Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
13
Fræðsluþættir frá Geðhjálp:
Geðræn vandamál - hlut-
verk heimilislækna
Andlegt álag og vandamál eru
mjög algeng í nútíma þjóðfélagi.
Telja má víst að flestir einstakl-
ingar verði einu sinni eða oftar
fyrir einhverju andlegu áfalli á
lífsleiðinni. í yfirgnæfandi tilvika
er hér ekki um sjúklegt ástand að
ræða eða svokallaða geðsjúkdóma.
Fólki tekst í flestum tilvikum að
komast út úr þessari kreppu af
eigin rammleik eða með hjálp
vina, ættingja eða kunningja. 1
einstaka tilvikum geta þó vanda-
mál hrúgast svo upp, að viðkom-
andi treystir sér ekki til að leysa
úr þeim sjálfur eða með aðstoð
sinna nánustu. Þá liggur beinast
við að leita aðstoðar þeirra fagað-
ila, sem vinna við félags- og heil-
brigðismál.
Heimilislæknirinn
Stór hluti af þeim vandamálum,
sem einstaklingar koma með til
heimilislækna, eru nátengd geð-
heilsu þeirra. Þetta er mjög eðli-
legt, þar eð eftir langvarandi
kynni við einstaklinga og fjöl-
skyldur þeirra hafa heimilislækn-
ar oft fengið allgóða heildarmynd
af högum fólksins og hinum marg-
breytilegu vandamálum, sem
glíma þarf við hverju sinni. Oft
hafa skapast góð tengsl milli
heimilislækna og skjólstæðinga
þeirra, nokkurs konar vináttu-
tengsl, þar sem þessir aðilar
hjálpast að við að leysa úr vanda-
málunum. Auk þess eru heimilis-
læknar við á stofu að minnsta
kosti nokkra klukkutíma á dag,
eða þá að hægt er að ná til þeirra í
síma. Þetta atriði er geysilega
mikilvægt, þar eð geðræn vanda-
mál eða „krísur" ber oft mjög
brátt að og þola í fyrstu enga bið.
Heimilislæknar áætla að jafn-
aði 10—15 mín. fyrir hvern ein-
stakling, sem til þeirra leitar á
stofu. Augljóst er, að slíkur tími
nægir ekki til að leysa úr flóknum
andlegum vandamálum. Hins veg-
ar eru yfirleitt engir biðlistar á
stofum heimilislækna og því auð-
velt að ákveða framhaldsmeðferð,
ef þess gerist þörf.
írlausnir
• Það að kynna vandamálið fyrir
heimilisiækni getur út af fyrir
sig verið afgerandi varðandi
framhaldið. Þetta er oft upp-
hafið að nánari tengslum, auk
þess sem einstaklingurinn hef-
ur þá stigið fyrsta skrefið til
þess að leitar hjálpar. Þannig
fá fjölmargir einstaklingar að-
stoð við að átta sig á vandamál-
unum og leysa úr þeim.
• Oft á tíðum verða heimilis-
læknar að fá aðstoð við með-
ferðina hjá öðrum aðilum, svo
sem félagsráðgjöfum, sálfræð-
ingum eða geðlæknum. Enda
þótt ljóst sé í upphafi, að leita
verður aðstoðar slíkra aðila, er
Kerlingarfjallaskólinn:
Skemmtun fyr-
ir nemendur
Á laugardagskvöldið, þann 12.
nóv., heldur Skíðaskólinn í Kerl-
ingarfjöllum skemmtun fyrir nem-
endur skólans, sem voru of ungir til
þess að vera með á Kerlingarfjalla-
ballinu á Sögu um daginn.
Skemmtunin verður á Hótel
Esju á annarri hæð og hefst kl.
20.30. Sýndar verða kvikmyndir
frá sumrinu og sungnir Kerl-
ingarfjallabragir undir stjórn
skíðakennaranna. Og svo verður
dansað til miðnættis. Nemendur
fyrr og síðar og vinir þeirra eru
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
(KrélUtilkynning.)
nauðsynlegt að heimilislæknir-
inn kynni sér vel vandamál ein-
staklinganna áður en þessi
ákvörðun er tekin. Með því móti
sýnir heimilislæknirinn, að
hann hefur áhuga á einstakl-
ingnum sem persónu og vill
gera sitt besta til að aðstoða
hann. Þá verður einnig auðveld-
ara fyrir báða aðila að taka upp
málið síðar meir eða fylgja því
eftir í samvinnu við aðra með-
ferðaraðila. Auk þess ber að
hafa í huga, að sá sem lendir í
„krísu" gerir sér oft ekki grein
fyrir hversu alvarlegt ástandið
er og er e.t.v. ekki í fyrstu til-
búinn til að leita hjálpar sér-
hæfðari aðila.
• Leitast er við að leysa þessi
vandamál í því umhverfi, sem
einstaklingurinn lifir og hrær-
ist í, það er utan sjúkrahúsa eða
stofnana. í einstaka tilvikum
verða málin þó svo alvarleg, að
leggja verður viðkomandi inn á
sjúkrahús. I neyðartilvikum
þarf stundum að grípa til
sjálfræðissviptingar, það er
dómsúrskurðar um að halda
megi viðkomandi inni á lokaðri
deild á geðsjúkrahúsi, þar eð
hann sé af læknisfræðilegum
ástæðum talinn hættulegur
sjálfum sér eða umhverfi sínu.
Þessi ráðstöfun getur oft spillt
hinu góða sambandi læknis og
sjúklings, en þótt hún sé alltaf
mjög sársaukafull fyrir alla að-
ila, er hún gerð í þeirri góðu
trú, að hún sé sjúklingi fyrir
bestu.
Vinur þinn
Eins og fyrr segir skapast oft
náin tengsl milli heimilislækna og
skjólstæðinga þeirra. 1 samfelldri
heimilislæknisþjónustu er hægt
að rækta þetta samband í ár eða
áratugi. Ef til dæmis leita þarf
læknis vegna kvefs eða annarra
smákvilla er alltaf hægt að nota
tækifærið og bera upp þau vanda-
mál, sem valda viðkomandi hugar-
angri, hvort sem þau eru ný eða í
framhaldi fyrri áfalla.
Ég legg því áherslu á, að þú sem
þetta lest, gerir þér grein fyrir
hversu mikilvægt er að leggja
rækt við sambandið við heimilis-
lækni þinn. Ef vel tekst til skaltu
muna, að þú ert ekki bara að leita
hjálpar hjá fagmanni heldur einn-
ig vini þínum.
Dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson
Heilræði vikunnar: Verum þakklát.
ARMULA 1a EOSTORG111
Kynnum skrifstofulínuna frá SHARP í dag
frá kl. 10—16
Sharp
Örbylgjuofna-
kynnlng:
Frú Ólöf Guönadóttir hússtjórn-
arkennari kynnir möguleika
SHARP-örbylgjuofna kl. 16—18 i
dag (kl. 13—16 á laugardag) og
gefur aö smakka smárétti og kök-
ur beint úr ofninum.
Og nú er bara aö drífa sig ...
SF-780 Ljðsritunarvél
meö tveimur smækkun-
armöguleikum
(A3-A4 og A3-B4).
SF-481 „Matari-
SF-410 „Raðari”
SF-815 Ljóaritunarvél
25 Ijósrit á min.
A4 og A3.
SF-755 Ljóaritunarvél
Létt og tyrlrferðarlítll. 10
Ijósrit á mín. Skammtar
frá 1—99 eintök í elnu.
SF-771 Ljóaritunarvél
15 Ijósrit á min.
Skammtar allt aö 99
eint.
ZX-400 og ZX-500
Hljóðlátar vélar meö 112
stafa leturhjóli. Meö
leiöréttingarminni.
Reiknivélar, fleiri gerölr
og SHARP-búðar-
kaaaar.
Viö bjóöum í kaffi
Viö bjóöum áhugasömu fólki í kaffi
og Nýja kökuhúsiö kynnir jólasmá-
kökurnar.
Full búð af nýju
Pioneer-
hljómtækjunum
KÖkúhúsió
HLJDMBÆffC!lZ
HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI
SiMI 25999