
taka ofan fyrir þjóösöngn-
um einsog sjálfsagt er og
byrjuöu þar að auki aö
pota hramminum marflöt-
um á hjartastaö aö hættl
Bandaríkjamanna, einsog
þeir heföu álpast inní al-
ræmt þjófabæli og þætti
vissara aö ríghalda í vesk-
iö sitt.
Þá má nefna rallakstur-
inn í mótorhjólaþvarginu
sem áöur hefur veriö vikiö
aö í þessum þáttum og
sem nú er orðinn fastur
liöur í dagskránni í hvert
sinn sem viö þurfum aö
fjarlægja erlendan stórlax
úr kokteilnum hjá borgar-
stjóranum og hífa hann í
graflaxinn suörá Bessa-
stöðum. Meira aö segja
forseti Grænhöföaeyja,
þaö meinleysisskinn, fékk
ekki aö vera í friöi: hann
var drifinn skjálfandi úr
kulda uppí þríbónaöa
glæsikerru oft á dag og
sendur einsog þeytispjald
hér um göturnar á kafi í
löggum, einsog allir djöflar
veraldar væru á hælunum
á honum.
Hættan viö aöfengnar
stórþjóöakúnstir af þessu
tagi er einkum fólgin í því,
aö sá sem lætur freistast
til þess aö apa kónginn,
hann kann sér einatt ekki
hóf í ákafa sínum. Hann
verður jafnvel sperrtari en
kóngsi. Ég leyfi mér til
dæmis aö fullyröa aö ef
viö Islendingar mættum
einn góöan veöurdag
vestur í Washington meö
svipaöa sýningu i far-
angrinum og Kaninn
mætti meö hér, þá tækist
okkur ekki þóaö viö
reyndum í hundraö ár aö
skrapa saman vænan
fjóröung af stjórninni í
Washington til þess aö
hjálpa okkur aö hleypa
fyrirtækinu af stokkunum.
Viö uppskærum í mesta
lagi svosem eitt stykki aö-
stoðarráöherra af billeg-
ustu sort og einn til tvo
ráöuneytisstjóra sem
heföu ekki verið nógu
snöggir aö foröa sér úr
bænum.
Þetta þyrfti samt engan
veginn aö stafa af því aö
Reagan og kompaní vildu
sýna okkur tómlæti og
væru jafnvel aö reyna aö
vera meö snúö, né heldur
þyrfti sýningin aö vera
eitthvert úrkast eöa eitt-
hvaö þvíumlíkt. Ég hef þaö
eftir fróöum mönnum aö
sýningin á Kjarvalsstööum
sé vel þess viröi aö menn
skondri á hana, þóaö
hundraö króna aögangs-
eyrir geri skondriö dálítiö
dýrt á þessum sultaróla-
tímum. Þaö þætti einfald-
lega einum of mikið og
jaöra viö spaug þarna
vestanhafs ef fjóröi hver
ráöherra í ríkinu teldi sér
skylt aö skreyta svona far-
andsýningu meö nærveru
sinni.
Ég hjó eftir því að okkar
menn voru auk þess allir í
blankskóm og smóking og
meö forláta silkislaufu á
stærö viö hrafnsvængi út-
undan kjálkaböröunum.
Bandaríski ambassador-
inn var þaö aö sjálfsögöu
Itka, en samt vaknar sú
spurning óneitanlega hjá
manni eöa dormar innra
meö manni og hrekkur
upp annaö slagiö, hvort
siöameistari sendiráösins
hafi ekki veriö eitthvað
viöutan þegar hann sendi
út boöskortin.
Samkvæmt hirösiöabók
minni, sem er evrópsk að
vísu, fara menn ekki í
svona múndéringu um há-
bjartan dag, nema þá
þjónar ef svo ber undir og
rúllettustjórar og útkastar-
ar í meiriháttar spilavítum.
Ég var einu sinni sem ung-
ur blaöamaður nánast í
kallfæri viö Ólaf Thors
þegar einn af þingmönn-
um Sjálfstæöisflokksins,
sem var vænsti kall, kom
blaöskellandi í kjól og
hvitt niörí Sjálfstæöishús
viö Austurvöll þarsem
flokksforystan var aö búa
sig undir aö boröa hádeg-
isverð meö norska kóng-
inum. Kallinn var eitt sól-
skinsbros þegar hann
stillti sér upp fyrir framan
Ólaf og spuröi iðandi af til-
hlökkun: „Finnst þér ég
ekki helvíti fínn?“ Og Ólaf-
ur klappaði vingjarnlega á
öxlina á honum og sneri
honum við og sendi hann
heim aö hafa fataskipti.
Ólafur kunni sína etik-
ettu.
Þaö er kannski óþarfa
bölsýni aö hafa af því
áhyggjur aö viö höldum
áfram að herma eftir lima-
buröi risanna uns okkur
veröi fótaskortur á þeirri
hálu braut og dettum kylli-
flatir á magann. Hvaö er
þaö annaö en hégóma-
skapur aö geta ekki skák-
aö gesti frá Grænhöföa-
eyjum á milli húsa án þess
aö láta einsog haugar af
hryöjuverkamönnum liggi
hér á bakviö hverja þúfu
meö fingurinn á gikknum?
Fyrir skemmstu birtust í
fjölmiölum náttfatamyndir
af Reagan forseta þarsem
hann haföi veriö rifinn upp
um miöja nótt til þess aö
stjórna veröldinni, og
skömmu áöur höföu okkur
veriö sýndar myndir af
Bush varaforseta, sem
rallaöi hér í sumar einsog
menn muna kannski, í
skotheldu hermannavesti
og meö hjálm á hausnum.
Manni rennur kalt vatn
milli skinns og hörunds
þegar maður sér svona
fordæmi. Eigum viö eftir
aö sjá forsætisráöherrann
okkar í mosagrænum
náttfötum aö láta gamm-
inn geysa um járnblendiö
eöa jafnvel utanríkisráö-
herrann okkar aö vísitera
á Vellinum í hraösaumuö-
um aömírálsbúningi?
Þetta vindur nefnilega
uppá sig og ein vitleysan
býöur annarri heim. Þess
er skemmst aö minnast að
þegar hin heföbundna
skóflustunga var tekin aö
nýju flugstöövarbygging-
unni þarna suöurfrá, þá
var þaö sem kom uppá
skófluna sett í poka til
geymslu. Þetta var nýjung.
Hingaötil hafa menn látiö
sér nægja aö geyma skófl-
una sem síöan hefur vit-
anlega týnst. Nú veröa
menn að hafa fyrir því aö
týna pokanum líka.
Ég veit ekki gjörla hvaö
þaö er einkanlega viö
þessar skóflustunguseri-
móníur sem vekur alltaf
kátínu mína; kannski er
þaö lófatakiö, þvíaö þaö
er alltaf klappaö i lokin
einsog þaö veki almenna
aðdáun aö stungumaöur-
inn skuli yfirleitt hafa loft-
aö skóflunni.
Þaö er eins meö boröa-
klippinguna: ég á alltaf
hálf bágt meö mig þegar
menn byrja aö hakka í
sundur silkiboröa til
hátíöabrigöa. Enginn
óbrjálaöur maöur héldi
uppá hjúskapardaginn
sinn með því aö stífa neö-
anaf stofugardínunum.
Ennfremur minnist ég
gjarnan skopmyndarinnar
sem ég sá endur fyrir
löngu í bíó, þarsem klipp-
arinn, sem á aö sníöa í
sundur silkiö, klippir óvilj-
andi niörum heiöursgest-
inn.
Viö fyrrgreinda opnun-
arathöfn á Kjarvalsstööum
var vitanlega búiö aö
strengja silkiborða þvert
fyrir dyrnar á sýningar-
salnum sem Davíö minn
borgarstjóri og frúin amb-
assadorsins klipptu síöan í
sundur meö viöeigandi
hátíöarsvip. Þetta var lika
nýjung aö ég hygg: eins-
konar tvíliöaleikur þar-
sem boröinn var yfirbug-
aöur meö tvennum skær-
um. Síðan kom klappiö,
einsog Samson heföi ver-
iö aö kála musterinu.
Davíö var eftir á aö
hyggja einn af sárafáum
kallmönnum þarna um
borö sem var ekki í smók-
ing. Mér fannst hann líka
hálfpartinn einsog á nál-
um. Ég er aö velta því fyrir
mér hvort hann hafi
kannski líka séö fyrr-
nefnda bíómynd.
Bókaklúbburinn Veröld:
Plata Kristjáns
Jóhannssonar
komin út
Hljómleikar haldnir hérlendis í tilefni þess
F.v.: Jón Karlsson, framkvæmdastjóri Bókaklúbbsins Veraldar, Björgvin
Halldórsson, sem stjórnaói hljóðritun hljómplötunnar, Helga Hauksdóttir,
starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitarinnar, Páll P. Pálsson stjórnandi og
Jón Sigurösson.
Ný hljómplata Kristjáns Jó-
hannssonar, óperusöngvara, er
komin út hjá Bókaklúbbnum
Veröld. Og efnir klúbburinn í
því tilefni til hátíðarhljómleika
með Kristjáni og Sinfóníu-
hljómsveit Islands 19. nóvem-
ber. I»ar syngur hann lögin af
plötunni en þau eru fjórtán. Gll-
efu ítölsk lög útsett af breska
tónskáldinu og stjórnandanum
Ed Welch og þrjú íslensk lög
sem þeir Jón Þórarinsson og
Jón Sigurðsson hafa útsett.
„Á blaðamannafundi sem
Bókaklúbburinn Veröld hélt á
miðvikudag sagði Jón Karls-
son framkvæmdastjóri
klúbbsins m.a.: „Við gerð
þessarar hljómplötu höfum
við ekkert til sparað til að fá
bestu möguleg gæði. Undir-
leik annaðist Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna undir
stjórn Maurizio Barbachine,
sem jafnframt annaðist æf-
ingar með Kristjáni. Upptak-
an er digital, sem er það besta
fáanlegt, og útsetningarnar á
lögunum voru allar gerðar
sérstaklega fyrir þessa
hljómplötu. Vegna þess hve
útgáfan er umfangsmikil hef-
ur alþjóðlegur markaður ver-
ið hafður í huga en platan er
þó fyrst og fremst gerð fyrir
íslenskan markað og félaga í
Bókaklúbbnum Veröld. Góðar
undirtektir þeirra hafa ekki
látið á sér standa, stax á
fyrsta degi eftir að fréttabréf
okkar kom út voru pöntuð
nær þúsund eintök af plöt-
unni auk þess sem seldist upp
á hljómleikana. Þegar ákveð-
ið var að halda hljómleikanna
var ljóst að það að ráða heila
sinfóníuhljómsveit til undir-
leiks var meira fyrirtæki en
hægt var að ráðast í fyrir
einkaaðila ef miðaverð ætti
að verða á viðráðanlegu verði.
En vegna áhuga og velvildar
Starfsmannafélags Sinfóníu-
hljómsveitarinnar mun þetta
verða mögulegt og Flugleiðir
bjóða ítalska hljómsveitar-
stjóranum hingað. Það er í at-
hugun að endurtaka tónleik-
ana en óvíst er hvort það
verður mögulegt."
Tölvuorðasafn
komið út hjá
Hinu íslenska
bókmenntafélagi
HIÐ íslenska bókmenntafélag hefur
gefið út tölvuorðasafn sem inniheldur
í senn íslensk-ensk og ensk-íslensk
orðasöfn sem lúta að tölvum og tölvu-
vinnslu.
Tölvuorðasafnið er fyrsta orða-
bókin, sem tölva hefir verið látin
gera hér á landi. Til þess var notað
orðabókarkerfi íslenskrar mál-
nefndar og efnið tölvuskráð í sam-
ræmi við það á vegum Máltölvunar
Háskólans. Vélin var síðan látin
búa til íslensk-enska og ensk-
íslenska orðaskrá upp úr þeim
færslum. Það verk var unnið með
aðstoð frá Reiknistofnun Háskól-
ans. Þannig var meginhluti verks-
ins afhentur útgefanda, Hinu ís-
lenzka bókmenntafélagi. Að því
búnu var orðasafnið flutt úr há-
skólatölvunni í tölvustýrða setn-
ingarvél Prentsmiðjunnar Odda.
Verk- og kerfisfræðistofan hf. sá
um tæknivinnslu þess hluta verks-
ins. Orðasafnið var aldrei skrifað á
seðla, né heldur handskrifað eða
vélritað á venjulegan hátt. Bókin er
því ekki til í handriti, heldur geymd
í tölvutækri mynd á segulböndum.
Tölvuorðasafn er fyrsta ritið í
fyrirhugaðri ritröð Islenskrar mál-
nefndar og markar einnig tímamót
að því leyti. Það er 70 bls. að stærð.
Úr fríiuelkynnintru.